Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997
Fréttir____________________
21 árs norsk stúlka leitar móöur sinnar á íslandi:
Langar að faðma
mamma
„Mig langar svo mikið að hitta
þig, mamma, og faðma þig að mér.
Mig langar að sjá hvemig þú lítur
út og vita hvernig þér líður. Þetta er
mjög erfitt því ég geri mér grein fyr-
ir því að þetta getur komið sér Ula
fyrir þig. Ég vona þó að þú takir
þessu vel mamma, ég trúi ekki öðru
en þú hafir oft hugsað til mín eins
og ég hef hugsað til þín ,“ segir Tor-
il Grindahl, 21 árs stúlka búsett í
Noregi. Þetta eru skilaboð hennar
til móður sinnar, sem hún leitar að
á íslandi.
Toril telur að hún sé fædd á ís-
landi og að móðir hennar sé íslensk.
Hún telur að norskir foreldrar henn-
ar séu í raun fósturforeldrar hennar
og þau hafi ættleitt sig ólöglega.
„Fyrir tveimur mánuðum, þegar
fósturamma mín lést, skildi hún eft-
ir bréf til mín þar sem hún sagði frá
því að ég hefði verið ættleidd ólög-
lega frá Islandi þegar ég var tveggja
ára gömul. Ég hef undir höndum
myndir frá íslandi sem ég fékk frá
fósturömmu minni, þ.á.m. eina
mynd af ungri konu, sem hún telur
að sé móðir mín. Aftan á myndina
er ritað íslenskt kvenmannsnafn,“
segir Toril.
Tvö fæöingarvottorö
Hún telur að móðir sín hafi verið
mjög ung þegar hún eignaðist sig,
miðað við myndina að dæma. Toril
segist hafa grunað að eitthvað und-
arlegt væri
við uppruna
sinn þegar
hún fann fæð-
ingarvottorð í
pappírum for-
eldra sinna
þegar hún var
14 ára. Þar
kemur fram
að hún sé
fædd 10. des-
ember 1973. Á
ööru fæðing-
arvottorði,
sem hún hefur
undir hönd-
um, segir hins
vegar að hún
sé fædd 18.
júní 1976, og
við það hefur
aldur hennar
ávallt verið
miðaður í
Noregi.
Hún segir
að fósturfor-
eldrar sínir
hafi síðan
reynt að leyna
því að hún sé
ættleidd og
þau séu nú mjög ósátt við að hún
leiti móður sinnar á íslandi. Hún
telur að fósturfaðir sinn hafi búið til
falskt fæðingarvottorð þegar hún
Toril Grindahl, með hiö dularfulla fæðingarvottorö þar sem kemur fram aö hún sé fædd 1973. Á
ööru fæðingarvottoröi kemur fram aö hún sé fædd 1976 og hefur ávallt veriö miðaö viö þaö enda
telst hún 21 árs í Noregi. Hún leitar móöur sinnar á íslandi. Myndin er tekin á heimili Toril í Osló í
gærkvöld. DV-mynd Scan-Foto
var lítil þar sem standi að hún sé
norsk. Toril bjó í bænum Sarpborg
og ólst þar upp en hún býr nú i
Osló. Hún stefnir á að koma hingað
til íslands í næstu viku til að leita
að móður sinni.
„Ég er orðin mjög spennt að
koma til íslands og heimsækja land-
ið. En það er svo margt skrýtið í
þessu dæmi að ég er eiginlega alveg
ringluð. Ég hef aö sjálfsögðu alltaf
talið mig norska en undanfarna tvo
mánuði hef ég hugsað mikið um ís-
land og að ég eigi íslenska móður.
Ég veit ekki einu sinni hvort ég var
skirð íslensku nafni. Ég hef tvö fæð-
ingarvottorð og á tvo afmælisdaga.
Samkvæmt öðrum er ég 21 árs en
samkvæmt hinum 24 ára,“ segir
Toril.
Refsivert athæfi
„Dómsmálaráðuneytið aðhefst
ekkert í þessu máli nema konan
leiti eftir aðstoð hjá okkur. Þá mun-
um við að sjálfsögðu reyna að
hjálpa henni eins og mögulegt er.
Við höfum hins vegar ekkert heyrt
frá henni. Ef það er rétt að fóstur-
faðir hennar hafi falsað fæðingar-
vottorðið þá er það auðvitað refsi-
vert athæfi,“ segir Drífa Pálsdóttir,
hjá dómsmálaráðuneytinu, aðspurð
um málið.
-RR
Riöa ekki ósvipuð hrörnunarsjúkdómum í mönnum:
Stuttar fréttir
Niðurskurður nauðsyn
- segir Siguröur Siguröarson, dýralæknir á Keldum
„Þetta er sjúkdómaflokkur sem
ýmsar dýrategundir og menn veikjast
af. Þessir smitsjúkdómar með smit-
andi próteini koma í ungar skepnur
og menn. Þetta eru hrömunarbreyt-
ingar því þama er um að ræða dauða
á ftumum án þess að um bólgubreyt-
ingar sé að ræða,“ segir Sigurður Sig-
urðarson, dýralæknir á Rannsóknar-
stofa Háskóla íslands í meinafræði að
Keldum, mn riðuveiki í sauðfé en
riða er nú komin upp í sauðfé á
Borgarfirði eystri.
Sneiðmyndir af heila úr sýktri
sauðkind sýna blöðrur svipaðar
þeim og sjást í manni með alz-
heimer. Erfitt er að greina sjúkdóm-
inn en hann er ekki bráðsmitandi.
Einkennin em oft óljós, stundum
óstjómlegur kláði, æmar leggja af,
skjálfti getur komið í haus og hreyf-
ingar orðið óstöðugar. Sjúkdómur-
inn getur dregið kindina til dauöa á
örskömmum tíma.
Aðspurður hvort niðurskurðurinn
sé umdeildur segir Sigurður að hann
sé aö minnsta kosti nauðsynlegur.
Eftir að tekið var upp á þvi að hafa
engar ær i húsum í tvö ár hafi líkur
á enduruppkomu farið niður í um
5%. Fyrir niðurskurð hafi riða kom-
ið upp á öðram hverjum bæ. -sv
Skattafrumvarpið á þingi í dag:
Hrein svik verði
það ekki afgreitt
- segir forseti ASÍ
„Ef skattalækkunarfrumvarpið
verður ekki afgreitt á yfirstandandi
þingi er það ljóst að stjórnvöld eru
að svíkja klár fyrirheit sem við feng-
um við gerð kjarasamninga," segir
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ.
Grétar segir að enginn héraðs-
brestur verði þótt afgreiöslan drag-
ist eitthvað, jafnvel mánuð fram
yfir 1. maí eins og lofað var, en það
séu vanefhdir engu að síður.
Friðrik Sophusson ljármálaráð-
herra mælir fyrir skattalækkunar-
frumvarpinu á Alþingi í dag, en Ólaf-
ur G. Einarsson, forseti Alþingis,
taldi í samtali við DV í gær að tvísýnt
væri hvort tækist að afgreiða frum-
varpið sem lög fyrir þinglok. -SÁ
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á almenningur að taka þátt í biskupskjörí?
Þaö var erfiöur dagur fram undan í morgun hjá Friöriki Sophussyni fjármálaráö-
herra, en í dag mælir hann fyrir hinu mjög umdeilda lífeyristryggingafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar sem hann hér heidur á. Þá mælir hann einnig í dag fyrir skatta-
lækkanafrumvarpinu sem rikisstjórnin hét, í tengslum viö kjarasamninga, aö af-
greiöa fyrir 1. maí. Bæöi frumvörpin eru i uppnámi. DV-mynd Hilmar Þór
Töpuð útlán
Viðskiptabankamir og stærstu
sparisjóöimir áætla að hafa tapað
2,6 milljörðum í útlánum á sl. ári.
Landsbankinn tapaði helmingn-
um af þeirri uppphæð. RÚV sagði
frá.
Fornritin á Netið
íslendingasögumar og ýmis
fom handrit verða sett á Intemet-
ið á næstu þremur áram. Banda-
rískur sjóður styrkir verkefnið.
RÚV segir frá.
Engar hvalveiðar
Ekkert hefur breyst á alþjóða-
vettvangi þannig að hvalveiðar
geti hafist á næstu vikum að því
er Halldór Ásgrímsson sagði í
skýrslu utanríkisráðherra á Al-
þingi í gær.
Dýr snjómokstur
Snjómokstur á götum Reykja-
vikur verður um 145 milljónir eft-
ir veturinn í vetur, 30-35 milljón-
um hærri en í fyrravetur. Götur
era illa slitnar af völdum nagla-
dekkja eftir veturinn að sögn
Dags-Tímans.
Ætla að kæra P&S
Hjá íslenska útvarpsfélaginu er
verið að undirbúa kæra á hendur
Pósti og síma til Samkeppnis-
stofnunar fyrir óeðlilega sam-
keppni með því aö dreifa sjón-
varpsefni á breiðbandi P&S.
Morgunblaðið segir frá.
Flotgallar tískuvara
Morgunblaðið segir frá því
að íslenskir flotvinnubúningar
og frystihúsagallar séu að
verða tískufatnaður erlendis
eftir að Björk Guðmundsdóttir
og erlent fjölmiðla- og tískufólk
hefur tekið að ganga í slíkum
fatnaði.
-SÁ