Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 Neytendur ^ Sjálfsali Orkunnar tekur of oft af debetkortinu: Alag á Reiknistofu bank- anna um að kenna - segir Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar krónum í bensín. Báðar færslurnar fara inn til Reiknistofu sem úttekt til að byrja með. Síðan er sjálfvirk leiðrétting á færslunum og alveg himdrað prósent öruggt að aðeins er tekið út af reikningnum sú upphæð sem keypt var fyrir. Það hefur kom- ið fyrir að það hafi verið tekið of mikið út og það virðist gerast þegar símalínur til Reiknistofu lokast eða falla niður,“ segir Gunnar Skapta- son, framkvæmdastjóri Orkunnar. Villuleit einu sinni á sólarhring „Reiknistofa bankanna hefur um- sjón með öllum færslunum og stemmir þær reglulega. Einu sinni á sólarhring sendum við uppgjör til Reiknistofu og þá eru úttektir frá okkur keyrðar saman með úttektum bankanna. Ef listinn stemmir ekki er gerður villulisti og leitað að skekkjunni. Stundum er það mikið að gera hjá Reiknistofu að það tek- ur einhverjar klukkustundir að leiðrétta færslurnar og jafnvel daga. Við höfum enga heimild til að leið- rétta beint inn á reikninga og verð- ur að gera það í gegnum viðskipta- bankana. í sumum tilfellum er tekið út af reikningnum meira en við- skiptavinurinn á inni og það eru verstu dæmin af því að viðkomandi fer yfir á reikningum. Við erum ekki þeir einu sem þurfum að kljást við þetta vandamál en engin dæmi eru þekkt um að viðskiptavinurinn hafi þurft að borga meira en hann tók út fyrir, allt er leiðrétt. Við gæt- um einfaldlega ekki staðið í við- skiptum upp á annað,“ segir Gunn- ar. Pappírslaus kassi Varðandi það að oft vanti pappír í sjálfsalann og því ekki nokkur leið að fá kvittun segir Gunnar að það vanti aldrei pappír. „Settur er pappír í sjálfsalana á hverjum morgni og það er aldrei búið á rúllu að kvöldi. Hins vegar eru íslendingar oft svo óþolinmóðir að þeir rífa kvittunina út úr sjálfsal- anum með þeim afleiðingum að hún rifnar og pappírinn festist í kassan- um. Við vitum af þessu og höfum leitað leiða til að laga þetta en þetta vandamál er óþekkt erlendis hjá samstarfsaðilum þar sem menn eru þolinmóðari." -jáhj Viðskiptavinur Orkunnar kom að máli við Neytendasíðu DV þar sem hann taldi að bensínsalan Orkan hefði ófullkomið tölvukerfi sem tæki sömu færsluna oftar en einu sinni út af bankareikningnum. Á þriðjudaginn keypti þessi mað- ur bensín hjá Orkunni og borgaði með debetkorti. Hann bað sjálfsal- ann um heimild fyrir 3000 krónum en bensínið kostaöi 2.467 krónur. Daginn eftir hringdi maðurinn í bankalinuna og þar taldi þulurinn upp fjórar færslur, hverja upp á 2.467 kr. í stað 2.467 kr. höfðu tæpar 10 þúsund kr. verið teknar út af reikningnum. Maðurinn hringdi í bankann sinn og fékk þau svör að þetta væri algengt hjá Orkunni og bankamaðurinn tók að sér að leið- rétta mistökin. Sami viðskiptavinur lenti í nákvæmlega eins dæmi fyrir nokkrum mánuðum og þurfti þá líka að fá þau leiðrétt hjá viðskipta- banka sínum. Sjálfvirk leiörétting „Þetta gerist þannig að viðskipta- vinurinn biður um heimild fyrir 3.000 króna úttekt og eyðir 2.600 Ofreikna&ar færslur eru alltaf lei&réttar samdægurs, segir Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar. McDonald’s skyndibitakeðjan hef- ur sett í gang nýja herferð í Banda- ríkjunum segir í frétt í Viðskipta- blaðinu nýlega. Verðlækkun er á nokkrum vinsælustu morgunverð- arréttunum og hafa þeir verið lækk- aðir um helming, sumir hverjir. „Þessi verðlækkun kemur okkur lítið við hér á íslandi,“ segir Kjart- an Öm Kjartansson, eigandi Lystar hf. sem á og rekur McDonald’s hér- lendis. „Þetta er alþjóðleg keðja og aðilar að henni eiga fátt annað sameigin- legt en nafnið og vöruheitið. Starfs- umhverfið er gjörólíkt um heiminn. Við lækkuðum verðið verulega árið 1993 og hefur það haldist óbreytt síðan þrátt fyrir hækkanir á aðföng- um og ýmsum vörum. Við kaupum íslenskt nautakjöt og greiðum laun eftir íslenskum kjarasamningum. Það er engar líkur á að við förum að lækka verð hér.“ Með herferðinni í Bandarikjun- um vill McDonald’s styrkja stöðu sína á skyndibitamarkaðnum en á síðasta ári lækkaði markaðshlut- deild McDonald’s í sölu á hamborg- urum úr 42,3% f 42,1%. • Stillanlegur sog • Sfillanlegf Sogrör • Fylgihlufageymsla • Tveir auka sogsfúfar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4,0 lítrar • 750wöff ( Nýff sparar 30% orku skilar sama sogkrafti og 1400w mótor) B R Æ Ð U R N I Lí SSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 % orkusparnaður! Verðlækkun hjá McDonald’s í Bandaríkjunum: Óbreytt verð hér- lendis síðan 1993 iturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. 'iröi. Veatflrölr:. Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvik.Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. SkagfiröingabúÖ.Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfirölnga, FáskrúÖ6firði.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjar- klaustri. Ðrimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg. Grindavík. Rosso ryksugan kemur í vandaðri tösku sem hefur margvíslegt notagildi Í i í i i í ( ( i i i i i i i i i i i ( ( ( ( ( ( ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.