Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kraumandi óánægja Sú ákvörðun félagsmanna í nítján stéttarfélögum að fella nýgerða kjarasamninga mun litlu breyta um al- mennan frið á vinnumarkaðinum. Stóru verkalýðsfélög- in hafa öll gengið frá sínum málum og eru bundin af nýj- um kjarasamningum fram yfir aldamót. Það er fýrst og fremst eftir að leysa samningamálin á nokkrum stöðum á landsbyggðinni - einkum fyrir vestan og austan - auk þess sem samningar iðnverkafólks í höfuðborginni og víðar eru í uppnámi. Niðurstöður leynilegra atkvæðagreiðslna í þessum nítján stéttarfélögum sýna hins vegar að forystumenn margra verkalýðsfélaga eru engan veginn í nógu góðu sambandi við sína eigin félagsmenn. Þetta á alveg sér- staklega við uppákomuna hjá samtökum iðnverkafólks, sem tóku þátt í því að rjúfa samstöðu Alþýðusambands- félaganna fyrr í vetur með kjarasamningi sem félags- mennimir höfnuðu í atkvæðagreiðslu. Foringjar iðn- verkafólks töldu einfalt mál að sætta félagsmenn sína eft- ir þá atkvæðagreiðslu og sögðu hróðugir frá því í fjöl- miðlum að á aðeins einum klukkutíma hefði þeim tekist að vinna upp allt það sem önnur félög höfðu fengið um- fram þá. Þessum klukkutímasamningi hefur nú líka ver- ið hafhað, og forystumenn iðnverkafólks standa því aftur á byrjimarreit. Það fer auðvitað ekkert á milli mála að með þessari niðurstöðu eru félagsmenn í leiðinni að lýsa megnri óánægju með vinnubrögð forystumanna sinna. Hjá almennu verkalýðsfélögunum úti á landi, þar sem samningamir voru felldir, virðist ástæðan fyrst og frernst óánægja fiskvinnslufólks með kjör sín og fýrirhugaðar breytingar á launakerfinu. Annar vegar er það óánægja sem hefúr kraumað lengi og snýst um rýran hlut verka- fólks í fiskvinnslu í landi. Hins vegar virðist rík andstaða við að færa svokallaðan bónus inn í kauptaxtana. Talsmenn vinnuveitenda segjast reyndar hafa varað fýrir fram við andstöðu fiskvinnslufólks við þá róttæku breytingu sem gerð var á sjálfu launakerfinu, en verka- lýðsforingjamir talið sig vita betur. Það ætti því að vera vandalítið fýrir samningsaðila að draga úr þeirri óá- nægju - einfaldlega með því að falla frá breytingunum og viðhalda gamla kerfinu á þeim stöðum þar sem fisk- vinnslufólk vill heldur fara þá leið. Erfiðara verður að ráða bót á óánægju fiskvinnslu- fólks með stöðu sina samanborið við aðra. Markmiðið með nýju samningunum er væntanlega að veita launa- fólki réttláta hlutdeild í batnandi þjóðarhag, en hingað til hefur batinn einkum skilað sér til hins opinbera og fyrirtækjanna. Þróun næstu mánaða og ára mun leiða í ljós hvort nú tekst að skipta batanum réttlátlega eða hvort almennt verkafólk mun enn einu sinni bera skarð- an hlut frá borði. Þar hljóta margir að horfa til þeirra launahækkana sem stjómmála- og stjómsýsluaðallinn fær í kjölfarið - ráðherrar, þingmenn og æðstu stjóm- endur í viðfeðmu kerfi opinbers reksturs. Skýrslur sérfræðinga gefa vonir um ffamfaraskeið í íslenskum efnahagsmálum í nánustu ffamtíð. Þjóðhags- stofnun gerir þannig ráð fyrir miklum hagvexti, eða um þrjú prósent á ári að meðaltali næstu frmm árin, og munar þar auðvitað mikiö um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við virkjanir og orkufrekan iðnað. Stofnunin áætlar að þetta fjör í efnahagsstarfseminni skili sér í auknum kaupmætti, jafnvel hátt í Qögur prósent á ári. Það ræðst hins vegar mikið af þróun verðlags og umsvif- um hins opinbera, en verðhækkanir hafa einmitt verið hættulega miklar síðustu vikumar. Elías Snæland Jónsson „Milljónir nagla krafsa í malbikið á hverju andartaki..." Mengunarborg Evrópu Vegalengdir innan borgarinnar eru líka skiljanlega miklar þar eð Reykjavík er eina höfuðborg veraldar sem hefur flugvöll sinn í miðbænum, en íbú- amir kjósa sjálfir að búa úti á landi (rökin munu vera a la Bakka- bræður: að þá sé styttra fyrir fljúgandi landsbyggðarfólk í miðbæinn!). Þá hefur Reykvíking- um ekki enn tekist að hanna viðhlítandi al- menningssamgöngur í borg sína, erfiðlega hefúr gengið að fá vagnana til að fara „Ég er sannfæröur um að hinar dularfullu pestir sem herja lotulít- ið á Reykvíkinga að vetri til eiga orsök sína í því kynngimagnaða eiturbrasi sem þeir anda að sér.“ Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur Jón Grunnvíking- ur (1705-1778) að- hylltist þá kenningu að íslendingar ættu ekki að búa í borg- um, það væri and- stætt eðli þeirra og studdi mál sitt þeim rökum að fommenn hefðu farið víða um lönd og kynnst fjölda horga, án þess samt að byggja borg- ir þegar heim var komið. Varaði hann vin sinn, Skúla fó- geta, eindregið við Innréttingunum sem sá slðarnefndi reisti ótrauður og lagði þar með granninn að einustu borg ís- lands. Bíll á rasskinn Það er með Jón Grunnvíking að stundum er engu líkara en mestu firramar sem hann setti fram eigi fyrir höndum að breytast í fjali- grimma vissu. Eða hljómar ekki aðvöran hans sem áhrínsorð þessa dagana þegar niðurstöður þýskrar könnunar leiða í ljós að loftmeng- un á „heitustu" stöðum Reykjavík- ur er ekki minni en í verstu meng- unarbælum Ruhrhéraðs? Ástæðan er hin yfirfljótandi einkabílanotkun íbúanna sem virðist stefha í bíl á rasskinn á meðan aðrar borgir keppast við að skipta skaðvaldinum út fyrir heilsusamlegri kosti. Nema hvað, Reykjavík er um margt dálaglega hentug fyrir bíla, byggðin mest öll tilkomin eftir að bifreiðar koma til sögu, okkur hefur verið hlíft við því aö laga umferðina að miðalda- borgum með sínum mjóu sundum og borgarmúram. þangað sem fólkið vill fara, en mestu veldur að sjálfsögðu hinn óheyrilegi biðtími (síðast þegar ég beið eftir vagni í Reykjavík var hann 20 mínútur). Af þessum sök- um er algeng sjón að sjá 20 metra langa dreka flytja tvær hræður um götur bæjarins. - Já, jafnvel aka fyrirskipaðar leiðir tómir (en við þá sýn þurfa útlendingar ekki frekari vitna við um huldufólk á Islandi). Fimm dagar á vetri Enn er eftir að nefna afkasta- mesta útbíara höfuðborgarloftsins: nagladekkin sem íslendingar hafa einir þjóða tekið ástfóstri viö (þau munu nú vera útlæg ger í öðram höfuðborgum Norður-Evrópu). Milljónir nagla krafsa í malbikið á hverju andartaki og dagurinn ekki oröinn ýkja gamall þegar afrakst- urinn tekur að sjást í torkenni- legri móðu sem leggst yfir bæinn og líður út flóann með fram fjöll- unum. Bílstjórar merkja viðbjóð- inn á tjöraklístraðu blikki bif- reiða sinna og má sjá þá reyta hár sitt á þvottaplönum þegar kústur og vatn breyta ófögnuðinum í tyggjókennt klístur. Sama gegnir að sjálfsögðu um aðra þætti hlutveruleikans: hús, fatnaður og siðast en ekki síst önd- unarvegur íbúanna er undirlagður af sömu drullu. Ég er sannfærður um að hinar dularfullu pestir sem herja lotulít- ið á Reykvíkinga að vetri til eiga orsök sína í því kynngimagnaða eiturbrasi sem þeir anda að sér. Og ástæðan: jú, 5 daga á vetri hveijum skapast þau skilyrði á götum borgarinnar að þær verða erfiðar yfirferðar. Þessir fimm dagar gera aldrei boð á undan sér og maður veit aldrei hvenær þeir bresta á, né í hvaða röð, þess vegna er best að vera við þeim bú- inn á bilinu nóv.-maí. „Overkill" kallast í hernaði þeg- ar vígbúnaðurinn fer offari miðað við andstæðinginn. í stað þess að hafa sandpoka í skottinu sem geri bílinn stöðugri í hálku og fái dekk- in til að grípa betur í snjó, kjósa Reykvíkingar að þyrla malbiki sínu í loft upp og taka það síöan bókstaflega í nefið. Þetta eru hin nýju móðuharð- indi og öfúgt við hin fyrri, alger- lega af mannavöldum. Fólk Skaft- árelda trúði að það væri að taka út refsingu fyrir syndir sínar. Það sama vitum vér. Er svo hara að halla sér að trúarjátningu Njáls í brennunni forðum: „Verðið vel við og mælið eigi æöru... því að guð er miskunnsamur og mun hann oss eigi láta brenna bæði þessa heims og annars.“ Pétur Gunnarsson Skoðanir annarra Samkeppnisráð og Flugleiðir „Mikilvægt er að menn átti sig á þeim sjónarmið- um sem liggja að baki úrskurði Samkeppnisráðs. Það er ekki svo að ráðið sé að banna fyrirtækjum að hagræða með sameiningum. Ráðið er fyrst og fremst að gera athugasemdir við þá aðferð sem beitt er. Svo virðist sem Flugleiðir hafi ætlað að halda áfram að greiða fýrir hluta af starfsemi Flugfélags íslands þó um óskyld fyrirtæki sé að ræða. Það er því fyrst og fremst aðferðin sem liggur undir ámæli og er brýnt fyrir ráðamenn ríkisstjómarinnar að átta sig á því áöur en þeir rjúka til og breyta lögunum." Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 16. apríl. Verkföll fram undan? „Komi til boðaðra verkfalla verða þau í bæjum og þorpum á landsbyggðinni og bitna einna helzt á fisk- vinnslufyrh-tækjum. Forasta verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda á erfitt verk fyrir höndum við að finna leið út úr þessum vanda, enda liggur ekki ljóst fyrir, hvaða atriði kjaragerðarinnar það era, sem ráöið hafa þessum úrslitum.... Hins vegar er ljóst, að vinnuveitendur geta ekki samið um meiri kaup- hækkanir til félaga sem felldu, en til þeirra, sem samþykktu samningana. Annarra leiða verður því að leita til lausnar." Úr forystugreinum Mbl. 17. apríl. Án Dana, engin handrit „Engin þjóð getur tekið við dýrmætari gjöf úr höndum annarrar en það, sem hún á sjálf. Verðmæt- ustu þjóðareign Islendinga, íslensku handritunum, var forðað úr umsjá eigendanna á þeim tima, þegar þeir vora sjálfir ógn við þá eign sína.... Það var með fulltingi Dana, sem þessir gripir vora skráðir, varð- veittir, rannsakaðir og kynntir umheiminum í fyrstu útgáfum. Án þeirra væra handritin ekki leng- ur til.“ Sighvatur Björgvinsson í Alþbl. 17. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.