Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1997
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997
27
Iþróttir_________________________________________________________________________________________pv pv_____________________________________________________________________________________________________íþróttir
NBA-deildin í nótt:
Shaq skorar
og skorar
- geröi 42 stig gegn Sacramento
Shaquille O’Neal er svo sannar-
lega mættur í NBA-deildina á ný.
Eftir tveggja mánaða fjarveru vegna
meiðsla er tröllið í miklum ham og
í nótt skoraði hann 42 stig í örugg-
um sigri Lakers á Sacramento. Þar
með hefur Shaq skorað 35 stig að
meðaltali í þeim þremur leikjum
sem hann hefur spilað eftir meiðsl-
in og Lakers hefur unnið þá alla.
„Úrslitakeppnin er framundan og
þetta er því rétti tíminn til að sýna
sitt besta. Við ætlum okkur aliir
stóra hluti, bíðið bara og sjáið,“
sagði Shaq eftir leikinn.
Úrslitin í nótt:
Denver-Seattle.............104-108
McDyess 29, D.Ellis 27, Johnson 15 -
Kemp 27, Payton 24, Schrempf 18.
Utah-Golden State..........106-93
Malone 20, Morris 15, Homacek 12 -
Mullin 19, Sprewell 14, Fuller 14.
Vancouver-Portland .........73-105
Peeler 16, Mayberry 14, Rahim 12 -
Wallace 25, Sabonis 15, R.Robinson 14.
LA Lakers-Sacramento.......108-99
Shaq 42, Campbeil 21, Rooks 11 -
Richmond 23, Grant 19, Polynice 14.
Seattle vann í baráttuleik í Den-
ver og heldur því efsta sætinu í
Kyrrahafsriðli. Lakers er þó á hæl-
unum með jafnmörg töp. Sigurinn
var tæpur en Sam Perkins tryggði
hann með þriggja stiga körfu á
lokamínútunni.
Utah vann sinn 37. heimaleik af
40 í vetur þegar Golden State kom í
heimsókn. Þar með var félagsmetið
jafnað og það getur fallið í lokaleik
Utah gegn Minnesota um helgina.
Deildakeppni NBA lýkur á
sunnudagskvöldið og úrslitakeppn-
in hefst í næstu viku. -VS
Stjarnan stendur vel að vígi
Stjeæncm vann mikilvægan sigur á Þrótti úr Reykjavík, 2-1, í deilda-
bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöld. Þar með eru Stjömumenn með
úrslitasætið í höndunum. Þeim dugir að sigra Aftureldingu í lokaumferð-
inni til að komast áfram. Þróttur R. og Fylkir em með 10 stig og Stjam-
an 9 og leikur Þróttar og Fylkis er því hreinn úrslitaleikur um hvort lið-
ið fer áfram.
KR-ingar unnu FH, 3-1, og innsigluðu þar með sigur sinn í B-riðlinum.
Bæði liðin vom fyrir leikinn komin í úrslitakeppnina. KR-ingar unnu
alla fimm leiki sína í riðlinum og skoruðu 17 mörk gegn einu. -VS
Fótboltaskór
á frábæru
tiboðsverði
Mikael Laudrup. Skór úr gerfiefni.
Nr. 37-43 fyrir möl. Verð 2.990
(áður 3.990)
Papin Startey nr. 35-46. Leður
á tá og rist. Fyrir möl og gras.
Verð 3.490 (áður 5.600)
Laudrup Champion
Nr. 36-45. Leðurskór.
Verð 3.950 (áður 5.990)
Papin League Nr. 37-45. Mjúkt
kengúruleður fyrir möl og gras.
Verð 5.990 (áður 7.990)
SPORTVÖRUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 sími 551 2024
Opið laugardaga til kl. 16
Lærlingar og
Afturgöngur
meistarar
Deildakeppninni í keilu lauk í
fyrrakvöld og þar stóðu Lærling-
ar uppi sem íslandsmeistarar
karla og Afturgöngumar sem ís-
landsmeistarar kvenna.
Fjögur efstu liðin í deilda-
keppni karla fóm í úrslita-
keppni. t úrslitum um titilinn
unnu svo Lærlingar sigur á
Keilulandssveitinni í oddaleik.
meö 2.319 pinnum gegn 2.269.
Lokastaðan í 1. deild karla
varð þessi:
Lærlingar 124
Keilulandssveitin 118
PLS 116
Stormsveitin ... 112
Keilugarpar .... 96
Keflavík a 90
KRa 86
Þröstur
Keiluböðlar .... 80
Úifamir 62
KRb 46
ET 44
Lokastaðan í 1. deild kvenna:
Afturgöngumar ., 134
Flakkarar 120
Tryggðatröll .... 72
Bombumar 64
Keilusystur .... 58
Keiluálfar 32
Alls léku 56 karlalið og 13
kvennalið í deildakeppninni í
vetur og keppendur vom sam-
tals 342.
Um helgina fara fram úrslita-
leikimir í bikarkeppninni.
Árshátíð FH-inga
Árshátíð FH verður á morgun
laugardag. Hún hefst með
borðhaldi í Hraunhóli kl. 20.
Veislustjóri verður Guðmundur
Ámi Stefánsson og Össur
Skarphéðinsson ræðumaður
kvöldsins. Miðar fást á kr. 2.500 í
Sjónarhóli.
íslendinga•
/ið/n áfram
- Gautaborg úr leik
íslensku liðin Örebro, Örgryte
og Hammarby komust áfram í
sænsku bikarkeppninni í knatt-
spymu í gærkvöld.
Örebro komst reyndar í hann
krappann gegn Umeá en slapp
með sigur í vitaspymukeppni,
3-5, eftir markalausan venjuleg-
an leiktíma og framlengingu.
Örgryte sigraði Mjállby, 2-0.
Rúnar Kristinsson lék ekki með
Örgryte vegna meiðsla. Hamm-
arby vann Karlshamn, 7-1.
Mesta athygli vakti að sænsku
meistaramir í Gautaborg töpuðu
5-3 fyrir 1. deildarliði Gávle og
eru þar með úr leik í keppninni.
-SK/-EH
„Ég skemmti mér best
Paul Merson ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni sem nú er horfin á braut.
Gegndarlaus drykkja, eiturlyfjavandamál og milljónaeyðsla í veðmálum
fyllti mælinn hjá eiginkonunni og nýlega fór hún fram á skilnað.
Gunnar rotað-
ur í Belgíu
Gunnar Einarsson, atvinnu-
maður í knattspymu hjá MVV í
Hollandi, varð fyrir slæmum
meiðslum í vináttuleik með 21-
árs landsliðinu gegn 3. deildar-
liði í Belgíu á mánudaginn.
Gunnar fékk mikið höfuðhögg
frá mótherja, rotaðist og tungan
skarst illa. Hann dvaldi hálfan
annan sólarhring á sjúkrahúsi
en kom heim til Hollands í gær.
Hann þarf að taka sér 10 daga
hvíld frá knattspymu.
Ljóst er aö Gunnar getur ekki
leikið með MW um helgina en
hann hefur leikið stórt hlutverk
í vöm liðsins undanfamar vik-
ur. MVV er efst í 1. deildinni og
hefur ekki tapað leik síðan
Gunnar var fenginn til félagsins
í febrúar.
-VS
Fowler missir af
lokaleikjunum
Robbie Fowler, markaskorar-
inn mikli hjá Liverpool, leikur
ekki þqá síðustu leiki liðsins í
ensku úrvalsdeildinni.
Fowler var rekinn af velli
gegn Everton í fyrrakvöld, ásamt
David Unsworth hjá Everton.
Fowler hlaut þriggja leikja bann
fyrir vikið. Hann getur spilað
stórleikinn við Manchester
United í fyrramálið en síðan er
piltur kominn í sumarfrí.
-VS
Um helgina
Reykjavfkurmótið í knattspymu:
Víkingur-Fylkir . . . . L. 17.00
Léttir-Þróttur R . . . . L. 17.00
. . . . S. 17.00
ÍR-KR . . . . S. 20.30
Fjölnir-KSÁÁ . . . . S. 20.30
Deildabikarinn 1 knattspyrnu:
Víkingur Ó.-Grindavík Haf. L. 14.00
Leiknir R.-Víkingur Ó. Lei. S. 17.00
Bikarúrslit karla í keilu:
Keilulandssv.-Stormsveitin . L. 13.00
Bikarúrslit kvenna í keilu:
Afturgöngumar-Tryggðatröll L. 13.00
Gefa íslensku fél
ögin Evrópukeppn
inni langt nef?
Margt bendir til þess að
dagar íslensku félagslið-
anna í Evrópukeppnunum
í handknattleik séu taldir.
Mörg undanfarin ár hafa
félögin freistast til þátttöku
I þessum keppnum með
misgóðum árangri. Út-
koma félaganna hefur þó
verið samhljóma að einu
leyti; þau hafa öll tapað
umtalsverðum fjárhæðum
á öllu saman og fengið lítið
sem ekkert í staðinn. Oftar
en ekki hafa íslensku liðin
dregist á móti lítið spenn-
andi erlendum liðum sem
áhorfendur hér heima hafa
ekki haft mikinn áhuga á.
Nú kann að verða á þessu
breyting.
Hugmynd frá Svíþjóö
sem hefur hljómgrunn
Samkvæmt heimildum
DV eru nokkrar líkur á því
að stofnuð verði ný keppni
bestu liðanna á Norður-
löndum. Með öðrum orð-
um: Bestu liðin á hinum
Norðurlöndunum eru líka
uppgefin á þátttöku í Evr-
ópukeppnunum og það ku
hafa verið hugmynd frá
Svíþjóð sem kom af stað
umræðu og undirbúnings-
vinnu sem nú stendur yfir
varðandi þann spennandi
kost að stofna til sérstakr-
ar keppni bestu liðanna á
Norðurlöndum.
Víst er að bestu liðin á
hinum Norðurlöndunum
munu draga til sín mun
fleiri áhorfendur en lið til
aö mynda frá Júgóslavíu,
Hvíta-Rússlandi eða Rúss-
landi.
Mestu máli skiptir þó að
sjálfsögðu gífurlegur ferða-
kostnaður til fjarlægra og
lítt spennandi landa í Evr-
ópu. Ferðakostnaðurinn til
Skandinavíu yrði mun
lægri en ella.
„Það er ljóst að við höf-
um ekki mikinn áhuga á
því að fara út í Evrópu-
keppnina að svo stöddu.
Við höfum tapað milljón-
um á þessu og erum mjög
spenntir fyrir þessari nýju
hugmynd um keppni Norð-
urlandaþjóðanna. Ef af
henni verður munum við
vera með,“ sagði forystu-
maður 1. deildarfélags í
samtali við DV í gærkvöld.
Undirbúningsvinna er
hafin og vonandi verður
niðurstaðan viðunandi fyr-
ir íslensk félagslið í þá
veru að stanslausum fjár-
útlátum, sem litlu sem
engu skila, linni. -SK
í leikfangabúðum“
- segir Paul Merson hjá Arsenal sem kvíðir einverunni eftir að kona hans fékk nóg
Einkalíf knattspyrnumanns-
ins Pauls Mersons hjá Arsenal
hefur í langan tíma verið í
rúst. Mönnum er í fersku
minni mikil áfengisneysla
hans, eiturlyíjaneysla og sjúk-
leg þörf fyrir veðmál þar sem
Merson tapaði stórfé.
Nú eru ástamál hans rústir
einar. Eiginkonan, Lorraine,
stóð lengi vel sem klettur að
baki manni sínum, en nú hef-
ur hún fengið nóg. Dag einn
fyrir skömmu tilkynnti hún
Merson að hún elskaði hann
ekki lengur og fór fram á
skilnað sem tekur gildi í næsta
mánuði.
Paul Merson er miður sin
yfir þessari ákvörðun
Lorraine. „Ég veit ekki hvem-
ig mér gengur að lifa án henn-
ar og tilhugsunin um að hún
verði í sambandi við annan
karlmann er yfirþyrmandi. Ég
er mjög afbrýðisamur og mun
örugglega sturlast ef ég frétti
af nýju ástarsambandi henn-
ar,“ segir Merson sem hefur
þekkt Lorraine frá þvi þau
voru 15 ára, eða í 14 ár. Þau
eiga þrjá syni.
Sjúkleg afbrýöisemi
Afbrýðisemi Mersons var
ótrúleg. Hann bannaði konu
sinni að fara út úr húsi og sá
til þess að hún væri ekki of vel
klædd þegar þau fóru saman
út til þess að hún fangaði ekki
athygli annarra karlmanna.
„Þegar ég var fjarri heimil-
inu var ég alltaf að hugsa um
hvað hún væri að gera. Ég gat
á sínum tíma reykt kókaín og
enginn komst að því. Gat hún
ekki verið að gera einhverja
hluti sem enginn kæmist að?
Ég viðurkenni að ég er
bamalegur. Ég hef í raun og
veru aldrei orðið fullorðinn.
Mér líður mun betur innan
um börn en fullorðið fólk.
Reyndar skemmti ég mér best
í leikfangabúðum," segir Mer-
son.
Byrjaði strax 16 ára aö
drekka og veöja
Hjónabandi Mersons er lok-
ið og hann segir að Lorraine
hafi uppgötvað að síðustu tíu
ár ævi hennar hafi verið henni
einskis virði og nú vilji hún
bæta fyrir það.
Merson segist hafa byrjað
að drekka og eyða stórfé í veð-
mál strax 16 ára er hann skrif-
aði fyrst undir samning hjá
Arsenal.
Hann hefur tapað 40 milljón-
um króna í veðmálum en það
em mun meiri peningar en
foreldrar hans hafa unnið fyr-
ir alla þeirra starfsævi.
„Ég skemmti mér og tapaði
peningum. Við keyptum okkur
hús fyrir 19 milljónir króna.
Laun frá Arsenal streymdu
inn og ég var með 2,3 milljónir
k_ona á viku í laun. Þrátt fyr-
ir það áttum við ekki fyrir
salti í grautinn og urðum að
borða heima hjá foreldrum
mínum vegna þess að við átt-
um ekki peninga fyrir mat. Ég
tapaði stundum milljónum
króna á einum degi,“ segir
Merson.
Hann viðurkennir einnig að
hafa barið Lorraine:
„Ég kom fullur heim eftir aö
hafa tapaði stóru veðmáli. Ég
fleygði húsgögnum um alla
íbúð og henti Lorraine niður
háan stiga. Ég hefði getað
slasað hana eða hreinlega
gengið af henni dauðri. Fimm
mínútum seinna sat ég og
horfði á sjónvarp eins og
ekkert hefði í skorist. Reyndar
henti ég sjónvarpinu skömmu
síðar fram af svölunum,” segir
Merson sem nú er kominn á
rétta braut í lifinu. -SK
Það styttist í að ný og glæsileg stúka fyrir áhorfendur verði tekin í notkun
á Laugardalsvelli. Framkvæmdir eru i fullum gangi og í gær voru verktakar
að koma fyrir stórum einingum á sínum stað í byggingunni.
Með nýju stúkunni verður bætt úr brýnni þörf. Margir áhorfendur sem lagt
hafa leið sína á Laugardalsvöllinn kannast við það að standa tímunum saman
Elleray uppfræðir
íslenska dómara
David Elleray, hinn kunni ensku knattspymudómari, heldur fyrir-
lestra á hinni árlegu ráöstefnu landsdómara sem haldin er um aðra
helgi. Hann þykir mjög snjall fyrirlesari og vel að sér í fræðunum.
Elleray, sem er skólastjóri í Harrow, er þekktasti dómari Englendinga
um þessar mundir. Hann er reyndar mjög umdeildur í heimalandi sínu
þessa dagana vegna ýmissa atvika í leikjum sem hann hefur dæmt að
undanfomu. Þar má nefna markið sem Chesterfield skoraði gegn Midd-
lesbrough í bikarkeppninni en var ekki dæmt gilt. Elleray viðurkenndi
eftir á að hann hefði gert mistök í því tilfelli. -VS
í stæðum í hvemig veðri sem er. Nú í sumar geta þessir sömu áhorfendur
fengið sér sæti í glæsilegri stúkubyggingunni.
Þegar hún verður fullbúin mun verða hægt að koma fyrir 7 þúsund
áhorfendum í sæti sem er um helmings aukning frá því sem áður var.
DV-mynd Hilmar Þór/-SK
HM í sundi í Gautaborg:
Eydís og Elín bættu
fyrri árangur sinn
Eydís Konráðsdóttir og Elin Sigurðardóttir náðu i gær sínum bestu tímum í 100
metra skriðsundi þegar heimsmeistaramótið í 25 metra laug hófst í Gautaborg.
Eydís synti vegalengdina á 58,34 sekúndum og varð í 29. sæti og Elín synti á 59,10
sekúndum og varð i 37. sæti. Alls tóku 58 sundkonur þátt í þessari grein, sem er
aukagrein hjá báöum íslensku stúlkunum. I dag keppir Eydís í 100 metra baksundi
og Elín í 50 metra skriðsundi en mótinu lýkur á sunnudaginn. -VS
S-
y