Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Side 12
40 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 T>'V íyndbönd MYNDBAIÍDA Ellismellur ★★★ Walther Matthau leikur Nat Moyer, 81 árs vand- ræðaungling sem er stöðugt að spinna upp sögur og kemur sér og öðrum í vandræði með þykjustuleikj- um sínum. Hann fer daglega í Centrai Park í New York og ræðir þar við hálfblinda húsvörðinn Midge Carter, sem Ossie Davis leikur, en hann er lítið hrifinn af ærslagangin- um í Nat Moyer. Midge reynir að láta lítið fyrir sér fara og lifa af elli- árin í hættulegri stórborginni áfallalaust, en Nat skiptir sér af öllu og öllum sem hann sér og er stöðugt að reyna að berjast fyrir réttlæti og leysa úr vandamálum fólks með litlum árangri. Myndin er uppfull af skemmtilegum hugleiðingum um lífið og tilveruna og heldur trúverðug- leika sínrnn út í gegn án þess að tapa léttleikanum. Walther Matthau og Ossie Davis fara á kostum í þessari mynd, sem er byggð á samnefhdu gamanleikriti eftir Herb Gardner, sem hlaut Tony-verðlaunin fyrir það árið 1984. Myndin ber einmitt einkenni leikhúsverks (fáar sögupersón- ur, takmörkuð sviðsmynd, samtöl bera uppi söguþráðinn) og er því nokkuð takmörkuð sem kvikmynd en stendur þó vel fyrir sínu og er skemmtileg á að horfa. I'M NOT RAPPAPORT. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Herb Gar- dner. Aðalhlutverk: Walther Matthau og Ossie Davis. Bandarísk, 1996. Lengd: 130 mín. Öllum leyfð. -PJ Skammvinnar vinsældir *** That Thing You Do er fyrsta leiksijórnarverk Toms Hanks og segir frá unglingahljómsveit sem ávinnur sér skammvinna frægð með einu metsölu- lagi. Trommari sveitarinnar handleggsbrotnar rétt fyrir hæfileikakeppni í skólanum þar sem þeir ætl- uðu að spila eina lagið sitt, ballöðu sem aöalsöngvar- inn og gítarleikarinn samdi. Guy Patterson er feng- inn til að leysa af en setur allt annan og miklu hrað- ari takt í lagið, sem fyrir vikið gengur vel í dans- þyrsta unglingana. Veitingahúseigandi býður þeim að spila hjá sér og í kjölfarið vekja þeir athygli um- boðsmanns sem síðan kemur þeim í samband við stórlax hjá stóru plötu- fyrirtæki sem gefur lagið út. Lagið nær inn á topp-tíu lista en áður en þeir geta samið fleiri lög verður ágreiningur í hljómsveitinni og sam- starfinu er slitið. That Thing You Do er ekkert sérstaklega merkileg mynd en þó nokkuð skemmtileg áhorfs, sérstaklega vegna góðrar frammistöðu ungu leikaranna, einkum Toms Everetts Scotts i aðalhlut- verkinu. Þá er tónlistin skemmtileg þó titillagið hljómi (kannski eðli- lega) ansi oft. THAT THING YOU DO. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Tom Hanks. Aðalhlut- verk: Tom Everett Scott, Liv Tyler, Jonathan Schaech, Steve Zahn, Ethan Embry og Tom Hanks. Bandarísk, 1996. Lengd: 107 mín. Öllum leyfð. -PJ Flótttamenn 1 Tveir fangar í fangavinnuflokki eru hlekkjaðir saman vegna agabrots. Annar fangi yfirbugar vörð og tekur að skjóta á allt í kringum sig og þeir flýja í ringulreiðinni. Annar þeirra á 25 milljónir dollara og tölvudisk 1 felum, en þessu hafði hann rænt frá leppfyrirtæki kúbverskra glæpasamtaka. Þeir hafa þvi bæði kúbversku mafíuna og yfirvöld á hælum sér. Myndin er mjög fyrirsjáanleg, óspennandi og leiðinleg. Stephen Baldwin er dúkkudrengur sem getur lítið leikið en Laurence Fishbume er meiri persónuleiki og kemst þolanlega frá myndinni. Salma Hayek er í kjánalegu aukahlutverki og vondu kallamir era einnig óspennandi, helst að Robert John Burke nái einhverju út úr sínu hlutverki. Banabiti myndarinnar er léleg persónusköpun, sem gerir það að verkum að manni er nákvæmlega sama hvað verður um persón- umar. Þegar við bætist aö hasarinn er aðeins miðlungsgóður og allir fimmaurabrandaramir með öllu ófyndnir verður úr mynd sem er ca 90 mínútum of löng. FLED. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Kevin Hooks. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne og Stephen Baldwin. Bandarísk, 1996. Lengd: 94 mín. Bönnuð innan 16 ára. » -PJ Bjargvætturinn mikli í göngunum undir Hudson-ána verður mikil sprenging sem lokar göngunum báðum megin. Allir drepast nema nokkrir, sem komast hvorki lönd né strönd. Leigubílstjórinn Kit Latura (Stallone) kemst inn til þeirra í gegnum loffræstigöng og tekur til við að bjarga málunum. Þau komast ekki sömu leið til baka svo þau verða að finna nýja leið, meðan vatn fossar inn og göngin era við það að hrynja ofan á þau. Þar að auki em vondir stjómmálamenn búnir að gefa björgim upp á bátinn og ætla að bora í grjótmulninginn þangað til allt hrynur. Myndin þjáist af heimskulegum og fyrirsjáanlegum sögu- þræði, óspennandi persónum og lélegum leikhóp, en fær prik fyrir brell- ur. Annað prik fær hún fyrir lokaatriði sem er svo ævintýralega bjána- legt að það er óstjómlega fyndið. Annars er hálfsorglegt hvaö miklum peningum og fyrirhöfh er sóað í svona þriðja flokks myndir. DAYLIGHT. Útgefandl: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Rob Cohen. Aðalhlut- verk. Sylvester Stallone. Bandarísk, 1996. Lengd: 110 mín. Bönnuð innan SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 1 3 Turbulence Sam-myndbönd Spenna 2 2 5 Sleepers Háskóiabíó Spenna 3 5 2 Bound Sam-myndbönd Spenna rjiriíir' 4 Ný 1 Setitoff Myndform Spenna 5 4 4 Maximum Risk Skrfan Spenna 6 S 2 Frighteners ClC-myndbönd Spenna 7 3 5 Glimmer Man Warnermyndir , Spenna S 13 i 2 Mirror Has Two Faces Skífan Gaman 9 Ný i ; That Thing You Do! Skífan 1 Gaman io ; 6 7 , First Wives Club ClC-myndbönd Gaman 11 7 ; 6 Secrets and Lies Háskólabíó 1 Drama 12 9 6 Djöflaeyjan Skrfan Gaman 13 ; n ; io ; Long Kiss Goodnight Myndform Spenna 14 14 f 5 Matilda Skrfan Gaman 15 I io ; 3 Evita Myndform , Drama f 10 12 7 ; Craft Skífan Spenna 17 i 16 ; 2 Booty Call Skrfan 1 Gaman is ; 1 15 S : Rich Man's Wife Sammyndbönd , Spenna 19 17 ’ 4 ; Crucible Skífan Drama 20 ; Ný n ; Sweet Nothing Warner myndir Drama Spennumyndin Turbulence situr enn í efsta sæti myndbandalistans. Fáar breytingar hafa orðið á listanum síöan í síðustu viku. Eina nýja myndin er spennumyndin Set It off sem er í fjórða sæti listans. Spennumyndin Bound fikrar sig upp iist- ann og situr nú í þriöja sæti en var í því fimmta í síöustu viku. Eins og í síðustu viku eru það ein- ungis spennumyndir sem verma fimm efstu sæti listans. Á myndinni sést leikarinn Ray Liotta í hlutverki sínu í myndinni Turbulence. ‘■'.r > , ' Turbulence Ray Liotta og Lauren Holly. Flugþjónninn Teri Halloran, sem leikinn er af Lauren Holly, bjóst við einfóldu flugi. Einungis nokkrir jólaferðalangar voru í 747- vélinni sem var á leið frá New York til Los Angeles. En allt í einu fyllist loftið af óþægilegum kulda þegar fjórir lögregluþjónar koma um borð með tvo dæmda glæpamenn. Ann- ar þeirra er fjöldamorð- inginn Ryan Weaver, sem leikinn er af Ray Liotta, en hinn er mis- kunnarlaus ræningi sem heitir Stubbs. Þegar vélin er komin á loft er áhöfh- in vöruð viö miklu óveðri sem sé fram und- an. En inni í vélinni brýst út annars konar óveður sem hefur ófyrir- séðar afleiðingar. Sleepers Kevin Bacon, Ro- bert De Niro, Dustin Hoffman og Brad Pitt. Sleepers er saga fjög- urra manna sem ólust saman upp í hverfi í New York sem nefiit var Vít- iseldhúsið vegna þess hversu illræmt það var fyrir glæpi. Drengimir fjórir bindast sterkmn vináttuböndum og bralla ýmislegt saman. Einn dag- inn fer eitt prakkarastrik þeirra úr böndunum og drengimir em handteknir fyrir vikið. Þeir em síðan sendir á heimih fyrir af- brotaunglinga. Sú dvöl á eftir að reynast þeim dýr- keypt því yfirfangavörður- inn er ofbeldisfúllur og vægðarlaus hrotti sem misnotar drengina. Mörg- um árum siöar ákveða drengimir að leita hefiida. Bound Jennifer Tilly og Gina Gershon. Það em tvær milljón- ir dollara í skjalatösku sem liggur á skrifborði í íbúð í Chicago. Ceasar er maður sem þvær pen- inga fyrir mafiuna. Violet er kærasta hans til fimm ára og Corky er nýsloppin úr fangelsi. Hvað er það síöasta sem gæti komið upp á milli mannleysu eins og Ce- asars og peninganna? Tvær kynþokkafullar og djöfullega klárar dömur sem gimast hvor aðra og milljónimar. Set It off Jade Pinkett, Queen Latifah, Vivica A. Fox og Kimberly Eiise. Þær Stony, Cleo, Tisean og Frankie hafa alist upp í einu úthverfi Los Angeles-borgar. Þær hafa þurft að þola margt misjafnt af hendi karlmanna. Þær hafa hins vegar alltaf staðið saman þegar einhver þeirra hefur átt í vand- ræðum. Nú er komið að þrekraun sem á eftir að reyna verulega á þær. Röð atvika hefúr leitt til þess að ein þeirra á á hættu að missa bam sitt. Sú staðreynd hefur ýtt henni út á barm ör- væntingar. Vinkonum- ar fjórar ákveða því að freista gæfunnar, snúa vöm I sókn og leggja út á hættulega braut, enda telja þær sig engu hafa að tapa. Maximum Risk Jean-Claude van Damme og Natasha Hen- stridge. Alan er lögreglumað- ur í Frakklandi sem uppgötvar að hann á tví- burabróður sem heitir Mikhail. Mihail hefur verið myrtur í New York vegna tengsla sinna við rússnesku mafiuna. Alan verður að komast til botns í málinu og ákveður að fljúga vestur um haf. Þar setur hann allt á annan endann þvi allir halda að þar sé Mikhail lifandi kominn. Sú eina sem Alan getur treyst er unnusta Mikhails. Með mafíuna og FBI á hæl- unum reyna þau að hafa upp á morðingja Mik- hails.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.