Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1997, Blaðsíða 2
20 21 íþróttir ENGLAND Bolton vann 1. deildar liö Port Vale, 2-1, í æfmgaleik á föstudagskvöld. Guðni Bergsson lék meö Bolton en Arnar Gunnlaugsson hvíldi. Colin Todd, framkvæmdastjóri Bolt- on, er óhress með Kenny Dalglish, stjóra Newcastle, sem hætti við að selja Peter Beardsley til Bolton á sið- ustu stundu. „Dalglish var búinn að lofa mér því að meiðsl Alans Shear- ers hefðu engin áhrif á viðskipti okk- ar,“ sagði Todd. Hermann Hreióarsson lék fyrsta leik sinn með Crystal Palace á fóstu- dagskvöld. Palace mátti þá sætta sig við jafntefli, 1-1, í æfingaleik gegn 3. deildar liði Brighton og jafnaði rétt fyrir leikslok. Hermann hefur fengið treyju númer 22 fyrir tímabilið. Attilio Lombardo, ítalinn snögg- hærði, gekk endanlega frá samningi við Crystal Palace um helgina. Palace kaupir hann frá Juventus fyrir um 200 milljónir króna. Wolves gerði jafntefli við Santos frá Brasilíu um helgina, 1-1, í ágóöaleik fyrir Steve Bull. Hann hefur nú leik- ið í 11 ár fyrir Wolves og á að baki 13 landsleiki fyrir Englands hönd þrátt fyrir að hafa aldrei spilað í efstu deiid. Bull fékk um 20 miUjónir króna í sinn hlut fyrir leikinn. Santos vann Barnsley, 3-0, í sömu ferð. Faustino Asprilla skoraði bæöi mörk Newcastle sem tapaði 3-2 fyrir Juventus á Ítalíu í fyrrakvöld. Des Hamilton, bakvörður Newcastle, meiddist Ula i leiknum. FUippo In- zaghi skoraði tvö mörk fyrir Juv- entus og Ciro Ferrara eitt. Stan Collymore tryggði Aston ViUa 2-1 sigur á 1. deUdar liði WBA í æf- ingaleik um helgina. Hann geröi sig- urmarkið mínútu fyrir leikslok. Regi Blinker er líklega á leið frá Sheffield Wednesday tU Celtic í Skot- landi. Forráöamenn Celtic neita því hins vegar að Paolo di Canio sé á leið tU Wednesday I staðinn. Di Canio er heima hjá sér á ítaliu og segist þurfa hvUd vegna mikUs álags. Nicolas Anelka skoraði tvö mörk þegar Arsenal vann utandeUdaliðið Sittingborne, 5-2, um helgina. -VS NBA-DEILDIN Tveir dómarar í NBA-deUdinni hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að þeir hafa verið fundnir sekir um skattsvik. Þeir félagar skiptu flugmið- um sínum, sem voru á fyrsta far- rými, fyrir ódýrari farmiða á al- mennu farrými en láðist að gefa mis- muninn upp tU skatts. Tveir aðrir dómarar bíöa dóms en aUir dómarar í deUdinni hafa sætt rannsókn að undanfómu. Félagamir tveir vom dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og fengu háa fjársekt. Charles Barkley var á fostudaginn sýknaður af ákæm um líkamsmeið- ingar. Maður nokkur vildi fá 12 þús- und dali i skaðabætur frá Barkley fyrir blóðnasir sem hann segist hafa fengið eftir viöskipti við NBA-hetj- una á barnum. Barkley neitaði að borga og sagðist ekkert hafa gert af sér. Átta manna kviðdómur komst að sömu niðurstöðu. Houston Rockets hafa endumýjað samning sinn við þjálfarann kunna, Rudy Tomjanovich. Hann mun því þjálfa liöið fram yflr keppnistímabU- ið 2000-2001. Tomjanovich, sem verið hefur 17 ár í herbúðum Rockets sem leikmaður, njósnari, aðstoðarþjálfari og þjálfari, verður þjálfari banda- riska landsliðsins í heimsmeistara- keppninni næsta sumar. -BL Austin er úr leik Ólympíumeistarinn í hástökki karla, Charles Austin frá Banda- ríkjunum, féll úr keppni á HM í Aþenu í gær er honum mistókst að fara yfir 2,28 m. Bronsmann- inum frá Atlanta, Bretanum Steve Smith, mistókst einnig að fara yfir sömu hæð. Báðir áttu þeir við meiðsl að stríða. Fyrr- um Evrópumeistari, Dragutin Topic frá Júgóslavíu, hlaut sömu örlög. -BL + ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 1997 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 1997 I>V DV Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Aþenu: Kynslóðaskipti í spretthlaupunum - fyrsti sigur Bandaríkjamanna á stórmóti í 100 m hlaupi síðan 1991 Marion Jones, til hægri, kemur í mark í 100 m hlaupi kvenna, hársbreidd á undan Zhönnu Pintussevich frá Úkraínu sem þó virðist kátari. Bandaríkjamenn náðu loks við- unandi árangri í 100 m hlaupi karla í heimsmeistaramótinu i Aþenu á sunnudag eftir nokkur mögur ár. Hinn ungi Maurice Green tryggði sér óvæntan sigur á 9,86 sekúndum og landi hans, Tim Montgomery, hreppti bronsverðlaun er hann kom í mark á 9,94 sekúndum. Ólympíu- og fyrrum heimsmeistar- inn frá Kanada, Donovan Bailey, kom annar í mark á 9,91 sekúndu. Þetta var fyrsti sigur Bandaríkja- manna í 100 m hlaupi á stórmóti síð- an 1991 en Carl Lewis sigraöi á HM í Tokyo. Til að kóróna daginn fyrir Banda- ríkjamenn sigraði Marion Jones í 100 m hlaupi kvenna og þar með var tvöfaldur sigur í höfn í fyrsta skipti á ÓL eða MH síðan í Seúl árið 1988. Þá sigruðu þau Carl Lewis og Flor- ence Griffith Joyner. Boidon olli vonbrigöum Sigur Greens, sem er aðeins 23 ára gamall, var talinn óvæntur þrátt fyrir að hann næði góðum tím- um í undanriðlum og undanúrslit- um. Þar hljóp þó Boldon hraðast allra á 9,87 sek. Margir þekktir kappar, sem tóku þátt í úrslita- hlaupinu, voru taldir líklegri til sigurs. Einn þeirra var Bailey en hann átti aldrei svar við frábæru hlaupi Greens. Ato Boldon, æfingafélagi þeirra Greens og Montgomerys, átti slæmt start og átti aldrei möguleika á sigri. Hann kom fimmti í mark á 10,02 sekúndum. Namibíumaðurinn Frankie Fredericks, silfurverð- launahafi frá síðustu Ólympíuleik- um, var ekki langt frá því að ná í bronsverðlaun. Hann kom í mark á 9,95 sek., 1/100 á eftir Montgomery. Nígeríumaðurinn Davidson Ezinwa (10,10 sek.), Kanadamaður- inn Bruny Surin (10,12 sek.) og Mike Marsh frá Bandaríkjunum (10,29 sek.) urðu í 6.-8. sæti í hiaup- inu. „Ég kom til að vinna“ Green spáði heimsmeti fyrir úr- slitahlaupið á sunnudag. Sú spá gekk ekki eftir en timi hans (9,86 sek.) er þriðji besti tími sem náðst hefur til þessa. Bailey á heimsmet- ið, 9,84 sek., og Carl Lewis hefur einnig hlaupið á 9,86 sekúndum. „Ég kom hingað til að vinna gull- verðlaun fyrir Bandaríkin. Ég er mjög ánægður og ég þakka Guði fyrir að gefa mér kraft og styrk til að gera þetta mögulegt," sagði Green, sem kallaður er „fallbyssu- kúlan frá Kansas" á heimavigstöðv- um sínum, á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Ég hef haft trú á að ég gæti orð- ið fljótastur allra, allt frá því ég byijaði að æfa fyrir HM í september í fyrra. Ég hélt að heimsmetið félli í dag en það hélt. Nú er það næsta takmark mitt að hæta heimsmetið," sagði Green. Beint úr körfuboltanum Hin 21 árs gamla Marion Jones frá Bandaríkjunum þótti sigur- strangleg fyrir úrslitahlaupið í 100 m hlaupi kvenna. Jones, sem sigr- aði á bandaríska meistaramótinu í maí, sneri sér alfarið að frjálsum íþróttum á þessu ári. Hún lagði áður stund á körfuknattleik. Jones er þó ekki neinn nýgræð- ingur í frjálsum íþróttum því hún reyndi að komast í hlaupalið Banda- ríkjanna fyrir ÓL í Barcelona fyrir fimm árum en varð þá í 5. sæti, að- eins 16 ára. Eftir það sneri hún sér að körfuboltanum en hefur nú snú- ið aftur á hlaupabrautina með eftir- minnilegum hætti. Jones er einnig langstökkvari og bar sigurorð af Jacky Joyner Kers- ey á bandaríska meistaramótinu. Hún er nokkuð þekkt í Bandaríkj- unum en með öllu óþekkt annars staðar. Nafn hennar er til dæmis alls ekki að finna í frjálsíþrótta- handbókum. Jones varð að bíða eftir úrslitun- um í hlaupinu áður en hún gat fagn- að sigri. Zhanna Pintussevich frá Úkraínu fagnaði sigri og ljósmynd- arar þyrptust að henni. Vonbrigði hennar voru mikil þegar tilkynnt var að Jones hefði sigrað á 10,83 sekúndum, á 2/100 úr sekúndu betri tíma. 1 þriðja sæti varð Sevatheda Fynes frá Bahamaeyjum á 11,03 sek- úndum. „Þaö skemmtilegasta eftir“ „Ég hélt að ég hefði sigrað en þá fór hún að fagna sigri,“ sagði Jones eftir sigurinn. „Ég leit síðan um öxl og sá að nokkrir félagar mínir úr bandaríska liðinu gáfu mér merki um að ég hefði sigrað. Það var góð tilfinning að hafa sigrað. Núna er það skemmtilegasta eftir, að bæta árangur minn í langstökki og setja heimsmet í boðhlaupi," sagði Jones. Jones þykir líkleg til að halda sér á toppnum um hríð sem fljótasta kona heims. Miklir fjármunir bíða hennar í formi auglýsingasamninga og sigurlauna á stórmótum á næstu árum. Gamla kempan Marlene Ottey frá Jamaica, sem orðin er 37 ára, varð að sætta sig við 7. sætið. Hún var slegin illa út af laginu þegar hún heyrði ekki merki um þjófstart og hljóp ein hálfa leið í mark. Þótt hún þyki orðin nokkuð gömul fyrir spretthlaup ætti hún nú ekki að vera farin að tapa heym. -BL Maurice Green er einbeittur á svip þar sem hann kemur fyrstur í mark í 100 m hlaupi karla. Símamyndir Reuter Sabine Braun fagnar sigri í sjöþraut kvenna. Michael Johnson tefldi á tæpasta vaö í 400 m hlaupinu. Heinz Weis sigraöi í sleggjukasti eftir ótrúlega spennandi keppni. Johnson varð bilt við Ólympíumeistarinn í 400 m og 200 m hlaupi, Michael Johnson, frá Bandaríkj- unum, misreiknaði sig illa þegar hann hægði mjög á sér á síðustu metrunum í undanriðli 400 m hlaupsins á sunnudag. Ibrahima Wade frá Senegal skaust fram úr Johnson án þess að meistarinn yrði þess var. Hann skreið síðan næstsíðastur inn í undanúrslitin sem voru í gær. Þar urðu honum ekki á nein mistök, sigraði í sínum riðli og hann hægði mun minna á sér í lokin en daginn áður. -BL Masterkova borin út af Rússneska hlaupakonan, Svetlana Masterkova, sem vann öruggan sig- ur í 800 m og 1500 m hlaupi á ÓL í Atlanta á síöasta ári, yfirgaf leik- vanginn í Aþenu á sjúkrabörum á sunnudaginn. Masterkova haltraði í mark síðust í undanúrslitum 1500 m hlaupsins, meidd á fæti. í und- ankeppninni á laugardag var hún greinilega langt frá sínu besta. -BL Síðustu köstin djúg Það var hart barist í sjöttu og síðustu umferð sleggjukasts- keppninnar í Aþenu á sunnu- dag. Andrei Skvaruk frá Úkra- inu, sem virtist ekki ætla að- blanda sér í toppbaráttuna, tók óvænt forystu í síðasta kasti sínu. En Þjóðveijbm Heinz Weis átti eitt kast eftir og það dugði honum til sigurs. Þetta er fyrsti sigur hans á stórmóti. -BL Tulu í vanda Derartu Tulu, fyrrum Ólympíumeistari frá Eþíópíu, varð í 11. sæti í sínum riðli í 10.000 m hlaupi á laugardag og komst þar af leiðandi ekki í úrslit. Hún átti í erfiðleik- um á harðri brautinni í Aþenu eins og fleiri lang- hlauparar. Spretthlaupararn- ir eru hins vegar hæst- ánægðir með brautina. -BL Talar ekki af sér Daninn þeldökki, Wilson Kipketer, sem fædd- ur er í Kenía, er ekki vinsæll meðal blaða- manna í Aþenu. Hann þykir ákaflega varkár í tilsvörum og snýr út úr öllum spurningum án þess að gefa ákveðin svör. Daninn þykir svo slyngur í þessari íþrótt sinni að blaðamenn hafa spurt hann að því hvort hann hafi hugs- að sér að nema lögfræði í framtíðinni. Haft er á orði að Kipketer geri gott betur en að hlaupa í hringi, hann tali einnig í hringi. -BL Bubka klár í slaginn Sergei Bubka, stangarstökkarinn snjalli frá Úkraínu, segist vera orðinn góður af meiðslunum sem gerðu hon- um lífið leitt á ÓL í Atlanta i fyrrasumar. Bubka ætlar sér ekkert annað en sigur í Aþenu. Hann hefúr sigrað á öllum 5 heimsmeistaramótunum sem haldin hafa verið til þessa og stefnir að 6. titlinum. Hann hefur þó aðeins einu sinni sigrað á Ólympíuleikum og er ekki sáttur við það. „Ég stefni að því að vinna gull á ÓL í Sydney árið 2000 og bæta þar með fyrir öll vonbrigðin frá fyrri leikum. Síð- an get ég lagt skóna á hilluna," segir Bubka. -BL OFI Kreta, mótherji KR í UEFA-bikarnum: Ósigrandi á heimavelli - sló út Atletico Madrid fyrir fjórum árum KR-ingar eiga erfiðan útileik fyrir höndum þegar þeir mæta OFI Kreta á grísku sólareyjunni Krít í UEFA-bikamum þann 26. ágúst. Heimaleikur KR verður á Laugar- dalsvellinum 12. ágúst. OFI hefur verið nánast ósigr- andi á heimavelli síðustu árin og aðeins tapað einum deildaleik á OFI-leikvanginum frá árinu 1995. Á síöasta tímabili vann liðið 13 deildaleiki þar af 14 og gerði eitt jafntefli. Einn heimaleikur var dæmdur af liðinu vegna óláta áhorfenda, og sá tapaðist. OFI lenti í þriðja sæti grísku 1. deildarinnar í fyrra, á eftir Olymp- iakos og AEK, og komst með því í Evrópukeppni í fiórða skipti í sög- unni. Síðast þegar liðið lék UEFA- bikarnum, 1993-94, sló það út ekki ófrægari félög en Slavia Prag og Atletico Madrid, með góðum heimasigrum, en féll að lokum fyr- ir Boavista frá Portúgal. OFI var stofnað árið 1925 og komst fyrst í 1. deild þrjátíu árum síðar. Þar hefur félagið átt sæti samfleytt síðan 1976. OFI varð bik- armeistari árið 1987 og vann Balkanbikarinn 1989. KR og OFI eiga eitt sameiginlegt - aðalbúningur Grikkjanna er líka svart-hvítur. Nánar tiltekið eins og FH-búningurinn, hvít peysa og svartar buxur. Deildakeppnin í Grikklandi hefst ekki fyrr en 31. ágúst og lið OFI verður því ekki komið í mikla leikæfingu þegar það mætir KR. OFI var ekki með neinn afger- andi markaskorara á síðasta tíma- bili og mörkin dreifðust mjög. At- kvæðamestir voru sóknarmenn- imir Giorgos Anastasiou og Pre- drag Mitic og miðjumennimir Nikos Nioplias og Kostas Frant- zeskos. Sá síðastnefndi, grískur landsliðsmaður, er nú horfinn á braut. -VS Ómar Halldórsson Evrópumeistari: „Setti niður þriggja metra pútt“ - og sigurinn var minn sefia niður 18 metra pútt. Ómar hafði leikið frá- bært golf í mótinu, lék t.d. á tveimur höggum undir pari fyrsta daginn og var í 2.-3. sæti fyrir lokahringinn. Þá var hann snemma kominn með vænlega stöðu en ítalinn jafnaði sem fyrr sagði á lokaholunni. „Mér tókst að vinna hann á 2. holu í bráðabana og það var frábær tilfinning. Þá setti ég niður 3 metra pútt og sigurinn var minn,“ segir Ómar. Hann komst þar með í Ryder-bikarlið Evrópu sem mætir liði Bandaríkjamanna á Spáni í næsta mánuði. Hann er fyrsti Evrópumeistari íslend- inga og fyrsti kylfingur okkar sem nær svo langt á alþjóðavettvangi. DV, Akureyri: „Ég er auðvitað mjög ánægður og það var frá- bær tilfinning að vinna þennan sigur,“ segir Ómar Halldórsson, 18 ára kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar sem varð Evrópumeistari unglinga fyrir helgina, eins og fram kom í DV á fostudaginn. Ómar vann sætan sigur á ítölskum kylfingi, en sá ítalski jafhaði við Ómar á 72. holu með því að Ómar Halldórsson á heimili sínu, nýkominn heim eftir frægðarförina þar sem hann tryggði sér Evrópumeistaratitil unglinga. DV-mynd gk íþróttir Úrslitin í Aþenu Kúluvarp karla: 1. Aleksandr Bagach, Úkrainu . 21,47 2. John Godina, Bandarikj. .. . 21,44 3. Oliver-Sven Buder, Þýskal. . 21,44 20 km ganga karla: 1. Daniel Garcia, Mexíkó .... 1:21,43 2. M. Shchennikov, Rússl. . . . 1:21,53 3. M. Khmelnitsky, Hv. Rússl. 1:22,01 Sleggjukast: 1. Heinz Weis, Þýskalandi .... 81,78 2. Andrei Skvaruk, Úkraínu . . 81,46 3. Vaily Sidorenko, Rússlandi . 80,76 100 m hiaup kvenna: 1. Marion Jones, Bandarik. . . 10,83 2. Zhanna Pintussevich.Úkra. . 10,85 3. Sevatheda Fynes, Bahama. . . 11,03 100 m hlaup karla: 1. Maurice Green, Bandarikj. .. 9,86 2. Donovan Bailey, Kanada .... 9,91 3. Tim Mongomery, Bandaríkj. . 9,94 Þristökk kvenna: 1. Sarka Kasparkova, Tékklandi 15,20 2. Rodica Mateescu, Rúmeniu . 15,16 3. Yelena Govorova, Úkraínu . . 14,67 400 m hlaup kvenna: 1. Cathy Freeman, Ástralíu . . . 49,77 2. Sandie Richards, Jamaica .. 49,79 3. Jearl Miles-Clark, Bandaríkj .49,90 400 m grindahlaup karla: 1. Stephane Diagana.Frakklandi 47,70 2. Llewellyn Herbert, S-Afrika . 47,86 3. Bryan Bronson, Bandaríkj. . 47,88 Sjöþraut: 1. Sabine Braun, Þýskalandi .. 6.739 2. Denise Lewis, Bretlandi .... 6.654 3. Remigia Nazaroviene, Lith. . 6.566 Garcia loks heppinn Hann hafði loks heppnina með sér hann Daniel Garcia frá Mex- íkó, sem sigraði í 20 km göngu á laugardag. Á tveimur síðustu heimsmeistaramótum hefur hann hlaupið upp og verið dæmdur úr leik. Að þessu sinni fékk hann tvær aðvaranir og var í öðru sæti lengst af. Hann tók síðan forystu eftir að Rúss- inn Markov var dæmdur úr leik fyrir að hlaupa upp. Lengsta kast Bagach Úkrainumaðurinn, Alexandr Bagach, sem sigraði í kúluvarp- inu á laugardag, tryggði sér sig- ur með þvi að jafna sinn besta árangur, 21,47 m, frá því í vor. Hann hefur áður unnið brons á HM í Stuttgart og gull á HM inn- anhúss. Hann vann bronsverð- laun í Evrópubikarkeppninni árið 1989 en verðlaunin voru dæmd af honum þar sem hann féll á lyfiaprófi. í kjölfarið fór hann í tveggja ára keppnisbann. Barnes ekki í úrslit Ólympíumeistarinn og heims- methafinn í kúluvarpi, Randy Barnes frá Bandaríkjunum, komst ekki í úrslitakeppnina á HM um helgina. Barnes kastaði aðeins 19,51 m og varð í 14. sæti forkeppninnar. Landi hans, John Godina, sem vann silfrið í Atlanta, hélt uppi heiðri Bandaríkjanna í úrslitunum. Kravets mætti ekki Inessa Kravets, sem átti heimsmeistaratitil að verja í þrístökki kvenna, lét ekki sjá sig í undankeppninni á laugar- dag. Engin skýring hefur verið gefin á fiarveru meistarans. Hart barist í þrístökki Hart var barist í úrslitum þrístökkskeppninnar i Aþenu í gær. Þar kepptu Kasparkova frá Tékklandi og Mateescu frá Rúm- eníu um gullið. Ekki dugði minna en næstlengsta stökk sögunnar til sigurs en þar var Kasparkova að verki. Ekki var minni barátta um þriðja sætið milli úkraínsku stúlkunnar Yel- enu Govorovu og heimastúlk- unnar Olgu Vasdeki sem varð í fiórða sæti. -BL r- r +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.