Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1997, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1997
íþróttir
DV
Athugasemd vegna ummæla Júlíusar Hafstein í DV:
Samtakamáttur og gott
samstarf skilaði árangri
Rétt skal vera rétt um vel heppnaða Smáþjóðaleika
í DV, fimmtudaginn 14. ágúst sl.,
er birt viðtal við Júlíus Hafstein
fyrrverandi formann Ólympiu-
nefndar íslands (Óí) og núverandi
formann Júdósambands íslands,
sem við undirritaðir í fram-
kvæmdaráði Smáþjóðaleikanna
viljum gera eftirfarandi athuga-
semdir við:
1. Júlíus Hafstein, fyrrverandi
formaður Óí, reynir að gera eftir-
menn sína í Óí og undirbúnings-
nefnd Smáþjóðaleikanna tortryggi-
lega og talar um tveggja mánaða
lokaundirbúning fyrir Smáþjóða-
leikana? Undirbúningur leikanna
hefur staðið í langan tíma, eða allt
frá 1990, þegar Gísli Halldórsson
var formaður Óí. Á árinu 1993
tóku Gísli og Ágúst Ásgeirsson
saman hvítbók um öll nauðsynleg
gögn í sambandi við leikana, dag-
skrá, íþróttagreinar, íþróttamann-
virki, skipulag, kostnaðaráætlun
o.fl. Þrír formenn hafa komið að
undirbúningi leikanna, Gísli
‘90-‘94, Júlíus ‘94—‘97 og Ellert ‘97.
Núverandi framkvæmdastjórn
Óí og framkvæmdaráð leikanna
undir forystu Ara Bergmanns Ein-
arssonar starfaði í tjóra mánuði,
eða frá febrúar til júní 1997.
Sérsambandanna jafnan
veriö getiö
2. Sérsambandanna hefur jafnan
verið getið og hlutur þeirra þakk-
aður af forráðamönnum leikanna
og hefur þá komið fram að án
þeirra væri slikt mótshald ófram-
kvæmanlegt. Þetta kom fram í dag-
skrá leikanna, i viðtölum við ein-
staka fjölmiðla og á blaðamanna-
fundum. Þá færir formaður ÓI og
forseti ÍSÍ sérsamböndunum sér-
stakar þakkir í fréttabréfi ÍSÍ sem
út kom í síðustu viku.
Fyrri hótelpantanir dugöu
hvergi
3. Fyrrverandi formaður segir
meginhluta af öllum undirbúningi
hafa verið frágenginn eða í burðar-
liðnum þegar hann lét af störfum.
Sannleikurinn er sá að þegar fram-
kvæmdaráð leikanna hóf störf
höfðu hótelpantanir verið gerðar
en þær reyndust hvergi í samræmi
við óskir og þarfir þátttakenda og
endursemja þurfti við flest hótel
um verð og gistinætur þegar skrif-
legir samningar voru gerðir við
hótelin síðar.
Styrkir hækkuöu um
helming
Gengið hafði verið frá stuðningi
ríkisvalds og sveitarfélaga fyrir
forgöngu fyrrverandi formanns Óí.
Hins vegar hafði aðeins verið geng-
ið frá einum styrktarsamningi,
sem þó lá fyrir óundirritaður. All-
ir aðrir styrktarsamningar voru
verk þess framkvæmdaráðs sem
hér um ræðir, framkvæmdastjóra
þess og núverandi formanns Óí.
Alls lögðu 23 styrktaraðilar þessu
málefni lið. í fyrri áætlun var gert
ráð fyrir styrkjum að upphæð kr. 7
millj. Sú tala hækkaði i kr. 14
millj. áður en yfir lauk.
Fyrri áætlanir endurskoðað-
ar og skornar niöur
4. Eitt af meginverkefnum fram-
kvæmdaráðs var að endurskoða og
skera niður fyrri áætlanir um
kostnað vegna framkvæmdar leik-
anna. Meðal annars var gert sam-
komulag við íþróttasamband ís-
lands um afnot af starfsaðstöðu,
starfsfólki og tækjabúnaði sam-
bandsins vegna stjórnstöðvar,
fréttamanna- og læknamiðstöðvar
leikanna. Þessi samningur sparaði
milljónir króna en fyrri áætlanir
gerðu ráð fyrir að sett yrði upp sér-
stök og sjálfstæð bækistöð í kjall-
ara Laugardalshallar.
5. í tíð Gísla Halldórssonar höfðu
verið lagðir til hliðar verulegir
fjármunir til að standa straum af
kostnaði vegna Smáþjóðaleikanna.
Þeim hafði veri ráðstafað í rekstur
Ólympíunefndar og ekki skilað sér
nema að litlu leyti til framkvæmda-
ráðs.
6. Það ánægjulegasta við undir-
búning leikanna á lokasprettinum
var að upplifa þá samstöðu og ein-
ingu sem ríkti innan íþróttahreyfing-
arinnai- um þetta verkefhi enda var
það metnaður allra að Smáþóðaleik-
amir á íslandi ‘97 tækjust vel og yrðu
íþróttahreyfingunni og þjóðinni til
sóma. Mikið starf samhentra manna
og kvenna skilaði árangri.
Tilraunir til aö sverta
mannorö Ara
Síendurteknar tilraunir Júliusar
Hafstein, fyrrverandi formanns Óí,
til að rýra mannorð Ara Berg-
manns Einarssonar, formanns und-
irbúningsnefndar Smáþjóðaleik-
anna, eru í senn óíþróttamannsleg-
ar og ókristilegar. Slík framkoma
er engum til sóma og síst forystu-
manni í íþróttahreyfmgunni.
Þakkir þeim sem þakkir ber.
Margir lögðu hönd á plóginn í
þessu verki og eiga þeir allir sinn
þátt í því hvað vel tókst til. Þar má
nefna íþróttafólkið, fyrrverandi for-
ystumenn Ólympíuhreyfingarinn-
ar, íþróttasamtök, sveitarfélög, rík-
isvald og styrktaraðila. Sérsam-
böndin eiga vissulega miklar þakk-
ir skildar fyrir hversu vel tókst til
með framkvæmd mótsins. Þeim
hefur verið þakkað og það er enn
gert, en þungann af þessum leikum
báru framkvæmdastjóri leikanna,
Stefán Konráðsson, og formaður
undirbúningsnefndar leikanna, Ari
Bergmann Einarsson. Þeir eiga
ekki síst þátt í vel heppnuðum og
hallalausum leikum og það er mik-
ils virði í íþróttahreyfingunni að
hafa slíka menn að störfum innan
hreyfingarinnar.
Reykjavík 15. ágúst 1997
í framkvæmdaráði undirbún-
ingsnefndar Smáþjóðaleikanna ‘97
Logi Kristjánsson
Reynir Ragnarsson
Haukastúlkur
afbotninum
Haukastúlkurnar eru komnar
úr fallsæti í úrvalsdeild kvenna í
knattspymu í fyrsta skipti eftir
stórsigur á ÍBA í fallslag í
Hafnarflrði í gær, 4-1.
Ragnhildur Ágústsdóttir 2,
Hildur Sævarsdóttir og Ólöf K.
Bjarnadóttir skoruðu fyrir
Hauka en Eydís Hafþórsdóttir
fyrir Akureyringa.
Staðan í deildinni er þannig:
KR 9 9 0 0 38-4 27
Breiðablik 9 8 0 1 41-11 24
Valur 9 5 0 4 24-21 15
ÍA 9 3 2 4 7-11 11
Stjarnan 9 3 0 6 14-22 9
Haukar 10 3 0 7 12-29 9
ÍBV 9 2 1 6 13-20 7
ÍBA 10 2 1 7 12-43 7
-ÖB/VS
Velimir til Möltu
Velimir Sargic frá Júgóslavíu,
sem hefur verið yfirþjálfari
yngri flokka í Keflavík und-
anfarin átta ár með góðum ár-
angri, hefur verið ráðinn þjálfari
yngri landsliða Möltu. -VS
HK vann aftur
HK vann Selfoss, 35-28, í
síðustu umferð Ragnarsmótsins
í handknattleik á Selfossi á
föstudagskvöldið. Haukar og
Afturelding skildu jöfn, 25-25.
HK vann alla sína leiki og fékk 6
stig, Afturelding fékk 3, Haukar
2 og Selfoss 1 stig. HK vann þar
með Ragnarsmótið annað árið í
röð. -VS
Yngri fíokkarnir
Úrslitakeppni í 4. og 5. flokki
karla í knattspyrnu fór fram um
helgina. FH og Þór unnu sína
riðla í 4. flokki og leika til
úrslita um næstu helgi. í 5.
flokki verða úrslitaleikimir á
milli KR og Fjölnis. -VS
íslandsmótið í tennis:
Arnar og Hrafnhildur
íslandsmeistarar
I gær var spilað til úrslita um ís-
landsmeistaratitilinn í tennis, bæði í
karla- og kvennaflokkum, í Tennis-
höllinni í Kópavogi.
Til úrslita í einliðaleik karla léku
þeir Amar Sigurðsson (TFK) og
Gunnar Sigurðsson (TFK) en þeir
léku einnig til úrslita í fyrra þar sem
Gunnar hafði betur. í gær höfðu þeir
hins vegar hlutverkaskipti þar sem
Amar vann öruggan sigur, 6-1 og 6-0,
og náði þar með íslandsmeistaratitl-
inum af Gunnari sem átti ekki góðan
dag. Amar varð þrefaldur meistari í
gær því hann vann einnig, ásamt fé-
laga sínum Daða Halldórssyni, úr-
slitaleikinn í tvíliðaleik og í
tvenndarleik ásamt Hrafhhildi
Hannesdóttur. Amar og Daði bám
þar sigurorð af Jóni Axel Jónssyni og
Rúrik Vatnarssyni, 6-1 og 6-1.
Gáfu úrslitaleikinn
í ehiliðaleik kvenna léku til úrslita
íslandsmeistarinn Hrafnhildur Hann-
esdóttú (Fjölni) og íris Staub (TFK).
Hi'afhhildur sigi'aði, 6-2 og 6-3, og
hélt þar með titilinum. Líkt og Amar
varð Hrafhhildur þrefaldur meistari
því hún vann einnig í tvíliðaleik
ásamt Stefaníu Stefánsdóttur. Það má
hins vegar segja að þær hafi aldrei
leikið til úrslita því að væntanlegir
mótherjar þeirra í úrslitaleiknum,
íris Staub og Júlíana Jónsdóttir, gáfu
leikinn þar sem þær áttu báðar við
meiðsli að stríða.
-ÖB
blandsmeistarinn Hrafnhildur Hannesd.
Sveitakeppnin í golfi í Eyjum:
GR og Keilir íslandsmeistarar
DV, Eyjum
Karlasveit Golfklúbbs Reykjavík-
ur og kvennasveit Golfklúbbsins
Keilis urðu íslandsmeistarar í
Sveitakeppni 1. deildar í golfi sem
fram fór í Vestmannaeyjum um
helgina í leiðinda veðri.
Hart var barist um gullið bæði
hjá konum og körlum. Keiliskonur
og A-sveit GR börðust um titilinn
hjá konunum. íslandsmeistarinn
Ólöf María Jónsdóttir tryggði Keili
íslandsmeistaratitilinn á síðustu
holunni í hreinni úrslitaviðureign
við GR. Hjá körlunum börðust GR
og GS um titilinn og fóru leikar
þannig í lokin að GR vann með ein-
um leik, eða minnsta mögulega
mun.
GA og GKG upp í 1. deild
Nesklúbburinn og Eyjakylflngar
féllu í 2. deild hjá körlunum. Sæti
þeirra taka Golfklúbbur Akureyrar,
sem vann 2. deildina um helgina, og
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæj-
ar. B-sveitir GR og Keilis féllu í 2.
deild hjá konunum. Sæti þeirra taka
sömu lið og hjá körlunum, GA og
GKG sem urðu í efstu sætunum í 2.
deild.
Lokastaðan 11. deild karla:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbbur Suðurnesja
3. Golfklúbburinn Leynir, Akranesi
4. Golfklúbburinn Keilir
5. Golfklúbbur Nes
6. Golfklúbbur Vestmannaeyja
Lokastaðan f 1. deild kvenna:
1. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit
2. Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit
3. Golfklúbburinn Kjölur
4. Golfklúbbur Suðurnesja
5. Golfklúbbur Reykjavíkur, B-sveit
6. Golfklúbburinn Keilir, B-sveit
-ÞoGu
Karfa:
Damon sagði já
en Sigfús nei
Damon Johnson mun leika aft-
ur með Keflvíkingum í úrvals-
deildinni í körfubolta í vetur.
Damon, sem átti frábært timabil
með Keflvíkingum síðast, hefur
leikið nú í sumar með liði í
Indónesíu en er væntanlegur til
landsins 15. september nk.
„Við vorum búnir að semja
við annan Kana en hann fékk
svo heiftarlega heimþrá þegar
hann kom að hann var farinn
aftur eftir aðeins fjórar æfmgar.
Við erum hins vegar mjög
ánægðir með að hafa fengið
Damon aftur,“ sagði Guðmundur
Bjarni Kristinsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Keflavík-
ur, i samtali við DV í gærkvöld.
Sigfús áfram í Haukum
„Við erum að reyna að bæta
við mannskapinn þar sem við
höfum misst fjóra lykilmenn frá
síðasta tímabili. Við áttum í við-
ræðum við Sigfús Gizurarson,
leikmann Hauka, en hann var
ekki sáttur við það sem við buð-
um honum og hefur nú skrifað
undir áframhaldandi samning
við Hauka. Við emm þó enn að
leita að hávöxnum leikmanni en
það virðist ekki ætla að verða
auðvelt að fá menn til Keflavik-
ur,“ sagði Guðmundur Bjarni.
-ÖB
Handbolti:
Stjarnan á móti
í Wuppertal
Karlalið Stjörnunnar í Garða-
bænum hélt í gær í vikuferð til
íslendingabæjarins Wuppertal í
Þýskalandi þar sem liðið mun
taka þátt í sterku æfingamóti
ásamt Wuppertal-liðinu og
fleirum.
-ÖB