Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
Fréttir
Fjöldi manns hringdi í Skunk Anansie á beinni línu DV og fylgdist með á Internetinu:
Rauðglóandi símalínur
Fjöldi manns hringdi í hljóm-
sveitina Skunk Anansie er hún sat
fyrir svörum á beinni línu DV í
gærkvöldi, nýkomin til landsins
vegna tónleikanna í Laugardalshöll
í kvöld. Síminn var rauðglóandi all-
an tímann og þau Skin, Ace, Cass
og Mark máttu hafa sig öll við að
svara þeim spurningum sem rigndi
yfir þau. Spjall íjórmenninganna
við íslenska aðdáendur sína fór
fram í beinni útsendingu á Internet-
inu með aðstoð Miðheima. Þar var
einnig hægt að koma á framfæri
spurningum og fjölmargir netbúar
víðs vegar rnn heim náðu í gegn eða
heimsóttu slóðina. Miðað viö að
hljómsveitin sat við símann í hálf-
tima var aðsóknin frábær. Þetta var
í fyrsta sinn á íslandi sem aðdáend-
um heimsfrægrar hljómsveitar á
borð við Skunk Anansie gafst kost-
ur á spjalli af þessu tagi.
Hljómsveitin var ánægð með mót-
tökumar á DV og kom það henni á
óvart hvað margir komu til að sjá
þau spiia á þaki hússins. Tónleik-
arnir hefðu verið frábærir en kuld-
inn hefði verið þeirra eini óvinur.
„Það var meiri háttar hvað allir
voru áhugasamir og æstir,“ sagöi
Ace. Skin var ánægö með gullplöt-
una sem Skífan afhenti hljómsveit-
inni og sagði stutt í að platínuplat-
an kæmi fyrir 10 þúsund seld ein-
tök hér á landi af Stoosh. Þetta
væru hreint frábærar viðtökur hér
á íslandi.
Blaðamennirnir sem unnu að
beinni línu voru Björn Jóhann
Björnsson, Hallgrimur Indriðason,
Kjartan Bjarni Björgvinsson og
Haukur Lárus Hauksson. Ljós-
myndarar voru Þorvaldur Örn
Kristmundsson og Hilmar Þór Guð-
mundsson.
Aðsóknin var slík að hér fyrir
neðan kemur aðeins úrval spurn-
inga og svara af beinni línu og
Internetinu.
Magnús úr Reykjavík sendi
þessa af Internetinu: Hver er
munurinn á íslenskum áhorfend-
um og öðrum sem þið hafið upp-
lifað?
Skin: „Það er ekki svo mikill
munur. Aðdáendur Skunk eru hins
vegar einstakir og eins alls staðar í
heiminum. Mér finnst íslendingar
þó vera betur inni í textum okkar
en aðrir, það er mín tilfinning,
hvemig sem á því stendur."
Ingi í Hafnarfirði spurði hver
væri galdurinn á bak við vel-
gengni hljómsveitarinnar:
Ace: „Vinna og aftur vinna. Við
erum langt frá því að vera löt og
viljum ekki hafa slíkt fólk í kring-
um okkur.“
Skin: „Auk mikillar vinnu af
okkar hendi þá höfum við verið
mjög heppin. Síðast en ekki síst höf-
um við búið til góð lög sem fallið
hafa vel í kramið hjá fólki víða um
heim. Við eram með góða tónleika
og góða framkvæmdastjóm."
Komum vegna veöursins
Jón Haukur úr Njarðvík spurði
hvað drægi hljómsveitina aftur
til íslands:
Cass: „Veðrið!"
Skin: „Við hlutum frábærar við-
tökur þegar við komum hingað í
maí og skemmtum okkur vel. Þess
vegna fannst okkur gráupplagt að
koma við hérna, halda tónleika og
slappa aðeins af á leið okkar til
Bandaríkjanna þar sem við munum
troða upp á fjölmörgum tónleikum."
Bobba í Reykjavík hafði þessa
spurningu fyrir Skin: Hvers
vegna ertu sköllótt?
Skin: „Ástæðan er einfaldlega sú
að fyrir átta árum gafst ég upp á
öllu umstanginu sem fylgir því að
hafa hár. Maður þurfti alltaf að vera
að klippa það, raka, lita, setja
permanent í það og svo framvegis
og ég varð einfaldlega leið á því. Það
er miklu betra að hafa það eins og
núna.“
Fríður lagði þessa spumingu
fyrir hljómsveitina: Hvaða lög
eftir ykkur sjálf eru í mestu upp-
áhaldi hjá hverju ykkar?
Mark: „Brazen."
Cass: „Political Army.“
Skunk Anansie skemmti sér konunglega á beinni línu DV í gærkvöldi. Hér eru þau Mark, Ace, Cass og Skin að svara íslenskum aödáendum sínum.
DV-mynd PÖK
Skin: „Við höfum textana okkar
pólitíska til að sýna að okkur standi
ekki á sama. Við ferðumst mikið
inn heiminn og verðmn vitni að
ýmsxnn atburðum sem gerast á
hverjum stað. Þessir atburðir hafa
áhrif á okkur og við getum ekki úti-
lokað okkur frá þeim.“
Ace: „100 Ways to Be a Good
Girl.“
Skin: „Milk Is My Sugar, auk
þess sem mér finnst Twisted gott
lag.“
Að beinni línu lokinni tóku æstir aödáendur sveitarinnar á móti henni fyrir
utan DV-húsið. Hér kemst Skin meö naumindum áfram með rósavöndinn
sinn. Einar Örn Benediktsson tónleikahaidari sleppur frá „múginum".
DV-mynd Hilmar Þór
Eftir aö beinu línunni lauk sýndi Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda- og útgáfustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, Skunk An-
ansie húsakynni ritstjórnar DV. Hér er sveitin að skoða myndir ÞÖK frá tónleikunum á þaki DV--hússins.
DV-mynd Hilmar Þór
Odýrt hús óskast!
Rakel úr Reykjavík hringdi og
spurði: Ætlið þið að kaupa hús
eða íbúð á íslandi eins og Damon
Albarn, söngvari Blur, hefur
gert?
Skin og Cass: „Við gerum ekkert
sem Damon i Blur hefur gert. Við
þolum ekki spurningar um Blur eða
Oasis eða hverja aðra hljómsveit."
Skin: „Annars hefði ég ekkert á
móti því að kaupa hús hérna.
Veistu um gott hús handa mér? Það
má ekki vera dýrt.“
Ung móðir úr Reykjavík
hringdi: Ég vildi gjarnan vita
hvar hægt er að sjá ykkur annars
staðar en á tónleikunum?
Mark: „Það má alltaf finna okkur
á hótelinu. Þá ætlar Ace gítarleikari
í Bláa lónið enda passaði hann vel
upp á það að sundskýlan hans væri
örugglega á sínum stað í farangrin-
um.“
Bima í Kópavogi hringdi með
þessa: Hvemig semjið þið lögin,
hver í sínu homi eða sameigin-
lega?
Skin: „Hvert og eitt okkar kemur
með hugmyndir sem við reynum að
sjóða saman í eina heild. Bestu lögin
eru þau sem koma strax hjá okkur.“
Rífast aldrei
Gunnar á Akureyri sló á þráð-
inn og spurði hvort aldrei kæmi
upp ágreiningur innan sveitar-
innar:
Mark: „Aldrei!“
Skin: „Víst, við rífumst oft.“
Cass: „Nei, aldrei."
Skin: „Ókei, í alvöru, þá rífumst
við aldrei. Er það ekki, strákar?"
Hinir: „Jú!“
Reynir í Keflavík hringdi og
spurði hvort þau reyndu að að
hafa áhrif á gang heimsmála með
pólitískum textum sínum:
Hörmulegt meö Díönu en ...
Reynir kom með aðra spurn-
ingu: Hvernig kom fréttin við
ykkur um fráfall Díönu
prinsessu?
Ace: „Við voram stödd í Þýska-
landi og þetta kom okkur mjög á
óvart."
Mark: „Þetta var hörmulegt en
við þekktum konuna ekki neitt.
Snerti okkur ekki svo rnikið."
Cass: „Það er hörmulegt þegar
einhver deyr með þessum hætti,
sama hver á í hlut.“
Afmæliskveöjur
Skin og Cass bárust fjölmargar
hamingjuóskir frá aðdáendum
sínum í gær, en þau hafa bæði átt
þrítugsafmæli nýlega. Einn
þeirra sem óskaði henni til ham-
ingju var Anna Sif.
Skin: „Ekki minna mig á afmæl-
ið mitt, ég er að reyna að halda mér
á þrítugsaldri og forðast fertugsald-
urinn. Ég reyni alltaf að sýnast
yngri en ég er með því að hegða mér
barnalega."
Anna Sif hafði orðið þess heið-
urs aðnjótandi að koma upp á
svið á síðustu tónleikum hljóm-
sveitarinnar og ætlaði aftur í
kvöld.
Skin: „Þá sjáumst við á morgun,
láttu bara vel í þér heyra í rólegu
köflunum hjá okkur og þá hóum
við í þig upp á svið. Ég hlakka til að
sjá ykkur öll á ný og við getum lof-
að allt öðruvísi og betri tónleikum
en síðast. Við spilum lengur en þá
og ætlum að koma verulega á
óvart.“
Með þeim orðum kvaddi hljóm-
sveitin aðdáendur sína á beinni
línu DV í gærkvöldi.
)
I
t
t
I
I
t
I
I
>
I
t
I
I
t
I
I
I