Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
11
Fréttir
>vottavélar
Á ÓTRÚLEGU VERÐI!
w
Verð kr. stgr.
Sparnaðarkerfi -
L-84
800/500 sn. þvottavél, 13 þvottakerfi
Sparnaðarkerfi - Flýtiþvottakerfi,
Verð kr.
1000/650 sn. þvottavél, 13 þvottakerfi
Sparnaðarkerfi - Flýtiþvottakerfi,
Söluaðilar:
Reykjanes
• Rafbúð Skúla Þórs,
Hafnarfirði
• Stapafell, Keflavík
• Rafborg, Grindavík
• Raft.Sig. Ingvars., Garði
Vesturland
• Rafþjónusta Sigurdórs,
Akranesi
• Munaðarhóll, Rifi
• Guðni E. Hallgrímsson,
Grundarf.
Vestfirðir
• Ástubúð, Patreksfirði
• Laufið, Bolungarvík
• Húsgagnaloftið, Isafirði
Norðurland
• KVH, Hvammstanga
• KH.BIönduósi
• Rafsjá, Sauðárkróki
• Rafbær, Siglufirði
• Ljósgjafaverslunin,
Akureyri
• KÞ, Húsavik
Austurland
• Rafey, Egilsstöðum
• Rafaldan, Neskaupsstað
® Rafás, Höfn
Suðurland
• Rafmagnsverkst. KR.
Hvolsvelli
• Geisli, Vestmannaeyjum
• Rás, Þorlákshöfn
Greiðslukjör við allra hæfi
VCniU VCLNVJIVIIIN I VCf\3LUIV OKKAR
RflFTfEKJflDERZLDN ÍSLflNDS IT
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Helgi Jóhannesson, skipstjóri á Sólfelli EA:
Okkur var öllum sagt upp
- og skipið verður flutt til StöðvarQarðar
Háskólahátíð á Akureyri
„Við fengum allir uppsagnarbréf
og verðum því að leita okkur að
annarri atvinnu. Ég hef ekki mest-
ar áhyggjumar af mér. Það er
verra með marga strákana. Það
eru níu menn búsettir hér á Dalvík
sem voru á Sólfellinu, og þar af
einn sem var að flytja frá Siglu-
firði. Hann taldi sig vera í öruggri
vinnu og flutti þess vegna. Hann
var að byrja að koma sér fyrir í
nýju húsnæði þegar uppsögnin
kom. Það er fátt fyrir þessa stráka
að fá hér, það er fullmannað á öll-
um togurum og því vitum við ekki
hvað tekur við,“ sagði Helgi Jó-
hannesson skipstjóri en honum og
allri áhöfn Sólfells EA var sagt upp
skyndilega.
Það sem gerir mennina sárari en
ella er að þeir hafa verið á nóta-
veiðum með nánast engan kvóta og
launin hafa verið nokkuð lægri en
gengur og gerist á loðnuflotanum,
eða um 250 þúsund á mánuði. Nú
styttist í síldveiðar og þá er mögu-
leiki að launin hækki eitthvað.
„Við stöppuðum stálinu hver í
annan. Þar sem KEA er bakhjarl
útgerðarinnar vorum við sann-
færðir um að úr rættist. Það er því
ónotalegt að þetta endi með þess-
um hætti,“ sagði Helgi.
Sólfellið verður flutt til Stöðvar-
fjarðar þar sem áhöfnin á togaran-
um Kambaröst tekur við nótaskip-
inu Sólfelli.
Helgi skipstjóri segir að þeir hafi
leitað til sjómannafélaganna en ekk-
ert hafi komið út úr því. -sme
t dag, 5. september, eru nákvæm-
lega tíu ár frá því að háskóla-
kennsla hófst á Akureyri. Þetta er
stór áfangi sem verður minnst með
ýmsum hætti. Aðalafmælishátíðin
verður á morgun í skólanum og
hefst klukkan 13.50 með harmóniku-
leik. Síðan flytja ávörp Þorsteinn
Gunnarsson rektor, Davíð Oddsson
forsætisráðherra, Þórarinn E.
Sveinsson, forseti bæjarstjómar,
Guðni Gunnarsson, fulltrúi stúd-
enta, Árni Laugdal stjórnfræðingur,
fulltrúi brautskráðra kandídata, og
Sigrún Magnúsdóttir formaður af-
mælisnefndar og yflrbókavörður.
Að ávarpi hennar loknu opnar Dav-
íð Oddsson nýtt bókasafn skólans.
„Bókasafnið okkar var að flytja í
nýtt húsnæði," sagði Sigrún. „Við
vorum í Þingvallastræti í 150 fer-
metrum og erum komin hingað í
húsakynni skólans á Sólborgar-
svæði í 1070 fermetra brúttó. Það er
svolítil breyting! Og við erum hepp-
in að þetta skuli bera upp á sama
tíma og afmælishátíðin er haldin
hátíðleg."
En afmælishátíöinni lýkur ekki
um helgina þvi hún stendur til októ-
berloka með röð fyrirlestra og mál-
þinga sem deildir skólans sjá um í
tengslum við afmælið.
Bókasafnið er fyrst í röðinni.
Þann 13. september verður haldið
málþing um barnabækur á nýja
bókasafhinu og hefst það kl. 14. Þrír
fyrirlestrar verða haldnir um
hamabókmenntir og auk þess segir
rithöfundurinn Magnea frá Kleifum
frá því hvemig bók verður til.
20. september talar Gunnlaugur
Bjömsson stjameðlisfræðingur um
Sólir og svarthol í Oddfellowhúsinu.
27. september verða fyrirlestrar á
vegum heilbrigðisdeildar í Oddfell-
owhúsinu; aðalræðumaður þar
verður Margrét Tómasdóttir, fyrsti
forstöðumaður deildarinnar. 11. okt-
óber verður ráðstefna á vegum
kennaradeildar og Rannsóknastofn-
unar HA um gildi mats og matsað-
ferðir í skólastarfi. Og loks verður
dagskrá á vegum rekstrardeildar 25.
október: Er hagur af háskóla?
Láttu sentia þér heim!
18“ pitza m/3 áleggsteg.
12“ hvítlauksbrauð
eða Margarita,
2L Coke og tivíttauksofía
Aðeins 1.790 kr.
Komdu og sæktu!
16 pitza m/2 áleggsteg
18“ pitza m/2 áleggsteg
Aðeins 990 kr.
568 4848
5651515
Fjórðungsþing:
Hvetur til
samninga
við kennara
DV, Vestfjörðum:
Á Fjórðungsþingi Vestfirð-
inga, sem haldið var á ísafirði
um helgina, var samþykkt
ályktun um launasamninga
kennara. Þingið lýsir yfir von-
brigðum sínum með að ekki
hafi tekist samningar á milli
kennara og sveitarfélaga. Þing-
ið hvetur launanefnd sveitarfé-
laga og samninganefnd kennara
til að semja eins fljótt og auðið
er og eyða þar með þeirri
óvissu sem nú ríkir. Framsögu
um þetta mál hafði Þorsteinn
Jóhannesson og var ályktunin
lögð fyrir allsherjarnefnd og
samþykkt þar. - HK
Rangt
verð á
beikoni
Á tilboðssiðu DV í gær var
verð á beikoni frá KEA í versl-
unum 11-11 sagt vera 398 kr. kg.
Það reyndist rangt. Rétt verð er
898 kr. kg.