Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Fjármál og feimnismál
Meðan utanríkisráðuneytið er að stuðla að ættfræði-
legri skrásetningu 200 þúsund Vestur-íslendinga er
Tölvunefnd að leita leiða til að ritskoða hefðbundin ætt-
artöl og stéttartöl og leyfa einstaklingum beinlínis að
bannna, að nöfn þeirra séu birt í slíkum ritum.
Meðan forsætisráðuneytið leggur mikla vinnu við að
fá samþykkt og að kynna almenningi ný upplýsingalög,
sem gera ráð fyrir mun greiðari aðgangi að skjölum er
b ármálaráðuneytið að leita nýrra leiða til að takmarka
enn frekar en áður aðgang að álagningarskrám skatta.
Vinstri höndin í kerímu veit ekki hvað hin hægri ger-
ir. Annars vegar er verið að opna kerfið og auka út-
breiðslu þekkingar. Hins vegar er verið að loka kerfinu
og takmarka útbreiðslu þekkingar. Á síðara sviðinu
staría einkum Tölvunefnd og fj ármálaráðuneytið.
Lokunarsinnar vilja túlka einkamál svo vítt, að það
nái til feimnismála og fjármála, þar á meðal skatta, sem
greiddir eru opinberum aðilum. Svo langt gengur þetta,
að ætla mætti, að fyrirtæki séu sálir, sem hafi persónur
og einkalíf, sem beri að vernda fyrir hnýsni að utan.
Fj ármálaráðuneytið hefur gert nokkrar tih-aimir til að
loka álagningarskrám skatta. Það sættir sig ekki við
landslög og gaf í fyrra út ólöglega reglugerð um lokun
þessara skráa. Eftir gagnrýni Alþingis var reglugerðm
dregin til baka. En ráðuneytið gafst samt ekki upp.
Það hefur skipað nefnd til að smíða nýjar reglur, sem
fela í sér, að álagningarskrám verði lokað, en í staðinn
opnaðar skattskrár, sem veita tveggja ára gamlar upplýs-
ingar. Slíkar skrár eru þeim mun gagnminni sem þær
eru eldri, enda er það markmið ráðuneytisins.
Enginn aðili í kerfinu fer þó meiri hamförum gegn
opnun þess en Tölvunefnd, sem er að kanna möguleika
til afskipta af ættfræði. Var þó Vilmundur Jónsson land-
læknir í eitt skipti fyrir öll búinn að brjóta þá múra, þeg-
ar hann birti eyðumar frægu í fyrsta Læknatali.
Nokkrir menn reyndu að koma í veg fyrir, að Vil-
mundur birti nöfn líffræðilegra foreldra kjörbama.
Hann leysti málið með því að taka nöfnin út, en skilja
eftir nákvæmlega mældar eyður, þar sem þær æptu
framan í lesendur og auglýstu það, sem ekki mátti sjá.
Þannig mun einnig fara fyrir tilraunum Tölvunefndar
til afskipta af þjóðaríþrótt íslendinga. Eyðumar munu
skera í augu og þögnin mun æpa. Enda er nefndin kom-
in langt á villigötur í sjónarmiðum sínum á landamær-
um opinberra upplýsinga og einkamála.
Bameignir utan hjónabands em ekki einkamál, ekki
heldur lágar einkunnir embættismanna á háskólapróf-
um og enn síður fjármál fyrirtækja og skattgreiðslur
manna til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins. Þetta geta
verið feimnismál, en em ekki einkamál.
Sem dæmi um þetta er tjónaskrá bíla. Tjón geta verið
feimnismál, en eru ekki einkamál, þegar bíll er til sölu.
Þá er tjónasagan mikilvægt gagn fyrir kaupandann, svo
að viðskiptin séu heiðarleg. En Tölvunefnd hefur reynt
að takmarka aðgang almennings að tjónaskránni.
Sjónarmið fjármálaráðuneytisins og Tölvunefndar
stríða gegn anda hinna nýju upplýsingalaga og miða að
því að gera þjóðfélagið ógegnsætt. Þau rugla Qármálum
og feimnismálum saman við einkamál. Þau draga úr
möguleikum borgaranna til að átta sig á þjóðfélaginu.
Mikilvægt er, að jafnan sé fylgzt vel með afturhaldsöfl-
um kerfisins og tilraunum þeirra til að varpa leyndar-
hjúp einkamála yfir fjármál og feimnismál.
Jónas Kristjánsson
í þessum skrifuðum orðum
er að því komið að úrslit
biskupskosninga verði gerð
heyrum kunn. Nær allir
prestar og guðfræðingar
landsins hafa lagt sitt lóð á
vogarskálina, því kosninga-
þátttaka nálgast að vera 100%
og er það hið ágætasta for-
dæmi. Fjórir frambjóðendur
eru í kjöri, allir prýðilega
hæflr, en segja má að tvö
sjónarmið eigi þar fulltrúa,
annars vegar rótgrónar og
sterkar heföir, hins vegar
uppstokkun og nýjar hug-
myndir.
Þeir biskupssynir
Séra Karl Sigurbjömsson
og séra Sigurður Sigurðarson
eru báðb- synir biskupa sem
voru sanntrúaðir og jafn-
framt sterkir persónuleikar.
Séra Karl á að baki langt starf
í Hallgrímskirkjusókn. Þar
hefur blómstrað öflugt menn-
ingarstarf með góðri sam-
vinnu margra aðila, kirkj-
unni til mikils sóma. í þessari
stóru sókn býr nokkm- fjöldi
af fólki sem ekki hefur of
mikið handa á milli, og mig
minnir ég hafi heyrt hann
komast vel að orði um vanda
ungra hjóna: „Fyrrum fylgdi
heimanmundur giftingu, en
nú er unga fólkið sett á göt-
una og lánskjaravísitöluna.
Vettvangur séra Sigurðar
hefur hins vegar verið í dreif-
býlinu, nánar tiltekið á Sel-
Fjórir frambjóöendur í kjöri. - Tvö sjónarmiö eiga þar fulltrúa: rótgrónar og
sterkar heföir, hins vegar uppstokkun og nýjar hugmyndir.
Biskupskjör
- hefðir eða nýjungar?
fylgst vel með rannsókn-
um guðfræðinga erlend-
is. Þar reyna margir
snjallir hausar að því að
komast nær kjamanum
í lifandi orði og starfi
Jesú Krists. Vídalín-
spostilla, lengi biblía ís-
lensku þjóðarinnar,
kom út fyrir skemmstu í
útgáfu sr. Gunnars og
nú situr hann í stjóm
Rannsóknarráðs ríkis-
ins til eflingar vísind-
um. Að rjúfa hugmynda-
lega einangrun, það get-
ur hann.
Framboð séra Auðar
Eir sætir þó mestum
tíðindum því aldrei fyrr
hefur íslensk kona boð-
„Það hefur ekki faríð fram hjá
neinum að kirkjan er í deiglu erf-
iðrar reynslu. Erfíð mál hafa kom-
ið upp, svo meinfýsnir hafa
skemmt sér konunglega en guð-
hrætt fólk grátið.u
Kjallarinn
Inga Huld
Hákonardóttir
sagnfræöingur
fossi, ims hann fyr-
ir fáum misserum
fluttist sem vigslu-
biskup í Skálholt.
Sá staður á mikla
sögu og mikið
bókasafn, og séra
Sigurður er tekinn
til við endurreisn,
eins og sjá má með-
al annars í vel-
heppnaðri andlits-
lyftingu á gröfum
fornra biskupa í
kjallara kirkjunn-
ar. Hann er áhuga-
samur um endur-
vakningu gamalla
helgisiða sem geri
messur áhrifameiri
og dýpri upplifun,
enda sjálfur söng-
maður hinn besti.
Þau hin
Séra Gunnar
Kristjánsson og
séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir bera
með sér gust af
breyttum tímum og
hika ekki við að
ráðast á það sem
þeim finnst staðnað eða úrelt. Séra
Gunnar er einn mestur fræðimað-
ur í hópi sóknarpresta og hefur
ið sig fram til biskups. Fyrir
hundrað árum eða 1891 þorðu
þingmenn ekki að veita konum
aðgang að embættum, m.a. vegna
þeirrar skelfilegu stöðu sem upp
gæti komið ef landshöfðingi og
biskup væru hjón! Sögu séra Auð-
ar þarf varla að rekja. Fyrir
tveimur áratugum var hún eins
og stakur hrafn í prestastétt, en
nú eru konur í meirihluta í guð-
fræðideild. Hún kemur með nýjan
stO, fyndin og einlæg.
Hljóölát bylting
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að kirkjan er í deiglu eif-
iðrar reynslu. Erflð mál hafa kom-
ið upp, svo meinfýsnir hafa
skemmt sér konunglega en guð-
hrætt fólk grátið. Vissulega þarf
skýrari línur. En hljóðlát bylting
er í gangi innan kirkjunnar, utan
við kastljós fjölmiðlanna. Sem
dæmi má taka að störfum flölgar
sífellt á sviði félagslegrar þjón-
ustu, við böm, við aldraða, við
sjúka, við nýbúa...
Þar eð allir frambjóðendumir
eiga það sammerkt að engmn sög-
um fer af illindum prests og safh-
aðar í sóknum þeirra, þá megum
við, óbreyttir syndarar, vera von-
góð um að sjónarmið allra, hvort
sem em hefðir eða nýjungar, fái
að njóta sin í framtíðarstefnu
kirkjunnar, hver svo sem hreppir
hið háa embætti.
Inga Huld Hákonardóttir
Skoðanir annarra
Skottulæknar stjórnunarfræða
„Eins og aðrar vörur sem seldar em á markaði, þá
er fjölbreytni stjómunarkenninganna alltaf að
aukast og kaupendur fá aldrei nóg ... Er nokkuð und-
arlegt þótt stjómendur og starfsmenn fyrirtækja ger-
ist efasemdarmenn þegar nýjar kenningar flæða
yfir? EðlOegt er að vera á varðbergi fyrir skottu-
læknum stjórnunarfræðanna, en á sama tíma
komumst við ekki hjá því að fylgjast vel með og tO-
einka okkur nýjungar á sviði stjórnunar og reksturs
fyrirtækja sem á öðrum sviðum."
Þorkell Sigurlaugsson
i Viðskiptablaðinu 3. sept.
Pólitískt jafnvægi í ríkis-
stofnunum?
„Framundan em stööuveitingar í mikOvægum
stofnunum íslenska kerfisins. Hvað verður haft til
marks um verðleika umsækjenda? ... Þetta er í raun
lokapróf íslenska flokkakerfisins á tuttugustu öld.
Hversu langt er siðferðið komið? ... ef hugmyndin
um pólitískt jafnvægi er yfirfærð á aOar þær lykO-
stöður sem nú bíða skipta, er deginum ljósara að rík-
isstjómarflokkanna bfður erfitt verkefni."
Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 3. sept.
Aflaheimild og útvarpsleyfi
„MikOvægasti munurinn á útyarpsleyfum og afla-
heimOdum snýr að upphafinu. Áður fyrr var öUum
íslendingum leyft að veiða fisk undan landi. Fjöldi
manns hafði valið sér útgerð að ævistarfi, fjárfest í
dýrum tækjum og sérþekkingu á sínu sviöi. Síðan
var það bannað sem áður hafði verið leyft. Með
kvótakerfinu, úthlutun sérstakra aflaheimOda, var
fiskimiðunum í raun lokað. Þessu var þveröfugt far-
ið með útvarpsrekstur á íslandi. Áður fyrr var öUum
bannað að útvarpa nema ríkinu. Aðrir stunduðu því
ekki útvarpsrekstur. Síðan var það leyft sem áður
var bannað."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
í Mbl. 4. sept.