Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1997, Page 2
22
MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1997
Iþróttir _________ r»v
BIKARKEPPNIN
Reynir Sandgerði-ÍR B........78-77
Fyikir-ÍA ..................59-116
Njarðvík-Keflavík B ........108-72
Reynir Hellissandi-Þór Þ. ... 63-110
ÍV-ÍR ......................66-119
Selfoss-HK...................92-86
Stjaman-Hamar................51-50
Fjölnir-SkaUagrímur .........54-91
Stafholtstungur-Grindavík .. 63-119
Þór A.-Keflavik.............72-125
KFÍ-Tindastóll ...............89-67
ÍS-Haukar ....................65-86
Breiöablik-Valur............72-105
Snæfell-KR...................76-91
Björn Hjaltason, þjáifari og leik-
maður Fylkis, var rekinn af velli þeg-
ar lið hans, sem leikur í 2. deild, tap-
aði fyrir úrvalsdeildarliði Skaga-
manna.
HK úr Kópavogi, sem leikur í 2.
deild, stóð óvænt i 1. deildarliði Sel-
fyssinga f gær. Leikurinn var hníf-
jafn en heimamenn tryggðu sér
nauman sigur í lokin.
Stafholtstungur, sem leika í 1. deild,
voru yfir gegn toppliði úrvalsdeildar,
Grindavík, þar til 4 mínútur voru eft-
ir af fyrri hálileik. Þá tóku gestirnir
völdin og unnu stórsigur. Ingi Þór
Rúnarsson skoraði 34 stig fyrir
heimamenn og Helgi Jónas Guðflnns-
son 34 fyrir Grindavik.
-EP/VS
KFÍ í ham
DV, ísafirði:
KFÍ vann Tindastól af miklu
öryggi, 89-67, í stórleik helgar-
innar í bikarkeppninni i
körfuknattleik.
Það var aðeins í byrjun sem
jafnræði var með liðunum. Síð-
an sigu heimamenn framúr,
fyrst og fremst með öflugum
varnarleik, og voru með góða
forystu í hálfleik, 43-29. Gestim-
ir náðu aldrei að ógna verulega í
síðari hálfleiknum og ísfirðingar
kláruðu leikinn af krafti.
David Bevis skoraði 25 stig
fyrir KFÍ, Friðrik Stefánsson 16
og Ólafur Ormsson 15. Torrey
John var allt í öllu hjá Tinda-
stóli og skoraði 30 stig en næstur
kom Arnar Kárason með aðeins
7 stig.
Áhorfendur voru um 550 sem
þykir fámennt á ísafirði. -PG
Islandsmótiö í karate:
Fyrsti á Selfoss
; - TlI Selfyssingar eignuðust sinn -65 kg flokkur:
* fyrsta íslandsmeistara í karate um 1. Halldór Svavarsson.....KFR
helgina þegar Ingólfur Snorrason 2. Bjarki Þór Birgisson...KFR
sigraði í opnum flokki og í sínum 3. Daníel Axelsson.Þórshamri
flokki í kumite karla en Islands- -73 kg flokkur:
mótið fór fram í íþóttahúsinu 1. Jón Ingi Þorvaldsson.Þórshamri
Austurberg um helgina. 2. Sigurgeir Kortsson ...Þórsharmi
HaOdór Svavarsson, lands- 3. Birgir Tómasson ......Fylki
liðsþjálfari í karate, vann -80 kg flokkur:
- ^ sinn 10. íslandsmeistara- 1. Bjami Kjæmested....Þórshamri
titil þegar hann sigraði í 2. Konráð Stefánsson ...KFR
■ - -65 kg flokknum. 3. Benedikt Valdimarsson......KFR
+80 kg flokkur:
KFR endurheimtl tltllinn 2 Ami Þór Jónsson ..........Þórshamri
Inaólfur Sveit KFR endurheimti íslandsmeist- 3. Salvar Bjömsson..........KFR
Snorrason aratitil sinn í sveitakeppninni en Þórs- opinn flokkur:
til hfpori ’ hamar hafði unnið síðustu þrjú árin. 1. Ingólfur Snorrason.......Selfossi
fvrcti’ Konráð Stefánsson byrjaði á því að 2. Jón Ingi Þorvaldsson.Þórshamri
íclanric VÍnna SÍna viöureiS11 fyrir KFR. 4-3- Hall- 3. Bjami Kjæmested.Þórshamri
isianos- dór Svavarsson kom KFR í 2-0 þegar hann Kvennaflokkur:
r rneistari sigraði, 5-0. Jón Ingi Þorvaldsson minnkaði i. Edda Blöndal ....kfr
Selfyssinga | muninn fyrir Þórshamar þegar hann vann 2. Sólveig Einarsdóttir.Þórshamri
I karate. v - sína viðureign, 6-0. Bjarni Kærnested jafnaði 3. Védís Sigurjónsdóttir .Fjölni
V fyrir Þórshamar þegar hann sigraöi, 5-3 en Sveitakeppni:
v, m Bjarki Þór Birgisson tryggði KFR sigur þegar KFR-Þórshamar..........3-2
hann sigraði sina viðureign, 6-1. -GH
Úrslitin á mótinu urðu þessi:
Glæsileg kosning Ellerts
- í embætti forseta nýrra og sameinaðra íþróttasamtaka
Ellert B. Schram var í gær kjör-
inn forseti hinna nýju og samein-
uðu íþróttasamtaka, íþrótta- og
Ólympíusambands íslands. Fyrsta
þing sambandsins, sem bera mun
hina gamalkunnu skammstöfun ÍSÍ,
fór fram í Reykjavík um helgina.
Ellert, sem undanfarin ár hefur
verið forseti íþróttasambands ís-
lands, hlaut 170 atkvæði í kjöri til
forseta. Óvæntur mótframbjóðandi,
Einar Ole Pedersen, fékk 26 atkvæði
og kosning Ellerts er því glæsileg.
Mikill einhugur
„Þetta var starfsamt þing en ekki
átakaþing Þátttaka var nánast 100
prósent frá aðildarsamböndunum
og mikill einhugur ríkti. Framtíð
íþróttahreyfingarinnar á íslandi er
björt, hún er í sóknarhug og býr
yfir gífurlegum krafti," sagði Stefán
Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ,
í samtali við DV eftir þingið.
Tryggingamál í brennidepli
Meðal þeirra mála sem þingið
tók helst á voru skipulagsmál hreyf-
ingarinnar, forvamarmál þar sem
íþróttahreyfingin hyggst auka sinn
hlut, og tryggingamál. Að sögn Stef-
áns verður efnt til heildarútboðs á
tryggingum fyrir íslenskt íþrótta-
fólk og barist fyrir því að hlutur
Ellert B. Schram.
Sigríður Jónsdóttir, Hildur Har-
aldsdóttir, Öm Andrésson, Sig-
mundur Þórisson, Unnur Stefáns-
dóttir, Benedikt Geirsson, Hafsteinn
Pálsson, Helga Magnúsdóttir, Ágúst
Ásgeirsson og Friðjón B. Friðjóns-
son.
Þeir sem ekki náðu kjöri vom Ari
Bergmann Einarsson, Logi Krist-
jánsson, Jens Kristmannsson,
Bjami Friðriksson og Hreggviður
Þorsteinsson.
I varastjórn voru kosnir þeir
Björn Blöndal, Birgir Guðjónsson
og Ingólfur Freysson.
Sættir og Júlíus þingforseti
Miðvikudaginn 3. desember mun hin órlega
jólagjafahandbók DV koma út í 17. sinn.
Jólagjafahandbók DV er fyrir löngu búin að festa sér sess í
jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð
hugmynda að gjöfum fyrir jólin.
Auk þess verður skemmtileg umfjöllun um jólaundirbúning,
hugmyndir að föndri og margt fleira. Umsjón með efni hef-
ur Ingibjörg Lind og er fólki með skemmtilegar hugmyndir og
efni velkomið að hafa samband við hana í síma 565 8420.
Auglýsendur athugið að skilafrestur auglýsinga er til 20. nóv-
ember en með tilliti til reynslu undanfarinna óra er auglýsend-
um bent ó að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur,
auglýsingadeild DV, sem allra fyrst í síma 550 5720 svo unnt
reynist að veita öllum sem besta þjónustu.
Ath: Bréfsími auglýsingadeildar er 550 5727.
þess í almenna tryggingakerfinu
verði ekki skorinn niður.
Fimmtán manns í kjöri
Fimmtán manns gáfu kost á sér í
aðalstjórn sambandsins en tíu sæti
voru í boði. Kjöri náðu eftirtaldir:
Júlíus Hafstein, fyrrum formaður
Ólympíunefndar íslands, var þing-
forseti og vakti það að vonum at-
hygli. Eins og alþjóð veit hafa hann
og Ellert lengi eldað grátt siifur
saman. Sættir hafa tekist, þing-
heimur lýsti yfir ánægju sinni með
það og bauð Júlíus velkominn sem
þingforseta með dynjandi lófataki.
-VS
Watford spennt
fýrir Steingrími
- straumur knattspyrnumanna til útlanda heldur áfram
Straumur íslenskra knattspymu-
manna erlendis heldur áfram en
síðustu vikumar hafa verið nánast
daglegar fréttir um að leikmenn séu
að fara í svokallaðar sýningaferðir
til erlendra félaga.
I gær fór Eyjamaðurinn Stein-
grímur Jóhannesson til Englands
en Watford, toppliðið i 2. deild, bauð
honum að koma út til æfinga. For-
ráðamenn Watford virðast nokkuð
spenntir fyrir Steingrími því þeir
óskuðu eftir þvi að fá sjá myndband
af leikjum ÍBV í sumar og þá er fyr-
irhugað að hann spili tvo leiki með
varaliðinu á þeim tíma sem hann
verður hjá félaginu.
Þá hélt ívar Jónsson úr HK til
Skotlands nú í morgunsárið til æf-
inga hjá skoska 1. deildarliðinu
Partick Thisle.
Sandgerðingurinn Grétar Hjart-
arson er farinn til Skotlands en
hann mun ganga í raðir skoska 1.
deildarliðsins Stirling á ný en hann
lék með liðinu við góðan orðstír á
síðasta vetri.
-GH/VS
Baldur kominn í Fram
Knattspymumaðurinn Baldur Bjamason skrifaði undir samning við
Fram í gærkvöldi en DV greindi frá því á dögunum að hann væri á leiö
á ný í Safamýrarliöið.
Baldur tók sér frí frá knattspymunni síöastliðið sumar en hann lék
með Stjömunni í fyrra og átti mjög gott keppnistímabil. Baldur er ekki
ókunnugur Fram og Ásgeiri Elíassyni, þjálfara liösins, því hann lék í tvö
ár, 1990 og 1991, með liðinu undir hans stjóm. -GH