Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1997, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1997 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1997 íþróttir Wenta með Þjóðverjum Bogdan Wenta frá Póllandi, einn besti handboltamaður heims um langt árabil, er orðinn þýskur ríkisborgari. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Þýska- land á fóstudagskvöldið þegar liðið burstaði Noreg, 24-14, í undankeppni EM. Þar skoraði hann 4 mörk og í gær bætti hann um betur með því að skora 8 mörk í seinni leik liðanna. Þjóð- verjar unnu þá Norðmenn í Osló, 23-18. Wenta er orðinn 36 ára gamall og á að baki 180 landsleiki fyrir Pólland. Þjóðverjar hafa samt greinilega not fyrir þennan snjalla leikmann sem spilar með Nettelstedt. -VS Norska sam- bandið í vanda Norska handknattleikssam- bandið er komið í bullandi fjár- hagsvandræði. Skuldir þess nema nú um 60-80 milljónum ís- lenskra króna og mikill sam- dráttur í starfseminni blasir við. Skafmiðahappdrætti hefur verið helsta tekjulind sambands- ins síðustu árin. Það gaf um 190 milljónir króna í hagnað árið 1996, en á þessu ári er happ- drættiö hins vegar rekið með 130-140 milljóna króna tapi. -VS Norskur sigur á 5 landa-mótinu Norska kvennalandsliðið í handknattleik hélt uppi heiöri Norðmanna á handboltasviðinu, ekki í fyrsta skipti, þegar það tryggði sér í gær sigur á fimm landa-mótinu sem lauk í Noregi í gær. I síðustu umferðinni gerðu Norðmenn og Þjóðverjar jafn- teíli, 23-23, og hlutu bæði 7 stig en norsku stúlkurnar voru með bestu markatöluna. Rúmenar urðu í þriðja sætinu með 4 stig, Rússar 2 og Svíar ráku lestina með ekkert stig. -GH Leikirnir við Júgóslava ísland og Júgóslavía mætast í lokaumferðum Evrópukeppninn- ar en þar ræðst endanlega hvaða tvö lið úr riðlinum komast í lokakeppnina á Ítalíu. Leikið verður hér á landi 27. nóvember en í Júgóslavíu 30. nóvember. Á sama tima eigast við lið Sviss og Litháen. -VS Island (13) 25 Utháen (9) 18 1-0, 3-0, 4-3, 6-3, 8-5,10-6,12-8, (13-9). 13-10, 15-10, 17-10, 18-12, 18-15, 19-16, 21-16, 21-17, 23-17, 23-18, 25-18. Mörk Islands: Patrekur Jóhann- esson 6, Valdimar Grímsson 6/1, Ró- bert Julian Duranona 5, Ólafur Stef- ánsson 4, Róbert Sighvatsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Björgvin Þór Björgvinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 20/1. Mörk Litháens: Julius Marcin- kevicius 6, Gediminas Bucys 3/1, Giedrius Gemiaauskas 2, Andrius Stelamokas 2, Dalius Rasikevcius 1, Gintaras Vilaniskis 1, Robertas Pauzuolis 1, Gintas Giedrius 1. Varin skot: Arunas Vaskevicius 14. Brottvísanir: ísland 8 mín, Lit- háen 4 mín. Dómarar: Hakanson og Nilson frá Svíþjóö. Góðir lengstun og svoliítiö hliðhollir íslendingum undir lokin. Áhorfendur: 2500. Maður leiksins: Bergsveinn Bergsveinson. Frammistaöa hans átti stærstan þátt í sigri íslend- inga. 25, Iþróttir „Við felldum þá á eigin bragði" - sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari EVRÓPUKEPPNI 1. riðill: Rúmenia-Portúgal ..........30-26 Licu 8, Besta 7, Raduta 6 - Cruz 5, Filipe 4, Martins 4. Makedónía-Króatía .........31-29 Markovski 7 - Cavar 10. Portúgal-Rúmenía ..........20-24 Króatía-Makedónía .........37-27 Króatía 4 3 0 1 120-101 6 Rúmenia 4 2 0 2 97-100 4 Makedónía 4 2 0 2 121-127 4 Portúgal 4 1 0 3 107-117 2 2. riðill: Ísland-Litháen.............25-18 Júgóslavía-Sviss...........36-22 Júgóslavía 4 2 2 0 113-93 6 ísland 4 2 1 1 110-104 5 Litháen 4 1 1 2 98-108 3 Sviss 4 0 2 2 99-115 2 3. riðill: Frakkland-Slóvenia.........26-24 Tékkland-ísrael............24-23 Frakkland 4 4 0 0 110-85 8 Tékkland 4 2 1 1 102-98 5 Slóvenía 4103 98-107 2 ísrael 4013 85-105 1 4. riðill: Þýskaland-Noregur ........24-14 Stephan 5, Wenta 4, Schwalb 3, Schwarzer 3 - Noregur-Þýskaland ........18-23 Vatne 6, Oustorp 3, Kjendalen 3 - Wenta 8, Kretschmar 4, Schwarzer 4. Spánn-Slóvakia ............33-23 Spánn 4 2 1 1 107-89 5 Þýskaland 4 2 1 1 86-80 5 Slóvakía 4 2 0 2 105-115 4 Noregur 4 1 0 3 88-102 2 5. riðill: Ungverjaland-Danmörk . . . 22-17 Eles 9, Pasztor 5, Sotonyi 4 - Nikolgj Jacobsen 4, Klaus Bruun Jörgensen 3. Svíþjóð-Pólland.............26-21 Frándesjö 9, Lövgren 5, Wislander 4, Olsson 4 - Nowakowski 5, Orzlowski 4, Jurasik 4, Gowin 4. Ungverjal. 4 3 1 0 96-83 7 Svíþjóð 4301 101-88 6 Danmörk 4 1 1 2 85-92 3 Pólland 4 0 0 3 86-105 0 Christian Hjermind, einn besti leikmaður Dana, meiddist á æfmgu nokkrum timum fyrir leikinn í Ungverjalandi og lék ekki með. Inaki Urdangarin lék sinn fyrsta landsleik með Spáni eftir að hann giftist Kristinu Spánarprinsessu í haust. Hann skoraði 5 mörk gegn Slóvakíu. Frakkar og Ungverjar tryggðu sér um helgina sæti í lokakeppninni á Italíu. -VS Hvernig fannst Kristjáni Arasyni leikur íslenska liðsins? Mjög heilsteypt - frábær árangur að vinna Litháa með sjö mörkum Kristján Arason, margreyndur landsliðsmaður og þjálfari toppliðs FH í 1. deildinni, var að sjálfsögðu á meöal áhorfenda í Kaplakrika í gær. DV náði tali af Kristjáni skömmu eftir að sænsku dómar- amir höfðu flautað leikinn af og báðu hann að gera leikinn upp. „Mér fannst íslenska liðið spila þennan leik virkilega vel. 3:3 vörn- in var geysilega sterk og hún virt- ist koma Litháunum mikið á óvart. Fyrir vikið áttu Litháarnir í erfið- leikum með að spila sig fría fram- an af leik. Svona vörn kostar mikla vinnu og krefst mikils úthalds og Þorbjörn breytti henni á hárréttum tíma í 6:0 þegar um 15 mínútur voru eftir. Bergsveinn var virki- lega góður í markinu en það hjálp- aði honum mikið að skyttur Lihá- anna höfðu ekki mikinn tíma. Það var því fyrst og fremst vörnin og markvarslan sem skópu þennan frábæra sigur.“ - Hvað með sóknarleikinn? „Sóknin átti stundum í erfiðleik- um en menn voru að spila vel til skiptis. Patrekur skoraði mikilvæg mörk í seinni hálfleik, Ólafur lék mjög vel í fyiTÍ hálfleik, spiiaði leikmenn upp og skapaði færi, Duranona átti góðan kafla i fyrri hálfleik og skoraði þá mjög góð mörk. Þá átti Valdimar Grímsson mjög góða innkomu og nýtti færi sín vel. Róbert Sighvatsson er að veröa gífurlega sterkur á línunni. Hann var sívinnandi í blokkering- um og spilaöi sig í færi. í heildina séð var þetta mjög heilsteyptur leikur hjá íslenska liðinu í vörn sem sókn. Að vinna 7 marka sigur gegn þessu sterka liði Litháa er frábær árangur. Við fengum að vísu að brjóta nokkuð mikið á þeim og dómararnir leyfðu þeim það. Þess vegna gekk það upp að leika þessa 3:3 vöm.“ - Er ekki útlitið bjart eftir þennan sigur? „Þetta lítur miklu betur út núna eftir þennan góða sigur en viö þurf- um samt að vinna sigur á Júgóslöv- um. Litháarnir era sterkir og hafa alla burði til að vinna Sviss tvíveg- is svo við megum hvergi slaka á.“ - Þarf að breyta íslenska lið- inu fyrir leikina gegn Júgó- slavíu? „Eins og liðið var í þessum leik sé ég ekki neina ástæðu til þess að breyta því, alla vega ekki í þessum aðalstöðum ef hægt er að tala um þær. Þessi leikur var einn besti leikur landsliðsins í langan tíma og við þurfum leik eins og þennan tii þess að leggja Júgóslavana að velli,“ sagði Kristján að lokum. -GH Allt annað var að sjá til íslenska lands- liðsins í handknattleik þegar að það mætti Litháum í síðari leik þjóðanna í riðla- keppni Evrópumótsins í Kaplakrikanum í gærkvöldi. Það vora þrír þættir sem lögðu grunninn að þessum sigri, markvarsla Bergsveins, vamarleikurinn og síðast en ekki sist stuðningur áhorfenda. 2500 áhorf- endur troðfylltu Krikann og minnti stuðn- ingur þeirra óneitanlega á gömlu góðu dag- ana þegar Höllin var alltaf full. Með sigrinum vænkaðist hagur Islend- inga að nýju í riðlinum og liðið gulltryggir sig í úrslitakeppni mótsins með sigri á Júgóslövum í Reykjavík í lok þessa mánað- ar. íslenska liðið hafði tögl og hagldir í Krikanum í gærkvöldi. Litháar vora samt aldrei langt undan en mestur var munur- inn sjö mörk í byrjun síðari hálfleiks og munurinn var sá sami þegar upp var stað- ið, 25-18. Bergsveinn Bergsveinsson gaf tóninn strax í byrjun en hann var eldheit- ur i markinu allan tímann. Vömin var geysisterk ef undan er skilinn smákafli í síðari hálfleik. Sóknin var nokkuð beitt en þó aldrei beittari en í lokakafla leiksins. Litháar gripu til örþrifaráða þegar liða tók á leikinn, léku þá maður á mann en allt kom fyrir ekki. íslendingar bættu við jafnt og þétt og uppskára sjö marka sigur. ísland er sigurvegari tveggja viðureigna gegn Lit- háum vegna hagstæðra markahlutfalls. Með sama vamarleik gegn Litháum í Kaunas hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Vörnin var þar liðinu að falli. Það er hægt að hrósa liðinu fyrir margra hluta sakir. Þorbimi Jenssyni tókst að berja vömina í hausinn á strákunum. Þeg- ar hún er í lagi hrekkur markvarslan í gang og það gerði hún með eftirminnileg- um hætti í gærkvöldi. Bergsveinn Bergsveinsson átti stórleik, varði á stundum stórkostlega á mikilvæg- um augnablikum. Valdimar Grímsson, sem ekki átti heimangengt i fyrri leiknum, var gífurlega drjúgur og þá alveg sérstaklega á lokakaflanum. Patrekur Jóhannesson óx ásmegin eftir því sem á leikinn leið og skoraði nokkur dýrmæt mörk úr erfiðum færum á lokakaflanum. Julian Robert Duranona var sterkur í fyrri hálfleik en var ekki eins áberandi í síðari hálfleik. Lit- háar gættu hans þá mjög vel. Geir Sveins- son lék að mestu í vöminni og skilaði þar sínu hlutverki með sóma, mun betur en í fyrri leiknum. Róbert Sighvatsson kom inn á línuna í sóknarleiknum og komst ágæt- lega frá sínu þótt nýting hans hefði mátt vera betri. Það hentar íslenska liðinu illa að leika gegn vörn eins og Litháar beita. Framundan er gríðarlega mikilvægur leik- ur gegn Júgóslövum sem era með bestu stöðuna í riðlinum eftir stórsigur á Sviss um helgina. íslenskir áhorfendur hlýddu kallinu í gærkvöldi og skiluðu hlutverki sínu með sóma. Það er vonandi að þeir geri það einnig í næsta leik. -JKS „Gamla góða baráttan skóp þennan sigur „Það er engin spuming að það var gamla góða baráttan í vörninni sem skóp þennan sigur og markvarslan var frábær. Beggi gaf okkur tóninn með frábærri byrjun sem skiptir miklu máli í svona leik. Við vorum hins vegar kannski að gera full mikið af feilum í sókninni, nýta illa færin og láta markvörö þeirra verja full mikið hjá okkur. En við gátum leyft okkur það með því að vera að spila svona góða vöm,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, við DV eftir leikinn í Krikanum í gær. „Það má eiginlega segja að við höfum spilað þeirra vörn í þessum leik sem eflaust hefur komið þeim á óvart. Við tókum þá ákvörðun að spila þetta nánast maður á mann og það gekk vel upp enda stuðningur áhorfenda hér í kvöld alveg frábær og það munar mikið um slíka aðstoð," sagði Geir Sveinsson. -ÖB „Eins og í gamla daga“ „Vörnin small saman og þá kemur markvarslan um leið. Það var mjög gott að ná að byrja svona vel og stemningin í húsinu var frábær. Þetta var bara eins og í gamla daga með FH í úrslita- keppninni gegn Selfyssingum," sagði Bergsveinn Bergsveinsson markvöröur en hann átti stórleik í markinu í gær og kunni greinilega vel við sig á sínum gamla heimavelli. „Þeir eru með miklar skyttur sem oft er erfitt að eiga við en strákamir tóku þá hreinlega í nefíð í kvöld og það var alveg meiriháttar gaman að spila þennan leik.“ -ÖB léttist nokkuð „Já, það er alveg öraggt að brúnin léttist nokkuð hafi hún verið farin að síga eftir leikinn gegn Litháum úti. Þetta var alveg meiriháttar leikur og góður baráttusigur. Þegar liðið spilar svona eru ekki mörg liö sem standast þeim snúning, vörnin var frábær og allir skiluðu sínu með sóma. Þaö er búið að taka Höllina frá fyrir leikinn gegn Júgóslövum en það á svo bara eftir að ræða það við þjálfarann hvort hann vilji kannski spila frekar aftur hér i Krikanum. Ég er bjartsýnn fyrir leikina gegn Júgóslavíu. Ég er í rauninni alltaf bjartsýnn þegar íslenska liðið er annars vegar,“ sagði Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ. -ÖB Patrekur Jóhannesson lyftir sér og skorar eitt sex marka sinna gegn Litháen í Kaplakrika í gærkvöld. Róbert Sighvatsson er viö öllu búinn á línunni. Á litlu myndinni fagna Patrekur, Ólafur Stefánsson og mikilvægum áfanga í Evrópukeppninni. Eftir þennan sigur er staöan sú aö meö því að ná í tvö stig úr tveimur leikjum viö Júgóslava um næstu mánaöamót tryggir íslenska liöiö sér sæti í lokakeppninni á Ítalíu næsta vor. DV-myndir Brynjar Gauti „Það er rétt að ég ætlaði að fella þá á eigin bragði. Ég hugsaði þetta þannig að þeir kæmu til með að reikna með því að við myndum spila 5+1 á sexuna hjá þeim sem var okkur erfiður úti en við höfum oft verið að spila þessa vöm vel og tók- um hana vel í gegn á æfmgum nú fyrir þennan leik. Ég var hins vegar dálítið smeykur um að við myndum ekki ná að halda þessa vöm út allan leikinn og því bökkuðum við dálítið í lokin,“ sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari, hress í bragði eftir leikinn gegn Litháum í Kaplakrika í gærkvöldi enda öruggur og mikil- vægur sigur íslenska liðsins í höfn. „Þegar maður er að eiga við þjálf- arana í þessari baráttu er maður oft að hugsa um hvað hann muni koma til með að gera og ég svona ímynd- aði mér það að þeir mynda kannski koma út og taka tvo eða jafnvel detta alveg til baka eins og þeir í rauninni gerðu í byrjun. Þegar fór svo að líða á kom hann með liðið að- eins framar á völlinn en þó aldrei eins framarlega og þeir gerðu úti. Vömin hjá okkur í þessum leik var hins vegar frábær enda erum við að fá á okkur 18 mörk í kvöld sem er heilum 14 mörkum færra en úti í Litháen. Grimmdin var til staö- ar og það er gott að láta þá finna fyr- ir sér strax í byrjun enda ætlaði ég svo sannarlega að láta Litháa muna eftir dvölinni á Islandi." „Það að Júgóslavar skuli vinna Svisslendinga með 14 marka mun kemur í sjálfu sér ekki mjög á óvart en ég hafði spáð þvi að þeir myndu sigra með svona átta mörkum. Svisslendingar hafa greinilega ekki þolað pressuna. Næsti leikur hjá okkur, heima gegn Júgóslövum, er algjör lykilleikur sem hreinlega verður að vinnast því riðillinn er galopinn og öll liðin geta séð mögu- leika í stöðunni," sagði Þorbjörn í lokin. -ÖB - eftir góðan sigur íslands á Litháen í Kaplakrika í gærkvöld, 25-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.