Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1997, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1997
Sportkorn íþróttir
DV
í boði Vals
íslandsmeistarar ÍBV í knatt-
spyrnu fóru,
flestir hverjir,
i skemmtiferð
til Portúgals að
loknu vel
heppnuðu
tímabili. Þeir
fjármögnuðu
ferðina með
„Lengjupening-
unum“ sínum
en þeir fengu
alls 400 þúsund krónur frá þvi
ágæta fyrirtæki fyrir þrennur eða
fernur einstakra leikmanna. Þeir
borðuðu oft á veitingastöðum eins
og gengur og gerist i svona ferðum.
Áður en þeir settust að snæðingi
stóð jafnan einn leikmanna upp og
bauð hinum að gjöra svo vel, „i boði
Vals“. Eyjamenn fengu nefnilega 75
prósent af greiðslunum fyrir að
skora mörk gegn Val.
Jóakim, Gump
og undir sig
Svo haldið sé áfram með Eyja-
menn, þá hafa
nokkrir þeirra
verið upp-
nefndir, að
hætti heima-
manna. Allt á
jákvæðu nót-
unum að sjálf-
sögðu. Jóhann-
es Ólafsson,
formaður
knattspymu-
deildarinnar, hefur verið kallaður
Jóakim aðalönd, enda situr hann á
öllum tekjunum sem ÍBV hefur
fengið út úr sumrinu. Steingrímur
Jóhannesson, sóknarmaðurinn eld-
fljóti, er kailaður Forrest Gump,
vegna þess að hann getur ekki hætt
að hlaupa, rétt eins og sú fræga
kvikmyndapersóna. Þá hefur Gunn-
ar Sigurðsson markvörður fengið
sína sneið fyrir tvö frekar klaufaleg
mörk sem hann fékk á sig. Hann er
ekki lengur kallaður „Gunni Sig“
heldur „Gunni undir sig.“
Leiðinlegt að gefa
niður á Gumma
tórskemmtilegri
bók sem Guð-
jón Ingi Eiríks-
son og Jón
Hjaltason hafa
sent frá sér,
Hverjir eru
bestir?, og er
stútfull af gam-
ansögum af ís-
lenskum
iþróttamönn-
um. Þar segja frá kappar á borð við
Sigurð Sveinsson, Þorbjöm Jensson
og Loga Ólafsson, svo einhverjir séu
nefndir. Þorbjöm segir meðal ann-
ars frá „krísufundi" hjá Bogdan
landsliðsþjálfara. Þar áttu menn
erfitt með að tjá sig til að byrja með
en að lokum hrekkur upp úr Alfreð
Gíslasyni:
„Ég vil fá annan homamann í
vinstra homið."
Guðmundur Guðmundsson, góð-
vinur Alfreðs, hafði spilað í þeirri
stöðu og því skildi enginn hvað Alli
var að fara, þangað til hann bætti við:
„Það er orðið svo leiðinlegt að
gefa niður á Gumma. Hann er svo
lítill."
Eftir þetta gátu allir tjáð sig.
Bogdan í bygg-
ingarvinnu
Þá eru margar sögur af Bogdan
sjálfum, meðal
annars af þvi
þegar Steinar
Birgisson,
landsliðsmaöur
úr Víkingi, tók
hann i bygging-
arvinnu. Þar
segir þannig
frá:
Mætir karl-
inn svo gal-
vaskur í vinnuna til Steinars, fær
þar hamar að vopni og beiðni um að
naglhreinsa nokkra spýtur. Heldur
vinnuveitandinn síðan til annarra
verka. Eftir nokkra stund er Stein-
ari litið í áttina til Bogdans og sér
þá aö karlinn hefur ekki snert á
einni einustu spýtu. Gengur hann
því til landsliðsþjálfarans og spyr
hann hvort eitthvað sé að. Leit
Bogdan þá vandræðalega framan í
Steinar og svaraði:
„Þú sagðir mér aldrei hvernig
hamarinn ætti að snúa!“
Umsjón: Víðir Sigurðsson
Víkjum þá að
Hveijir mi BESTIR?
Landsglíman:
Ingibergur
langbestur
Ingibergur Sigurðsson, glimu-
kóngur úr Ármanni, sigraði í
annarri landsglímu Glimusam-
bands íslands sem háð var að Laug-
arvatni um helgina. Tólf keppendur
mættu til leiks í opnum flokki karla
sem er mesta þátttaka í langan
tíma. Keppendurnir komu frá fimm
félögum, HSK, Ármanni, Víkverja,
KR og HSÞ og ljóst má vera að
glímuíþróttin er á uppleið.
Ingibergur glímdi áberandi best
allra og hlaut niu og hálfan vinning
af 10 mögulegum.
Helgi Kjartansson úr HSK hafn-
aði i öðru sæti með 8 vinninga en
hann hafði betur í úrslitaglímu
gegn félaga sínum úr HSK, Ólafi
Sigurðssyni sem einnig hlaut 8
vinninga.
Eftir tvær landsglímur er Helgi
Kjartansson efstur með 11 stig, Ingi-
bergur er með 9 stig og Jón Birgir
Valsson úr KR með 7 stig.
í kvennaflokki mættu sex konur
til leiks. Inga Gerða Pétursdóttir úr
HSÞ sigraði en hún hlaut 4 vmn-
inga af 5 mögulegum. í öðru sæti
var Magnea Svavarsdóttir úr HSK
Einar með 3ja ára
samning við KR
Einar Þór Danielsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára
samning við KR-inga. Þetta er stórt skref fyrir
KR-inga sem hafa misst marga sterka leikmenn
og Einar hafði líka veriö orðaður við brottfor,
t.d. til Eyja.
Talsverðar líkur eru á því aö Einar verði
leigður til gríska 1. deildarliðsins OFI frá Krít,
frá áramótum til vors, og einnig kemur til
greina að hann spili í Þýskalandi eftir áramótin.
Það á þó eftir að skýrast nánar. -VS
en þær stöllur eru efstar og jafnar
að stigum eftir tvö mót með 11 stig.
í unglingaflokki sigraði Ólafur
Kristjánsson, HSÞ, Pétur Eyþórs-
son, Víkverja, varð annar og Stefán
Geirsson, HSK, hafnaði í þriðja
sæti. -GH
Ingibergur Sigurösson sigraöi og er
nú annar í landsglímunni eftir tvö
fyrstu mótin.
Andri leikur með Zwickau
Andri Sigþórsson, sóknarmaður-
inn snjalli úr KR, mun leika með
þýska 2. deildarliðinu Zwickau í
vetur. Eins og DV greindi frá fyrir
þelgina var Andra boðiö aö koma út
til æfinga með liðinu og kom hann
heim á laugardaginn eftir nokkra
daga dvöl í Þýskalandi.
„Ég spilaði einn æfingaleik með
liðinu og gekk vel og í kjölfarið fékk
ég tilboð um að leika með liðinu í
vetur. Ég fer út í vikunni og reikna
fastlega með að spila gegn Leipzig
um næstu helgi. Samningurinn sem
ég geri er til vors og þá kem ég heim
og leik með KR. Ég er mjög ánægð-
ur aö fá tækifæri til að leika knatt-
spymu í vetur og ekki skemmir það
fyrir að það verður í Þýskalandi. 2.
deildin þama úti er mjög sterk,“
sagði Andri í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Zwickau er neðst í 2. deildinni en
Andri segir að það standi til að
styrkja liðið með nokkmm leik-
mönnum. -GH
Blancfl í poka
Auöun Helgason og félagar hans í
Neuchatel Xamax sigruöu 3. deildar-
liðið Stade Nyonnais, 1-2, á útivelli í
3. umferð svissnesku bikarkeppninn-
ar í knattspymu í gærkvöldi.
Á formannafundi Sundsambands ís-
lands um helgina var skorað á borg-
arstjóm Reykjavíkur aö hefja strax
undirbúning fyrir byggingu 50 metra
innilaugar i Laugardalnum sem upp-
fyllir kröfur um alþjóölegt sundmót.
Benfica undir stjóm Graeme Sou-
ness sigraði Rio Ave, 3-0, í 5. umferö
portúgölsku bikarkeppninnar I knatt-
spyrnu i gærkvöldi.
1. DEILD KARLA
Leiknir R.-Stjarnan......48-116
Guömundur Sigurjónsson 15, Jóhann-
es Helgason 12, Öm Amarson 9 -
Eyjólfur Jónsson 32, Matt Ladine 21,
Bjöm Leósson 14.
Snæfell-Höttur..............82-63
Clifton Bush 31, Birgir Mikaelsson 15,
Ágúst Jensson 9 - Sergeij Ivtchatov
27, Unnar Vilhjálmsson 9, Ingvar
Skúlason 9.
Stafholtstungur-Höttur . . . 70-68
Breiðablik-Hamar ...........69-79
Sigrióur Þorláksdóttir, knatt-
spyrnukona úr Stjömunni, leikur
meö Breiðabliki næsta sumar. Þó er
hætt við að Sigríður missi af hluta
undirbúningstímabilsins því hún er
ein fremsta skíðakona landsins og er
á leið á ólympíuleikana.
Breiðablik sigraöi Val, 3-1, í úrslita-
leik á hraðmóti FH í innanhúss-
knattspymu í gærkvöld. Átta liö tóku
þátt í mótinu.
Snæfell 5 5 0 414-292 10
Höttur 8 5 3 677-637 10
Stjaman 5 4 1 413-327 8
Þór Þ. 4 3 1 349-328 6
Breiðablik 4 2 2 331-320 4
Selfoss 4 2 2 321-325 4
ts 4 1 3 272-332 2
Hamar 4 1 3 346-365 2
Leiknir R. 6 1 5 391-522 2
Stafholtst. 6 1 5 445-511 2
Bestir á hestum
Uppskeruhátíö hestamanna var haldin um helgina. Sigurbjörn Báröarson
var valinn knapi ársins af samtökum hestafréttamanna fyrir frábæran árang-
ur í hestaíþróttum síöastliöiö sumar er hann vann tvö gullverölaun á heims-
leikunum í Noregi og vann auk þess til verölauna á flestum þeim mótum sem
hann kom á.
Brynjar Vilmundarson var valinn ræktunarmaður ársins. Hann kennir hross
sín viö Fet í Rangárvallasýslu og hefur fjöldi hrossa frá honum veriö sýndur
á kynbótasýningum í sumar.
Hestaíþróttalandsliöiö og aöstandendur þess fengu viöurkenningu fyrir vel
unnin störf og Einar E. Gíslason, hrossaræktandi á Syöra-Sköröugili, var
heiöraöur fyrir ræktunarstörf undanfarinna ára.
Á myndinni eru Brynjar Vilmundarson og Sigurbjörn Bárðarson meö viöur-
kenningar sínar. DV-mynd E.J.
Þóröur Emil Ólafsson kylfingur
ársins í karlaflokki. DV-mynd S
Ólöf María Jónsdóttir kylfingur
ársins í kvennaflokki. DV-mynd S
Uppskeruhátíö kylfinga:
Frábært golfár
Þórður Emil Ólafsson og Ólöf
María Jónsdóttir eru kylfmgar árs-
ins í karla- og kvennaflokki en þessi
útnefning var kunngjörð í hófi sem
golfsambandið stóð fyrir í Grafar-
holtinu um helgina. Björgvin Sigur-
bergsson og Ólöf María Jónsdóttir
urðu stigameistarar íslenku
mótaraðanna. Björgvin var enn
fremur með lægsta skorið á tímabil-
inu. Ómar Halldórsson var kosinn
efnilegasti kylfingurinn. Ragnar
Ólafsson landsliðseinvaldur sagði
við þetta tækifæri að nýafstaðið
tímabil hefði verið eitt það besta í
sögu kylfinga hér á landi. „Þrátt fyr-
ir óhagstætt tíðarfar voru kylfingar
að leika ótrúlega gott golf og það er
bara vonandi að haldið verði áfram
á sömu braut á næsta tímabili. Ár-
angurinn á Evrópumótinu á írlandi
var frábær og í dag er ísland átt-
unda besta þjóð áhugamanna í Evr-
ópu,” sagði Ragnar Ólafsson. Hann-
es Guðmundsson, formaður GSÍ,
sagði að árangur landsliðsins á ír-
Páll í Leiftur
Knattspyrnudeild Leifturs
gerði fyrir helgina tveggja ára
samning við Pál V. Gíslason,
sem undanfarin ár hefur spilað
með Þór á Akureyri. Páll, sem er
27 ára, er geysisterkur miðju-
maður og því mikill fengur fyrir
Leiftur.
Annar Þórsari, Ámi Þór Áma-
son, hefur einnig verið orðaður
við Leiftur en ekki hefur verið
samið enn þá. Þau mál skýrast á
næstu dögum, að sögn Þorsteins
Þorvaldssonar, formanns knatt-
spymudeildar. -HJ
lcmdi sl. sumar hefði vakið verð-
skulduga athygli á meðal framá-
manna golfsins í Evrópu. „Landslið-
ið var að leika frábært golf við erf-
iðar aðstæður. Nú verður að fylgja
þessum árangri eftir með því að æfa
vel. Kylfingar léku einnig vel á mót-
um hér heima í sumar og þetta
tímabil er fyrir margra hluta sakir
minnisstætt í huga kylfmga," sagöi
Hannes Guðmundsson.
-JKS
Björgvin Sigurbergsson var meö
lægsta skoriö á tímabilinu.
Hans og félag-
ar unnu sögu-
legan sigur
Hans Guðmundsson og félagar
í B71 urðu í gær fyrsta færeyska
handknattleiksliðið til að sigra
meistarana, Vestmanna, í þrjú
ár. B71 sigraði, 31-28, og liðin
em nú jöfn og efst í færeysku 1.
deildinni. Hans er þjálfari og
leikmaður B71 og skoraði 5 mörk
í leiknum. Lið Vestmanna þykir
sterkt og vann t.d. Dinamo Búka-
rest í Evrópuleik í haust.
-VS