Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Side 2
i6 Hk'ikmyndir Ást í skugga ofbeldis ★★★ Carlos Saura og Petro Almodóvar eru þeir leikstjórar spænskir sem hafa átt greiðustu leið með myndir sínar á heimsmarkaðinn. Almodóvar hefur verið meira áberandi undanfarin ár, en Saura hefur ekki síð- ur verið að gera at- hyglisverðar myndir sem minna hefur far- ið fyrir. Taxi er inni- haldsrík kvikmynd sem er snilldarlega kvikmynduð af ítalska meistaranum Vittorio Storaro. I myndinni takast kynslóðir á um hvað sé rétt og hvað sé rangt og í Taxi sjáum við þjóðerniskennd í sinni verstu mynd. Stutt er i fasismann sem Spánverjar urðu að húa við í áratugi og satt best að segja er í einni persónunni, Calero, leifarnar af lögregluríkinu. Taxi er séð með augum ungrar stúlku, Paz, sem feOur á prófi í há- skóla. í kjölfarið segir hún kærastanum upp og lætur snoðklippa sig, fóð- ur hennar, leigubílstjóranum Valesco, til mikillar reiði. Hann ákveður að hún skuli verða leigubílstjóri, að láta hana keyra á móti sér. Þessi ákvörðun hans fellur ekki vel í kramið hjá „Fjölskyldunni", hópi leigu- bílstjóra sem stunda þá iðju í skjóli nætur að losa þjóðfélagið við það sem þeir kalla aðskotadýr. í þeim hópi eru litaðir innflytjendur, eitur- lyQaneytendur og samkynhneigðir. Þeir hafa ástæðu til að halda að Paz sjái ekki lífið í Madrid með sömu augum og þeir og hafa þar rétt fyrir sér. Paz er haldin rikri réttlætiskennd sem er á skjön við hugmyndir „Fjölskyldunnar". Paz kynnist og verður ástfangin af gömlum æskuvini, Dani, en móðir hans er ein úr „Fjölskyldunni". Ást hennar er endurgold- in og er ekki annað að sjá en þau séu sköpuð hvort fyrir annað. „Fjöl- skyldan" er á móti þessu sambandi þar sem Dani er ætlað mikið verk við að losna við óæskilegt fólk og er hann móttækilegur fyrir þeim skoð- unum sem þrýst er upp á hann. Taxi er sterk þjóðfélagsádeila og eins konar uppgjör við fasismann á Spáni. Carlos Saura hefur í myndum sínum oftar en ekki fært dramat- ískan söguþráð í listrænan búning og gerir það hér. Mótvægið við fasis- mann er Paz, sem Ingrid Rubio leikur af mikilli innlifun og næmi fyrir persónunni, innileg ást hennar og Dani er feguröin í myndinni en dæmd til að misheppnast nema miklu verði fómað á móti. Taxi er gefandi mynd þar sem kafað er djúpt í mannlegar tilfmning- ar, raunsæ og áhrifarík mynd sem skilur mikið eftir sig. Taxi: Leikstjóri: Carlos Saura. Handrit: Santiago Taberno. Kvikmyndataka: Vittorio Storaro. Aðalleikarar: Ingrid Rubio og Carlos Fuentes. Hilmar Karlsson Regnboginn - A Life Less Ordinary: Englar, en engin eiturlyf ★★i Það þurfti engan að undra að vinsæld- ir þríeykisins Danny Boyle (leikstjórn), Andrew Macdonald (framleiðandi) og John Hodge (handrit) myndu á endanum valda fráhvarfsein- kehnum. Það sama gerðist með Tar- antino og Fincher og á eftir að koma fyrir fleiri. Ferð þeirra fé- laga til Hollywood olli heilmiklum um- ræðum og dómsdags- spám og afraksturs- ins þaðan hefur verið beðið með eftirvænt- ingu blandaðri dálítilli illkvittni. Líklegast er ég því að falla í klassíska gagnrýnendagildru þegar ég lýsi yfir nokkram vonbrigðum með A Life Less Ordinary. Myndin segir frá verkefni tveggja engla til að endurreisa sanna ást á jörðu (eða allavega Bandaríkjunum). Veröandi elskendurnir tveir eru eins ólíkir og hægt er; ríka og spillta stúlkan Celine (Cameron Diaz) og blanki draumóra- maðurinn Robert (Ewan McGregor) eru bókstaflega sitt i hvoram enda þjóðfélagssfigans; hann niðri í kjallara að skúra (og meira að segja rek- inn þaðan) og hún uppi á efstu hæð á skrifstofu pabba, sem á fyrirtæk- ið. Robert rænir Celine í misheppnuðu reiði- og hefndarkasti og eru ör- lög þeirra tveggja þar með væntanlega ráðin. Fyrri hlutinn er bráðskemmtilegur, ekki sist vegna hinna stórfurðu- legu engla, sem, blankir og pirraðir á jarðlífinu, beita hinum ýmsu ráð- um til að komá parinu saman, m.a. ráða þau sig sem leigumorðingja hjá pabbamun og skrifa blautlegt ástarljóð. En svo fer að halla undan fæti og það er eins og botninn detti úr öllu saman. Handritiö rennur út í sandinn og skringileikinn í samskiptum manna, kvenna og engla verður of ýktur og uppskrúfaöur til að vera sjarmerandi. Mannránsplottið er þunnt tO að byrja með, en með góðmn töktum - og góðu handriti - í fyrri hlutanum tekst McGregor og Diaz að halda því á flugi (þó það hljóti að vera ákaf- lega ólíklegt að nokkur kona geti fallið fyrir manni með svona hallæris- lega klippingu), en svo var eins og hugmyndaflugið entist ekki alla leið. Leikstjórn: Danny Boyle. Handrit: John Hodge. Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Cameron Diaz, Holly Huntér, Delroy Lindo, Dan Hedaya, lan R°lm- Úlfhildur Dagsdóttir FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Er vinsæli kennarinn jafnundrandi og unnusta Howards en brúkaupið stóð fyrir dyrum. En það er ekki aðeins í Greenleaf sem uppi verður fótur og fit. Nú telja fréttahaukar sjónvarpsstöðvanna víst sé að Howard sé fyrrum elskhugi Hollywoods- tjömunnar og í far arbroddi þeirra Peter Malloy sem er ákveðinn í að komast til botns í mál- andi. Þá má nefna Debbie Reynolds, Wilford Brimley og Bob homm? Newhart, allt þekktir að mu og fer með töku- æ Sam-bíóin í Álfabakka og Stjörnu- bíó frumsýna í dag gamanmyndina Á báðum áttum (In & Out), kvikmynd sem hefur verið vinsæl i Bandaríkj- unum í vetur. í myndinni leikur Kevin Kline kennarann Howard Brackett sem heldur betur fær að kenna á almenningsálitinu. Allt byrj- ar þetta þegar fyrrverandi nemanda hans, sem orðinn er stórstjarna í Hollywood, verður það á í ræðu við afhendingu óskarsverðlaunanna að efast um kynferði hans. Eins og nærri má geta verður allt vitlaust í smá- bænum Greenleaf þar sem Howard er vinsæll kennari og víst er að allur bærinn hefur fylgst með sjónvarpsút- sendingunni. Nemendur hans verða jafnundrandi og aðrir og fara strax að rifja upp framferði hans. Jú, hann er mikið fyrir ljóð og Shakespeare og er grunsamlega hrifmn af Barbra Streisand, allt gæti þetta bent til þess að hann sé hommi. Enginn verður þó Kevin Kline leikur kennarann Howard Brackett sem fær óvænt vandamál til að glíma við. Vandamálin rædd. Debbie Reynolds, Joan Cusack og Kevin Kline í hlut- verkum sín- um. lið til bæjarins. Auk Kevins Kline leika stór hlutverk í myndinni Tom Sel- kleck, sem leikur sjónvarpsfrétta- manninn, hann er ekki allur þar sem hann er séður, eins og fram kemur, Joan Cusack leikur kærustuna, sem Howard hefur verið með í ein þrjú ár, og Matt Dillon leikur nemandann fyrrver- leikarar sem bregður fyrir í minni hlutverkum í myndinni. Allt frá því Kevin Kline lék í sinni fyrstu kvikmynd, Sophie’s Choice, þar sem hann lék á móti Meryl Stre- ep, hefur hann verið eftirsóttur. í fyrstu var hann mun meira í drama- tískum hlutverkum, hvort sem var í leikhúsi eða kvikmyndum, en frammistaða hans í A Fish Called Wanda, sem færði honum óskarsverð- laun, sýndi að hann hefur einnig mikla hæfileika sem gamanleikari og er í fremstu röð sem slíkur í Holly- wood. -HK Frank Oz ásamt Tom Selleck við tökur á In & Out. Frank Oz Leikstjóri In & Out er Frank Oz, fyrrum nánasti starfsmaður Jim Hensons, þar sem hann var meðal annars rödd Fozza björns og Svínku. Hann og Jim Henson kynntust þegar þeir voru báðir í menntaskóla árið 1963. Þegar Henson flutti til New York og hóf gerð brúðusmiðju sinnar fékk hann Oz til að koma og vera sér til aðstoðar og hélst samstarfið allt þar til Henson lést langt um aldur fram. Þegar Prúðu leikararnir færöu sig yfir í kvikmyndirnar hóf hann feril sem leikstjóri. Frank Oz hefur einnig leikið smá- hlutverk í kvikmyndum, má meðal annars sjá honum bregða fyrir í The Blues Brothers, An American Were- olf in London og Spies Like Us, sem allar voru leikstýrðar af John Landis. Þá má geta þess að Frank Oz var Yoda í Stjömustríðsmyndunum The Empire Strikes Bac og The Return of the Jedi, skapaði persónuna og var rödd hennar. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Frank Pz hefur leikstýrt: The Dark Crystal, 1983 The Muppets Takes Manhattan, 1984. Little, Shops of Horrors, 1986 Dirty Rotten Scoundrels, 1988 What About Bob? 1991 Housesitter, 1992 The Indian in the Cupboard, 1995 In & Out, 1997 -HK TOPP 2 0 í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 16. til 19. janúar Tekjur í mllljónum dollara og heildartekjur Titanic slær metin Hinar ótrúlegu vinsældir Titanic halda áfram aö koma sérfræöingum á óvart. Á aöeins 32 dögum er hún aö nálgast 250 milljóna dollara markiö og hefur engin kvikmynd ájafn skömmum tíma náö því. Því er nú spáö aö þegar upp veröi staðið þá muni Titanic hafa hal- aö inn í Bandaríkjunum þær 350 millj- ónir dollara sem þarf til aö endar nái saman og þá er allur heimurinn eftir. Hér á landi eins og annars staöar hefur veriö mikil aösókn aö Titanic. Fullt er nánast á allar kvöldsýningar og um síðustu helgi þurfti fólk frá aö hverfa ef þaö kom ekki á skikkanlegum tíma fýrir sýningu, slík var aö- sóknin. Stóru aösóknartölurnar um síöustu helgi skýrast af því aö frídagur var í Bandaríkjunum síöastliöinn mánudag og því er aösóknin miöuö viö fjóra daga I staö þriggja. Ný mynd er í þriöja sæti listans, sakamála- rpyndin Fallen meö Denzel Washington og John Goodman í aöalhlut- verkum. Rétt fyrir aftan er Hard Rain og þaö þótti merkilegast viö hana aö ein aöalstjarna myndarinnar, Christian Slater, þurfti aö fara í fang- elsi daginn eftirfrumsýningu. -HK Tekjur Heildartekjur Jack Nlcholson hefur fenglö mikiö lof fyrir lelk slnn í As Good as It Gets. 1. (1) Titanic 36.014 242.748 2. (2) Good Will Hunting 13.707 37.302 3. (-) Fallen 10.401 10.401 4. (3) As Good as It Gets 10.028 66.831 5. (-) Hard Rain 8.009 8.009 6. (-) Half Baked 7.722 7.722 7.(4) Wag the Dog 6.472 17.975 8. (5) Tomorrow Never Dles 6.336 111.815 9.(6) Mouse Hunt 5.490 52.033 ' 10.(10) Amistad 3.341 35.032 11. (-) Star Kid 2.958 3.033 12. (7) Firestorm 2.132 6.992 13. (8) Jackie Brown 1.981 36.609 14. (9) Scream 2 1.939 93.597 15. (-) Kundum 1.620 1.948 16. (13) The Boxer 1.440 3.920 17. (12) Flubber 1.225 87.190 18. (15) For Richer or Poorer 1.060 27.974 19. (-) The Full Monty 1.034 36.845 20. (17) Deconstruction Harry 0.961 8.043 rsr*3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.