Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Page 3
JLJV FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Jean-Pierre Jeunet Það vakti furðu margra þegar franska leikstjóranum Jean- Pierre Jeunet var fengið það verkefni að leikstýra Alien: Resurraction, en er þó skiljanlegt þegar hin frábæra kvikmynd hans The City of Lost Children er skoðuð en hún hefur mjög sterk myndrænt yfirbragð og sterk höfundareinkenni, mynd sem ekki gleymist fljótt vegna stíls. Myndsköpun skiptir miklu máli i Alien-myndunum og þann heim sem Jeunot skapaði í The City of Lost Children er auðvelt að færa yfir í framtíðina. Jeunot er þekkt- astur fyrir tvær kvikmyndir: Delicatessen og The City of Lost Children, báðar myndirnar hafa verið verðlaunaðar í bak og fyrir og fengið mikið hól fyrir sérstaka framsetningu efnis og myndstíl. Delicatessen, sem er svört kómedía um ástir og mannát, var fyrsta kvikmyndin sem Jeunot leikstýrði. Hann og nánasti sam- starfsmaður hans, Marc Caro, höfðu áður unnið saman að gerð stuttmynda, tónlistarmyndbanda og sjónvarpsauglýsinga í ein tíu ár á timabilinu 1980-1990 og þar sköp- uðu þeir þann stil sem síðan er orðið vörumerki þeirra. Jean-Pierre Jeunet býr í París. Hann byrjaði feril sinn í teikni- myndum og fékk ein mynda hans, Flóttinn, César- verð- launin árið 1981. í kjölfarið fylgdu fleiri stutt- myndir sem unnu til margra verð- launa og á síðasta áratug fóru stuttmyndir hans, hvort sem þær voru leiknar eða teiknaðar, á kvik- myndahátíðir um allan heim og höfðu alltaf erindi sem erfiði. -HK Fjórða Alien-myndin: Ripley klónuð og ævintýrið heldur áfram Ahen: Resurrection er flórða mynd- in í frægustu geimhrollvekjuseríu kvikmyndanna. Allt byrjaði þetta með Alien, sem Ridley Scott leikstýrði af mikilli snilld og tókst að breyta hugar- fari almennings gagnvart geimverum. Hann bjó tfl lifandi drápsvél sem gerði það að verkum að ungir menn með stjömur í augunum vegna dýrkunar á geimforum og þeim ævintýraheimi sem hafði verið sýndur í kvikmyndum komust snögglega niður á jörðina og blikið úr augum þeirra hvarf. James Cameron fylgdi í kjölfarið með hinn frábæm Aliens, þar sem það tókst sem yfirleitt tekst ekki; að gera ekki síðri framhaldsmynd, betri að margra áliti. Nokkur ár liðu þar til þriðja Alien- myndin, Alien3, leit dagsins ljós. Henni leikstýrði David Fincher, sem var að hefja feril sinn, og þótti hún standa fyr- irrennurunum tveimur langt að baki. Hefúr Fincher, sem síðan hefur gert Seven og The Game, viðurkennt að reynsluleysi hafi háð honum að mörgu leyti við gerð Alien3. Flestir héldu að með Alien3 væri búið að klára myndaflokkinn, enda að- alpersónan Ribley, sem Sigoumey Weaver hafði túlkað eftirminnilega í öllum myndunum, látin deyja drottni sínum, vitandi það að hún ber undir belti einn óskapnaðinn í viðbót. Ekki vom allir sáttir við þessi málalok og því var fljótlega eftir Ali- en3 farið að huga að framhaldi og fyrst hægt var að klóna kindina Dolly því ætti ekki að vera hægt að klóna Ripley tvö hundrað árum eftir að Alien3 er lát- in gerast? í Alien: Resurrect- ion er Sigoumey Weaver sem sagt mætt aftur í hlut- verk Ripleys og er vígalegri en nokkra sinni fyrr. Auk hennar leika í myndinni Winona Ryder, Ron Perlman, Dan Hedaya, J.E. Freeman, Brad Dourif og Michael Wincott. Handritshöfundur myndarinn- ar er Joss Whedon. Hann hafði verið mikill aðdáandi Alien-seríunnar og kom með hugmynd að framhaldi. Þeg- ar hugmynd hans var samþykkt beið hann ekki boðanna og byrjaði. Segfr hann það hafa hjálpað sér mikið hversu vel hann þekkti fyrri myndfrn- ar: „Það var fyrst og fremst tvennt sem þurfti að huga að; hvemig hægt væri að gera nýja Alien mynd sem væri ekki á skjön við fyrri myndirnar og svo stærsta vandamálið að ná Ripley aftur inn i söguna án þess að það væri of hallæris- legt.“ Það fór líka svo að þessi hluti handritsins var erfiðastur og má segja allt snúist um endur- komu Ripleys. Sigourney Weaver hefúr nú leikið í fjórum Alien-myndum og enginn er kominn til að segja að ekki verði fleiri myndir gerðar. Að vísu gekk Alien Resurrection ekkert allt of vel í Bandaríkj- unum en náði þó þokka- legri að- sókn og þegar upp er staðið verður ömgg- lega ekkert tap mynd- inni rándýr hafi ver- Sigourney Weaver leikur Ripley í fjórðu Alien- myndinni. ið. Samstarf Weaver og franska leik- stjórans Jean-Pierre Jeunet var með miklum ágætum og það skemmdi ekki fyrir að Weaver talar reiprennandi frönsku. Jeunet segir það hafa verið mikla upplifun að vinna með Weaver. „Ég hef lengi fylgst með ferli hennar og að vinna með henni var krefjandi en um leið skemmtilegt. Hún er mikil at- vinnumanneskja, veit nákvæmlega hvemig hún vill hafa hlutina en tekur um leið vel leiðbeiningum. Oft stóð ég eins og áhorfandi og fylgdist með henni leika og gat ekki annað en klappað þegar atriðinu lauk. Mitt starf var að stýra henni rétt áfram eins og ég sá myndina fyrir mér en ég lét hana um að ráð leiknum." Alien: Resurracton er frumsýnd í dag í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói á Akureyri. -HK Laugarásbíó/Háskólabíó - Alien: Resurrection ... Hefur sig upp yfir gallana Upprisa geimveru Gigers visar í þaö tvöfalda áfall sem hún varð fyrir í mynd Davids Finchers, þar sem hún annars vegar dó (í myndinni) og hins vegar féll (úti á markaðn- um). Það er ekki auðvelt að gefa einhvers kon- ar hlutlægt mat á nýjasta klónann i seríu sem þessari sem hefur verið einstök bæði að gæðum og áhrifamætti. Bæði er tilhneigingin sú að for- dæma allt sem ekki nær (næstum ómögulegri) fullkomnum fyrstu myndarinnar og á hinn bóg- inn slær sú mynd óhjákvæmilega ákveðnum ljóma á hvaða Alien-framleiðslu sem er og þannig er hætta á upphafningu á utanaðkom- andi forsendum. Alien: Resurrection gerist 200 árum eftir Alien 3. í stóra herskipi úti í geimi hefur Ripley verið klónuð og geimveradrottningin inni í henni um leið. Arftakar „Fyrirtækisins" úr fyrri þremur myndunum hafa sömu stefnuskrá og það; að nota geimverana í hemaðarlegum tilgangi og ala drottninguna upp til útungunar eggja og síðan - með hjálp nokkurra frosinna fómcirlamba - fullvaxinna geimvera. Ripley- klóninn liflr óvænt af brottnám drottningarinn- ar og fær að leika nokkuð lausum hala (!) í skip- inu, þrátt fyrir að ljóst sé að hún er ekki með öllu mennsk, heldur að hluta geimversk, eftir sambúðina með geimveragenum í tilraunaglös- um. Og síðan sleppa geimverumar „óvænt“ út úr geimveruheldum klefum vísindamannanna og upphefja sín klassísku vinnubrögð við fólks- fækkun og almennt niðurrif, á meðan drottn- ingin kemur sér fyrir á heitum stað og fjölgar sér. Ripley slæst í hóp með „sjóræningjum" þeim sem höfðu séð hernum fyrir frosnu fórn- arlömbunum og leggst á flótta um ganga og ranghala þá sem ævinlega eru ómissandi hluti af allri framtíðar- geimhönnun, með alla geimverusúp- una á eftir sér. Alien: Resurrect- ion er langt í frá gallalaus og kemur þar sérstaklega til illa hugsaður og klúðurslegur endir, en að mínu mati nær myndin að hefja sig upp yfir gallana. Fránski leikstjórinn Jean-Pi- erre Jeunet kemur inn í Alien-seríuna með sína einstöku sýn og tekst hér ákaflega vel upp í að gefa henni nýtt framhaldslíf. Hand- ritshöfundurinn Joss Whedon gerir líka góða hluti, en það er fyrst og fremst hinn myndræni samruni Borgar týndu barnanna og Alien sem gerir þessa mynd að sannri ánægju. Geimverurnar era glæsilegri en nokkru sinni (sérstaklega í sundatriðunum), persónur og leikendur eru hver öðrum skemmtilegri, en eins og alltaf er það Sigourney Weaver sjálf, drottning geimveranna, sem stendur upp úr og nýtur sín greinilega í sínu tvíræða og varhugaverða hlutverki. Myndin stendur og fellur með henni og hún hefur sjald- an verið betri en einmitt nú þegar samband hennar við geimverana hefur loksins verið op- inberað. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Handrit: Joss Whedon. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Winona Ryder, Dominique Pinon, Ron Perlman, Gary Dourdan, Michael Wincott, Dan Hedaya, geimverur. Úlfhildur Dagsdóttir kvikmyndir- Tomorrow Nc-ver Dies Bond þarf hér að fást viö athyglissjúkan fjölmiðlamógúl með hjálp kínverskrar súperpíu. Brosnan er snillingur í því að halda hárfínu jafnvægi milli sjálfsháðs og alvöru og það er að stórum hluta honum að þakka hve Tomorrow gengur vel upp, bæði sem grín og hágæðahasar. Myndin er ómissandi skemmtun I skammdeginu og Brosnan hér með yfirlýstur besti Bondinn.- úd L.A. Confidental ★★★★ Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar- ins eru sögusviðiö í óvenju innihaldsríkri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti að missa af. Spilltar löggur, ósvlfnir æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Titanic ★★★■), Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James Camer- on aö koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta Camerons skilar sér í eölilegri sviðsetningu sem hefur á sér mikinn raunsæisbiæ. Le- onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg I hlutverkum elskendanna. -HK Barbara ★★★★ Vel upp byggö og vel leikin mynd í alla staði, sérstaklega vakti þaö ánægju hversu vel allar aukapersónur og smáatvik voru vel og fimlega útfærð. Myndatakan er áferðarfalleg og aldrei of uppskrúfuð I landslagsyfirliti og dramatískum veðurlýs- ingum en nýtti jafnframt vel náttúrufegurð eyjanna. -úd Taxi ★★★ Nokkur ár eru frá því kvikmynd eftir Carlos Saura hefur rekiö á fjörur okkar og Taxi veldur fjölmörgum aðdáendum hans eng- um vonbrigðum. Tilfinningaþrungin kvik- mynd þar sem fram fer eins konar uppgjör við fasismann og þjóðerniskenndin sýnd í sinnl verstu mynd. Aðalpersónurnar eru tvö ungmenni sem sjá lífið I ööru Ijósi en for- eldrarnir. -HK Lína langsokkur ★★★ Llna langsoktóir er löngu orðin klassísk og þaö vill stundum gleymast að hún er ekki erfð með genunum heldur lesin á bókum. Llna er hinn stjórnlausi óskadraumur allra barna, fijáls, óháð og gersamlega sjálf- stæö, því hún bæði getur allt og leyfir sér allt. Þarna tókst vel til hvað varöaöi teikn- ingar og útfærslur og það er óhætt að mæla með þessum Línu-pakka fyrir börn á öllum aldri. -úd Starship Troopers ★★★ Starship Troopers fer hægt af stað en i seinni hluta myndarinnar er ekkert hlé á spennunni. Þrátt fyrir að uppskeran sé inni- haldslítil og óvenjublóöug mynd sem á flestallt undir glæsilegum tæknibrellum mæli ég með henni. Brellurnar eru það góðar að flestir hnökrar gleymast eða skipta ekki máli. -ge Stikkfrí ★★★ Gott handrit og góöa barnaleikara þarf til að gera góöa barnamynd og þetta er aö finna I kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess gerir góðlátlegt grln að þeim aðstæð- um sem börn fráskilinna foreldra lenda I. Skemmtileg og Ijúf fyrir alla fjölskylduna.- HK Perlur og svín ★★★ Fyndin mynd um hjón, sem kunna ekki að baka en kaupa bakarí, og son þeirra sem selur rússneskum sjómönnum Lödur. Ósk- ar Jónasson hefur einstaklega skemmtileg- an húmor sem kemst vel til skila og I leiö- inni kemur hann viö kaunin á landanum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Sigurö- arson eru eftirminnileg I hlutverkum hjón- anna.-HK Með fullri reisn ★★★ Eftir að hafa hneykslast upp I háls (og verða léttskelkaðir líka) á hinum íturvöxnu fatafellum The Chippendales uppgötva þeir félagar Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark Addy) að það að fækka fötum uppi á sviöi er hið arðbærasta athæfi. Þaö er varla hægt aö hugsa sér betri ávísun upp á skemmtun en svona sögu og svo sannar- lega skilaði myndin þvl gríni sem hún lof- aði, með fullri reisn. -úd The Devil's Advocate ★★■i Leikur þeirra Keanu Reeves og Al Pacino er ágætur þótt segja megi að Pacino hafi ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutverki sinu sem myrkrahöfðinginn. Leikstill Keanus ein- kennist venjulega af hiki sem minnir á óör- yggi og hentar þvl vel hinum ráövillta lög- fræöingi Lomax. Réttan er að sama skapi skemmtileg og þótt hún komi ekki endilega á óvart gengur hún upp. -GE Home Alone 3 Alex D. Linz skortir nokkuð af þeim krafti sem einkenndi leik Culkins. Hann er þó sætur krakki og kemst langt á því. Og ef menn eru ekki orðnir leiðir á þeim göF breytilegu og síendurteknu limlestingum sem einkenna þennan myndaflokk ætti hún ekki aö valda vonbrigðum. @pers:-ge Air Force One HHh Harrison Ford er trúverðugur forseti Banda- rikjanna, hvort sem hann setur sig I spor stjórnmálamannsins eða fyrrum Vletnam- hetju I spennumynd sem er hröö og býður upp á góö atriði. Brotalamir I handriti ásamt klisjukenndum persónum veikja hana þó til muna. -HK The Game ★★★ The Game nær aö skapa skemmtilegt and- rúmsloft þar sem ofsóknarótti og framandi umhverfi haldast ágætlega I hendur. Dou- glas sýnir góð tilþrif I leik slnum og auka- hlutverkin eru vel mönnuð. Helsti galli myndarinnar er sá aö grunnhugmyndin gengur ekki upp og hnökrar I frásagnarflétt- unni gera þessa annars skemmtilegu spennumynd að innantómri vitleysu. -GE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.