Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Síða 11
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 tónlist; Metal- og punkrokk þarf ekki aö tilheyra hvítu fólki, reyndar ekkert frekar en rapp tilheyrir svörtum", segir Chino Moreno söngvari Deftones. Þetta er ekkert undarleg yfirlýsing frá meölimi Deftones en sveitina skipa tveir mexikanar, einn kínverji og einn hvítur. Sveitin hefur fyrir vikiö breiðari aödáendahóp en gengur og gerist. Tónlist Deftones hefur líka hitt í mark. Ákafir og magnþrungnir keyrsluryþmar ligggja undir melódiskum og tilfinningaríkum laglínum Moreno og skapa undar- lega en orkuríka blöndu sem kemur við kaunin í þér. Tekið upp „live" Deftones koma frá Sacramento í Kalifomiu og var sveitin stofnuð uppúr 1990. Eftir að hafa verið upp- hitunarsveit í fjögur ár fyrir hljóm- sveitir eins og Bad Brains, Korn, L7 og Quicksand náði sveitin samningi við Maverick útgáfufyrirtækið. Debutplata Deftones, Adrenaline sem kom út 1995 geislaði af krafti. ákveðni og ástríðu. Það er ekki síst að þakka pródúsentinum Terry Date að hrár kraftur sveitarinnar nær að skila sér á diskinn þannig að þú getir setið heima í stofu en samt skynjað tónlistina beint í æð. Terry Date sem hefúr unnið með ekki ómerkari sveitum en Sound- garden, White Zombie og Pantera, tekur upp megnið af lögum sveitar- innar „live“ til að ná betur besta eiginleika sveitarinnar sem er óbeislaður og ástríðufullur kraftur. Þeir Chino Moreno, Chi Cheng, Abe Cunningham og Stephen Carpenter em gamlir hjólabretta- töffarar og má segja að tengsl með- lima sveitarinnar séu upprunnin þar. Þrátt fyrir að fáir kannist við Sacramento sem einhverja tónlist- arborg halda þeir félagar því fram að hún geisli af sköpunarkrafti um þessar mundir. Nýja plata sveitarinnar, Around the Fur kom út fyrir stuttu síðan. Að nýju starfar Terry Date með sveitinni og má segja að hann sé nú órjúfanlegur hluti af Deftones. „Around the Fur er lík síðustu plötu okkar að því leyti að ég elska hvert einasta lag“, segir Stephen Carpenter, gítarleikari sveitarinn- ar. „Hvert lag er frábmgðið hinum en hafa samt þessa gegnumgang- andi hljómun, sem er orka. „Ég finnst lögin full af ástríðu og kannski er best að skilgreina tónlist okkar þannig", segir Chi Cheng bassaleikari Deftones. „Ég myndi lýsa plötunni sem já- kvæðri þróun, segir Stephen. Ekki að platan sé betri en fyrri plata okk- ar, heldur frekar öðruvísi. Við höf- um allir þroskast og öll tjáskipti eru miklu skýrari. Það má segja að ég viti hvað Chino ætli að gera áður en hann gerir það.“ Textar Chino hafa líka þróast og hann tjáir persónulegri málefni en á fyrri plötu sveitarinnar. Titillag plötunnar lýsir t.d. áhuga hans á skuggahlið tísku og vændis. Annað lag plötunnar MX tekur á skyldu viðfangsefni sem er græðgi og hið ljúfa líf. Chino vildi ólmur fá kvenmann til að mynda andsvar við sig í laginu og fékk eftir miklar for- tölur konu Cunningham, Annalynn sem kallar hann m.a. „fucking rock star í laginu. Deftones ná einhvernveginn að koma sér inná þig, á sálina og lík- amann með ótamdri orku. -ps Þeir Chino Moreno, Chi Cheng, Abe Cunningham og Stephen Carpenter eru gamlir hjólabrettatöffarar og má segja að tengsl meðlima sveitarinnar séu upprunnin þar. Þrátt fyrir að fáir kannist við sacramento sem einhverja tónlistarborg halda þeir félagar því fram að hún geisli af sköpunarkrafti um þessar mundir. hxátt rokk og geggjadir hjólabretta^ejar Bowie segir nei! Söngvarinn og leikarinn David Bowie hefur neitað bón leikstjór- ans Todd Haynes um að nota lög sín í hans nýjustu kvikmynd sem ber heitið Velvet Goldmine og er nokkurs konar glam rokk-kvik- mynd. Söngvari R.E.M., Michael Stipe, sem hefur umsjón með allri tónlist í myndinni segist ekkert skilja í David Bowie að leyfa þeim ekki að nota lögin og sérstaklega í ljósi þess að Velvet Goldmine er nafn á lagi eftir sjálfan Bowie. Að sögn talsmanna David Bowie er ákvörðunin viðskiptalegs eðlis. Þar á bæ segjast menn sífellt vera að fá inn á borð til sín óskir um að nota lög eftir David Bowie í auglýs- ingar, sjónvarpsþætti og kvik- myndir og að einhverju verði stundum hreinlega að hafna. Þrátt fyrir að Michael Stipe fái ekki að nota lög eftir Bowie í myndinni getur hann irnað sæll við þá tón- listarmenn sem hafa sagt já við verkinu. Þar má telja Thom Yorke úr Radiohead. Hann á eitt lag í myndinni og hina frábæru hljóm- sveit Tindersticks. Annars er það af David Bowie að frétta að hann er nú að leika í kvikmyndinni Ev- erybody Loves Sunshine ásamt jungle-tónlistarmanninum Goldie og sagan hermir að þeir tveir leiki saman í ástaratriði í myndinni. -JAJ o Land og synir Hljómsveitin Land og synir leikur á Gauki á Stöng um helgina. Woofer á Kaffi Kjarki Hljómsveitin Woofer leik- ur í kvöld á Kaffi Kjarki að Þingholtsstræti 5. Annað kvöld mun plötu- snúöurinn Jón Þór þeyta skífur. Croysztanz á Rósenberg Hljómsveitimar Croyszt- anz og Woofer spila á Rósenberg í kvöld. Sólarkaffi ís- firdingafélags- ins Hið árlega Sólarkaffi ís- firðingafélagsins verður haldið í kvöld á Hótel ís- landi. Ómar Ragnarsson og Diddú munu skemmta gestiun og Hljómsveit Stefáns P. mun leika fyr- ir dansi. Saktmóðugur i Hinu húsinu Síðdegistónleikar ' Hins hússins eru á sínum staö kl. 17 í dag. Þar kemur m.a. fram hljómsveitin Saktmóðugur. Sóldögg I Sjallanum Hljómsveitin Sóldögg leikur í Sjallanum á Ak- ureyri annað kvöld. Vikingasveitin Um helgina verður hald- in þorraveisla að hætti víkinga á Fjörukránni. Þar mun hljómsveitin Víkingasveitin leika fyrir dansi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.