Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 28
28 Qðtal LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 1^>V Sára Sigurður Arngrímsson lýsir í samtali við DV viðburðaríkri ævi og fangelsisvistinni á írlandi fyrir grun um kókaínsmygl: Viöburöaríkt er líklega ekki nógu sterkt orð til þess aö lýsa œvi manns sem sigldi á skipum um öll heimsins höf, tók stúdentspróf og próf í guöfrœöi þegar hann var kominn á fimmtugsaldur, hraktist úr prestakalli sínu eftir aöeins átján mánuöi í embœtti úti á landi og síöan úr embœtti prests í Sví- þjóð skömmu áöur en hann missti konuna sína úr krabbameini. Manns sem „ruglaðist“ við konu- missi, tapaöi trúnni á guö og menn, var á sjötugsaldri handtekinn úti á sjó og settur í fangelsi á ír- landi vegna ásakana um kókaínsmygl og hefur nú veriö hótaö lífstíðarfangelsi vogi hann sér að fara í skaöabótamál vegna þess sem hann kallar ólöglega og óeölilega meöferö þar í landi. Þaö þarf eng- an venjulegan mann til þess aö standa keikur eftir allt sem á undan er gengiö en líklega er séra Sig- urður Arngrímsson eitthvaö allt annaö en venjulegur maöur. Hann var sýknaöur af öllum ákœrum á írlandi á dögunum og af því tilefni sló helgarblaöiö á þráöinn til þessa prestslœröa œvintýramanns. „Ég fæddist á Mýrum í Dýrafirði 1931 en er uppalinn á ísafirði, byrjaði tólf ára að róa á trillu og upp úr því bátum og síðar togurum og farmskip- um. Ég hef siglt um öll heimsins höf,“ segir Sigurður þegar hann er beðinn að segja á sér einhver deili. Til marks um hversu víða hann hefur farið má benda á að hann sigldi á norskum skipum 1948-50, á togurum hér ’51 og var síðan í siglingum til ’55. Hann var stýrimaður á finnsku, norsku og sænsku skipi til 1959, stýrimaður á togurum og hjá Ríkisskip til 1963. Eftir það var hann stýrimaður og skipstjóri á amerískum skipum til 1974, utan tveggja ára sem hann vann hér heima. Hann var eftirlitsmaður með nýbyggingum í Japan í eitt ár og eftir það sneri hann heim til náms. En af hverju að sigla um öll heimsins höf? Var ; það út af ævintýra- þrá? „Nei, ekki vil ég meina það. Þeg- ar ég fór utan var ekki svo auðvelt að fá störf heima nema gegnum klíku. Það var ekki fyr- ir mig að sækjast eftir slíku. Ég hef alltaf litið svo á að ég gæti unnið fyrir sjálfum mér og fengið störf út á sjálfan mig. Fákk ágeð á starfinu Sigurður kom heim 1975 og var jólin heima hjá móður sinni. Hann byrjaði svo í öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð, lauk stúdentsprófi á tveimur árum og dreif sig síðan í guðfræði í Háskóla íslands. Þaðan útskrifaðist hann 1982. Hvað kom til? „Satt að segja var ég alveg búinn að fá nóg af sjálfum mér og því sem ég var að gera. Ég sigldi töluvert til Víet- nam og var þar stýri- stóru herflutningaskipi sem gat flutt um 8.500 hermenn í einu. Eins og fólk getur ímyndað sér var þess- um strákagreyjum staflað eins og síld í tunnu og ég fékk ógeð á starf- inu þegar ég hugsaði til þess að sumir þessara stráka, sem við kynntumst stundum ágætlega, voru dauðir innan við hálftíma eftir að við sendum þá frá borði. Þetta sló mig og fékk mig til þess að hugsa um lífið og tilgang þess. Eftir að ég hætti á herflutningaskipinu fór ég að vinna fyrir amerískt og jap- anskt fyrirtæki í þrjú og hálft ár í Japan, reyndar með smávið- komu á skipum út frá Hong Kong og Singapúr. Eftir árin í Japan var ég kominn með svo mikla heimþrá að ég gat ekki hugsað mér að vera úti lengur. Ég ákvaö því að láta það eftir mér að fara heim. Fann ekki guð í Háskálanum Sigurður segist hafa ver- ið trúaður á sinn hátt, eins og sjómenn séu, og hann hafi verið að velta fyrir sér að fara i lögfræði eða guð- ræði. Trúin á guð réð því að guðfræðin varð ofan á. Hann vildi leita eftir meiri þekk- ingu á guði sínum og segist hafa lært margt gott í því námi. Guð sinn fann hann þó ekki í Háskólanum. „Mér fannst ekki ósennilegt eða óeðlilegt að ég myndi nálg- ast hann þar og það urðu mér töluverð vonbrigði að fmna hann ekki i Háskólanum. Ég held reyndar að hann sé mjög fjarri guðfræðideildinni og ég var mjög hissa að finna ekki þar það hugar- þel sem ég leitaði að. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með prestastétt- ina og held að þar á meðal sé fólk sem ætti að finna sér annað starf,” segir Sigurður og er greinilega beiskur. Meira um það síðar. Hraktist úr Hrísey Þrátt fyrir góðar væntingar til prestsembættisins gekk það ekki alveg sem skyldi. Hann fór með konu sinni, frú Sigríði Loftsdóttur iðju- þálfa, sem hann kynntist á fyrsta árinu í guðffæð- inni, norður í land þar sem hann fékk brauð í Hríseyjar- og Árskógsstrand- arsóknum. Hann segir að þeim hjónum hafi ver- ið mjög vel tekið á Árskógsströnd en strax lent upp á kant við ákveðið fólk í Hrísey, hvar þau bjuggu. Ekki var staðið við að út- vega konu hans starf sem henni hafði verið lofað og segir séra Sig- urður að eyjarskeggjar hafi strax orðið nokkuð uppreisnargjamir við prestinn. Þeim hjónum var boðið hús að gjöf á Ströndinni en það mátti þáverandi biskup, hr. Pétur Sigurgeirsson, ekki heyra minnst á. „Vissulega voru það vonbrigði að þetta skyldi ekki ganga upp. Eftir átján mánuði í starfi þama nyrðra greip ég fyrsta tækifæri sem gafst og sagði starfínu lausu. Við fluttum til Reykjavíkur og þar fékk Sigga strax starf. Ég fékk ekkert að gera á sjónum og setti þá á stofn fyrirtæki sem var aðallega í innflutningi og gekk ágætlega. Ég þurfti á meðeig- anda að halda en því miður reynd- ist hann ekki sem skyldi. Annað- hvort var að kæra hann fyrir lög- reglu, sem ég vildi gera en Sigga ekki, eða að kúpla okkur út úr þessu, og við fómm síðamefndu leiðina.” Prestar með „sexapíT Prestsstarf kom ekki til greina að sögn Sigurðar. Hann segir að íslend- ingar velji sér prest eftir „sexapíT’. Hafl prestur nógu mikið af honum geti hann hugsanlega boðið sig fram i Reykjavík og náð kosningu. Ekki skemmi fyrir að vera inn undir hjá KFUM og -K. Séu menn ekki í slíkri aðstöðu, kannski komnir á efri ár, geti þeir gleymt því að reyna að fá slíkt starf í höfuðborginni. Út á land vildi hann ekki fara því þar myndi kona hans ekki fá starf við sitt hæfi. Hjónin ákváðu því 1989 að rífa sig upp og flytja til Svíþjóðar. Sigga fékk strax góða vinnu og Sigurður dreif sig í hraðkúrsa í sænskum kirkjurétti og sænskri messugerð. „Ég var tilbúinn til þess fara í hvaða starf sem var og byrjaði á sjónum. Ég hafði löngun til þess að starfa sem prestur og fékk á endan- um stöðu afleysingaprests á Skáni. Ruglaðist við konumissinn Sigríður var yfiriðjuþjálfi á tveim- ur deildum á sjúkrahúsi í Malmö, krabbameins- og öldrunardeild. Hún hafði greinst með krabba hér heima áður en hún fór út og ber var fjarlægt úr líkama hennar. Nokkru eftir að þau hjón komu til Svíþjóðar fer krabbinn að láta á sér kræla að nýju og nú af mikilli hörku. Krabbameinið hafði betur í baráttunni og lést Sigríð- ur þann 13. febrúar 1992.1 október þar á undan varð Sigurður atvinnulaus þar sem sænskum prestum hafði íjölg- að svo mjög að segja varð upp útlend- ingunum í stéttinni. „Ég fór með hana heim, blessaða, til þess að láta grafa hana og ég held ég megi segja að ég hafi alveg ruglast við dauða konunnar. Ég fór út í óreglu og vitleysu og lét fara illa með mig, ljúga að mér og stela af mér pen- ingum. Ég tapaði trúnni á guð almátt- ugan og í raun allt. Mér fannst guð hafa svikið mig með þvi að taka frá mér þessa góðu konu. Mér fannst að ég hefði átt að fá að fara á undan henni,” segir Sigurður. Hann segir að meðan á erfiðleikum sínum hafi staðið hafi hann reynt að leita sér hjálpar með því að leita til presta, bæði úti og hér heima, en þeim hafl ekki fundist það ómaksins vert að svara skilaboðum frá honum. Vegna þessa er hann mjög beiskur út í prestastéttina og segist ekki hafa bú- ist við því að prestar gætu verið svo óhreinir. Sigurður segist hafa náð sér aftur á strik i gegnum bænina. Hann hafi sjálfur barist til þess að ná áttum og fundið guð sinn að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.