Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 6
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 JjV {bílar__________________________________________________________ Dönsk lög um notkun farsíma: Ovissa um hvaí má og má ekki Mikil umræða hefur verið um notkun farsíma í bílum og hvort notkun þeirra geti valdið hættu í umferðinni. Hér á landi hefur ekki enn veriö bundið í lög hvemig þess- um málum eigi að vera háttað að því okkur sé kunnugt um en hins vegar hafa allir verið sammála um það að beina því til ökumanna að stöðva bílinn í vegarkanti á meðan talað er í farsíma. Handfrjáls búnað- ' ur á farsímum getur leyst þetta að nokkru en þó eru talsmenn umferð- aryfirvalda í mörgum löndum á þeirri skoðun að öll notkun farsíma, hvort sem hann er handfrjáls eða ekki, geti valdið hættu eða í það minnsta óöryggi í umferðinni. Danir banna „handnotkun" Frændur okkar Danir hafa tekið af skarið og bannað „handnotkun" farsíma í ökutækjum frá og með 1. júli næstkomandi. Þar í landi hefur þessi lagasetning vakiö miklar um- Guöbjöm Sigvaldason sölumaður löggiltur bifreiðasali dur Gunnarsson sölumaður Ámi Sveinsson sölumaður Pétur Stefánsson j sölumaður Jón Hjálmarsson sölumaður Jöggiitur bifreiðasaii rGuðni Þór Jónsson msdóttir ir Sigmundsson við umboðsmenn Unnur Elva Amardóttir sölumaður starfsmönnum okkar löggiltir bifreiðasalar samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja. SVONA EIGA BÍIASALAR AÐ VERA ! Samkvæmt erlendum rannsóknum getur notkun farsíma í bíl í akstri valdið því að aksturinn verði óná- kvæmari og viðbragðstfmi öku- manna lengri. Öruggasta leiðin, sem um leið sýnir meiri virðingu fyrir öðrum í umferðinni, er að staldra við úti í kanti meðan talað er í farsímann. DV mynd: ÞÖK ræður og óvissu um hvað hún þýðir í raun. Lagagreinin sjálf hljóðar svo: „Ökumenn farartækja mega ekki nota handhelda farsíma." Önnur grein segir: „Samgönguráðherra getur sett fram nákvæmari reglur um notkun annars talbúnaðar í akstri." Danski samgönguráðherrann Bjöm West sagði í nóvember 1997 að „lögin segja að notkun hand- heldra farsíma við akstur allra far- artækja sé bannaður. Þetta bann þýöir að ökumenn véiknúinna öku- tækja, hjólreiðamenn, hestamenn og jafnvel notendur hjólastóla, mega ekki nota slíka síma í akstri". Hann bætir við: ...Það liggur ekki fyrir nein staðfesting á því að notkun handheldra farsíma hafi or- sakað umferðaróhöpp en rannsókn- ir benda til að aksturinn verði óná- kvæmari og viðbragðstími öku- manna lengri. Þessi lagasetning um notkun far- síma gengur í gildi 1. júlí 1998 þannig að eigendur þessara farsíma hafa nægan tíma til að kaupa búnað sem gerir handfrjálsa notkun far- síma mögulega." Hvað má? Það hefur hins vegar dregist að setja þessar nákvæmari reglur í Danmörku og því hafa seljendur far- símabúnaðar ekki getað upplýst við- skiptavinina um þaö hvað felst í því að nota „handheldan farsímabúnað" og hvaða búnað þeir eigi að kaupa til að uppfyUa lögin. I Danmörku sýnist sitt hverjum um þessa lagasetningu. Talsmaður samtaka seljenda flarskiptabúnaðar segist vona að „lögin þýði að ein- faldlega sé bannað að halda á sím- anum í hendinni og tala í hann í akstri. Menn eru hins vegar úti að aka ef bannað er að snerta símann eða að hann sé algerlega raddstýrð- ur. Þá yrði einnig það sama að gilda um útvarpstæki í bílum. í sama streng tekur umferðarör- yggisráðið en meirihluti þess segir að ef til standi að banna notkun far- síma í bílum eigi einnig að skoða notkun útvarpstækja, segulbanda og að reykja í bílum. Því hafa eftirfarandi spumingar vaknað í Danmörku: Hvenær er farsími „handheldur"? Er hægt að mæta lögunum ef sím- inn er í bandi um hálsinn? Má velja númer eða snerta takk- ana á símanum ef hann er fastur í höldu? Hversu „handfrjáls" er handfrjáls notkun? Hversu oft má ýta á takka á sím- anum til að svara símtali? Er farsími sem festur er í bílinn en með símtóli á snúru einnig hand- heldur? Sýnum aðgæslu Hér á landi hefur ekki verið kveð- ið upp úr með hvaða hætti farsíma- notkun í ökutækjum verður í fram- tíðinni. Þar til slík niðurstaða liggur fyr- ir verður að beina því til ökumanna að sýna fyllstu aðgæslu við notkun síma í bílrnn. Ef ekki er handfrjáls búnaður í bílnum er um að gera að koma sér út í kant og ljúka símtali og ef viðkomandi þarf að hringja úr bílnum þá sé beðið með það þar til hægt er að stöðva bílinn og hringja. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.