Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 •^r ★ * um helgina r* * Þrír syngjandi kvennakórar Kvennakórinn Ymur, Freyjukórinn og Kvennakór Hafnarfjarðar halda saman tónleika á laugardag kl. 16 í Fella- og Hólakirkju. Þar munu þeir flytja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem flestum ætti að falla i geð. Stjómandi Yms er Dóra Líndal og undirleikari er Bryndís Bragadóttir. Bjami Guðráðsson stjómar Freyjukómum og Zsuzsanna Budai leikur undir en Kvennakór Hafnarfjarðar er stjómað af Guðjóni H. Óskarssyni og þar leikur Hörður Bragason undir. Negrasálmar og harmonikulög Svona snýr hún rétt, mynd Kfkós Korrírós sem birtist á röngunni fyrir viku. Gallerí Kambur: Álafosskórinn heldur árlega vortónleika í tónlistarsal Varmár- skóla í Mosfellsbæ laugardaginn 9. máí kl. 17. Efnisval er fjölbreytt og saman- stendur af íslenskum og erlendum lögum, negrasálmum og harm- ónikulögum. Einnig mun kórinn frumflytja tvö lög eftir stjómanda kórsins, Helga R. Einarsson. Und- irleikari á píanó er Sveinn Kjart- ansson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kórinn mun einnig flytja tón- leika í Grensáskirkju laugardag- inn 16. maí kl. 17. Fullt á opnun Nú stendur yfir sýning á verkum listamannsins Kíkós Korrírós í Gall- eri Kambi en sagt var frá opnun sýn- ingarinnar fyrir viku. Þá birtist með- fylgjandi mynd með fréttinni en svo óheppilega vildi til að hún sneri ekki rétt og því er hún hér birt aftur og rétt í þetta skiptið. Eigandi Kambs, Gunnar Örn Gunn- arsson, sagði í samtali við DV að opn- unin hefði tekist mjög vel og gerður var góður rómur að sýningimni. Svo mikil var aðsóknin fyrsta daginn að hleypa þurfti gestum inn í hollum. Gunnar vildi einnig leiðrétta þann misskilning margra að sýningin væri á Hellu. Raunin er sú að Kambur er við eystri bakka Þjórsár og þurfa veg- farendur að beygja af þjóðvegi númer 19 Kirkjuhvoll, Akranesi: Rúðugler Heiðrúnar DV, Akranesi:____________ Laugardaginn 9. maí nk. verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sýning á glerlistaverkum Heiðrúnar Þorgeirsdóttur. Á sýning- unni em yfir 30 verk sem öll em unn- in í rúðugler en með ýmsum útfærsl- um þó, sum sýmbrennd, önnur með kopar eða messing, platínu gulli eða möttu gulli. Heiðrún er fædd á Akranesi. Hún nam við Myndlistarskóla Reykjavikur 1982-85, var við glerskurð og blýlagn- ingu hjá Listagleri í Kópavogi og í námi við Rými listaskóla. Einnig á hún að baki þijú námskeið i bræðslu- tækni hjá Jónasi Braga Jónssyni og tvö Tiffanys-námskeið í bræðslutækni og meðferð Buffseys- glers hjá Krissy Ellis. Heiðrún hefur haldið 2 einka- sýningar og tekið þátt í samsýning- um. Þessi sýning er tileinkuð minn- ingu systkinanna frá Ási á Akranesi, þeirra Höllu Ámadóttur, móður lista- konunnar, og Ólafs Ámasonar ljós- myndara, sem bæði eru nýlátin. Við opnun sýningarinnar mun bróöir Heiðrúnar, Ámi Ibsen, lesa upp úr eigin verkum. Sýningin stendur til 24. maí nk. og er Listasetrið opið daglega frá kl. 15-18. -DVÓ Álafosskórinn ætlar aö flytja fjölbreytta dagskrá á vortónleikum sínum. eitt inn á veg númer 284 til aö komast L - 1 1 að Kambi. Eitt glerlistaverka Heiðrúnar. Fylgist með kosningaba ráttunni! Allt um sveitarstjórnarkosningarnar 1 vor • daglegar fréttir af framgangi mála • kannanir • eldri fréttir • úrslit síðustu kosninga • kynning á öllum framboðum • ykkar skoðanir • úttektir • o.fl. o.fl. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Fjörkálfur (08.05.1998)
https://timarit.is/issue/198060

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Fjörkálfur (08.05.1998)

Aðgerðir: