Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 29 Gengið til kosninga í 162 sveitarfélögum: Um 194 þúsund manns á kjörskrá - kjósendum fjölgar mest í Kópavogi Kosiö verður til sveitarstjóma á morgun. Kjörstaöir veröa alla jafna opnir frá 9-22 og víðast hvar hefst taln- ing strax aö loknvun kjörfundi eöa fyrr. Á kjörskrárstofni sveitarfélaga em á þessu ári 193.698 menn. Konur em 97.268 en karlar 96.430. Einhverjar breytingar munu eiga eftir aö veröa á þessum tölum en þær stafa af leiðrétt- ingum vegna athugasemda út af kjör- skrá og andláti manna eftir aö kjör- skrárstofn er búinn til. Kjósendur verða rúmlega 7 þúsund fleiri nú en í síðustu sveitarstjórnarkosningum, eða um 4% fleiri. Kjósendum fjölgar á höf- uöborgarsvæði, Suöumesjum og Norö- urlandi eystra en fækkar á öörum land- svæöum, mest á Vestfjörðum, um 11,1%. Af einstökum sveitarfélögum fjölgar kjósendum mest í Kópavogi, um 18,9%. Sveitarfélög eru nú 162 en veröa eftir kosningar 124. Viö síðustu kosningar töldust þau 195. í Reykjavík em 78.849 manns á kjör- skrá. Þar er kosið í 96 kjördeildum, auk einnar kjördeildar á Kjalamesi, en kos- ið er í tíu skólum. Talning fer fram í borgarstjómarsal Ráðhússins og hefst upp úr klukkan sex þegar talningar- fólk verður læst þar inni. Fljót- lega eftir lok- un kjörstaöa má búast viö tölum úr Reykja- vík. Odd- viti yfir- kjör- stjórnar er Eiríkur Tómasson hrl. í Kópavogi voru 14.349 á kjörskrá þegar hún var lögö fram. Austurbæing ar munu kjósa í Kópa vogsskóla og Smáraskóla en vesturbæingar í Kársnesskóla. Talning fer fram í íþróttahúsinu Digra- nesi og formaður yfirkjör- stjórnar er Jón Atli Kristjánsson. í Hafnarfiröi var 12.521 á kjörskrá. Kosið veröur í Lækjarskóla, Víöistaöa- skóla og Setbergs- skóla, á Hrafnistu og á Sól- vangi. Oddviti yfirkjör- stjómar er Ingimundur Einarsson og taliö verður í íþróttahúsinu við Strandgötu. í Reykjanesbæ eru 7.235 á kjörskrá. Þar verður kosiö í Holtaskóla í Keflavík og í Njarðvíkurskóla í Njarðvík. Talning atkvæöa fer fram í íþróttahúsinu Njarðvík og formaður yfirkjörstjómar er Ásbjörn Eggertsson. Á Akureyri er að venju kosið í Odd- eyrarskóla en aö þessu sinni er talið í KA-heimilinu. Formaöur kjörstjórnar er Ásgeir Pétur Ásgeirsson. 10.817 eru á kjörskrá. Skv. lögum númer 5/1998 um kjör- fundi er kjósanda leyfilegt aö breyta uppröðun manna á listanum sem hann merkir viö meö því aö setja 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann vill hafa í fyrsta sæti, 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill sjá í öðru sæti og svo framvegis. Einnig get- ur kjósandi látið það í ljósi ef hann vill einhverja frambjóöendur burt af listan- um með því að strika yfir nafn hans/þeirra. Hafa ber þó í huga að hvers kyns merkingar á lista, annan en þann sem kosinn er, era óheimilar og ógilda seðilinn. Einnig verða kjósendur að vara sig á því að auðkenna ekki kjörseðil á nokkurn hátt með annarleg- um merkingum. Það ógildir seðilinn þegar í stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.