Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Síða 11
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 lenmng 11 Alltaf jafnfrábær Til viðbótar við Islendingasögur, Heimskringlu, Sturlungu og Grá- gás hefur Mál og menning nú gefið út eddukvæðin með nútímastaf- setningu en þannig hafa þau verið ófáanleg um alllangt skeið. Gísli Sigurðsson ritar formála og skýrir kvæðin. Hann endar formála sinn á þeim orðum að það séu forrétt- indi fyrir íslendinga að skilja hin fornu kvæði jafnvel og raun ber vitni. Þessi sannfæring stýrir því hvernig skýringar Gísli ritar. Hann reynir í lengstu lög að láta vísumar standa sjálfar, skýrir ein- stök orð, vísuorð eða setningar en tekur sjaldnast saman merkingu heilla vísna eða kvæða. Til frekari skýringar fylgir hverju kvæði stuttur en gagnlegur kafli þar sem kvæðinu er lýst og gerð er grein fyrir varðveislu þess, tengslum við önnur kvæði o.fl. í formála segir ritstjóri að heild- arviðhorf til kvæðanna skipti meg- inmáli við lestur þeirra en tekur fram að vegna þess hversu lítið sé vitað með vissu um eddukvæðin séu allar kenningar um þau getgát- ur einar. Sjálfur skoðar Gísli kvæðin 1 Ijósi kenninga um munn- lega geymd. Hann hafnar þeirri rannsóknarhefð þar sem litið er á kvæðin sem ritaðar bókmenntir og reynt að aldursgreina þau eftir ein- kennum, hörku eða mildi. Gísli segir að áður en kvæðin voru skrifuð hafi þau tekið sífelldum breytingum og því sé ógerningur að tala um aldur þeirra eða nokkra upphaflega gerð. í staðinn vill Gisli skýra þann mun sem er á milli kvæða með því að sagnamað- ur hafi verið að gera ólíkum áheyr- endahópum til hæfis; kvæði um til- finningar og raunir kvenna (oft ranglega nefnd mild) hafi verið kveðin fyrir og/eða af konum en kvæði sem leggja áherslu á her- mennsku og hreysti hafi haft meiri hljómgrunn meðal karla. Kvæðapörin þar sem sagt er frá sömu atburðum og persónum á ólík- an hátt eru sannfærandi rök fyrir þessari kenn- ingu og Gisli sýnir vel hversu mikill munur er Gísli Sigurðsson - skoðar eddukvæði út frá kenningum geymd. á frásögninni af örlögum germönsku hetjanna í ólíkum eddukvæðum. Gísli tekur undir nýlegar kenningar um leik- rænan flutning á goða- og mögulega hetjukvæð- um, enda falla þær vel að hans sýn á kvæðin. Ég saknaði þess aftur á móti að Gísli tækist á við fleiri af fyrirrennurum sínum í eddurann- sóknum. Að mínu áliti hefði for- málinn mátt vera breiðari og kynna fleiri leiðir til að nálgast kvæðin. Þrátt fyrir áhersluna á að kvæð- in hafi verið í sífelldri mótun allt fram á 13. öld lítur Gísli á Kon- ungsbók eddukvæða sem heild- stætt verk. Hann setur meðal ann- ars fram þá tilgátu að strax í Völu- spá komi fram sú tvískipting í goð- og mannheim sem einkennir bók- ina og að hetjukvæðin séu nánari útfærsla á þvi sem fram komi í spá völvunnar um að saga mannanna sé lík örlögum goða. Þetta er skemmtileg hugmynd en hefði mátt skýra betur og tengja við full- yrðingar um sísköpun kvæðanna í meðforum sagnaþula. Bókmenntir Sigþrúður Gunnarsdóttir Töflur í formála eru flestar fróð- legar og skýrandi' og sama má segja um nafnaskrána aftan við kvæðin þar sem finna má í hvaða kvæði persónur koma fyrir. Því miður eru dæmi um klúðurslegt umbrot í formálanum, til dæmis þegar töflum er skipt á milli síðna eða jafnvel skotið inn í mitt orð eins og þegar nafn Gunnars Gjúka- sonar hefst á síðu 53 og lýkur ekki fyrr en á síðu 56. Eddukvæðin eiga skilið meiri vandvirkni en þetta ber vott um. Bókin og askjan sem um munnlega hana geymir eru aftur á móti DV-mynd ÞÖK glæsilegar útlits og um kvæðin sjálf er aðeins eitt að segja, alltaf jafnfrábær! Eddukvæði Ritstjóri Gísli Sigurðsson Mál og menning 1998 Af Kjalnesingum Hjá bókaforlaginu Byggðir og bú ehf. er komin út bókin Kjalnesingar. Hún segir frá jörðum í Kjalames- hreppi, ábúendum og ættum þeirra í rúma öld. Einnig greina sögulegir þættir frá atvinnuhátt- um, þjóðháttum og munnmælum. Á þriðja þúsund myndir af bæj- um, fólki og þjóðlífi, sem fæstar hafa áður sést á prenti, prýða bók- ina sem er 520 bls. í stóru broti. í fréttatilkynningu segir að Kjalnes- ingar séu ritverk um mannlíf og örlög á Kjalamesi. Mannlífið endurómi i skrifum Ólafs Kr. Magnússonar, fv. skólastjóra á Klébergi, sr. Halldórs Jónassonar á Reynivöllum, Matthías- ar Þórðarsonai- frá Móum, Daníels Daníelssonar í Brautarholti og margra annarra samtíðarmanna sem gjör- þekktu allar aðstæður og lifðu sögu- lega atburði á Kjalamesi. Þorsteinn Jónsson tók ritið saman. Áfram með Síðasta bæinn spænska leika í Digraneskirkju síðastliðið mánudags- kvöld. Á efnisskránni voru þrjú verk eftir Ro- bert Schumann, sönglagið Widmung í umritun Liszts fyrir píanó, Abegg-tilbrigðin og Kreisler- iana. Eiginlega má segja að Widmung sé frekar eft- ir Liszt en Schumann. Liszt samdi óhugnanlega mörg verk fyrir píanó og sum þeirra eru fantasíur og hugleiðingar um tónsmíðar ann- arra tónskálda. Þessi verk em oftar en ekki glæsileg og stórbrotin, eins og t.d. hin geysierf- iða Don Giovanni, eða Don Juan fantasia sem byggist á stefjum úr samnefndri óperu eftir Mozart. Þar þarf píanóleikarinn að vera hálf- gerður loftfimleikamaður; hann verður að sýna mikil tilþrif og helst ganga af göflunum í leið- Jónas Sen Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari. inni. Þetta á ekki við um Widmung. Schumann mun hafa samið lagið sem brúðkaupsgjöf til Clöru, eiginkonu sinnar, og er það ljúft og róm- antískt eftir því. Árni Heimir lék þetta verk fal- lega og sýndi að hann er skáld í sér. Hann hef- ur gott vald á hinu ljóðræna; laglínan var fag- urlega mótuð og tónmyndunin öll hin smekk- legasta. Þess má geta að skrautið og hljómaum- gjörðin eftir Liszt er hættulega áberandi í þessu verki og þarf píanóleikarinn að gæta þess að láta ekki allt gumsið drekkja laginu í óskiljanleg- um gný. Árni Heimir yar greinilega mjög meðvit- aður um þetta, hann fór ætíð varlega og tókst að skapa hugljúfa stemningu þar sem engu var ofgert. Næst á efn- isskránni voru Abegg-tilbrigð- in ópus 1, í þetta sinn eftir Schumann ó- mengaðan. Þetta er ágæt um sem oft á tíðum eru afar erflðir. Árni Heimir sýndi þarna ágæta tækni þó einstöku sinnum væri einbeitingin ekki alltaf fullkomin. Það kom fram i smávægilegu hiki, sem reyndar er alltaf mjög bagalegt og má helst ekki koma fýrir. Þó getur það hent alla fyrr eða síðar, meira að segja atvinnufólkið sem heldur hundr- að tónleika á ári hverju. Leikur Árna Heimis var yfirleitt glæsilegur þrátt fyrir hnökrana, túlkunin heilsteypt og hver tónn vel mótaður. Lokaverkið á tónleikunum var eitt frægasta verk Schumanns, Kreisleriana. Það sam- anstendur af átta köflum sem eru miserfiðir. Árni Heimir kom þarna undirrituðum verulega á óvart; hann hafði hljóðfærið nánast fullkom- lega á valdi sínu og túlkunin var úthugsuð. Að vísu brást minnið aðeins í þriðja kaflanum, sem var gminileg óheppni og ekkert annað - því umræddur kafli er í raun sáraeinfaldur og auðvelt að leggja hann á minnið. Flest annað var öruggt og feilnótulaust, t.d. var fyrsti kafl- inn sérlega glæsilegur og annar kaflinn - þar sem allar endurtekningamar eru til að æra óstöðugan - var ótrúlega heilsteyptur. Trúlega er hinn hraði sjöundi kafli erfiðastur og var leikur Áma Heimis þar markviss og nákvæm- ur. Pedalnotkunin var þó víða fúlhnikil; það gengur ekki að nota óhóflegan pedal í hröðum köflum; sérstaklega ekki í kirkju þar sem berg- málið er hvort eð er of mikið. Einnig mátti finna að helst til varfærnum leik í síðasta kafl- anum, þar sem sextándupartarnir voru óþægi- lega áberandi, og krafturinn ekki nógu mikill. Yflrskriftin þar er „Schnell und spielend" og sumt á að leika „Mit aller Kraft“. Hvað um það, Árni Heimir er bráðefnilegur píanóleikari, túlkun hans er bæði tilfinningarík og greindarleg; einnig er tæknin mjög góð. Kreisleriana var í heild glæsilega flutt og hefur Árni Heimir því alla burði til að verða einn af okkar bestu tónlistarmönnum. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör lauk leikárinu ’97-’98 með vel heppnaðri leikför til Noregs. Síð- asti bærinn í dalnum eftir Loft Guð- mundsson var sýndur á leiklistarhá- tíðinni Sögur við hafið sem haldin var í Stamsund í Lófæti. Þessi alþjóðlega hátíð er einkum ætluð leikhúsum sem starfa á norðlægum breiddargráðum og í samræmi við það var leikið í gömlum fiskihjöllum, frystihúsum og hverjum þeim stað sem var rúmbetri en meðalstór stofa. Viðtökur fóru fram úr björtustu vonum, uppselt var á sýninguna og urðu margir miðalaus- ir frá aö hverfa. Einnig hlaut verkið jákvæða gagnrýni i norskum dagblöð- um. í ljósi þessa og aðsóknarinnar sem verkið fékk hér heima hefur Hafnar- fjarðarleikhúsið ákveðið að Síðasti bærinn í dalnum verði sýndur áfram næsta haust og eitthvað fram eftir vetri. Aldarminning Lorca Á rás 1 á morgun er þess minnst að liðin eru hundrað ár frá fæðingu ljóð- og leikskáldsins Federicos Garcia Lorca, en hann var myrtur af falang- istum í upphafi spænsku borgarastyrjaldarinnar árið 1936. Lorca er eitt elskaðasta skáld bók- menntasögunnar og í verk- um sínum, sem fjalla flest um samspil ástar og dauða, tvinnar Lorca sam- an andalúsíska alþýðuhefð og súrrealisma. í þættinum Aldarminning, sem hefst kl. 14.30, fjallar Jón Hallur Stef- ánsson um síðari verk skáldsins. Kristniboðsköllun kirkjunnar Hjá Skálholtsútgáfunni, útgáfufé- lagi þjóðkirkjunnar, er komin út bók- in Lifandi kirkja - um kristniboðsköll- un kirkjunnar, eftir Kjartan Jónsson kristniboða. í bókinni er fjallað um guðfræðileg- an grunn kristniboðs, um kristna kirkju og kristniboösstarf hennar og um stöðu kristniboðs í heiminum. Á undanfomum ámm hefur umfjöllun um kristniboð aukist innan íslensku þjóðkfrkjunnar. Prestastefna, kirkjuþing og ýmsir hér- aðsfundir hafa gert ályktanir um að að gera beri þennan málaflokk að jafn eðlilegum hluta og bama- og unglinga- starf. í bókinni er bent á að þátttaka í kristniboði efli kirkjuna, auk þess sem hinar ungu samstarfskirkjur ís- lendinga í Afríku hafi af miklu að miðla í íslenskri kirkju. Umsjón Þórunn Hrefna HNmBhKHHmHMMmmIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.