Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og Crtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar jjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Löglegt - en siðlaust í dag eru fimmtán ár frá því Vilmundur Gylfason dó langt um aldur fram. Vilmundur var hvirfilbylurinn í íslenskum stjómmálum. Arfleifð hans felst þó ekki síst í að hafa innleitt aðferðir rannsóknarblaðamennsku í íjölmiðlun á íslandi. Um skeið skrifaði Vilmundur vikulega pistla í forvera DV. Þar fór hann hamforum gegn pólitískri spillingu. Hann beindi geiri sínum óvægilega að spilltum stjórnmálamönnum sem misbeittu bankakerfinu til að hygla gælufyrirtækjum og vildarmönnum. Vilmundur hafði sterk áhrif á hugsunarhátt almenn- ings. Fyrir hans atbeina var það ekki lengur talið eðlilegt að flokksskírteini væri aðgöngumiði að fyrirgreiðslu í kerfinu. Hann sýndi líka íjölmiðlum fram á nauðsyn þess að gagnrýna spillingu stjórnmálamanna. Nýjar kynslóðir mótuðust af þeim viðhorfum sem Vilmundur bar fram. Þær sköpuðu hið opna þjóðfélag þar sem lénshöfðingjum kerfisins leiðst ekki lengur að halda upplýsingum fyrir íjölmiðlum og almenningi, jafnvel þó þær vörðuðu makræði þeirra sjálfra. Sérhver kynslóð leggur á vissu tímaskeiði lífsferils síns til leiðtoga samfélagsins. Kynslóðin, sem Vilmundur mótaði, er ekki lengur ung. Hún er komin til valda. Hún ræður fjölmiðlunum. Hún er vaxandi afl í viðskiptalífinu. Hún situr að stærstum hluta á valda- stólum stjómmálanna. Ferill hennar hefur speglast í þjóðlífinu. Upplýsinga- skylda stjómvalda er orðin að lögum. Samfélagið er opnara en áður. Fjölmiðlarnir leitast við að lýsa upp skúmaskotin þar sem köngulóarvefir hins pólitíska og fjármálalega valds tengjast. Andi Vilmundar lifir. Allt er þó hverfult. Þegar skáldin ná loksins konungs fundi er kvæðið stundum gleymt. Þegar kynslóðin sem Vilmundur mótaði fer nú loks með völdin í samfélaginu er fullt tilefni til að spyrja: Hefur hún gleymt sínu upp- haflega erindi? Er krafan um hið opna og ábyrga samfélag að dofna? Tilefnið eru viðbrögð imgra ráðamanna við endurteknum hneykslum úr bankaheiminum. í stað þess að rannsaka málin undanbragðalaust og birta allar staðreyndir keppast þeir við að sópa málunum undir teppið. Og hver ber ábyrgðina? Enginn! Ríkisendurskoðun taldi fyrir tveimur árum brýnt að rannsaka meint lögbrot í tengslum við Lind hf. Bankaráðið taldi ekki ástæðu til þess. Sú niðurstaða fékkst að sögn þáverandi formanns ráðsins að höfðu samráði við viðskiptaráðherra. Handhafar valdsins stungu upp í meðfærilegan ríkisendurskoðanda, sem eftir viðbrögð valdsherranna taldi ekki lengur þörf á rannsókn. Þannig er pólitísku valdi enn misbeitt til að vemda vildarmenn. Fyrir því stendur kynslóðin sem ólst upp í ljóma Vilmundar. Það hentaði að reka Sverri Hermannsson. í því skyni varð að fella tvo aðra bankastjóra. Risnugleði þeirra braut siðrænar reglur en þeir störfuðu í skjóli banka- ráðs sem hvítþvoði sig. Ráðið var af kynslóð Vilmundar. Búnaðarbankinn varð uppvís að því að dylja fyrir Alþingi óleyfilega laxveiði bankastjóra. Þegar fjölmiðlar leituðu upplýsinga var þeim sagt að éta það sem úti frýs. Ungur ráðherra, nýbúinn að reka tvo Landsbankastjóra fyrir það sama, ætlar svo að skoða málið í haust! Það fellur sorglega hratt á arfleifð Vilmundar. Um flesta anga þessara mála gilda einmitt frægustu orð hans: Löglegt - en siðlaust! Össur Skarphéðinsson Tími barna og unglinga ekki enn kominn - tími sjúkra og aldraöra hins vegar liöinn. Hvers virði er mann- úð og menning? kvarði hvers virði ein- stök störf eru talin. Hvemig skyldi standa á því að vinna kennara og hjúkrunarfræðinga er ekki hærra metin en raun ber vitni? Gnumskólakennarar og hjúkrunarfræðingar era almennt í þjónustu ríkis eða sveitarfélaga. Opinberir starfsmenn mega oft sæta því að litið sé á laun þeirra sem kostnað og að launahækkanir þeim til handa séu neöidar útgjaldaauki. Mörgum virðist fyrimnmað að sjá að hér er almennt ------------------ „Það sem er þó ef til vill alvar- legast er að kennarar og hjúkr- unarfræðingar gegna störfum sem oft eru kennd við umönnun og hún er svo sannarlega ekki hátt skrifuð á samkeppnismark- aðinum.“ Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor Á liðnum vetri sagði fjöldi grunn- skólakennara upp störfum. Sums stað- ar tókst að leysa vandann með lag- færingu á kjörum. Margir hurfu þó til annarra starfa og líkur eru á að í haust verði óvenju erfitt að manna skólana. í vor sagði fjöldi hjúkrunar- fræðinga svo störf- um sínum lausum. Auðvitað era skýr- ingamar á uppsögn- unum margs konar. Sumir geta ekki lif- að af laununum. Aðrir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru. Lykilhópar í velferðarkerfinu Mergurinn máls- ins er þó að hvor- ugri stéttinni dugðu hefðbundnar aðferð- ir í vinnudeilu. Fólk neyddist til að grípa til örþrifaráða eða gaf köllun sína upp á bátinn. Hér er um eitt og sama mál aö ræða og er það í raun stóralvarlegt þegar það er skoðað í víðara samhengi. Kennarar og hjúkrunarfræðingar eru lykilhópar í þvi velferðarkerfi sem hér hefúr verið byggt upp á löngum tíma. í neyslusamfélagi eru kaup og kjör hins vegar mikilvægur mæli- kvarði á gildismat, m.a. mælir sá um gjald fyrir sérfræðilega þjón- ustu að ræða og slík þjónusta er oft dýr. Ef til vill þarf að bjóða út kennslu í skólum og einkavæða hjúkrun á sjúkradeOdmn til að störf í slíkum stofnunum verði metin á raunhæfan hátt. Hóparnir eru tímaskekkja Annað atriði sem kann að valda miklu um það mat sem lagt er á störf hjúkrunarfræðinga og kenn- ara er að konur era í meirihluta í þessum stéttum. Hér á landi er jafhrétti svo langt komið að erfitt mun að mismuna karli og konu í launum ef þau vinna nákvæmlega sömu störf og þykja uppfylla kröf- tnn starfsins með jöfnum hætti. Komist hins vegar það orð á að um kvennastörf sé að ræða þykir eðlilegt að þeim sé skipað á launa- kvarðan neðanverðan. Kennara- stéttin hefur til að mynda hrapað niður um mörg þrep á undan- gengnum áratugum. Við þessum vanda duga hvorki útboð né einkavæðing. Því er að vonum að hann reynist stjómvöldum okkar erflður viðfangs. Það sem er þó ef til vill alvar- legast- er að kennarar og hjúkr- unarfræðingar gegna störfum sem oft eru kennd við umönnun og hún er svo sannarlega ekki hátt skrifuð á samkeppnismark- aðinum. í störfum sínum sinna þessar stéttir einnig hópum sem oft hættir til að lenda á jaðri samfélagsins með einum eða öðr- um hætti. Tími bama og ung- linga er enn ekki kominn. Sjúk- um og öldruðum eru hins vegar send þau skilaboð að þeirra tími sé liðinn. Allir eru þessir hópar því tíma- skekkja í samfélagi dagsins í dag, samfélagi neyslu, samkeppni, milliliða og hins frjálsa framtaks. Það mat gildir einnig um þá sem helga þeim krafta sína. Eða er ein- hver sem telur að mannúð og menning megi í raun og veru kosta peninga svona þegar á reyn- ir? Hjalti Hugason Skoðanir annarra Beitarhaginn í hafinu „Það verður að meta beitarhagann ef svo mætti segja, hvað hann þolir og skera af ef ofsetið er. Of- setið land gefur ekki vel af sér. Á síðustu árum hef- ur nýting á fiski af grunnslóð rýmað til muna en þangað eiga smærri bátar auðveldast með að sækja. Á sama tíma eykst veiðin, því þessi svangi fiskur er eðlilega gráðugri að bíta. Á góðum dögum er óeðli- lega mikið af flski borið að landi því það er erfitt að halda aftur af sjómanninum. ... Og það hefúr aldrei þótt gott að vinna gamlan fisk. Svona er þetta kom- ið í algeran hnút og herðist sífellt.“ Magnús Kr. Guðmundsson í Mbl. 17. júní. Schengen - illur arfur „Schengen-sáttmálinn hefur í för með sér strang- ar reglur um samskipti við lönd utan sambandsins. ... Ég hélt að slíkt eftirlitskerfi heyrði sögunni til í Evrópu. Ef við takmörkum þegna annarra landa með þessum hætti hljóta önnur ríki að setja upp sams konar reglur hvað okkur varðar. ... Vegna eðl- is Schengen-sáttmálans og sökum þess hvað ákvæði hans eru óljós er hætta á að með „samstarfsaðild“ væri verið að innleiða róttækar breytingar á samfé- lagi okkar. ... Slíkt samfélag væri illur arfur til handa komandi kynslóðum." Matthías Björnsson í Degi 17. júní. Jafnaðarmenn í einn flokk? „Ég er sannfærður um að félagshyggjufólk og jafn- aðarmenn muni einhvern tíma renna saman í einn flokk, en sá tími er ekki á næstu grösum.... Á lands- vísu þarf að taka afstöðu í málum sem kljúfa heilu flokkana eins og upptaka auðlindagjalds, stóriðja eða aðild að ESB. ... Líklegt er að sameining kalli á klofning þar sem róttækir vinstrimenn stofna til sér- framboða og frjálslyndir kratar finna hag sínum bet- ur borgið í Sjálfstæðisflokknum." Andrés Andrésson í Mbl. 17. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.