Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
27
5. umferð meistaradeildar kvenna:
Laufey með fernu
- Blikar tóku til við að skora og gerðu 8 mörk
©1995 ISLTM
Vujadin Boskov, aðstoðarþjálf-
ari Júgóslava segir að Dejan
Savicevic, einn sterkasti leik-
maður Júgga, verði að svara því
strax hvort hann geti leikið gegn
Þjóðverjum á sunnudag.
Savicevic hefur náð sér fullkom-
lega af meiðslum en hefur dregið
forráðamenn júgóslavneska liðs-
ins mjög á svörum. „Ég held að
það sé eitthvað að honum í höfð-
inu,“ sagði Boskov í gær og var
allt annað en ánægður.
Tveir þýskir ólátabelgir hafa
verið handteknir í Frakklandi og
dæmdir til tugthúsvistar í þrjá
mánuði. Það eru því fleiri en
enskar bullur sem eru til
vandræða í Frakklandi.
Forráðamenn íranska liðsins
hafa neitað því að lið þeirra sé á
heimleið frá Frakklandi.
Orðrómur þess efnis komst á
kreik í kjölfar umdeilds sjón-
varpsþáttar um fran í franska
sjónvarpinu í gær.
Veðbankar í London veðja á
Brassa sem heimsmeistara, 5-2.
Næst koma Argentína, 6-1,
Frakkland, 7-1, Þýskaland og
Holland, 9-1, England, 10-1, ítal-
ía, 16-1, Spánn, 20-1, Nigería,
32-1, Chile, Rúmenía, Júgóslavía
og Króatía, 40-1.
Carlos Valderrama segir að lið
Kólumbíu sé sterkara eftir að
Faustino Asprilla var rekinn
heim. Asprilla gagnrýndi Vald-
errama eftir leik Kólumbíu og
Rúmeníu.
Gordon Durie og Colin Hendry
eru á batavegi og verða nær ör-
ugglega með skoska liðinu sem
mætir Marokkó í næstu viku.
Skotar verða að vinna og Noreg-
ur að tapa stigum gegn Brössum.
-SK
„Þetta hefði getað verið betra í
dag en þaö hafðist og það var nú
aðalmálið að fá þessi þrjú stig.
Við höfum átt í vandræðum eftir
landsleikinn um daginn þar sem
viö missum tvo leikmenn í
meiðsli og það er erfitt að
stemma liðið saman aftur. En við
höldum ótrauðar áfram,“ sagði
Helena Ólafsdóttir, fyrirliði KR,
eftir 2-1 sigur á Stjörnunni en
hún skoraði bæði mörk KR, sem
hafði yfir í hálfleik, 1-0. Elva B.
Erlingsdóttir jafnaði leikinn í
upphafi síðari hálfleiks en Helena
tryggði KR sigurinn skömmu síð-
Ungmennalið KR undir 23 ára
hélt áfram sigurgöngu sinni í gær
er þaö gerði sér lítið fyrir og sló út
úrvalsdeildarlið Skagans, 3-1, á KR-
vellinum. Amar Jón Sigurgeirsson
gerði 2 mörk og Bjöm Jakobsson
eitt. Ragnar Hauksson skoraði fyrir
Skagann.
íslandsmeistarar Skagamanna
rétt mörðu 1-0 sigur á 3. deildar liði
Aftureldingar í Mosfellsbænum.
Það var Þjóðverjinn Jens Paeslack
sem tryggði ÍBV sigur í leiknum.
Víkingur - Stjaman .........5-0
Sumarliði Ámason 2, Amar Hallsson,
Sváfnir Gíslason, Amar Hrafn Jóhanns-
son.
Bolungarvík - Valur.........0-4
Höröur Már Magnússon 2, Jón Stefáns-
KR er sem fyrr á toppi deildar-
innar, ásamt Val sem lagði
Hauka að velli að Hlíðarenda,
7-0. Laufey Ólafsdóttir skoraði
flögur mörk fyrir Val, Bergþóra
Laxdal tvö og Hildur Guðjóns-
dóttir eitt. Staðan í hálfleik var
3-0. Laufey Ólafsdóttir hefur gert
8 mörk í sumar og er markahæst
í deildinni. Olga Færseth úr KR
kemur næst með 7 mörk.
í Vestmannaeyjum tók ÍBV á
móti ÍA. ÍA byrjaði betur og
skoraði Jófríður Guðlaugsdóttir
fyrsta mark leiksins á 17. mínútu.
En heimamenn gáfust ekki upp,
jöfnuðu leikinn á 80. mínútu með
son, Arnór Gunnarsson.
Haukar - Fram...................1-5
Ells Hafsteinsson - Ámi Ingi Pjetursson
2, Þorbjöm Atli Sveinsson 2, Ásmundur
Amarsson.
Selfoss - ÍR ..................0-5
Kristján Brooks 3, Sævar Þór Gíslason,
Guðjón Þorvarðarson.
Dalvfk - Grindavík .............0-5
Vignir Helgason 2, Þórarinn Ólafsson,
Milan Stefán Jankovic, Zoran Ljubicic.
Leiknir F. - FH ...................1-3
í kvöld fara sídustu sjö leikirnir fram
þá mætast eftirtalin lið: Valur 23 - Þrótt-
ur R., LA 23 - Fylkir, Stjaman 23 - Breið-
blik, Leiknir R. - Þór A., Víðir-Skalla-
grimur, KA-KR og KVA-Keflavík. Allir
leikimir hefjast klukkan 20. -ÓÓJ
marki frá Fannýju Yngvadóttur
og Bryndís Jóhannesdóttir skor-
aði sigurmark ÍBV þegar fimm
mínútur voru til leiksloka. Með
sigrinum kom fBV sér úr fallsæti
deildarinnar þar sem Haukamir
sitja nú.
Fjölnir fékk Breiðablik í heim-
sókn í Grafarvoginn og mátti þola
skell, 8-0. Fyrir leikinn höfðu
aðeins komið 3 Blikamörk í
sumar. Kristrún L. Daðadóttir
skoraði þrjú mörk fyrir Breiða-
blik, Margrét Ólafsdóttir og Erla
Hendriksdóttir tvö mörk hvor og
Erna Sigurðardóttir eitt mark.
Staðan í hálfleik var 3-0. -ih
Góður sigur
gegn Möltu
íslenska kvennalandsliðiö
í körfuknattleik sigraði
Möltu í forkeppni Evrópu-
móts kvennalandsliða í
Austurríki í gær. Lokatölur
urðu 71-51, en i hálfleik var
staðan 36-27 fyrir ísland.
Erla Þorsteinsdóttir var
stigahæst með 22 stig Guð-
björg Norðfjörð skoraði 14
stig og Kristín Blöndal 10
stig. -JKS
Leiftur mætir
Úkraínumönnum
Andstæðingar Leifturs í
TOTO-keppninni að þessu
sinni, Vorksla Poltava, kom
til landsins í gær, íimmtu-
dag. Liðið flaug beinustu leið
til Akureyrar ásamt stómm
dyggum hópi stuðnings-
manna.
Leikur liðanna hefst kl. 14
á morgun og síðari leikur
verður viku síðar í Úkraínu.
-JKS/HJ
32 liöa úrslit bikarkeppninnar:
Unglingalið KR
sló Skagann út
- 34 mörk skoruð í gærkvöld
HM-leikur Spörtu í síma
905 5050
Kemst þú í HM-liðið?
Ellefu bestu vinna HM-treyju frá Spörtu,
Laugavegi 49
Þú svararfjórum HM-spurningum.
Þeir ellefu sem komast oftast í pottinn
vinna HM-landsliðstreyju að eigin vali.
SPORTVORUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 • Sími 551 2024^
66.50 mínútan
Liðsauki í úrvalsdeildinni:
Tanasic og Pavic
til Keflvíkinga
Tveir erlendir leikmenn hafa
gengiö til liðs við úrvalsdeildarlið
Keflavíkur og verða vænt-
anlega löglegir með liðinu
í næsta leik, við Leiftur á
miðvikudag.
Annar þeirra, Marko
Tanasic, er vel kunnugur
herþúðum Keflavíkur því
hann lék 102 deildarleiki á
ámniun 1990-1995 og skor-
aði í þeim 25 mörk. 50 leik-
ir vora í efstu deild, Hann
lék með Strömsgodset frá
1995 til mars er hann fór
aftur til Júgóslavíu. „Hann
Marko Tanasic á
ný til Keflavíkur.
er laus allra samninga og var
mjög spenntur að koma til okkar,"
sagði Rúnar Amarson
formaður knattspymu-
deildarinnar. Að sögn
Rúnars var gripið til þess
að styrkja hópinn vegna
mikiUa meiösla sem
hrjáð hafa liðið í sumar.
Hinn leikmaðurinn er
Sasa Pavic, 28 ára sterk-
ur sóknarmaður frá
Júgóslavíu. Báðir koma
þeir til með að styrkja
lið Keilavikur mikið í
sumar. -ÆMK/ÓÓJ
Bjarki
Bjarki Gunnlaugsson hefúr
yfirgefið herbúðir norska liðsins
Molde og gengið í raðir Brann í
Bergen. Bjarki hefur átt erfitt
uppdráttar á þessu timabili með
Molde og ekki náð að festa sig í
sessi hjá liðinu. Molde hefur
gengið allt í haginn það sem af er
og er í efsta sæti.
Á hinn bóginn hefur allt
gengið á afturfótunum hjá Brann
Brann
og er liðið í neðsta sæti
deildarinnar. Deildin liggur
núna niðri vegna HM og hafa
sum liðin notað tækifæri til að
leita aö mönnum. Auk Bjarka
gengu tveir aðrir leikmenn til
Brann um helgina.
í blaði í Bergen í gær kom
fram að Bjarki hlakkaði til aö
takast á við nýtt verkefni.
-JKS
Shanu Bartlett, Suöur-Afríku, er hér í mikilli baráttu viö Danann Jes Hogh (til hægri) á meðan markaskorari Dana, Allan Nielsen (til vinstri) hefur snúiö sér aö ööru í bili. Þaö var ekkert gefiö eftir í þessum leik
sem fer á spjöld sögunnar fyrir rauðu spjöldin þrjú sem komu i seinni hálfleik. Auk þeirra tók kólumbíski dómarinn upp 7 gul spjöld og veifaöi því 10 spjöldum í leiknum. Reuters
Nú komu spjöldin á heimsmeistaramótinu og þá í einni hrúgu:
Varamenn sáu rautt
- þrír fuku út af hjá kólumbíska dómaranum og Danir sluppu fyrir horn
Margir voru farnir að gagnrýna dómara á HM
fyrir að vera of vægir í að fylgja eftir harðari við-
urlögum við grófum leik. Það var fyrst í gær, í
leik Dana og Suður-Afríku, að það sáust merki
um að dómararnir hefðu fengið orð í eyra um að
taka á slíkum brotum.
Danmörk og Suður-Afríka gerðu jafntefli, 1-1, í
eftirminnilegum leik þar sem metið var jafnað í
rauðum spjöldum í einum leik því þrír leikmenn,
allt varamenn, fuku út af í seinni hálfleik.
Danir komu sterkir til leiks í byrjun en fóm
illa með mörg góö færi í upphafi og þegar á leið
komust Suður-Afríkubúamir inn í leikinn. Eftir
að Danimir vora orðnir 9 eftir á vellinum gátu
þeir talist heppnir með að ganga af velli með eitt
stig í farteskinu því sóknarþungi Afríkubúanna
var þónokkur í lokin. Þeirra möguleikar fólust
sennilega í að ná að skora og tryggja sér sigur en
með aðeins jafntefli er möguleikinn líklega runn-
in frá þeim.
Enn möguleiki
„Við eru vonsviknir með úrslitin enda áttum
að ná öðru marki í seinni hálfleik. Við vomm
bara ekki með í fyrri hálfleik en hugafar minna
leikmanna var allt annað í seinni hálfleik, sem
var allt annar hálfleikur hjá okkur. Við þurfum
að trúa á okkur á ný, en ég sé enn þá möguleika
fyrir okkur að komast áfram 1 aðra umferð,"
sagði þjálfari Suður-Afríku, Philippe Troussier,
eftir leikinn.
íslandsvinurinn Bo Johansson vildi ekki segja
neitt um brottrekstur sinna manna. „Það er betra
að ég segi ekki neitt. Svona er fótboltinn. Menn
spila mjög vel hluta leiksins en eiga síðan slæma
kafla. Það er bæði hlátur og grátur í knattspyrn-
unni“.
Ætlaði aö gefa gult spjald
Danski vamarmaðurinn Jes Hogh var sann-
færður um að kólumbíski dómarinn hefði ætlað
að gefa Wieghorst gula spjaldið. „f seinna rauða
spjaldinu virtist eins og dómarinn hefði tekið
upp rangt spjald. Hann skoðaði það í smástund
en til að losna við þann vandræðagang sem
myndi skapast með að setja það aftur í vasann
tók hann það á loft. Við byrjuðum vel en síðan
fór hitinn að há okkur og við vorum nánast upp-
þornaðir í lokin. Ég er sannfærður um að við
eigum enn mjög góða möguleika, við teljum aö
Frakkland vinni á eftir (í gær) og tryggi okkur
góða stöðu,“ sagði sá danski enn fremur eftir
leikinn.
Orö í dómaraeyra
Eftir tvo „grófa“ daga á HM í Frakklandi er lík-
legt að þeir dómarar sem dæmdu leikina í gær
hafi fengið orð í eyra frá forustu FIFA um að fara
taka á þeim brotum sem fyrir keppnina áttu að
þýða rautt spjald. Spjöldin sem komu í gær benda
til að róleg byrjun í rauðum spjöldum heyri nú
sögunni til. Það er þó skoðun margra að best sé
að fara meðalveginn - dómarinn var ef tif vill of
ákafur meö spjöldin í þessum leik. -ÓÓJ
Youri Djorkaeff fagnar Bixente Lizarazu eftir aö hinn síðarnefndi haföi gert fjórða mark
Frakka gegn Sádum á HM í gærkvöld. Reuter
Frakkarnir sterkir og til
alls vísir á heimavelli
- lögðu Sádana, 4-0, og tveir fengu að líta rauða spjaldið
FrakkcU- tryggðu sér sæti í 16 liða
úrslitum á HM í knattspymu þegar
þeir sigruðu Sádi-Arabíu, 4-0, á St.
Denis-leikvanginum í París í gær-
kvöld. Frakkar sýndu það og sönn-
uðu að þeir era í hópi sterkustu
liöa í keppninni og til alls vísir.
Frakkar leika á heimavelli og sá
styrkur mun eflaust fleyta þeim
langt í keppninni.
Tveir leikmenn fengu að líta
rauða spjaldið í leiknum, einn í
hvoru liði. Sádar misstu sinn
mann út af strax á 19. mínútu og
þótti það strangur dómur hjá mörg-
um. Það var hreint ótrúlegt að sjá
Sádana berjast einum færri gegn
Frökkum. Heimamenn sáu á eftir
sínum manni á 70. mínútu þegar
Zinedine Zidane var sýnt rauða
spjaldið fyrir brot. Frakkar héldu
uppi látlausri sókn í leiknum og
gátu hæglega skorað fleiri mörk.
Christophe Dugarry fór meiddur
af leikvelli vegna tognunar og svo
gæti farið að hann yrði frá keppni
í tvær vikur. Það yrði mikil blóð-
taka fyrir franska liðiö.
„Mínir menn léku eins og fyrir þá
var lagt. Við lékum vel á flestum
sviðum svo ég get ekki annað en
verið mjög ánægður með gang
mála,“ sagði Aime Jacquet, þjálfari
Frakka, eftir leikinn.
Sanngjörn úrslit
„Þetta voru sanngjöm úrslit en
það var samt athyglisvert hvað við
stóðum lengi í þeim einum færri,"
sagði Carlos Alberto Parrreira,
þjálfari Sáda, eftir leikinn.
-JKS
Iþróttir
„Baráttan um Bern“
jöfnuð á HM í gær
Aðeins tvisvar sinnum áður
hafði þremur leikmönnum verið
vikið af velli í einum leik i úr-
slitum HM. Enski dómarinn
Arthur Ellis var að grípa til 3ja
rauðra spjalda 27. júní 1954 í leik
Brasilíu og Ungverjalands í 8
liða úrslitum. Leiknum lauk
með sigri Ungverja, 4-2. Tveir
Brassar fengu rautt, þeir Nilton
Santos á 71. mínútu og Hum-
berto á 79. mínútu, og Ungverj-
inn Bozsik fékk rautt spjald á 71.
mínútu.
I fyrra skiptið sendi Ungverj-
inn Paul Van Hertzka tvo Bras-
ilíumenn og einn Tékka út af 12.
júní 1938 í 2. umferð í 1-1 jafn-
teflisleik liðanna. Tveir Tékkar
fótbrotnuðu í leiknum sem var
spilaður upp á líf og dauða. Bras-
ilíumenn lifðu leikinn af á 9
mönnum og unnu síðan auka-
leikinn, 2-1. Þetta eru vissulega
tveir af svörtustu dögum HM.
Þess má geta að aldrei áður
höfðu tveir Danir fengið rautt í
sama leiknum og samtals hafði
danska landsliðið aðeins fengið 2
rauð spjöld á síðustu 12 árum
fyrir þennan leik. -ÓÓJ
Faustino Asprilla baðst
afsökunar á framferði sínu í
garð þjálfarans I gær. Hann
bíður nú og vonar að þjálfarinn
velji hann í hópinn fyrir næsta
leik. -JKS
C-RIÐILL
Suður Afríka-Danmörk, 1-1
Fimmtudagur 18. júní í Toulouse
0-1 Allan Nielsen (13.)
1-1 Benedict MacCarthy (52.)
Lið Suður-Afríku: Vonk - Fish, Issa,
Nyathi (Buckley 89.), Radebe, Fortu-
ne , Mkhalele, Moshoeu, Augustine
(Phiri 46.), Bartlett (Masinga 78.),
McCarthy.
Lið Danmerkur: Schmeichel - Cold-
ing, Hogh, Rieper, Helveg, Jorgensen,
Nielsen, Schjonberg (Wieghorst 82.),
B. Laudrup, M. Laudrup (Heintze 58.),
Sand (Molnar 58.).
Dómari: John Jairo Toro Rendon frá
Kolumbiu. 10 spjöld, 7 gul og 3 rauð.
Rauð spjöld: Molnar Danmörku
(67.), Phiri Suður Afriku (69.), Wieg-
horst Danmörku (85.)
Áhorfendur: 38.000
Frakkland-Sádí Arabía 3-0
Fimmtudagur 18. júni, St. Denis Par-
ís.
1- 0 Thierry Henry (35.)
2- 0 David Trezeguet (69.)
3- 0 Thierry Henry (77.)
4- 0 Bixente Lizarazu (85.)
Lið Frakklands: Barthez - Lizarazu,
Desailiy, Blanc, Thuram, Boghossian,
Zidane, Deschamps, Henry (Pires 78.),
Diomede (Djorkaeff 58.), Dugarry.
Lið Sádi Arabíu: Al-Deayea - Al-
Jahani, Al-Khilaiwi, Zubramawi,
Sulimani, Al-Owairan, Al-Sháhrani,
Amin, Al-Owairan (Al-Harbi 33.
Muwallid 63.), Al-Jaber, Saleh.
Rauö spjöld: Zidane, Frakklandi, Al-
Khilaiwai, S-Arabiu.
Dómari: Arturo Brizio Carter,
Mexíkó. Áhorfendur: 80.000
Frakkland 2 2 0 0 7-0 6
Danmörk 2 1 1 0 2-1 4
S-Afríka 2 0 1 1 1-4 1
S-Arabía 2 0 0 2 0-5 0
Næstu leikir í riðlinum:
Frakkland-Danmörk........24. júní
S-Afríka-Sádi Arabía.....24. júni
Markahæstir á HM:
Marcelo Salas, Chile............3
Christian Vieri, Ítalíu.........3
Thierry Henry, Frakklandi......3
Luis Hernandez, Mexíkó..........2