Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 Messur Árbæjarkirkja: Guösþjónusta í safnaöarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Prestamir. Áskirkja: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. Breiðholtskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Gísli Jónasson. Bústaöakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Framhald aðalsafnaðarfundar eft- ir messu. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Æðruleysis- messa kl. 21. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu, sr. Anna Sigriður Pálsdóttir leiðir messuna. Elliheimilið Grund: Guðsþjón- usta kl. 14. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta - helgistund kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Prestarnir. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Prestamir. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörnum og forráða- mönnum þeirra sérstaklega boðið. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Messa og barnasamkoma kl. 11. Fermdar verða Sigríður og íris Rut Ingólfs- dætur, Laugardal v/Sunnuveg, Rvík. Kór íslendinga i Gautaborg syngur ásamt félögum úr Mótettukór Hallgrimskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Kór Háteigskirkju leiðir söng. Sýning á textílverkum Heidi Kristiansen í tengigangi opin í tengslum við messuna og þegar kirkjan er opin kl. 9-16 virka daga. Hjallakirkja: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Allir hjartanlega vel- komnir. Prestamir. Kópavogskirkja: Helgistund kl. 11 í umsjón Christoph Gamers guðfræðinema. Safnaðarferð Kárs- nessóknar strax að lokinni helgi- stund. Farið verður um og vitjað merkra staða í Kópavogi og ná- grenni. Leiösögumaöur verður meö í fór og mun miðla til þátttak- enda fróðleik um þá staði sem far- iö verður um. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. ' Bragi Skúlason. Langholtskirkja, kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Des Moines bamakórinn frá Iowa í Bandaríkjunum syngur. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Munið tón- , leika Des Moines barnakórsins laugardag kl. 17 í Langholtskirkju. Aögangur ókeypis. Laugarneskirkja: Kvöldmessa meö altarisgöngu kl. 20.30. Kór Laugameskirkju syngur. Prestur sr. Bjami Karlsson. Lágafellskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kristín Bogeskov djákni prédikar, prestur sr. Gyffi Jónsson. : Reykjavíkurprófastsdæmin: Guðsþjónusta eldri borgara verð- ur í Kópavogskirkju nk. miðviku- dag kl. 14. Hugleiðingu flytur sr. Ægir Sigurgeirsson. Kór félags- starfs aldraðra í Reykjavík syngur undir stjóm Sigurbjargar P. Hólm- grímsdóttur. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. j íslendingakórinn í Gautaborg syngur í guðsþjónustunni ásamt kirkjukór Seljakirkju. Stjómend- ur Kristinn Jóhannesson og Jón Ólafur Sigurðsson. Undirleikari Tuula Jóhannesson. Altarisganga. Sóknarprestur. Skálholtskirkja: Messa kl. 11. Sóknarprestur. Viðeyjarkirkja: Messa kl. 14. Alt- arisganga. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, prédikar og vísíterar Viðeyjarkirkju. Sr. Þórir Stephensen staðarhaldari og dóm- kirkjuprestamir sr. Hjalti Guð- mundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur. Sérstök báts- ferð með kirkjugesti úr Sundahöfn kl. 13.30. Afmæli Svanhildur Árnadóttir Svanhildur Árnadóttir bæjarfull- trúi, Öldugötu 1, Dalvík, varð fimm- tug í gær. Starfsferill Svanhildur fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi frá Grunnskóla Dalvíkur 1963 en þá varð hlé á hennar skólagöngu vegna barneigna. Svanhildur hóf síðan nám viö Iðnskólann á Akureyri, lærði hárgreiðslu, lauk sveinsprófi í þeirri grein 1973 og öðlaðist síöar meistararéttindi. Svanhildur starfrækti eigin hár- greiðslustofu á Dalvík um nokkurra ára skeið, fyrst í Mörk en síðan að Öldugötu 1. Hún varð sveitarstjórn- armaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Dalvík 1986 og hefur setið þar í bæj- arstjóm síðan, auk þess sem hún gegnir ýmsum nefndar- og trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið. Þá var hún í þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til alþingis- kosninga í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og hefur því verið vara- þingmaður sl. sjö ár. Jafnframt hinum pólistísku störf- um var Svanhildur gjald- keri í Sparisjóði Svarf- dæla til haustsins 1997. Svanhildur hefur tekið virkan þátt i félagsstörf- um er lúta að íþróttum og menningu, s.s. í Leikfé- lagi Dalvíkur, Kirkjukór Dalvíkur, Samkór Svarf- dæla, Skiðafélagi Dalvik- ur og í nýstofnuðu sund- félagi á Dalvík. Fjölskylda Eiginmaður Svanhild- ar er Vigfús Reynir Jóhannesson, f. 21.3. 1943, skipstjóri. Hann er sonur Jóhannesar Reykjalíns Traustason- ar úgerðarmanns og Huldu Vigfús- dóttur húsmóður. Börn Svanhildar og Vigfúsar Reynis eru Kristján Vigfússon, f. 26.8. 1965, deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, búsettur í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Jónu Sigurðardótt- ur og eiga þau tvö börn; Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, f. 29.7. 1969, kennari á Dalvík, og á hún eina dóttur; Hrafnhildur Reykjalín Vig- fúsdóttir, f. 4.3. 1976, nemi á Akureyri. Bræður Svanhildar voru Snorri Guðlaugur Áma- son, f. 17.1. 1943, d. 7.3. 1985, múrari og bóndi að Völlum í Svarfaðardal; Þorleifur Kristinn Árna- son, f. 11.10. 1946, d. 5.10. 1974, sjómaður á Dalvík. Foreldrar Svanhildar voru Árni Jóhann Guð- laugsson, f. 10.6. 1912, d. 5.11. 1987, múrari á Dal- vík, og Þórgunnur Amal- ía Þorleifsdóttir, f. 7.11. 1916, d. 19.12. 1993, fiskverkakona á Dalvík. Ætt Árni var sonur Jónasar Guð- laugs Sigurjónssonar, b. og sjó- manns á Dalvík, og k.h., Önnu Mar- íu Jónsdóttur húsmóður. Þórgunnur var dóttir Þorleifs Kristins Þorleifssonar, útvegsb. á Hóli á Upsaströnd, og k.h., Svan- hildar Bjömsdóttur húsmóður. Svanhildur Árnadóttir. Þórður Jóhannesson Þórður Jóhannesson framhaldsskólakennari, Meistaravöllum 7, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þórður fæddist á Suð- ureyri við Súgandafjörð og ólst þar upp. Hann var í Bamaskóla Suðureyrar, lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum að Núpi í Dýrafirði 1963, lauk stúd- entsprófi frá MA 1967, lauk BA-prófi i raungreinum frá HÍ með eðlisfræði sem aðalgrein 1972 og lauk prófi í uppeldis- og kennslu- fræði vorið 1974. Þórður starfaði við beitningu á Suðureyri á sumrin og veturinn 1967-68 en á háskólaárunum kenndi hann eðlisíræði og stærðfræði við KÍ samhliða náminu 1971-74. Þórður kenndi við Grunnskóla Stykkishólms 1974-77 og jafnframt við Iðnskólann þar, kenndi við Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi 1977-81 og hefur kennt við MS frá 1981 og er þar nú deildarstjóri í eðlis- fræði. Þórður þýddi, ásamt sam- kennurum sínum, Guð- mundi Ámasyni og Þor- valdi Ólafssyni, bóka- flokkinn Eðlisfræði fyrir framhaldsskóla, eftir Staffonson og fleiri. Fjölskylda Þórður kvæntist 7.9. 1974 Jó- hönnu Björk Bjarnadóttur, f. 2.1. 1951, tónmenntakennara við Mela- skólann i Reykjavík. Hún er kjör- dóttir Bjama Jóhanns Jóhannsson- ar, útsölustjóra hjá ÁTVR á Siglu- firði, og Guðlaugar Þorgilsdóttur húsmóður en þau eru bæði látin. Böm Þórðar og Jóhönnu Bjarkar eru Bjami Jóhann, f. 16.3. 1972, nemi við íþróttaskor KHÍ á Laugar- vatni; Svava María, f. 14.8. 1975, nemi viö KHÍ;Þóra Björk, f. 1.10. 1980, nemi við MH; Sólveig, f. 6.6. 1984, nemi i Hagaskóla. Systkini Þórðar: Haraldur, f. 16.10. 1944, d. 28.3. 1965; Aðalheiður, f. 9.5. 1946, skrifstofumaður við Morgunblaðið; Guðrún Kristín, f. 24.9. 1950, skrifstofumaður hjá FBA í Reykjavík; María Þuríður, f. 25.11. 1953, starfsmaður hjá IBM í New York í Bandaríkjunum. Foreldrar Þórðar: Jóhannes Þórð- ur Jónsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Suðureyri og síðar deildarstjóri hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum, nú vistmaður á Hrafnistu við Kleppsveg í Reykjavík, og Svava Valdimarsdóttir, f. 17.3. 1923, d. 31.8. 1990, húsmóðir. Þórður er í útlöndum á afmælisdaginn. Þóröur Jóhannesson. Ólafur Rúnar Björgúlfsson Ólafur Rúnar Björgúlfsson iðn- verktaki, Langholtsvegi 69, Reykja- vík er fimmtugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Sogamýrinni. Hann var í Breiðgerðisskóla og lauk gagn- fræðaprófl frá Réttarholtsskóla. Ólafur stundaöi verkamannastörf á unglingsárunum, var síðan til sjós á togurum og bátum til 1980 en hóf þá iðnrekstur og hefur síðan verið iðnverktaki. Fjölskylda Ólafur kvæntist 1967 Halldóm El- ínborgu Ingólfsdóttur, f. 5.2. 1951, d. 1993, húsmóðir. Hún er dóttir Ing- ólfs Kárasonar, bónda á Snæfells- nesi, og k.h., Elísabetar Hafliðadóttur húsfreyju en þau eru bæði látin. Böm Ólafs og Halldóru eru Elísabet Björg Ólafs- dóttir, f. 7.10. 1967, versl- unarmaður í Reykjavik; Björgúlfur Rúnar Ólafs- son, f. 21.6. 1969, d. 13.3. 1996, bílaviðgerðarmaður og sjómaður í Reykjavík; Ingólfur Kári Ólafsson, f. 8.8. 1983, nemi. Fósturdætur Ólafs eru Ema Björk Jónsdóttir, f. 5.5. 1976, húsmóðir á Isaflrði; Inga Helga Jónsdóttir, f. 10.12. 1977, starfsmaður hjá Sigurplasti, búsett í Reykjavík; Guðbjörg María Jóns- dóttir, f. 22.1. 1980, búsett í Reykja- vík. Systkini Ólafs eru Björg- úlfur Björgúlfsson, bú- settur í Reykjavík; Sig- rún Björgúlfsdótth’, hús- móðir i Reykjavík; Guö- rún Björgúlfsdóttir, hús- móðir í Reykjavik; Guðni Björgúlfsson, kennari á Akranesi; Davíð Jóhannesson, gull- smiður í Reykjavík; Margrét Björgúlfsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Konráð Björgúlfsson, sjómaður, búsettur í Reykjavík; Sigurður Björgúlfsson, rafeindavirki í Hafnarfirði. Foreldrar Ólafs vora Björgúlfur Kristjánsson, verkamaður í Reykjavík, og Ingibjörg Konráðsson húsmóðir. Ólafur Rúnar Björgúlfsson. Bridge Gylfi leiðir Hornafjarðarleikinn Gylfi Baldursson vann íjórða kvöldið í röð og leiðir því Homafjarðarleikinn ’98. Hann hlaut samtals 109 bronsstig fyrir þessi fjögur kvöld og verður það að teljast mjög góður árangur. 1 öðru sæti Hornafjarðarleiksins er Anton R. Gunn- arsson með 92 stig fyrir fjóra daga. Eins og áður hefur komið fram munu tveir efstu spilarar Hornafjarðarleiksins fá glæsileg verðlaun: keppnisgjöld á Hornafjarðarmótið í haust og gistingu á Hótel Höfn auk flug- fars fram og til baka á þetta skemmtilega tvímenningsmót. Þriðjudagskvöldið 9. júní var þátttakan 19 pör og spilaformið eins og kvöldið áður. Þá urðu þessir spilarar efstir (meðalskor 216); N-s 1. Ormarr Snæbjömsson-Tómas Sigurjónsson, 255 2-3. Erla Sigurjónsdóttir-Guðni Ingvarsson, 232 2-3. Guðrún Jóhannesdóttir-Jón Ingþórsson, 232 A-v 1. Snorri Karlsson-Aron Þorfinnsson, 263 2. Þorsteinn Joensen-Steinberg Ríkarðsson, 250 3. Dúa Ólafsdóttir-Þórir Leifsson, 244 Spilað er öll kvöld nema laugardagskvöld, alltaf byrjað klukkan 19.00. Spilastaðurinn er að sjálfsögðu Þönglabakki 1 í Mjódd, húsnæði Bridgesambands Islands. Keppnisstjórinn, Matthías Þorvaldsson, aðstoðar við myndun para þegar menn mæta stakir. Á fóstudögum er alltaf spiluð miðnætur- sveitakeppni að lokinni tvímenningsspilamennsku. Til hamingju með afmælið 19. júní 95 ára Þuríður Samúelsdóttir, Rauðalæk 21, Reykjavík. 90 ára Marta Sigurðardóttir, Fossöldu 3, Hellu. 80 ára Marta M. Jóhannsdóttir, Hvassaleiti 30, Reykjavík. Elín Sigurðardóttir, Miðleiti 7, Reykjavík. Þorkell Helgason, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Sólveig Ólafsdóttir, Norður-Fossi, Mýrdalshreppi. 75 ára Elínborg Sigurðardóttir, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi. Ósk HaUsdóttir, Tinnubergi 6, Hafnarfirði. 70 ára Matthildur Björnsdóttir, Suðurgötu 4, Keflavík. Baldur Skarphéðinsson, Hvanneyri, Andakílshreppi. Kristín Árnadóttir, Litlahvammi 4, Húsavík. 60 ára Gunnar E. Haraldsson, Hverfisgötu 64, Reykjavík. Sigríður Halblaub, Strýtuseli 3, Reykjavík. Bergljót Kristjánsdóttir, Borgarholtsbraut 41, Kópavogi. Pálína Gísladóttir, Holtsgötu 6, Njarðvík. Magnús Guðbjarnason, Straumfirði, Álftaneshreppi. Jenný Ágústsdóttir, Þórunnarstræti 128, Akureyri. 50 ára Ragnheiður Baldvinsdóttir, Sigtúni 31, Reykjavík. Þórey Magnúsdóttir, Háaleitisbraut 51, Reykjavík. Trausti Tómasson, Brekkubæ 37, Reykjavík. Pálmi Ingólfsson, Hraunbæ 128, Reykjavik. Stefán EgiH Þorvarðarson, Vesturbergi 30, Reykjavík. Lánis Öm Óskarsson, Logafold 118, Reykjavík. Jónína Guðrún Ármannsdóttir, Efstahjalla 5, Kópavogi. Margrét Gísladóttir, Dalbraut 57, Akranesi. Jón Grímsson, Boðagerði 8, Kópaskeri. 40 ára Snorri HaUdórsson, Skipasundi 9, Reykjavík. Stefanía A. Marinósdóttir, Vallengi 5, Reykjavík. Kristján Sveinbjömsson, Miðskógum 6, Bessastaðahreppi. Sveinn Ólafsson, Brannum 7, Patreksfirði. TorfhUdur Stefánsdóttir, Vestursíðu 6C, Akureyri. Óskar Pétur Friðriksson, Ytri-Brekkum, Þórshafnarhreppi. Guðrún Karen Tryggvadóttir, Smáragötu 3, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.