Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1998, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1998, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 íslandsmeistarar KR í kvennaflokki unnu öruggan sigur á stöllum sínum í Val í 8-liða úrslitiun í bikarkeppninni í knattspymu í gær. Lokatölur urðu 3-0 og náðu KR-ingar þar með að hefna ófaranna frá því í síðustu viku þegar Valur hafði betur í leik liðanna á íslandsmótinu. Ásthildur Helgadóttir er hér að faðma Helenu Ólafsdóttur, fyrirliða KR, í leikslok á KR-vellinum. Sjá nánar um leikinn á bls. 20-21. DV-mynd ÞÖK Ástrali leiðir Tour de France - sjá bls. 20 Tryggvi skoraði í tapleik Tromsö Tryggvi Guðmundsson og fé- lagar hans i Tromsö féllu úr leik í 4. umferð norsku bikarkeppn- innar í knattspymu í gærkvöldi. Tromsö tapaði fyrir Bryne, 4-2, en liðið leikur í 2. deild. Tryggvi lék ailan tímann og skoraði fyrra mark Tromsö. Brann lagði Byásen, 3-1. Ágúst Gylfason lék fyrstu 68. mínútum- ar en Bjarki Gunnlaugsson lék ekki. Moss hafði betur gegn Ham- Kam á útivelli, 0-1. Brynjar Bjöm Gunnarsson lék allan tím- ann í vöm Moss. Stabæk sigraði Kongsvinger í framlengdum leik, 3-1. Helgi Sig- urðsson kom inn á fyrir Stabæk á 66. mínútu. -GH Arnljótur aftur til Framara Amljótur Davíðsson knatt- spymumaður sem leikið hefur með ÍR í úrvalsdeildinni í knatt- spymu í sumar er hættur að leika með félaginu og er á leið til síns gamla félags, Fram. Amljót- ur lék á sínum tíma 49 leiki með Fram í efstu deild og skoraði 8 mörk en hann hefur einnig leik- iö með Val og ÍBV í efstu deild. Þar með hafa Framarar fengið tvo nýja framherja til liðs við sig í vikunni en eins og DV greindi frá i gær þá er Steindór Elisson búinn að skipta yfir í Fram frá HK. Amljótur og Steindór mættu á sína fyrstu æfingu hjá Fram í gærkvöld. -GH Eyjastúlkur komnar áfram Eyjastúlkur em komnar í und- anúrslit í bikarkeppninni í knattspymu eftir sigur á Stjöm- unni í Eyjum í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu. Bryndís Jóhannesdóttir skor- aði fyrra mark ÍBV á 41. mínútu og Olga Einarsdóttir skoraði síð- ara markið á 56. mínútu. -JKS Bikardráttur á morgun Á morgun verður dregið um hvaða lið mætast í undanúrslit- um bikarkeppninnar í karla- og kvennaflokki. Karlaliðin sem tryggt hafa sér sæti þar eru ÍBV, Grindavík, Breiöablik og Leiftur. Leikimir fara fram 5. og 6. ágúst. í kvennaflokki hafa KR, ÍBV, Breiðablik og ÍA tryggt sér sæti. Leikimir verða 24. júlí. -JKS Rétt ákvörðun hjá Hoddle? Breskir fjölmiðlar, sumir hverjir aö minnsta kosti, em famir að bakka landsliðsþjálfara Englands í knattspymu, Glenn Hoddle, upp vegna þeirrar ákvörðunar hans að tefla hinum unga Michael Owen ekki fram í öllum leikjum enska landsliðsins á HM. Þessi umræða hefur sprottið upp eftir að í ljós kom að hinn brasilíski Ronaldo var hætt kom- inn andlega sem líkamlega vegna gifurlegrar pressu sem hvíldi á herðum hans á heimsmeistara- mótinu. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.