Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Blaðsíða 21
Belushi/
Háskólabíó frumsýnir í dag Blu-
es Brothers 2000 sem er óbeint
framhald af Blues Brothers sem
gerð var 1980. Sú mynd er löngu
orðin klassisk skemmtimynd. Það
að henni hefur ekki verið fylgt eft-
ir með framhaldsmynd fyrr en nú
er eingöngu vegna þess að John
Belushi, sem lék betri helming
Blúsbræða, Jake Elwood, lést fyrir
mörgum árum eftir að hafa lifað
sukksömu lífi. Dan Aykroyd, sem
lék Elwood Blues, ásamt leikstjór-
anum, John Landis, hefur þó löng-
um gælt við þá hugmynd að gera
framhald en hefur ekki látið verða
af því fyrr en nú. Hvort tekst að
halda þeirri finu stemningu sem
Dan Aykroyd og John Belushi
héldu uppi í fyrri myndinni verða
aðdáendur Blúsbræðra að skera úr
um en miklu hefur verið til kostað
til að gera myndina sem best úr
garði. Koma við sögu margir
þekktir blús- og rokkkóngar. Þeir
sem komu fram í fyrri myndinni
og eru aftur með nú eru James
Brown, Aretha Franklin og
Steve Lawrence og meðal þeirra
sem bætast við eru B.B. King,
Erykah Badu, Wilson Pickett,
Sam Moore, Taj Mahal, Blues
Traveler, Junor Wells og Lonnie
Brooks. Það eru þó fyrst og fremsr
Blúsbræðumir sjálfir ásamt hljóm-
sveit sem sjá um skemmtunina.
Blues Brothers 2000 hefst á því
að Elwood Blues er sleppt úr fang-
elsi eftir nokkurra ára vist. Hann
kemst fljótt að því að margt hefur
breyst, Jake er dáinn og meðlimir
hljómsveitar þeirra bræðra eru
farnir sinn í hverja áttina. Tíu ára
dengur, Buster, sem hefur fengið
Blúsbræðuma á heilann, verður til
þess að Elwood ákveður að endur-
verkja hljómsveitina og taka þátt í
sannkallaðri stríðskeppni hljóm-
sveita sem fram fer í Louisiana. Til
að fylla skarð Jakes fær Elwood til
liðs við sig barþjóninn Mighty
McTeer (John Goodman), sem
kann ýmislegt fyrir sér í blúsnum,
og gömlu hljómsveitarmeðlimimir
eru pikkaðir upp hver í sinu homi
og nú skal haldið í sigurfór til Lou-
isiana með mafíuna og lögregluna
á hælunum.
Blúsbræður
urðu til í Kanada
Blúsbræður urðu til löngu áður
en kvikmynd var gerð um þá. John
Belushi og Dan Aykroyd kynntust
þegar þeir vom báðir að reyna fyr-
/
Arið 1980 slógu Blúsbræður með
John Belusi og Dan Aykroyd svo
rækilega í gegn að Belusi jafnaði s
aldrei almennilega heldur dó.
Nú hefur Aykroyd hóað í leikstjór
ann John Landis og nafna hans
Goodman til að gera óbeint
framhald, Blues Brothers 2000
Leonardo búinn að velja
Áður en Titanic var frumsýnd hafði Leonardo
DlCaprio gert samning um að ieika í ævintýra-
myndinni The Man in Iron Mask sem þegar
hefur komið fyrir sjðnir bíðgesta hér á landi.
Eftir það tók hann sér langt fri frá kvikmynda-
leik og hefur það verið ein helsta dægradvöl
þeirra sem fylgjast með málum f Hollywood að
geta upp á hvaða hlutverk yröi næst fýrir val-
inu því ekki vantar tiiboðin. DiCaprio tók að
vísu að sér hlutverk í nýjustu kvikmynd
Woodys Allens, Celebrity, en það var aðeins
nokkurra daga vinna. Nú er aftur á móti Ijóst
að hann mun leika aðalhlutverkið í The Beach,
sem .Trainspotting” hópurinn er að fara aö
gera. Er myndin byggð á skáldsögu eftir Alex
Garland og fjallar um rótlausan ferðalang sem
kemst yfir dularfullt leiðarkort sem vísar leið-
ina til Paradísar. Danny Boyle leikstýrir,
Andrew MacDonald og John Hodge framleiöa
og sá sföarnefndi skrifar einnig handritið. Ekki
er vitað hver laun DiCaprios verða en þau
verða ekkert f líkingu viö þær 22 milljónir doll-
ara sem honum haföi veriö boöið fyrir leik í
stærri myndum. DiCaprio er auk þessa orðað-
ur við fleiri kvikmyndir, meðal annars The
Inside Man sem segir frá spillingu innan lög-
regiunnar og er handritið sem Mlchael Mann
hefur skrifaö byggt á sönnum atburðum.
ir sér í næturklúbbum í Toronto í
Kanada í byrjun áttunda áratugar-
ins. Báðir voru þeir liötækir tón-
listarmenn, Aykroyd, maður blúss-
ins, og John, liötækur rokkari.
Þeir þróuðu meö sér atriðið þar
sem þeir komu fram á sviðið svart-
klæddir með sólgleraugu og sungu
vinsæl lög með miklum tilþrifum.
Það liðu þó nokkur ár þar til þeir
tóku upp þráðinn aftur en þá höfðu
þeir báðir verið ráðnir sem gaman-
leikarar við hinn vinsæla sjón-
varpsþátt Saturday Night Life. Þar
datt þeim í hug að koma fram sem
Blúsbræðumir Jake og Elwood og
slógu strax í gegn. Það sem fyrst
átti að verða einn liður af skemmti-
dagskrá vatt heldur betur upp á sig
og í kjölfarið var stofnuð hljóm-
sveit og tónlistardagskrá æfð. 1978
var gefin út platan Briefcase Full
of Blues og var um tónleikaupp-
töku að ræða. Eitt lagið af þeirri
plötu, Soul Man, fór alla leið á
toppinn á bandaríska vinsældalist-
anum. Hefur þessi eina plata Blús-
bræðra selst í tugum milljóna ein-
taka.
Eftir hinar miklu vinsældir
kvikmyndarinnar Blues Brothers
var fljótt farið að huga að fram-
haldi: „Ég var alltaf viss um að það
mætti segja fleiri sögur af Blús-
bræðrum en þegar John dó, 1982,
var eins og allt stöðvaðist," segir
Aykroyd. „Það var fyrst þegar ég
hafði eignast House of Blues (einn
vinsælasti blússtaður í Los Angel-
es) og fór aftur að fara upp á svið
að syngja, að ég fór alvarlega að
hugsa um að endurverkja Blús-
bræðurna og fá staðgengil fyrir
John.“
Þeir Aykroyd og John Landis
eru sammála um að mesta vanda-
málið hafi verið að finna einhvern
sem gæti komið í staðinn fyrir
John Belushi. Margir voru á því að
bróðir Johns, James Belushi, væri
tilvalinn til þess og að sögn þeirra
félaga kom hann sterklega til
greina en John Landis segir að það
hafi ekki gengið upp: „Blúsbræður
eru fyrst og fremst gamandúett,
nokkurs konar Abott og Costello.
Þeir þurfa lika að geta sungið og
dansað. Þegar John Goodman hafði
samband við mig og sagðist hafa
áhuga á vera staðgengill Johns
Belushis fékk ég hann strax til að
funda með mér og Aykroyd og á
stuttum tíma náðu þeir vel saman
svo eftir það var engin spurning
hver myndi taka við af John Belus-
hi.“ -HK
Séð með augum Malcovichs
Einhver forvitnilegasta kvikmynd sem nú er
veriö að undirbúa hlýtur að vera Being John
Malcovich sem lýst er sem svartri kómedíu. í
henni leikur John Cusack brúðulistamann
sem á yfirnáttúrlegan máta finnur leið inn í
heila leikarans Johns Malkovlchs. Getur hann
þvl séð lífið með augum leikarans. Til að
drýgja tekjurnar fer hann að leigja pláss I höfði
Malcovichs. Þegar hann loks leyfir eiginkonu
sinni að kíkja með augum Malcovichs kemur
upp mikiö vandamál, eiginkonan verður nefni-
lega ástfangin af konu sem telur sig vera ást-
fangna af John Malcovich. Cameron Dlaz leik-
ur eiginkonuna og að sjálfsögöu leikur John
Malcovich sjálfan sig. Óþekkt leikkona,
Catherlne Keener. leikur svo konuna sem
elskar Malkovich. Leikstjóri er Splke Jonze,
þekktur leikstjóri auglýsinga- og tónlistar-
myndbanda.
Lelkstjórl: Che-Kirk Wong Aðalhlutverk:
Mark Wahlberg, Lou Diamond Phillips,
Bokeem Woodbine og Antonio Sabato, jr.
Stokkhólms-syndrómið er það
þegar fórnarlamb mannræn-
ingja gengnr í lið með þeim
og/eða verður ástfangið af ein-
um þeirra. Nefnt svo eftir frægu
bankaráni/gíslamáli í Stokk-
hólmi 1971. The Big Hit gengur
úr á þetta syndróm, líkt og
reyndar A Life Less Ordinary
gerði hér um árið, og tekst af-
skaplega vel upp. Mark Wa-
hlberg leikur sérþjálfaðan leigu-
morðingja sem er ekki aðeins sá
besti í faginu heldur óvart með
eindæmum heiðarlegur og ein-
lægur, um of, því bæði félagar
hans og kærusturnar tvær
(unnusta og viðhald) notfæra
sér hann til hins ýtrasta og
hann er kominn með magasár af
stressinu við að fylgja kröfum
þeirra í fjármálum. Þegar félagi
hans (Lou Diamond Phillips)
fær hann til að táka hliðarspor
og ræna dóttur japansks auðkýf-
ings (sem heitir Keiko) og
geyma hana í sínu húsi slær
hann til vegna fjárhagsvand-
ræða, gegn eigin samvisku.
Enda reynist málið eldfimt og
nú er sjálfur glæpahöfðinginn,
yfirmaður hans (Avery, stöðvar-
stjórinn í Deep Space 9), á eftir
honum. Mitt í uppsögn unnust-
vmnar, svikum viðhaldsins og
félagans og annarra upplausna
fella fórnarlambið og mannræn-
inginn hugi saman (svona líkt
og Keiko vill koma heim til
þeirra sem veiddu hann upphaf-
lega). Og hefst nú eltingaleikur-
inn.
The Big Hit ber öll einkenni
hinnar fagurfræðilega ýktu
sviðsetningar og sjónarspils sem
einkennir Hong Kong-myndir,
en í stað alvöruleikstjóra, eins
og John Woo, er hér spilað fyrst
og fremst upp á húmor. Myndin
er öll hin fantastískasta, ýkjum-
ar eru yfirgengilegar (eins og til
dæmis hin fokdýra kvikmynd
föðurins, sem hann bæði leik-
stýrði og lék aðalhlutverkið í, og
gerði hann gjaldþrota, enda
voru auglýsingaskiltin úr gulli),
en um leið er það einlægni sú
sem persóna Mark Wahlbergs
stendur fyrir sem ræður ríkjum.
Wahlberg tekst hér enn og aftur
vel upp í sínu hlutverki (sem er
einhvern veginn alltaf það
sama), einlægur-en-hættulegur
er hann bæði sætur og flottur og
ber myndina á sínum breiðu
herðum. Aukahlutverkin voru
líka vel skipuð (sérstaklega Di-
amond og Avery) og almennt
séð er The Big Hit ekki bara
skemmtileg hasarmynd heldur
miklu rómantískari og kómísk-
ari en nokkur rómantísk
kómedía.
Úlfhildur Dagsdóttir
„The Big Hit er ekki bara
skemmtileg hasarmynd
heldur miklu rómantískari
og kómískari en nokkur
rómantísk kómedía. “
i ■■ --J4:
Er líf eftir
bíódómur
Stjörnubíó: The Big Hit ★★★
Rómatísk hasarkómedía
17. júlí 1998 f Ó k U S
21