Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 Volvo FH-16 6x4 Globetrotter XL-70: Vel búin af- Volvo FH-16 XL-70 er sérlega vel búin afmælisútgáfa sem gerð var í tilefni af 70 ára afmæli Volvo. Einn slíkur kom hingað til lands á dögunum, bíll núm- er 749. Á bak við má sjá fyrsta FM-bílinn sem einnig er nýlega kominn til landsins. DV-myndir GVA eru í mælaborði til skrauts. Húsið er með sérstakri loftfjöðr- un og með rafstýrðum veltibúnaði til að komast að vél og girkassa. Þrefaldur ljósabúnaður er að fram- an, hefðbundin ökuljós, aflmiklir kastarar og sérstök þokuljós. í mælaborði er að finna aksturs- tölvu og sérlega aflmikil hljómflutn- ingstæki með geislaspilara og sex hátölurum. Stýrishjól er leðurklætt og hægt að velta því og draga að eða ýta því lengra frá ökumanni ef þörf er á. Loftpúði er í stýrishjóli til auk- ins öryggis fyrir ökumann en auk þess er bíllinn með læsivörðum hemlum (ABS). Ökumannssætið er upphitað og með loftfjöðrun. Miðstöð og loft- ræsting er mjög fullkomin, sjálfvirk olíumiðstöð hitar upp stýrishúsið og vélina sjálfa í kulda. Vindkljúfur er á toppi og einnig eru hliðar stýrishússins búnar vindkljúfum. Ekki þarf að stoppa á hverri bens- ínstöð því olíutankurinn tekur 355 lítra. Það er gott að athafna sig við bilinn, jafnvel í myrkri, því góð vinnuljós eru staðalbúnaður. Lipur og hljóðlátur Það var bráðskemmtilegt að fara í þennan stutta kynningarakstur. Vélin hefur svo yfirdriflð afl að við- bragðið minnir meira á sportbíl en vörubil, enda var hlassið ekkert í þessum akstri. í sumar hafði hins vegar gefist tækifæri til að aka svona bíl með 59 tonna heildar- þunga og þvi var búið að sannreyna að vélaraflið dugar líka vel þótt hlassið sé þungt. Það kom þægilega á óvart hve bíllinn er lipur í þröngri innanbæj- arumferð og einnig hver hljóðlátur hann er þótt vélin snúist á fullri ferð. Hér á árum áður voru vörubíl- stjórar sterkir og gróflr kallar með krafta í kögglum, enda veitti ekki af slíku áður en aflstýri og aflhemlar komu til sögunnar. í dag er ekki þörf á slíku því það er léttara og kostar minni átök að aka þessum þriggja ása dráttarbíl en minnstu fólksbílum og til viðbótar kemur sú þægilega staðreynd að ökumaður- inn situr sérlega hátt og hefur miklu betri yfirsýn fram á veginn en ökumenn smábíla. -JR mælisútgáfa Bíllinn er sérlega vel búinn, sæti eru leðurklædd, ökumannssætið upphitað og með loftfjöðrun og glæsileg hljómtækin eru ekki af verri endanum. Volvo kynnti nýjar línur vörubíla á liðnu sumri, FM og endurbætur á FH-bílunum. í tilefni af því að Vol- vo á 70 ára afmæli var útbúin sér- stök afmælisútgáfa af FH-bílnum. Á dögunum kom einn slíkur hingað til lands og gafst umsjónarmanni DV- bíla kostur á að fara í stuttan kynningarakst- ur. Raunar var búið að segja frá akstri á þessum bílum fyrir nokkru hér á síð- um DV-bíla en það er ávallt skemmtilegra að reyna bílana við íslenskar aðstæð- ur. Um var að ræða sérbúinn dráttarbíl, FH-16, 6x4 Globetrotter XL-70. Sex sinn- um fjórir þýðir að bíllinn er þriggja ása og með drif á báðum afturás- um. Globetrotter stendur fyrir stýrishúsið sem er háþekjuhús og sérlega vel búið. Loks stendur XL- 70 fyrir að þetta er sérstök afmæl- isútgáfa í tilefni af 70 ára afmælinu. Vélin er 520 hestöfl, með snún- ingsvægi upp á 2400 Nm. Bíllinn er búinn tvívirkum vélarhemli og hraðastilli. Gírkassinn er 14 gíra og með sér- stöku aflúrtaki. Drifbúnaður er með niðurgírun i hjólum. Parabólufjaðrir eru á framás og burðargeta er 7100 kíló. Loftpúða- fjöðrun er á afturásum með raf- stýrðri hæðarstillingu, burðargeta 21.000 kíló. Vegna þess að um er að ræða sér- staka afmælisútgáfu er bíllinn mál- aður í sérstökum grænum lit, „Tropic Green Met“. Hver bíll hefur fengið sitt sérstaka númer og er þessi bíll númer 749. Mjög vel búinn Þetta er sérlega vel búin útgáfa af Fh-16. Mikið hefur verið vandað til innréttingarinnar og sæti eru að hluta leðurklædd og viðaráfellur Nýtt flaggskip frá Alfa - 166: Vel búinn glæsivagn Alfa Romeo frumsýndi nýjan og vel búinn glæsivagn í París að þessu sinni, Alfa 166, sem er vænt- anlegt flaggskip verksmiðjanna. Þetta er bíll með svipaðar línur og 156, en þó eilítið mýkri. Bíllinn er 4,72 m á lengd og 1,81 á breidd. Val verður um nokkrar vélar, 2,0 lítra og 16 ventla Twin Spark, 155 hö, 205 hestafla 2,0 1 turbo V6 og 2,5 1 (190 hö.) og 3,0 1 (205 hö.) 24 ventla V6. Alfa 166 er búinn ABS og loftpúð- um sem skynja hvort farþegi situr í framsæti. Hugsanlega verður þessi nýi 166 einnig í boði með 270 hestafla twin- turbo en hvort það tekst er óvíst nú Framendinn er svipaður og á 156. Nýtt flaggskip frá Alfa Romeo: 166. vegna þess að nýi sex gíra kassinn frá Fiat á erfitt með að mæta þeim mikla krafti sem vélin skilar á hæg- um snúningi. Mikil framleiðslaá 156 Hjá Alfa er framleiðsla á 156 kom- in i hámark. Nú eru smíðaðir 540 bílar á dag og gætu þeir komist í 600 sem er hámarkið á næstunni. Ætl- unin er að smíða 118.000 Alfa 156 á þessu ári og 130.000 á næsta ári. Reiknað er með því að station- gerð 156 líti dagsins ljós á árinu 2000 en þetta verður fyrsti statonbíll Alfa frá þvi að Alfa 33 Sport Wagon datt úr framleiðslu árið 1994. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.