Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 DV Íbílar og vetrarakstur *■* *-------------------- Þegar sól er lágt á lofti geta fita og óhreinindi sem setjast á rúðurnar að inn- anverðu valdið ökumönnum miklum óþægindum og jafnvel hættu. BÍLRÚÐUR • ÍSETNINGAR • GLERFYLLINGAR V. Sími: 587 0022 Fosshá/s/13-15 • 11 '/rvjz/fia /ínj iííj/n/if ^ %>uÍTv\** ? Fi Skeifunni 5 • Sími: 553 5777 Verðdæmi á negldum dekkjum RÍKEN I^CSZSSSCQS 155x13 4.095 5.453 6.233 175/70x13 4.561 6.060 7.380 185/70x14 5.037 7.185 8.708 Ef þú kaupir 4 negld dekk hjá okkur færðu umfelgunina á aðeins 2JOO lcr. Qfangreind verðdæmi eru miðuð við staðgreiðslu Opið virka daga: 8:00 - 19:00 & laugard.: 9:00 -14:00 Nú er sá timi árs er sól er lágt á lofti og gjöm á aö valda glýju. Þetta getur verið afar hættulegt í umferð- inni, hvort heldur menn em akandi eða öðmvísi. Þó er einkum ástæða fyrir þá sem aka að vara sig á þessu. Það er með- al annars hægt að gera með því að gæta þess að hafa framrúðuna vel hreina, að utan og ekki siður innan. í andrúmsloftinu era fltuefhi sem setjast á rúður, sumpart efni sem koma úr útblæstri bíla. Þessi efni hafa tilhneigingu til að setjast inn- an á bílrúður og mynda þar himnu sem er nær ósýnileg nema þegar horft er móti ljósi - bílljósum í myrki eða sólskini á daginn. Þá verður hún hálfmött og dregur úr útsýni bílstjórans. Þess vegna er áríðandi að þvo framrúðumar að innan oft og þétt. Best er að nota til þess vel volgt - jafnvel snarpheitt - vatn með ofúr- litlum uppþvottalegi. Gott er að eiga frottetusku til þessara nota - til að mynda bút úr gömlu og slitnu hand- klæði. Annan bút er gott að eiga þurran og þurrka rúðuna vel með honum að þvotti loknum. Fáanleg em margvísleg efni til að hreinsa með rúður, en undirritaður á enn eftir að flnna nokkuð sem jafnast á við vatn og hæfilega sápu. Fleiri gera sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að þvo rúðuna utan- verða. Til þess er vel volgt sápuvatn líka það besta sem til er og þurrka vel á eftir. Síðan er gott að hafa rúðuhreinsi á rúðupissinu og þurrkublöðin sjálf þarf líka að þrífa vel með reglulegu millibili. Margs konar húsráð em til þess að þrífa þær og sjálfsagt mörg góð. Það sem mér hefur þó gefist best er að væta tusku með WD40 og þvo þurrkublöð- in með þessu undraefni, sem hreins- ar, vatnsver og smyr, fyrir utan margs konar annað gagn sem má hafa af þessu merkilega efni. - Mun- ið bara að þurrka blöðin vel, gjarn- an með eldhúsrúllu eða öðm því- líku. Það er áríðandi að sjá vel frá sér. Það sem maður ekki sér er ekki hægt að varast. S.H.H. Nauðsynlegt er að þvo þurrkublöðin reglulega. Best er að hreinsa þau með efni sem mýkir þau og hreinsar og þar á meðal má benda á alhiiða smurefnið WD40, sem bæði vatnsver, hreinsar og smyr en er líka gott á þurrkublöðin. Gætið þess að þurrka blöðin vel með pappír eða blaði úr eldhúsrúllu á eftir. Hugsið um rafgeyminn Það reynir meira á rafkerfið í bílnum í kulda og þvi veröum við að hugsa vel um rafgeyminn. Léleg geymasambönd geta orðið til þess að bíllinn fari ekki í gang, því geymirinn tekur ekki hleðslu, eða startarinn fær ekki nægan straum til að snúa vélinni. Óhreinindi eru versti óvin- ur rafgeymanna því óhreinindin taka í sig raka og geymirinn leiðir út. Hægt er að hreinsa óhreinindin af með því að heUa yfir rafgeyminn volgu hitaveituvatni, þar sem hún er til stað- ar, því efnin í hveravatninu era gott hreinsiefni á útfellingamar sem safnast á geymasamböndin. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.