Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 Wlar og vetrarakstur - Ert þú viðbúin/n að bíða í bílnum? Hvað á að gera ef maður verður svo óheppinn að festa bílinn að vetri, kannski á fjöllum uppi eða annars staðar fjarri mannabyggð, og þarf að láta fyrirberast í honum kannski svo klukkutímum skiptir? Jafnvel í svo snælduvitlausu veðri að það sé ekki hundi út sigandi? Ef svona stendur á er vandamálið fyrst og fremst að halda hita á þeim sem í bílnum eru og hafa nægilegt hreint loft. Varasamt er að hafa bíl- inn í gangi til að halda hitanum, nema jafnframt sé tryggt að hann fyllist ekki af kolsýringi úr útblæstri vélarinnar. Kolsýringur er lyktar- laust, banvænt eiturefni í pústinu og engin leið að gera sér grein fyrir hvort það er að streyma inn í bílinn eða ekki. Þeir sem fyrir því verða líða einfaldlega út af eins og þeir séu að sofha og vakna kannski aldrei framar. Gott að hafa teppi Þess vegna verður að gæta þess, ef bíll er látinn ganga til að halda hita, að pústið komist ekki inn í hann og jafnframt hafa góða loftræstingu. Það getur verið erfltt í glórulausum byl því kófið stendur þá allt í kring- um bílinn og leitar á opna glugga, líka þeim megin sem undan veit veðrinu. Þannig bálviðri er fljótt að fylla bíl af snjó, þó rifan á gluggan- um sé ekki nema lítil En þama kann að vera um líf og dauða að tefla. Sums staðar á norðlægum slóðum, þar sem menn geta átt von á að lenda í festu og þurfa að láta fyrirberast i bílnum, hafa menn fyrir reglu að hafa teppi í bílnum. Það fer ekki mikið fyrir samanbrotnu teppi, en það getur gert mikinn gæfumun ef þannig stendur á. Hérlendis mun eitthvað vera um að menn hafi ál- hitapoka í bílum sínum til að grípa til ef svona stendur á. Fyrirferð álp- okanna er mjög lítil svo þetta kann að vera skynsamleg ráðstöfun. Kertalogi gefur líka yl Þá hefur einnig verið bent á að þótt logi af kerti sé ekki mikið bál Dísil-hlaðbakur frá Jaguar? Jaguar á tilbúnar teikningar af hlaðbaksútfærslu á nýja Jaguar S- bílnum. Jaguar S hlaðbakur gæti orðið veruleiki árið 2001 eða 2002, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framleiðslu hans. Jaguarmenn eru einnig að velta vöngum yfir hugsanlegri dísil-túrbínuvél í S-inn. Ný Felicia eftir tæp tvö ár Skoda er að smiða nýja vél í nýju Feliciuna sem kemur á markaðinn aldamótaárið 2000, byggð á grunni Volkswagen Polo. Því miður verður vélin ekki tilbúin þá og verður fyrst gripið til að nota eldri vél, líklega sams konar og Felicia hefúr nú. Skoda hefur mátt þola margt um dagana og átt sína slæmu daga, en ekki síður góða. Eitt af því sem alltaf hefúr fengið visst lof hafa verið vél- amar sjálfar, þannig að Skoda hefúr þar úr háum söðli að detta - sem fyr- irtækið hefur raunar hugsað sér að gera ekki. Nýju vélamar eiga að vera 900 til 1300 rúmsentimetra. Annars er það af Skoda að frétta að þar á bæ er verið að velta fyrir sér hver þriðji bíllinn eigi að verða. Lík- legast er talið að það verði ögn stærri bíll en Octavian. Stærsti viðskipta- vinahópur Skoda em eins bíls fiöl- skyldur sem dugar ekki bíll á stærð við Lupo. Passat stærðin er talin vit- urlegri fyrir þetta markaðssvæði. Bannað að þjóna þeim gráu Grár innflutningur er víðar vanda- mál en á íslandi. Mitsubishi hefúr nú skipað 150 sölustöðum sínum á Bret- landi að hætta að þjóna Mitsubishi bílum sem fluttir era inn framhjá við- urkenndum umboðum. Farið verður eftir framleiðslunúmerum bOa og bíl- um með þau framleiðslunúmer sem ekki fmnast í tölvum/bókum umboðs- mannanna verður einfaldlega vísað frá þjónustuverkstæðum umboðanna. Flytja út Daewoo frá Póllandi Verksmiðjur Daewoo í Póllandi (Daewoo FSO), sem framleiða Lanos bíla, ætla að framleiða þar 342.000 bfla á næsta ári og selja 120.000 bíla þar af til annarra Evrópulanda. Einnig verð- ur farið að framleiöa þar 800 og 1200 rúmsentímetra vélar Daewoo sem eiga að fara í smábílinn Matiz og F- 100 Minivan. Framleiðsla á Daewoo Matiz hefst í Póllandi nú undir ára- mótin. Daewoo og Dana vinna saman Daewoo FSO (Pólland) og Dana Corp. ætla að vinna saman að fram- leiðslu á afturdrifum, drifsköftum og fleiri bilahlutum í FSO Polonez fólks- bílinn og Daewoo F-100 Minivan bíl- inn. Daewoo FSO á 51% í þessari sam- eiginlegu framleiðslu. AUfe bílalyftur naust Borgartúni 26 • Sími: 535 9000 Fax: 535 9040 • www.bilanaust.is stafl samt ylur af honum. Sagt er að algengt sé í norðurhéruðum Kanada að menn hafi kerti í bílum sínum til að hjálpa til að halda yl í bílunum ef þeir þurfa að láta fyrirberast í þeim um einhverja stund. Vitaskuld verða þá lika eldfæri að vera til staðar til að tendra á kertinu. Kerta- loginn eyðir að vísu einhverju súr- efni úr andrúmsloftinu en er engan veginn jafn viðsjárverður mengun- arvaldur og eiturframleiðandi og út- blásturskerfi bilsins. Hérlendis era menn oftast nær svo fyrirhyggjusamir að vera vel klæddir þegar farið er í vetrarferð- ir. Þvi miður vill samt brenna við, einkum hjá yngra fólki, að það legg- ur ofurtraust á guð og lukkuna í þessum efnum. Það er til mikilla bóta og getur jafnvel skipt sköpum að hafa hugleitt þessi mál í víðu samhengi og komið viðeigandi bún- aði fyrir í bilnum í tíma. Það er nú einu sinni svo með slys og óhöpp að þau gera ekki boð á undan sér. Ef bfllinn festist í snjónum og við þurfum að haida kyrru fyrir er nauðsynlegt að gæta þess að loft frá útblæstri vél- arinnar komist ekki inn í hann því kolsýringurinn í útblæstri vélarinnar er lyktarlaus en um leið banvænt eiturefni sem erfitt er að varast. Farið hægt í að hleypa úr dekkjum Þegar veður skán- ar og hægt er að huga að þvi að losa bilinn hafa margir bent á það sem ráð að hleypa lofti úr hjól- börðum til að auka flot hans. Þetta er rétt og gott ráð svo langt sem það nær. En sá sem ekki er með loftdælu með sér Ágæt regla getur ver- ið að hafa ávallt teppi með í bflnum þegar ferðast er og venju- legt vaxkerti getur gefið frá sér það mik- inn yl að það geti skipt máli ef menn þurfa að dvelja lengi í bfl sem er fastur. getur verið illa staddur með langt- um of lítið loft í dekkjum þegar fest- unni sleppir, þannig að ekki er rétt að grípa til þessa ráðs nema að vandlega íhuguðu máli. Þá er betra að moka, þó það taki tíma og fyrir- höfn. Það kemur þó altént yl í skrokkinn, og menn skyldu líka hafa það hugfast að með góðri skóflu - sem menn vonandi hafa ófrávíkjanlega með sér á vetrarferð- um - tekur yfirleitt mun skemmri tíma að moka sér leið en ætla mætti fyrirfram. -SHH pi i í“T» | f# l9piilEipisl -gjf 1 i 1 f 1 fdm r CJ ^ 195/65R15 PASSAT ‘97 ....48.000 verð 175/7ÓR13 GOLF‘84-’97 o 38 000 176/70R13 POl O ‘94 3ft nnn 175/80R14 GOLF ‘98 L...J ....42.500 e175l70R13MMC COLT/LANCER? 38.000 155/70R13 POLO ‘94 j ... 32 000 185f65R14MMC CARISMA... 42 500 * .. . J, . 1 HEKLA www.hekla.is varahlutaverslun sími 569 5650

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.