Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 41 bílar Hér má hins vegar sjá bíl sem var „bylting" þegar hann kom fram á sjónarsviðið á árinu 1948 en það er „bragginn“ frá Citroen, 2CV. Þetta var einfaldur bíii og mætti vei þörf- um unga fólksins á sínum tíma. Þessi lipri bfll var framleiddur óbreyttur í langan tíma og hér má sjá bíl frá árinu 1951. Þegar öldin var hálfnuð kom Mercedes Benz fram með þennan glæsilega opna sportbíl sem strax varð vinsæll meðal kvikmynda- stjarna og þeirra sem vildu sýna sig og sjá aðra. Panhard í Frakklandi kynnti þennan 24Ct á árinu 1967. Renault 4Cv kom fram á sjónarsvið- ið á árinu 1946, lítill bíll með litla og sparneytna vél, sem framleiddur var næsta óbreyttur í fjölda ára. Hér má sjá einn slíkan frá árinu 1959. Bjallan frá Volkswagen er bfll sem vart þarf að kynna, svo mikil áhrif hafði þessi bíil á bílaheiminn í fjölda ára. Hér er ein slfk frá árinu 1950. Renault vildi sýna að hann gæti einnig framleitt lipra sportbfla og hér má sjá Renault Alpine Berlinette 1600S frá árinu 1959. Renault Daupine þekkja margir hér á landi enda voru bílarnir vinsælir hér á árunum um 1960, liprir bílar með vélina að aftan. Dauphine kom fram á sjónarsviðið á árinu 1956 en bíliinn á myndinni er Ondine-gerð hans frá árinu 1961. Peugeot fylgdi í kjölfar Renault og kynnti þennan 203 á árinu 1948. Á mynd- inni er árgerð 1949. Ferdinand Porsche hafði lagt grunninn að bjöllunni frá VW á sínum tíma og hann hélt áfram á sama grunni þegar hann hóf starfrækslu eigin bílaverk- smiðju eftir stríðið. Hér má sjá einn þekktasta sportbíl hans, Porsche 911S, frá árinu 1970. Þetta er Facel II, árgerð 1964, frá Facel Vega. Jaguar á Englandi sýndi og sannaði að þar voru menn ekki af baki dottnir við smíði alvörusportbíla. Hér má sjá Jaguar E V12 frá árinu 1972. Þegar komið var fram á áttunda áratuginn urðu bílarnir sífellt sportlegri í út- llti eins og sjá má á þessum bílum sem eru nokkrir tilraunabílar frá frönsku bílaframleiðendunum á þessum tíma. Sportbíll fyrir almenning, sagði Ford um Mustang þegar hann kom fram á sjónarsviðið árið 1966, enda náði bfllinn mikilli hylli vestanhafs. Breski bílaiðnaðurinn hafði farið seint f gang eftir heimsstyrjöldina en þegar Bretar kynntu Mini-bfiinn hittu þeir naglann svo sannarlega á höfuðið. Hér má sjá Austin Cooper 1000 frá árinu 1962. Peugeot lagði áherslu á trausta og góða fólksbíla og einn slíkur var 404 sem framleiddur var óbreyttur um árabil, hér í blæjugerð frá árinu 1967.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.