Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 2
FOKUSMYNDIR: I MAR POR FÖRSUN: K'ROUNARSKO:.. NO-NAMf HAR: SPACE FATNAÐUR: Eigendur og starfsfólk fyrirsætuskrifstofunnar Eskimo models. Taliö frá vinstri: Þórey Vilhjálmsdóttir, Arný Hlín Hilmarsdóttir, Asta Kristjánsdóttir, Kristín Ásta Kristinsdóttir, Berlind Jónsdóttir og Brynja X. Vífilsdóttir. að byrja ungar Ford-keppnin er ekki fegurðarsamkeppni. Tilgangur hennar er fyrst og fremst að gefa ungum stúlkum, sem langar að starfa sem fyrirsætur, tækifæri á að koma sér á fram- færi. Oftast eru stúlkurnar algerlega óþekkt- ar þegar þær skrá sig í keppnina og þátttaka þeirra er því fyrsta skrefið á fyrirsætuferlin- um. Það er ástæðan fyrir því hversu ungir keppendumir eru en aldur þeirra hefur einmitt verið nokkuð umdeildur í samfélag- inu. Óánægjuraddirnar segja það ófært að gera nýfermdar stúlkur að kyntáknum en að- standendur keppninnar segja hins vegar að það sé ekki verið að láta keppendurna gera hluti sem hæfa ekki aldri þeirra. Þórey Vil- hjálmsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir eru eigendur fyrirsætuskrifstofunnar Eskimo Models og umboðsaðilar fyrir Ford-keppnina á íslandi. Þær segja það síður en svo vera verra fyrir stúlkumar að vera ungar þegar þær byrji í bransanum og taka sem dæmi stúlkurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í fyrra, Eddu Pétursdótttur og Dagbjörtu Ylfu Geirsdóttur, en þá voru þær þrettán og fjórtán ára. „Það er gott fyrir stelpur að fá tækifæri til að byrja ungar í þessu,“ segja Þórey og Ásta. „Þær hafa notað tímann vel síðasta árið og náð langt í að koma sér á framfæri erlendis. Mæður þeirra eru alltaf með þeim I för auk þess sem við erum þeim til halds og trausts svo þær nái ömgglega að fóta sig og án vand- ræða. Ef stúlkurnar væru eldri þegar þær leggja af stað út í þetta, til dæmis átján eða nítján ára, væm þær mun öryggislausari þar sem meiri reynslu er krafist af svo gömlum stúlkum erlendis. Auk þess fylgdu mæður þeirra þeim að öllum líkindindum ekki hvert fótmál en nærvera þeirra er stúlkunum mik- ill styrkur," segir Þórey og tekur jafnframt skýrt fram að engar myndir hafi verið tekn- ar af stúlkunum sem teljast geta erótískar og keppendur séu ekki látnir koma fram á sund- bolum. Auk þess má geta þess að keppnin er reyklaus. Fannst á bensínstöð Þetta er í þriðja sinn sem Eskimo models er með umboð fyrir Ford-keppnina. Þær tóku við af Katrínu Pálsdóttur fréttamanni sem hafði þá séð um keppnina frá byrjun eða síðan 1982. „Ég var ritstjóri á Nýju lífi og fór til New York í því skyni að taka viðtal við Eileen Ford sem er móðir Ford-keppninar. Þá bað hún mig um að sjá um keppnina á íslandi og ég samþykkti það,“ segir Katrín sem hefur síðan uppgötvað margar stúlkur sem hafa síð- ar gerst þekktar fyrirsætur. Til dæmis Andreu Brabin. Hana fann Katrín á bensín- stöð í Grafarvogi og á endanum stóð hún uppi sem sigurvegari i Ford-keppninni. Elísabetu Davíðsdóttur uppgötvaði Katrín líka og kom henni á framfæri. „Mér fannst Elísabet hafa allt til að bera til að ná langt sem fyrirsæta. Það skipti líka miklu máli að hún hafði búið í útlöndum en það hefur sýnt sig að þær stelpur sem hafa gert það eru að mörgu leyti betur búnar und- ir þetta en þær sem hafa alla ævi búið hér heima og ekkert séð nema okkar litla samfé- lag. Það var eins með Andreu Brabin en pabbi hennar er Breti og hún þekkti þess vegna Bretland að einhverju leyti. Það skiptir öllu máli fyrir þessar stelpur í byrjun ferilsins að hafa kynnst lífinu í öðru landi. Þá eru þær ekkert smeykar og það skilar sér í starfmu," segir Katrín. 150 sóttu um Nú virðist keppnin vera vinsælli en nokkum tíma áður. Um 150 stúlkur sóttu um að fá að taka þátt en aðeins þijátíu og fimm voru valdar í undanúrslitin. Af þessum þrjátíu og fimm, sem myndir eru af hér í Fókusi, kom- ast tíu í sjálfa úrslitakeppnina sem fram fer í Héðinshúsinu 16. apríl næstkomandi. Þar munu þær sýna fót frá íslenskum fatahönnuði og fjórum tískuvöruverslunum og dómnefnd sker úr um hver eigi helst skilið að hljóta titil- inn Ford-stúlka ársins 1999. í dómnefhdinni sitja sex manns, meðal annars fulltrúar frá Models 1 í London og Ford í París, en sá dóm- ari hefúr úrslitavaldið. Farið er eftir fram- komu stúlknanna, karakter þeirra og útliti. „Þar sem útlitið er það sem hefur helst fleytt þeim áfram í keppninni hingað til, skiptir karakterinn mestu máli í úrslitun- um,“ segir Þórey og bætir við að stúlka sem sé óörugg og óframfærin eigi lítinn möguleika á sigri. „Það skiptir miklu máli að vera opin, hafa bein í nefinu, kjark og þor. Annars ná þær aldrei langt i þessum bransa." chmetzhanov; irla Lilja flsdóttir ^tfs Ösk v/ Laxdal Jfonsdóttir 15 ára 173 cm Inga Bryndí: Stefánsdótti 16 ár; 169 cn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.