Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 21 íþróttir íþróttir NBA-DEILDIN Úrslit leikja í nótt: Boston-Minnesota..........68-87 Anderson 16, Mercer 13, Scott 22, Gamett 22. Atlanta-Indiana.........103-102 Smith 25, Mutombo 19 - Miller 26. Charlotte-Chicago.......110-81 Miller 25, Wesley 16 - Simpkins 20. New Jersey-Detroit......71-84 Dele 18, Stackhouse 17 - Van Hom 27. Dallas-Houston............78-88 - Olajuwon 24, Mobley 16. MUlwaukee-Miami.........76-84 Mouming 19. Seattle-Washington......92-96 -Richmond 30. Vancouver-PhUadelphia . . 90-95 - Iverson 34, Ratliff 16. LA CUppers-Golden State . . 80-92 Taylor 23 - Jamison 22 LA Lakers-Phoenix .... 101 - 106 - Robinson 24, Kidd 23, Longley 18. Sacramento-New York .... 92-91 - Ewing 23. Kevin Keegan, landsliðseinvaldur enska landsliðsins í knattspymu, kaUaði í gær Chris Armstrong hjá Tottenham í hópinn fyrir leikinn á móti Pólveijum i Evrópukeppninni. MikU meiðsli valda Keegan hugarangri en í gær var endanlega ljóst að Robbie Fowler, Michael Owen, Chris Sutton og Darren Anderton myndu ekki leika vegna meiðsla. Nú er oróiö Ijóst að ekkert verður af leikjum Júgóslava gegn Króatíu og Makedóníu i Evrópukeppninni sem áttu að vera á laugardag og miðvikudag vegna stríðsástandsins í landinu. Rútuferðir veröa á leik HK og Aftureldihgar frá íþróttahúsinu Digranesi 25. mars, farið verður kl.19.10 stundvíslega, og til baka aö leik loknum. Stuðningsmenn era hvattir til að mæta á leikinn og styðja við bakið á stolti Kópavogsbúa í handboltanum. -JKS Forkeppni að úrslitum HM 20 ára landsliða í handknattleik: „Strákarnir ákveðnir í að selja sig dýrt“ - segir Einar Þorvarðarson, þjálfari liðsins Islenska landsliðið í handknatt- leik, skipuðum leikmönnum 20 árs og yngri, heldur eftir helgina til Kosice í Slóvakíu til þátttöku í for- keppni heimsmeistaramótsins en úrslitakeppninni verður síöan í Kvatar í ágúst í sumar. Auk íslands í riðlinum eru Slóvakar, Grikkir og Kýpur og fer efsta liðið áfram í úr- slit. Lítill tími hefur gefist til æfinga og kom það saman um síðustu helgi og meiri tími gefst varla til æfinga en úrslitakeppnin á íslandsmótinu er hafin og þar eru margir strákana að leika með sínum liðum. „Svona í fljótu bragði sýnist mér Einar Þorvarðarson er þjálfari U-21 árs liðsins og honum til aðstoðar á mótinu verður Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari. Grikkimir vera með sterkasta liðið. Það er mikill uppgangur í hand- knattleik í Grikklandi enda hafa unglingaliðin þaðan verið að ná ágætum árangri á alþjóða vettvangi. Ég er búinn að sjá Grikkina á myndbandi gegn Frökkum þar sem liðin voru að leika um 7.-8. sæti á síðustu Evrópukeppni. Grikkimir vom þar sterkir og hávaxið lið og lögðu þeir Frakkana að velli,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari liðsins, í samtali við DV. Honum til aðstoð- ar á mótinu verður Þorbjöm Jens- son þjálfari A-liðsins. Fyrst leikið við Grikki Fyrsti leikur liðsins verður gegn Grikkjum og í þeim leik getur ráð- ist hvor þjóðin tryggir sér farðseðil- inn til Kvatar. Einar sagði að liðið renndi alveg blint í sjóinn varðandi slóvanska liðið en hann teldi þó að Kýpur væri með slakasta liðið í riðlinum. „Það má segja að styrkur okkar liðs liggi í sóknarleiknum en við emm með frekar lágvaxið liðið og það getur komið niður á varnar- leiknum. Við höfum þó unnið að því að byggja vörnina upp en liðið hef- ur fengið skamman tíma til undir- búnings. Það era margir í hópnum sem leika með 1. deildarliðum og má þar nefna Halldór Sigfússon, KA, Guðjón Val Sigurðsson, KA og Ragnar Óskarsson úr ÍR. Strákamir era alveg ákveðnir í því að selja sig dýrt og allt verður lagt undir til að komast í úrslitakeppnina í sumar,“ sagði Einar í samtalinu við DV. 15 fara til Slóvakíu Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn en skorið verður niður um helgina en 15 leikmenn skipa að lokum hóp- inn sem fer til Kosice. Ragnar Óskarsson, ÍR, Ingimund- ar Ingimundarson, ÍR, Kristján Þor- steinsson, Fram, Róbert Gunnars- son, Fram, Halldór Sigfússon, KA, Jónatan Magnússon, KA, Guðjón Valur Sigurðsson , KA, Valdimar Þórsson, Selfoss, Gísli Guðmunds- son, Selfoss, Flóki ólafsson, Þór, Sig- urgeir Ægisson, FH, Sverrir Þórðar- son, FH, Sigurgeir Höskuldsson, Grótta/KR, Daníel Ragnarsson, Val, Ingvar Sverrisson, Val, Bjarki Sig- urðsson, Val, Heimir Ámason, KA, Vilhelm Sigurðsson, Fram. Hjalti Gylfason úr Vikingi gaf ekki kost á sér. -JKS Daníel Guðjón V. Ragnarsson, Val Sigurðsson, KA. Reykjavíkurmótið í pílukasti: Kristinn Þór maður mótsins Hátt á fjórða tug keppenda tók þátt í einmenningskeppni og tólf pör í tvímenningskeppninni á Reykjavíkurmótinu í pílukasti sem fram fór í Laugardalshöll- inni. Kristinn Þór Kristinsson var maður mótsins, sigraði í einmenn- ingskeppni, og hampaði einnig bikarnum í tvímenningi, ásamt fé- laga sínum, Óla Sigurðssyni. Úrslit á mótinu Úrslit í einmenningskeppni karla varð sú að Kristinn Þór Kristinsson sigraði, Óli Sigurðs- son varð í öðru sæti, Þröstur Ingi- marsson í þriðja og í fjórða sæti lenti Þorgeir Guðmundsson. í einmenningskeppni kvenna sigraði Anna K. Bjarnadóttir. Elín Ástbjörnsdóttir varð önnur, Sonja Viktorsdóttir þriðja og fjórða varð Laufey Sigurðardóttir. í tvímenningi báru Kristinn Þór Kristinsson og Óli Sigurðsson sig- ur úr býtum og i öðru sæti urðu þeir Sæmundur Sigurðsson og Þröstur Ingimarsson. Áhugi á pílukasti fer vaxandi Áhugi á pílukasti hefur farið vaxandi síðustu ár en það stendur Pílukastfélagi Reykjavíkur nokk- uð fyrir þrifum að aðstöðu hefur vantað til æfinga. Nú er hins veg- ar unnið að því að setja upp fyrsta flokks píluspjöld í Grandrokk við Smiðjustíg. -JKS ■ ; Kristinn Þór Kristinsson til hægri sem sigraði í einmenningi og óli Sigurðsson sem sigraði í tvímenningi ásamt Kristni Þór. Deildarmeistaraálög - í úrslitakeppni handboitans 1992 til 1998 8-liða lirsUt Nissandeildarinnar: Afturelding-HK............................20.30 ÍBV-Hauka.................................20.30 Körfuknattleikur kvenna- oddaleikur: ÍS-Keflavík...............................20.00 1. deild karla í körfuknattleik- úrslit 2. leikur: Hamar-tR..................................20.00 - með sigri fara ÍR-ingar upp í úrvalsdeild Ár Deildarmeistarar íslandsmeistarar (sæti í delld) 1999 Afturelding ? 1998 KA út í undanúrslitum Valur (5.) 1997 Afturelding I ööru sæti KA (3.) 1996 KA I ööru sæti Valur (2.) 1995 Valur —► Valur ÍM 1994 Haukar í ööru sæti Valur (2.) 1993 Valur —► Valur ÍM 1992 FH ► FH ÍM í •X.*Á Handknattleikur kvenna: Yfrrbtiröir í fyrri hálfleik - Fram komið í undanúrslit Það var ekki rismikill handbolti sem Fram og ÍBV buðu uppá þegar liðin mættust í þriðja og síðasta sinn í 8 liða úrslitum 1. deildar kvenna. Fram stúlkur, sem töpuðu öðram leiknum í Eyjum með 10 marka mun, komu gríðarlega ákveðnar til leiks þar sem vamar- leikurinn var svo sterkur að þær komust í 7-0 þegar tæpar 17 mínút- ur vora liðnar af leiknum og leiddu með 9 mörkum í hálfleik 12-3. Fyrri hálfleikur var langt í frá skemmti- legur á að horfa, ekki aðeins vegna þess að Fram hafði slíka yfirburði sem tölurnar gefa til kynna heldur einnig vegna þess að leikmenn beggja liða gerðu sig seka um því- líkan mýgrút af mistökum að það hálfa hefði verið nóg. Sóknarleikur beggja liða var afskaplega slakur, þar sem sóknamýting Fram var 33% en Vestmannaeyinga 10%. Það má þó ekki draga úr frábærri mark- vörslu Hugrúnar Þorsteinsdóttur, Fram, í hálfleiknum, þar sem hún varði 14 skot, þar af 2 víti. Seinni hálfleikurinn var hálfu verri en sá fyrri. Framarar slökuðu á og Vestmannaeyingar hresstust aðeins, en það varð einungis til þess að meðalmennskan varö alls ráð- andi. Sigur Fram var þó aldrei í hættu og sigruðu þær 19-15. „Liðið var í losti eftir síðasta leik, og hefur aldrei spilað jafn illa og þá. Það var bara spurning um að koma hér í dag og sýna sitt rétta andlit. Við vorum ákveðnar i að gera það og fylgdum því eftir. Vamarleikur- inn var ótrúlega góður hjá okkur. Núna era leikimir gegn FH framundan og það verður hörkubar- átta, við þurfum bara að æfa vel fram að því,“ sagði Díana Guðjóns- dóttir, sem var einna skást í liði Fram. Það stóð ekki steinn yfir steini í liði ÍBV en Lukrecija Bokan mark- vörður lék þeirra best. Mörk Fram: Díana Gúðjónsdóttir 5, Marina Zoueva 5, Olga Prohorova 3, Svanhildur Þengilsdóttir 2, Arna Stein- sen 2, Jóna Björg Pálmadóttir 1 og Guð- ríður Guðjónsdóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 20/2, Erna Eiriksdóttir 2. Mörk ÍBV:Amela Hegic 5/2, Guð- björg Guðmannsdóttir 4, Jennie Martins- son 2, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Aníta Ár- sæisdóttir 1 og Hind Hannesdóttir 1. Varin skot: Lukrecija Bokan 14/1. -ih Díana Guðjónsdóttir átti góðan leik fyrir Fram og skoraði 5 mörk. Hér fær hún óblíðar móttökur þegar hún reynir að brjótast í gegn. DV-mynd Hilmar Undankeppni stúlknalandsliða fyrir HM: v ■- Fiestir spá því að Bjarki Sigurðsson og hans menn í Aftureldingu verði íslandsmeistarar í fyrsta sinn og bæti þriðja bikarnum í safnið á þessari leiktfð. Sigurður Sveinsson og lærisveinar hans í HK leika í fyrsta sinn í 8-iiða úrslitunum. Þeir mæta deildar- og bikarmeisturum Aftureldingar í kvöld. 8-liða úrslit Nissandeildarinnar í handknattleik heQast í kvöld: Spennuleikir Olafur Lárusson spáir í spilin í 8-liða úrslitum Nissandeildarinnar sem hefjast í kvöld Barist um sæti í Kína í Krikanum Slagurinn um íslandsmeistaratitil- inn í 1. deild karla í handknattleik hefst í kvöld en þá verður flautað til leiks í 8-liða úrslitunum með tveimur leikjum. Framundan er æsispennandi barátta um titilinn sem Valsmenn hafa unnið tvö ár í röð en þeir eiga ekki kost á að verja bikarinn þar sem þeim tókst ekki að komast í hóp átta efstu liða. DV fékk Ólaf Lárasson, þjálfara Gróttu/KR, til spá fyrir um úrslitin í 8-liða úrslitunum. Afturelding-HK 2-0 „Afturelding klárar þetta í tveimur leikjum, á þeim forsemdum að HK- menn era orðnir saddir. Þeir era bún- ir að gera gott betur en flestir reikn- uðu með að þeir myndu gera og þeir geta verið mjög sáttir við sína stöðu. Ég held að Afturelding sé einfaldlega með of sterkt lið til þess að gefa eitt- hvað frá sér í þessum leikjum. Auðvit- að geta meiðsli sett strik í reikninginn hjá Mosfellingum. Ef Bjarki er ekki heill þá gæti það haft áhrif leik Aftur- eldingar eins og það gerði fyrir tveim- ur áram, enda Bjarki langbesti sókn- arleikmaður landsins í dag. Þá getur það breytt stöðunni ef Bergsveinn er meiddur en engu að síður spái ég Aft- ureldingu sigri, 2-0, með fúllri virð- ingu fyrir Sigurði Sveinssyni og læri- sveinum hans.“ ÍBV-Haukar 2-1 „Með úrslitin í þessari viðureign treysti ég á að Þorgbergur og hans menn í ÍBV klári sitt heimavallar- dæmi. Haukamir hafa að vísu mikla breidd og það gæti gefið þeim mögu- leika ef þetta fer í þrjá leiki eins og ég reikna með. Ég held að stemningin í þessum tveimur leikjum, sem ég reikna með að verði í Eyjum, verði það mikil að það eigi að fleyta Eyja- mönnum áfram. ÍBV hefur oft verið stutt frá þvi að komast langt í úrslita- keppninni og menn þar á bæ vilja ör- ugglega að það takist i ár. Breiddin er meiri hjá Eyjamönnum heldur en fyrr í vetur. Þeir hafa verið að endur- heimta útlendingana úr meiðslum og það ásamt heimavallarstemningunni gerir það af verkum að þeir slá Hauk- ana út, 2-1. Fram-KA 2-1 „Að öllu forfallalausu þá spái ég því Fram klári þetta, 2-1 í hörkuleikjum þar sem heimavöllurinn mun ráöa úr- slitum. Þessi lið hafa átt misjöfnu gengi að fagna í vetur. Flestir áttu von á að KA-menn yrðu ofar. Þeir urðu hins vegar fyrir áfalli að missa Reyni markvörð. KA er samt sem áður með sterka leikmenn í sínum röðum og lið- ið er sóknarlega sterkt með örvhenta Danann fremstan í flokki. Ég held hins vegar að ef Framarar ná að stilla sitt lið saman og þeir Gunnar Berg og Titov verði með á fullu hafi þeir KA- mennina, 2-1. Það verður samt ekkert meira en svo. Það vita allir að Fram- arar eiga miklu meira inni heldur en þeir hafa verið að sýna og ef þeir ná sér á strik era þeir með sterkara lið en KA.“ Stjarnan-FH 1-2 „í þessari viðureign er allt opið og getur þess vegna endað 2-0 á báða bóga eins og þetta getur endað 2-1 á annan hvorn veginn. Stjörnumenn hafa verið að spila vel í vetur og þá sérstaklea eftir að þeir fengu Rússann. Með tilkomu hans hafa þeir lokað mikið af götum í sínum vamarleik og Birkir mcirkvörður var að verja mjög vel meginn þorran af mótinu. Hann hefur hins vegar ekki verið nógu góð- ur undir það siðasta. Þetta verður hnífiafnt einvígi en ég hallast frekar af því að það verði FH-ingar sem fari með sigur af hólmi, 2-1 og byggi ég spá mína á sögulegum staðreyndum. Ég held hins vegar að Stjaman eigi meiri möguleika en oft- ast áður á að komast í fyrsta sinn upp úr 8-liða úrslitunum. Liðið hefúr sýnt meiri stöðugleika en oft áður. FH-ing- ar hafa verið að vaxa jafnt og þétt. Liðið byrjaði mótið mjög illa en með seiglu hefur þeim tekist að rétta sinn hlut og eftir að Kristján kom inn í lið- ið hefur vamarleikurinn breyst til batnaðar. Ég held að FH komi til meö að spila 3:2:1 vöm og ef liðið spilar hana eins vel og það getur best munu þeir vinna einvígið." -GH í gær var tilkynntur 20 manna leikmannahópur 20 ára landsliðs stúlkna fyrir undankeppni heims- meistaramótsins sem verður í Kaplakrika dagana 2.-4. apríl. Auk íslendinga skipa Ungveijar, Slóven- ar og Finnar þennan riðil. Sigurveg- arinn vinnur sér sæti í úrslita- keppninni sem verður í Kína í sum- ar. Baráttan um sætið verður mjög hörð en talið er þó að íslenska liðið eigi mögileika að hljóta það á góð- um degi. Svava Ýr Baldvinsdóttr og Judit Esztergal era þjálfarar liðsins og lít- ur hópurinn þannig út. Dagný Skúladóttir, FH, Drífa Skúladóttir, FH, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, FH, Gunnur Sveinsdóttir, FH, Hafdís Hinriks- dóttir, FH, Þóra Brynjólfsdóttir, FH, Edda Hrönn Kristinsdóttir, Grótta/KR, Eva Hlööversdóttir, Grótta/KR, Harpa Ingólfsdóttir, Grótta/KR, Kristín Þórðardóttir, Grótta/KR, Sigríður Birna Jónsdótt- ir, Grótta/KR, Þóra Hlíf Jónsdótir, Grótta/KR, Eva Halldórsdóttir, Val, Anna María Guðmundsdóttir, Val, Berglind Hansdóttir, Val, Hafrún Kristjánsdóttir, Val, Þóra Helgadót- ir, Val, Ásdís Sigurðardóttir, KA, Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV, og Hanna Stefánsdóttir, Haukum. Hópurinn kom saman tU æfinga í fyrsta sinn í Kaplakrika í gærkvöld og verður æft upp á hvern dag fram að riðlakeppninni. Um næstu helgi verður farið í æfmgabúðir að Laug- arvatni og æft þar tvisvar sinnum á dag. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.