Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 19 8-liða úrslitin handboltanum hefjast í kvöld Bls. 20-21 ---J^- Arna Steinsen, Þuríður Hjartardóttir og Díana Guðjónsdóttir fagna öruggum sigri á ÍBV og um leið sæti í undanúrslitum 1. deildar kvenna í handknattleik, þar sem þær mæta FH. Á innfelldu myndinni er Hugrún Þorsteinsdóttir, markvörður Fram, með son sinn en hún varði mark Fram vel gegn ÍBV. Hilmar Þór Þýski handboltinn: Níu mörk hjá Óla - í sigri Magdeburg - Essen og Eisenach töpuðu Ólafur Stefánsson skoraði 9 mörk, þar af 7 úr vítaskotum, þegar Magdeburg sigraði Dutenhofen, 24-17, í þýsku A-deildinni í hand- knatfleik í gær. Róbert Duranona skoraði 2 mörk fyrir Eisenach, sem steinlá á úti- velli fyrir Kiel, 36-25. Svíinn Magn- us Wislander fór á kostum í liði Kiel og skoraði 13 mörk, Perunicic skor- aði 6 og Nicolaj Jacobsen einnig. Niederwurzbach stöðvaði sigur- göngu Flensburg og sigraði á heima- velli, 27-25. Frakkinn Joulin skor- aði 7 mörk fyrir Niederwiirzbach og sænski landsliðsmaðurinn Stefan Lövgren 6. Flest bendir til þess að Niederwurzbach verði gjaldþrota. Aðalstyrktaraðli félagsins hefur ákveðið að hætta og er liðið illa statt fjárhagslega. Stefan Lövgren gengur líklega í raðir Lemgo fyrir næstu leiktíð en óvíst er hvert aðrir leikmenn liðsins fara. Páll Þórólfsson og félagar hans í Essen töpuðu fyrir Lemgo á útivelli, 24-22. Páll skoraði 4 mörk fyrir Essen og átti mjög góðan leik. Flensburg er efst í deildinni með 37 stig, Lemgo er með 36 og Kiel 34. Essen er í 7. sæti með 25 stig og Magdeburg í 8. sæti með 24. Eise- nach er í 13. sæti með 20 stig. Héðinn skoraði 9 í sigri Dormagen í suðurhluta B-deildarinnar vann íslendingaliðið Bayer Dormagen sigur á Diisseldorf á útivelli, 17-24. Héðinn Gilsson var markahæstur í liði Dormagen með 9 mörk, Daði Hafþórsson skoraði 2 og Róbert Sig- hvatsson 1. Dormagen er efst með 51 stig, Willstatt, lið Gústafs Bjarna- sonar, er í öðru sæti með 48 stig og Leuterhausen í því þriðja með 46. „Við þurfum að vinna tvo af slð- ustu fjórum leikjunum og þá erum við komnir upp. Ég held að okkur eigi að takast það," sagði Róbert Sighvatsson við DV í gær. -GH Handbolti: Gunnar áfram með Grottu/KR Gunnar Gunnarsson hefur verið endurráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu/KR í hand- knattleik og mun hann stýra lið- inu til næstu tveggja ára. Gunn- ar var ráðinn til félagsins fyrir tæpu árið síðan og hefur á þeim tíma unnið mikið uppyggingar- starf hjá félaginu. Mikill hugur er í forráðamönnum liðsins að koma því í fremstu röð á næstu árum, en mikill efniviður er hjá félaginu. Allir þeir leikmenn sem léku með Gróttu/KR í vetur verða með á næsta tímabili og er stefnt að því að styrkja liðið enn frek- ar. -GH Fanney átti stórleik Fanney Rúnarsdótt- ir, mark- vörður ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik, átti stórleik með liði sínu Tertnes í norsku A- deildinni í handknattleik í gær- kvöld. Fanney varði 26 skot, þar af 3 víaköst, þegar Tertnes vann stórsigur á Selbu, 39-22. Tertnes er í öðru sæti deildarinnar og er i harðri baráttu við Byásen um annað sætið, en liðin mætast í síðustu umferð deildarinnar. -GH Enattspyrna: Leiftur sigraði í Portúgal Leiftur sigraði portúgalska 2. deildar liðið Louletano, 1-0, á móti á Algarve í Portúgal í gær. Það var Brasilíumaðurinn Alex- ander sem skoraði markið fyrir Leiftur. Mótið heldur áfram í dag og leika þá meðal annars Eyja- menn gegn Olhanense frá Portú- gal. Leiftur leikur á morgun gegn 1. deildarliðinu Farense. Auk Leifturs og Eyjamanna eru á Algarve: Dalvík, Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik, FH, Fylkir og Valur. Kvennalið ÍBV, Stjörnunnar og Breiðabliks eru einnig á svæðinu. Þar var í gær 20 stiga hiti og skýjað. -JKS Auðun ekki á leið til Bolton Colin Todd, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Bolton, vísar þeim fréttum á bug að hann hafi sýnt áhuga á að kaupa landsliðsmanninn Auðun Helga- son frá norska liðinu Viking Stavanger. Blað i Noregi greindi frá því vikunni að Todd vildi kaupa Auðun og væri tilbúinn að greiða fyrir hann um 90 milljón- ir króna. Þegar DV bar þessar fréttir undir Auðun hafði hann ekkert heyrt af þessu, en hann vissi til þess að umboðsmaður sinn væri alltaf með einhverjar fyrir- spurnir frá öðrum félögum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.