Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 mmm------------------ Krabbamein, hvítblæöi, alzheimer: Ekki lengur ólæknandi? Einræktun hugsanlega lykillinn - siQamannát, segja andstæöingar í myndinni Multiplicity lék Michael Keaton hugmyndarikan eiginmann sem datt í hug, eins og mörgum öörum fyrr og síðar, að það gœti nú haft ýmsa kosti í för með sér að geta verið á mörgum stöðum samtímis. Af augljósum ástœðum er það einum manni ofviða en hvað ef eintökin vœru fleiri? Hann fór því að fordœmi guðs og skapaði mann í sinni mynd: Sjálfan sig. Aðferðin: Einrœktun. Dolly hefur ástæðu til þess að smæla framan í heiminn enda sátt við lífið og tilveruna þrátt fyrir að guð hafi hvergi komið þar nærri. Margur kvik- myndaunnand- inn skemmti sér dátt við að fylgj- ast með belli- brögðum Keatons á hvíta tjaldinu en í raun- veruleikanum er einræktun eða klónun gríðarlega umdeilt fyrir- bæri. Ekki er langt síðan fyrsta klónaða spendýrið, kindin Dolly, leit dagsins ljós, síðan hafa ýmis önnur dýr verið klónuð og visinda- menn hafa þegar þróað þessa grein það langt að einræktun manna, að minnsta kosti á fósturstigi, er þegar möguleg. Eins og stendur er þó ekki hægt að rækta fullvaxna manneskju úr fóstrinu en eins hratt og tækn- inni fleygir fram á okkar tímum er þess eflaust ekki langt að bíða að tæknin verði fyrir hendi. En þó svo fari er síður en svo víst að hún verði notuð. Siðferðilega rétt? Miklar deiiur hafa risið um hvort einræktun sé siðferðilega réttlætan- leg og sem stendur er einræktun manna bönnuð með lögum í flestum vestrænum löndum. í Bandaríkjun- um hefur Bill Clinton forseti jafnvel beitt sér fyrir frnim ára banni við rannsóknum á einræktun manna og til eru öflugar hreyfingar sem vilja alþjóðlegt bann. Vísindamenn segja að um mísskilning sé að ræða ef fólk telur að ætlunin sé að búa tíl einræktað, fulh/axið fólk. Eínræktun í lækn- isfræðilegum tilgangí gætí hins vegar fært mannkyninu mikla blessun: Meðal sjúk- dóma sem fundíst gætí lækníng við er fjöldi hrömunarsjúk- dóma sem ólæknandi eru í dag, tíl dæmis sykursýki, parkinsons- veiki, alzheimer, iifrar- bótga, skorpulifur og síðast en ekki síst krabbamein og hvít- blæði. Sameining guðs og manns í janúar á síðasta ári til- kynnti Bandaríkjamaður að nafni dr. Richard Seed að hon- um myndi takast að klóna menn innan þriggja mánaða. Dr. Seed safnaði fé, um 15 millj- ónum dollara, og fólki, eitt hundrað ófrjóum pörum, og hefur fest kaup á húsi á eyj- unni Hokkaido í Japan. Þar ætlar hann að setja upp ein- ræktunarstofu sem opnuð verður í ágúst á þessu ári. Hann býst við að framleiða um það bil 500 börn á ári. Fyrr á þessu ári voru eftir- farandi orð höfð eftir Dr. Seed um einræktun í breska blaðinu Guardian: „Guð skapaði mann- inn í sinni mynd. Guð ætlaði manninum að sameinast sér í guðdómleika sínum. Einrækt- un og enduruppröðun DNA eru fyrstu ákveðnu skrefin í átt að þeirri sameiningu." Vísindcunenn segja að um mis- skilning sé að ræða ef fólk telur að ætlunin sé að búa til einræktaö, fullvaxið fólk. í fyrsta lagi séu þeir á móti því siðferðilega og í öðru lagi sé það tæknilega ómögulegt, eins og er. Flestir vísindamenn fylla þenn- an hóp, að undanskildum nokkrum athyglissjúkum „útlögum" vísind- anna sem telja að slíkt myndi full- nægja mikilmennskubrjálæði þeirra og koma þeim á spjöld sög- unnar. Lítil hætta er þó talin á að þeim takist ætlunarverk sitt. 250 vanskapaðar kindur Sem sönnun á hversu ófullkomin einræktunartæknin er sem stendur benda vísindamenn á að meira en 250 tilraunir þurfti til áður en þeim tókst að búa til Dolly. Tilraunimar sem mistókust höfðu í fór sér svo svakalegan vanskapnað að vísinda- menn segja að væri reynt að ein- rækta mann myndi það hafa í för með sér óendanlegar mannlegar þjáningar fyrir vafasamt markmið. Það sem vísindamennirnir fara hins vegar fram á er að fá leyfi til takmarkaðrar einræktunar á mennskum fósturvísum. Svokallaðar stofnfrumur eða „stem cells“ í fósturvísunum eru grunnurinn að nær öllum mismun- andi frumu- og vefjagerðum hins verðandi líkama. Telja vísindamenn að ef þeir fengju tækifæri til þess að rækta þessar frumur í tilraunastof- um og stjómað því hvemig þær þró- ast gætu þeir, fræðilega séð, ræktað allar gerðir vefja sem nauðsynlegar eru við líffæraígræðslu. Hinn mikli kostur við þetta væri sá, að ígræddi vefurinn væri að öllu leyti eins og hinn fyrri og því myndi líkaminn ekki hafna honum, sem allt of oft er hættan við slíkan aðgerðir. Sem dæmi má nefna að með þess- ari tækni mætti einrækta heil- brigða húðfrumu hvítblæðisjúk- lings í fósturvísi og nota svo stofn- frumur fósturvísisins til þess að framleiða heilbrigðar beinmergs- frumur fyrir sjúklinginn. Lækning við krabbameini? Vísindamenn kalla þetta ferli „lækninga-klónun" (therapeutic cloning) til aðgreiningar frá klónun sem miðast að því að búa til lifandi, fullvaxið fólk. Segja þeir að ávöxtur rannsókna á þessu sviði gæti orsak- að læknisfræðilega byltingu og það er fast að orði kveðið hjá stétt sem venjulega er ekki yfírlýsingaglöð. Meðal sjúkdóma sem þeir segja að fundist gæti lækning við er fjöldi hrömunarsjúkdóma sem ólæknandi eru í dag, til dæmis sykursýki, parkinsonsveiki, alzheimer, lifrar- bólga, skorpulifur og siðast en ekki síst krabbamein og hvítblæði. Þessir sjúkdómar eiga það sam- eiginlegt að frumur vefjanna sem þeir ráðast á deyja eða glata virkni sinni og líkaminn missir hæfileik- ann til þess að framleiða nýjar í þeirra stað. Með lækninga-klónun væri hugsanlega hægt að framleiða nýjar, eins frumur í staðinn. Á þessu stigi segja vísindamenn aðeins eina leið færa til þess að framleiöa þessar framur, það er að rækta þær upp úr stofnfrumunum sem áður var minnst á. Þær fást svo aftur á móti aðeins úr ungum mennskum fósturvísum, 5 til 6 daga gömlum. Hins vegar þykja aðrar rannsókn- ir hafa sýnt að þessar stofnfrumur finnist einnig í fullvöxnu fólki og segja andstæðingar einræktunar þá staðreynd gera einræktun af hvaða tagi sem er algerlega óþarfa. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli og er þetta enn einn flöt- ur á deilunni. Sérfræðingar segja... Vísindamenn í Bretlandi sækja það fast um þessar mundir að fá leyfi til að stunda rannsóknir sem byggjast á einræktun með fyrr- greindum hætti. Tvær nefndir sér- fræðinga hafa mælt með því við bresku ríkisstjómina að leyfið verði veitt og þykir líklegt að svo muni fara, að því tilskildu að fósturvísun- um verði eytt við 14 daga aldur. Nefndirncir mæltu hins vegar með algeru banni við einræktun lifandi manneskja svo það mætti segja að allir væru sammála um það atriði. Andstæðingar mótmæla harðlega tilslökunum á þessum vettvangi og segja þær óhjákvæmilega munu færa okkur nær því að fyrsta klón- aða manneskjan verði til. Vísinda- menn fái þama tækifæri til þess að þróa aðferðir sínar og þegar mögu- leikinn á klónuðum manni veröi raunhæfur munu þeir einfaldlega ekki standast freistinguna. Vísindamenn svara þessu á þá leið að það sé ekki sannfærandi rök- semdafærsla að halda því fram að sé eitthvað hægt þá verði það fram- kvæmt. Ýmislegt sé mögulegt sem samfélagið leyfir einfaldlega ekki að sé gert, til dæmis sé hægt að nýta nær allar tækninýjungar til ills en svo er, sem betur fer, oftast ekki raunin. Sifjamannát Ekki þarf að koma á óvart að hörðustu andstæðingar einræktunar eru hinir sömu og eru á móti fóstur- eyðingum. Þeir nota sömu rök, það er að um leið og vísir verður til að manneskju skuli tilvist þess sem einstaklingur og fullgild mannvera vera að fullu viðurkennd. Því megi ekki nýta hana sem „hráefni“ í eitt- hvað annað. Talsmenn hafa jafnvel lýst lækninga-klónuninni sem nokk- urs konar „sifjamannáti" (sibling cannibalism) þar sem sjúkt fólk láti búa til eftirlíkingar af sér sem séu hagnýttar og þeim svo eytt. Stærsta trompið: Glasa- frjóvgun Vísindamenn hafa þó líklega stærsta trompið á hendi. Þeir vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Fyr- ir rúmlega tuttugu árum sprattu upp álíka deilur um réttmæti að- gerðar sem nú á dögum þykir álíka sjálfsögð og botnlangaskurður, nefnilega glasafrjóvgun. Margir voru algerlega andvígir þessari tækni og spurðu örvilnaðir hvar þetta myndi enda allt saman. Svars- ins við þeirri spumingu er liklega helst að leita hjá tugum þúsunda for- eldra sem síðan hcifa eignast böm með þessum hætti en hefðu ella ekki getað það. Sömuleiðis getur vel hugsast að álit fólks á einræktun breytist þegar og ef læknisfræðileg hagnýting þeirrar tækni hefur bjarg- að lífi allra þeirra sem kljást við al- varlega sjúkdóma og eiga enga aðra von um bata. -fin Hvaö er ein- ræktun? Einræktun er sköpun frumna eða lifandi vera með notkun DNA-kjamsýra frá einu „for- eldri" á tilraunastofu án þess að náttúrleg tímgun komi þar nærri. Afkvæmiö hefur eins erfðaefni og foreldrið. Einrækt- un er ekki óþekkt fyrirbæri í náttúrunni. í kringum 4 þúsund eineggja tvíburar fæðast daglega í heiminum - eftir „náttúrlega" einræktun. Hvernig fer ein- ræktun fram? 1. Fruma er sett í lausn með mjög lítilli næringu. Þegar hún er svelt þannig hættir hún að skipta sér og „slekkur" á virk- um genum sínum. 2. Á meðan er kjarninn (ásamt erfðaefni) soginn út úr ófrjóvgaðri eggfrumu. Eftir verður holt egg sem annars hef- ur allt til að bera til að verða að fóstri. 3. Frumurnar tvær eru settar hlið við hlið. Rafstraumur fær þær til að sameinast og annar rafstraumur líkir eftir orkunni sem fylgir náttúrlegri frjóvgun. Þannig er frumuskiptingu kom- ið af stað. 4. Eftir um það bil sex daga er fóstrinu komið fyrir í legi kven- dýrs af viðkomandi tegund. 5. Að meðgöngu lokinni fæðir „hýsillinn" afkvæmi sem er ná- kvæmlega eins og upprunalegi frumugjafinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.