Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1999, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999
23
mmm a------~x---r- [
I' "jAvhlf """
Klór í heila
alzheimer-
sjúklinga
Vísindamenn
telja sig hafa að
hluta til fundið
skýringuna á
því hvers vegna
alzheimersjúkdómurinn eyði-
leggur heilafrumur. Hún er
einfaldlega sú að við efnahvörf
í heila alzheimersjúklinga
myndast vetnisperoxíð, algengt
klórefni sem notað er til að
aflita hár og gera hvít fót hvít-
ari.
Vetnisperoxíðið er líka mjög
sótthreinsandi. Það drepur
bakteríur og veirur og lika
frumur. Ashley Bush við
læknadeild Harvardháskóla
segir að þar kunni að vera
skýringin á eyðileggingu heila-
frumna hjá alzheimersjúkling-
um.
Alzheimer, sem veldur því
að heilinn hrömar smám sam-
an, er algengasta ástæðan fyrir
elliglöpum. Fjórar milljónir
Bandaríkjamanna em með
sjúkdóminn, þar á meðal Ron-
ald Reagan, fyrram forseti.
Risaeðlur
gengu nánast
eins og fuglar
Aumingja risa-
eðlumar. Vis-
indamenn hafa
komist að því
að þessar mikil-
fenglegu skepn-
ur gengu um mörkina nánast
eins og fuglar á vorum dögum
gera.
Vísindamennimir uppgötv-
uðu þetta með aðstoð þrívídd-
argrafikur þar sem byggt var á
fótsporum sem fundust á
Grænlandi eftir risaeðlu.
„Fuglar hreyfa sig ekki ná-
kvæmlega eins og risaeðlur en
þeir komast næst þeim,“ segir
Stephen Gatesy við Brown-há-
skóia á Rhode Island í Banda-
ríkjunum.
Getur verið
óhollt að láta
gata sig
Fólk með með-
fædda hjarta-
sjúkdóma er
líklegra til að
krækja sér í
banvæna ígerð
þegar það lætur gera göt á
ýmsa líkamshluta sína, þar á
meðal eyran, að ekki sé nú tal-
að um viðkvæmari staði eins
og nafla og kynfæri.
Læknar við Mayo-sjúkrahús-
ið í Bandaríkjunum rannsök-
uðu 445 sjúklinga með með-
fædda hjartasjúkdóma og
komust að raun um að nærri
einn af hverjum fjóram fékk
ígerð í hjartaloku eftir að göt
vora gerð á líkamann.
Hörundið er helsta vörn
mannsins gegn alls kyns smiti
og þegar gerð hafa verið göt á
það aukast líkurnar á ígerö,
segja vísindamennirnir við
Mayo.
■jeunur
Stærfræöileg rökhugsun og sköpunargáfa:
Heilinn reiknar
á 2 stöðum
Frakklands (INSERM) og tæknihá-
skólann í Massachusetts (MIT) hafi
sýnt fram á að nákvæm stærðfræði,
þar sem notast er við táknmyndir
tungumálsins, örvi vinstri ennis-
geirann í heilanum. Útreikningar
sem ekki eru jafnnákvæmir fara aft-
ur á móti fram í vinstri og hægri
hvirfilgeira sem alla jafna fást við
sjónræna úrvinnslu í rúmi og hreyf-
ingu fingranna.
Rannsóknir bæði
franskra og banda-
rískra vísindamanna
benda til að manns-
heilinn noti tvö mis-
munandi svæði á heila-
berkinum þegar hann
fæst við nákvæm
reikningsdæmi eða út-
reikning sem þarf ekki
að vera svo nákvæmur.
Vísindamennirnir gerðu tvenns
konar rannsóknir. Bandaríkjamenn-
irnir, undir forystu Elizabeth Spelke,
hugfræðings við MIT, kenndu tví-
tyngdum sjálfboðaliðum, sem töluðu
bæði rússnesku og ensku, stærðfræði.
Hluti hópsins lærði á ensku en hinn
á rússnesku. Síöan voru lögð dæmi
fyrir sjálfboðaliðana á þeirri tungu
sem þeir lærðu ekki stærðfræðina á.
í ljós kom að tilraunadýrin voru
einni sekúndu lengur að gera ná-
kvæma útreikninga. Ef aðeins þurfti
að áætla útkomuna hvarf þessi mun-
ur.
Frakkanir lögðu stærðfræðiþraut-
ir fyrir tilraunadýrin og fylgdust
um leið með heilastarfseminni með
aðstoð segulómsjár. Niðurstöður
þeirra vora mjög í anda þess sem
Bandaríkjamenn komust að.
Þegar heilinn í okkur þarf að reikna
skiptir máli hvort útkoman þarf að
vera nákvæm eða hvort nægir að
hafa hana svona um það bil.
Stærfræðileg
rökhugsun og
leiftrandi sköp-
unargáfan sem
henni fylgir hafa
löngum verið
manninum ráð-
gáta. Albert Einstein sagði til dæm-
is, þegar hann reyndi að skýra
hvaðan honum bærist innblástur að
hvorki hið talaða orð né skrifaða
virtust gegna neinu hlutverki þegar
hann hugsaði. Þess í stað byggðist
hugsun hans upp á táknum og
myndum, mismunandi skýram sem
hann gæti raðað niður að vild.
Ýmsir aðrir, aftur á móti, leggja
áherslu á grundvallarþátt stærð-
fræðilegra tákna í hugarferli sínu.
Hvað um það. Rannsóknir bæði
franskra og bandarískra vísinda-
manna benda til að mannsheilinn
noti tvö mismunandi svæði á heila-
berkinum þegar hann fæst við ná-
kvæm reikningsdæmi eða útreikn-
ing sem þarf ekki að vera svo ná-
kvæmur.
í maíhefti tímaritsins Science
kemur fram að vísindamenn við
læknisfræðirannsóknarstofnun
ziiuP
oauji
ss
Si
z
Eitruð skipamálning veldur umhverfisspjöllum:
Sæsniglar verða tvíkynja
llla er komið fyrir sæsniglum við Danmerkurstrendur. Þeir eru flestir á góðri
leið með að verða tvíkynja vegna eitraðrar málningar á stórum skipum.
| Ekki er gott að
i vera sæsnigill.
IJillhVOVÍÍ AJia vega ekki
' við Danmerkur-
i strendur. Rann-
BHMMMMiaiiMiMU sóknir danskra
vísindamanna sýna aö drjúgur hluti
danskra sæsnigla er á góðri leið
með að verða tvíkynja af völdum
eitraðrar skipamálningar.
Hormónatruflanirnar meðal
danskra sæsnigla eru svo miklar, að
sögn danska blaðsins Politiken, að
Jakob Strand, sérfræðingur í sæ-
sniglum, hefur heitið því að gefa
hverjum þeim sem færir honum
rauðan beitukóng án karlkynsein-
kenna eina kampavínsflösku. Hann
hefur ekki enn þurft að láta flösk-
una af hendi.
Eitrið sem veldur þessum ósköp-
um heitir tributyltin, skammstafað
TBT. Því er bætt út í skipamálningu
þar sem það kemur í veg fyrir að
hrúðurkarlar, þörangar og önnur
smadýr setjist utan á skipsskrokk-
inn. Dýrin geta spillt fyrir sjóhæfni
skipa, auk þess sem skipin brenna
meiri olíu. Sjómenn líta skepnur
þessar því ekki beint hýra auga.
Vitað er af tilraunum að TBT er
mjög svo eitrað. Aðeins 0,5 milljarð-
asti hluti af grammi í einum lítra
vatns getur valdið hormónabreyt-
ingum. Efnið brotnar líka seint og
illa niður í náttúrunni.
Fyrir átta árum var efnið bannað
i málningu minni báta en er enn
notað í málningu skipa sem era
lengri en 25 metrar.
Dönsk umhverfisyfirvöld áætla
að milli 0,6 og 4,9 tonn af efninu
losni í hafið nærri ströndum Dan-
merkur á ári hverju.
Hormónatruflanimar
meðal danskra sæ-
snigla eru svo miklar,
að sögn danska blaðs-
ins Politíken, að Jakob
Strand, sérfræðingur í
sæsniglum, hefur heit-
ið þvi að gefa hverjum
þeim sem færír honum
rauðan beitukóng án
karlkynseinkenna eina
kampavínsflösku.
Jakob Strand furðar sig ekki á
því, miðað við magn TBT í hafinu
við Danmörku, að sæsniglar þar séu
orðnir tvíkynja. Ástandið er einna
verst við stærri hafnir og nærri
nokkrum höfnum á Jótlandi vestan-
verðu er svo illa komið fyrir einni
snigilstegundinni að vísindamenn
óttast að hún muni hverfa með öllu.
Vaxandi áhyggjur heilbrigðisyfirvalda í Evrópu:
Bílamengun drepur
Mengun af
völdum bíla-
umferðar er
ört vaxandi
vandamál um
Evrópu þvera
og endilanga. í sumum löndum
deyja fleiri af völdum loftmengunar
þessarar en í umferðarslysum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Alþj óðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) sem kynnt var fyrir
skömmu.
Langtímaloftmengun af völdum
bíla í Austurríki, Frakklandi og
Sviss veldur 21 þúsund ótímabær-
um dauðsfóllum til viðbótar á ári
úr öndunarfæra- eða hjartasjúk-
dómum. Það er meira en saman-
lagður fjöldi þeirra sem lætur lífið
í umferðarslysum í löndunum
þremur á ári.
„Loftmengun af völdum umferð-
ar eins og hún er nú hefúr gífurleg
áhrif á heilsu fólks,“ sagði Carlos
Dora, starfsmaður Who í Rómar-
borg.
Skýrslan var samin fyrir þriðju
ráðherraráðstefnu WHO um um-
hverfi og heilsufar sem haldin var I
Lundúnum í síðasta mánuði. Þar er
sýnt fram á að loftmengun af völd-
um bíla veldur þrjú hundrað þús-
und tilvikum af bronkítis til viðbót-
ar í börnum, fimmtán þúsund inn-
lögnum á sjúkrahús vegna hjarta-
sjúkdóma og 162 þúsund asmaköst-
um í börmnn í löndunum þremur.
Carlos Dora segir að sífellt fleiri
sannanir um þá auknu byrði sem
loftmengunin er á heilsufar fólks
komi nú í ljós.
„Við verðum að taka á þessu,“
sagði Carlos Dora.
Mengun af völdum bílaumferðar sendir 21 þúsund manns í þremur lönd-
um Evrópu í gröfina á ári hverju.