Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 5
riéiiaiui1 Leiöin til tunglsins: Kapphlaupið sem ekki var - voru sovéskar geimferðir aðeins tannhjól í áróðursvél? í þessum mán- uði eru þrjátíu ár liðin frá því ódauðleg orð fyrsta tunglfar- ems, Neils Arm- strongs, um lítil skref og risastökk ómuðu um heimsbyggðina sem fylgdist andaktug með hinum orð- heppna Neil og félaga hans Buzz Aldrin spígspora um í Hafi kyrrðar- innar á tunglinu í tæplega sólar- hring. Almennt var álitið að lending Bandaríkjamannanna á tunglinu væri endanlegt rothögg Sáms frænda á trýni rússneska bjamar- ins en þeir höfðu háð æsilegt kapp- hlaup áleiðis til stjarnanna í hart- nær tvo áratugi. Nú á dögum bend- ir hins vegar ýmislegt til að kapp- hlaupið hafi verið lítið annað en orðin tóm. Geimferðir Upphaf sjöunda áratugarins var erfiður tími fyrir bandaríska stjóm- málamenn. Mörg og stór erfið vandamál steðjuðu að þeim heima og heiman. Heima fyrir ólgaði gríð- arleg kynþáttaspenna, kalda stríðið stóð sem hæst, innrásin á Svinaflóa og skömmin sem þeirri hrakfór fylgdi var þjóðinni enn í fersku minni og til að bæta gráu ofan á svart hafði erkióvinurinn, Sovét- Rússland, orðið fyrri til að koma manni út í geiminn með Yuri Gagarín 12. apríl 1961. I augum heimsins voru Bandarík- in að heltast úr lestinni í tækni- kapphlaupinu og Sovét-Rússland yf- irburðaþjóð á sviði tækni og vís- inda. Yrði þetta að veruleika væri þess eflaust skammt að biða að sá álitshnekkir yrði banabiti þess sem Bandaríkjamenn elska og meta best, s.s. „the great American way of life“. Loforð aldarinnar Þannig varð það að aðeins hálf- um öðrum mánuði eftir geimfór Sovétmanna gekk John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, fram fyrir skjöldu og hét því að Bandaríkin myndu koma manni til tunglsins áður en áratugurinn væri á enda. Á pókermáli: „Ég sé ykkur og legg allt undir.“ Yfirlýsing þessi útheimti lausn gríðarlega flókinna tæknilegra vandamála og krafðist jafnvel þekk- ingar sem maðurinn kunni þá ekki enn skil á og verður að skoða hana í ljósi þrýstingsins sem hvíldi á Bandaríkjunum að standa sig í heimsveldaslagnum. Það var ekki bara einlægur fróð- leiks- og framfaraþorsti sem knúði Kennedy heldur var áætlunin fyrst og fremst pólitísks eðlis. Sanna átti í eitt skipti fyrir öll hverjir væru mestir og bestir. Sigur á síðum dagblaðanna Afleiðing hins djarfa loforðs Kennedys varð enn harðari sam- keppni Bandaríkjanna og Sovét- manna í áætlunum tengdum geimn- um, sem alla tíð hefur verið nefnt „geimkapphlaupið", „kapphlaupiö til tunglsins" eða álíka nöfnum. Það hafði hafist áratuginn á undan og fyrst komist í hámæli 4. október 1957 með skoti Sovétmanna á gervi- tunglinu Spútnik. Afrekið kom heiminum í opna skjöldu. Mánuði síðar varð tíkin Laika fyrst lifandi vera út i geim með skoti Spútnik H. Báðir aðilar áttuðu sig strax á áróðursgildi geimferða enda færði Spútnik Sovétmönnum stóran sigur á því sviði. Voru þeir meðal annars svo ósvífnir, eftir að bandarísk Vanguard-eldflaug sprakk í flugtaki skömmu síðar, að bjóða Bandarikj- unum aðild að hjálparstarfi sínu við tæknilega vanþróuð ríki! Áróðurs- gildiö varð upp frá þessu aðalmark- mið Sovétmanna. Kapphlaupið var ekki kapphlaup Það virðist sem sé að í raun réttri sé hæpið að tala um kapp- hlaup í þessu samhengi. Gögn frá báðum aðilum sýna að á meðan Bandaríkjamenn unnu hörðum höndum við raunhæfar rannsóknir og þróun tæknibúnaöar drifnir af loforði Kennedys var Sovétmönnum fyrst og fremst umhugað um „al- mannatengslin". Eftir Gagarín varð Sovétmönnum nefnilega smám sam- an Ijóst að þeir gætu ekki haldið í við Bandaríkjamenn, áætlanir þeirra og tilraunir mislukkuðust og þeir ákváðu því að fyrst þeir gátu ekki unnið í raun og veru þá nægði þeim sigur á síðum dagblaðanna og í hugum fólksins. Rússnesk rúlletta Sovétmenn bjuggu svo vel að geta hjúpað geimferðaáætlun sína algerri leynd. Samfélag þeirra var lokað og ríkið réð því sem það vildi ráða - í flestum tilvikum öllu. Þannig sögðu þeir ýmist hálfan sannleikann eða beygðu hann um- talsvert þegar þeir tilkynntu heim- inum sigra sína. Áætlanir þeirra voru oftar en ekki fljótfærnislegar, illa hugsaðar og báru vott um virð- ingarleysi gagnvart mannslífum. Á grafinu má sjá helstu upplýsingar um för Appollo 11 til tunglslns, áhöfnina, tækni og gerð flaugarinnar. í Vísi fyr- ir rétt tæpum þrjátíu árum, nánar tiltekið 16. júlí 1969, var fjallað um áhöfnina og birt viðtalsbrot við hana þar sem komu fram ýmsar skemmtilegar upplýsingar, þ. á m. um hæð og þyngd þeirra (allir á bilinu 175 til 178 sm og 75 kíló), hjúskaparstöðu (kvæntir fjölskyldumenn) og menntun (Aldrin og Armstrong menntaðir í geimvísindum, Collins út- skrifaður flugmaður frá herskólanum í West Point). Þeir Armstrong, Aldrin og Collins áttu það sameiginlegt að vera fáorðir menn og alvörugefnir og pössuðu því vel inn í hina stöðluðu hetjumynd Bandaríkjamanna, s.s. „the strong, silent type“. Eftir því var tekið þegar Armstrong kom til íslands sumarið áður tll æfinga að honum stökk varla bros og hann gerði ekki að gamni sínu eins og aðrir sem þar voru í för. Þetta er líklega frægasta myndin sem kom með þremenningunum aftur til jarðar, Buzz Aldrin í gegnum Hasselblad-linsu Armstrongs. Innfellda myndin þarfnast engra skýringa. En þær gerðu sitt gagn. Sovét- menn náðu sínum „Fyrstir til að ..." - setningum inn í sögubækurnar: Fyrsta konan í geimnum var rúss- nesk, Valentina Tereshkova. Hún var svo illa undirbúin að hún fékk taugaáfall á braut um jörðu og þurfti því að snúa aftur heim fyrr en ella. Málið var þaggað niður. Sovétmenn áttu sömuleiðis fyrsta þriggja manna geimflugið. Að mati almennings höfðu þeir þróað nýtt geimfar í þeim tilgangi en hið rétta Sovétmenn urðu fyrstir út í geim með skoti gervitunglsins Spútnik á braut um jörðu. Strax áttuðu bæði stórveldin sig á áróð- ursgildi geimferða. Voru Rússar meðal annars svo ósvffnir,; eftir áð bandarísk Vanguard-eldflaug sprakk í flugtaki skömmu síðar, að bjóða Bandaríkjunum aðild að hjálparstarfi sínu við tæknilega vanþróuð ríki!... í aug- um heimsins voru Bandaríkin að heltast úr lestinni í tækni- kapphlaupinu. Yrði það að veruleika væri þess eflaust skammt að bíða að sá álits- hnekkiryrði banabiti þess sem Bandaríkja- menn elska og meta best, s.s. „the great American way of life“. Þá kom Kennedy til skjalanna. var að þeir höföu látið nægja að breyta eins manns fari og troða þremur þar inn - án geimbúninga. Hefði geimfarið lekið meðan á flug- inu stóð hefðu geimfaramir þrir lát- ist. Fyrsta geimgangan var einnig Rússa. Þá var loftlás og strigagöng- um bætt við hefðbundið Voskhod- far. Geimfaranum lukkaðist gangan ágætlega en hann komst ekki aftur inn í göngin því búningur hans hafði bólgnað svo mikið út. Hann neyddist því til að tappa af sér súr- efni og skríða svo fet í einu áður en búningurinn þandist aftur út. Segja má að ef velja ætti íþrótta- líkingu yfir geimævintýri Rússa á sjöunda áratugnum ætti gamall og aldæmdur leikur eiginlega betur við en „kapphlaup" - nefnilega rúss- nesk rúlletta. Hið eiginlega kapphlaup: USA vs. tíminn Hið eiginlega kapphlaup á þess- um árum var þegar allt kemur til alls sennilega einna helst milli Bandarikjamanna annars vegar og tímans hins vegar. Höfðu hinir fyrr- nefndu tunglið sem marklínu en hinn siðamefndi árið 1970. Og allir vita hver kom fyrstur í mark. -fin Appollo 11 á lelð til tunglsins. Á dagskrá einhvern tímann: Stiklur á tunglinu? - aldrei aö segja aldrei, segir Ómar Ragnarsson „Þetta er flugstjórinn sem talar. Við lendum á tunglinu fyrr eða sfðar“ gæti Ómar Ragnarsson sem best verið að segja á þessari mynd. Ómar Ragnars- son, fréttamaður og skemmti- kraftur, er eins og kunnugt er mikill flugá- hugamaður og var á þrítugsaldri þegar Armstrong steig fæti á tunglið. Hvernig upp- lifði hann þetta „risastökk mann- kynsins"? „Mér fannst þetta alveg stórkost- legt ævintýri - eins og flestum öðr- um jarðarbúum sem fylgdust með þessu." Var mikill áhugi fyrir geimferð- inni á íslandi? „Ég held að í fáum löndum hafi áhuginn veriö meiri vegna þess að tveimur árum áður höfðu geimfar- arnir komið til íslands til þess að æfa sig og íslendingar fylgst með þeim þá. Þeir fóru í Öskju og ég minnist þess að Ameríkanarnir voru sérlega hrifnir af því hvað Rússajepparnir voru góðir. Þeir fjöðruðu svo miklu betur en þeirra eigin Willy’s. Koma þeirra vakti mikla athygli og undirbjó jarðveg- inn fyrir hina raunverulegu ferð.“ Fáránlegir fram tíðarloftkastalar í dagblöðum frá þessum tima má sjá að gert var ráð fyrir miklu meira landnámi á tunglinu en síðar varð raunin. Vonast var til að inn- an sex ára, eða 1975, yrðu komnar þar upp griðarstórar mannaðar geimstöðvar og jafnvel var rætt um ferðir til annarra pláneta. Hvaða vonir gerði fólk sér til mannaðra geimferða í kjölfar þessarar tíma- mótaferðar? Var ekki mikil bjart- sýni og sóknarhugur ríkjandi? „Jú, svo sannarlega. Mér fannst að minnsta kosti ótrúlegt hversu vel þessi ferð hafði heppnast. En fólk var almennt vel upplýst um það að ekki voru raunhæfir möguleikar þá á mönnuðum geimferðum til ann- arra stjama vegna hinna gífurlegu fjarlægða. Hins vegar leist fólki vel á þann möguleika að senda könnun- arflaugar til annarra reikistjarna - sérstaklega til Mars til að rannsaka þar fyrirbæri líkt og „skurðina" sem ítalskur vísindamaður taldi sig hafa séð en síðar kom í ljós að voru náttúrlega ekki af manna höndum." Ómar segir að á hans sokka- bandsárum hafi flestir átt erfitt með að sjá fyrir sér þau afrek sem tækn- in gerir kleift að vinna. Þá flokkuðu flestir svo háleit áform sem ferðir út í geim í besta falli undh- bjartsýni eða óraunhæfan vísindaskáldskap. „Árið 1954, að mig minnir, haíði ég hlýtt á erindi í útvarpinu um geimferðir og eldflaugarskot. Mér og mörgum öðram sem þetta heyrðu fannst þetta alveg fáránlegir fram- tíðarloftkastalar. Þá var reyndar alls ekki reiknað með að neinu lif- andi yrði skotið út í geim fyrr en í fyrsta lagi eftir sirka tuttugu ár. Þannig var skotið 1957, þegar Rússar settu tíkina Laiku á braut um jörðu, nánast ótrúlegur atburð- ur. Tunglferðin ‘69 var ekki eins stórt stökk því fólk var búið að fylgj- ast svo lengi með aðdragandanum og hún var fyrst og fremst endanleg sönnun þess að Bandaríkjamenn voru komnir fram úr Rússum á tæknisviðinu.“ Spútnik og kjarnorku- sprengjan minnisstæðust Að mati Ómars stendur tvennt upp úr í tækniframfórum á hans ævi. „Þá á ég við stór og óvænt stökk sem enginn átti von á og fólk stóö agndofa yfir. Annað er Spútnikskot Rússa. Hitt er kjamorkusprengjan 1945. Þó ég væri bara fimm ára man ég gjörla hvað fólk hrökk við þegar það sá eyðingarmáttinn sem hún bjó yfir. Svo þegar Rússar urðu kjarnorkuveldi 1949 og kjarnorku- kapphlaupið hófst magnaðist nátt- úrlega þessi uggur enn frekar.“ Nú þegar almenningsferðir til tunglsins eru sífellt líklegri mögu- leiki, hvernig litist þér á að fá kannski tækifæri til að gera Stiklu- þátt um tunglið? „Maður skyldi aldrei segja aldrei. Ég hitti til dæmis mann á flugsýn- ingu í Bandaríkjunum í hittifyrra sem var einmitt að undirbúa einka- ferðalög til tunglsins. Að hans sögn eru ekki nema tvö þrjú ár í það.“ Átt þú pantað far með honrnn? „Nei, reyndar ekki, en þeir sem eiga peningana til þess ættu bráðum að geta leyft sér þessar ferðir. Við hin verðum líklega að bíða örlítið lengur." -fln Árið 1954, að mig minnir, hafði ég hlýtt á erindi í útvarpinu um geimferðir og eldflaug- arskot. Mér og mörg- um öðrum sem þetta heyrðu fannst þetta al- veg fáránlegir framtíð- arloftkastalar. Þá var reyndar alls ekki reikn- að með að neinu lifandi yrði skotið út í geim fyrr en í fyrsta lagi eftir sirka tuttugu ár. * -j ■JbJÚlf : Vísir fyrir 30 árum: Tortúr fyrir skáldin - skemmtilegt ef svo væri en ekki yrkisefni, sagöi Halldór Laxness Forsíða Vísis mánudaginn 21. júlí 1969. Uppsláttarefni Vísis mánudag- inn 21. júlí 1969 kemur ekki á óvart enda for- síður dagblaða víðast hvar í heiminum líklega allar á sömu lund þann dag. Á baksíðunni var fyrir- sögnin „Við kom- um með friði í nafni alls mann- kyns“ en þau orð stóðu á fánastöng sem geimfararnir settu upp á tungl- inu. Einnig er sagt nánar frá þvi hvað þeir félagamir tóku sér fyrir hendur meðan á dvölinni LÍÍJJJJJ stóð. Aldrin skokkaði um eins og „rugby" leikmaður, segir blaðið, og tók nokkur dansspor að auki. Arm- strong ræddi í síma við Nixon for- seta um heimsins gagn og nauðsynj- ar og gratúleruðu þeir hvor öðrum með þann heiður að eiga frægasta símtal sögunnar. Frásögn blaðsins var sönn og rétt utan eins. Þar stóð að þeir félagar myndu skilja eftir uppréttan fána Bandaríkjanna. Svo fór nú ekki því að flaggið datt um koll í látunum þegar geimferjunni var skotið á loft aftur. Táknrænt...? Væri ég skáld ... Það hefði nóbelsskáldinu að minnsta kosti einhvem tímann fundist. Þegar hann var inntur álits á tunglævintýrinu sagðist hann jú hafa fylgst með því „eins og hvurj- um öðrum fréttum". Aðspurður sagðist hann ekki sjá að atburður- inn markaði einhver þáttaskil eða önnur í sögu mannkynsins en tók þó fram: „Mér finnst auðvitað bless- unarlegt að mennirnir skuli hafa lent þarna óskaddaðir." Enn fremur var Halldór spurður hvort hann teldi þetta hafa ein- hverja þýðingu fyrir skáldin. Svar- ið: „Kannski. Það er skemmtilegt ef mennimir hafa lagt á sig þennan tortúr fyrir skáldin. Ég er ekki skáld, en væri ég skáld þá væri þetta það síðasta sem ég myndi yrkja um.“ -fln Ég er ekki skáld, en væri ég skáld þá væri þetta það síðasta sem ég myndiyrkja um, sagði Halldór Laxness. Bresk geimferðaáætlun frá 1937: Maður með kaffi í stað tölvu - og lúxusmatur fyrir geimfarana För Bandaríkja- manna var ekki sú fyrsta sem skipulögð var til tunglsins. Breska stjam- til dæmis lagt drög að könnunarferð til tunglsins þremur áratugum áður en nauðsyn- leg tækni til verksins var komin fram, þ. á m. var eldflaugatækni mjög skammt á veg komin og ekkert vitað um aðstæður í geimnum. Ým- islegt í áætluninni, sem var skyn- samlega fram sett og hugsuð í þaula, nýttist hönnuðum Appollo vel síðar meir, til dæmis það að láta geimfar- ið lenda lóðrétt á réttum kili með aðstoð stýrieldflauga svo hægt væri að fljúga því upp aftur. Búningarnir áttu að vera rafhit- aðir, úr sterku gúmmíi og leðri með rúmgóðum hjálmi og súrefnisgeymi á baki. Eins og sönnum Bretum sæmir var geimforunum ekki hugað neitt tros til matar úti í geimnum og vel hugað að næringargildinu: Brauð og smjör, ostur, búðingur, kakó og súkkulaði var undirstaðan en til að forðast einhæfni var einnig gert ráð fyrir rúsínum, hunangi, skinku og laxi! Kaffi átti einnig að vera með en í praktískum tilgangi eingöngu til þess að forðast það að siglingafræð- ingar sofnuðu yfir flóknum útreikn- ingum sínum því á þessum tíma stóð jafnvel ekki geimfórum sá lúx- us til boða að láta tölvurnar um hit- una. -fin fræðifélagið haíði y t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.