Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 Sport DV breska meistara- móts í golfi. Rose varð þá í 4. sæti sem áhuga- maður en hefur gengið ansi dap- urlega fyrsta árið sem at- vinnumaður. Justin Rose var uppgötvun síð- Formúla eitt kappaksturinn: Salo fyrir Schumacher Finnski ökumaðurinn Mika Salo kemur til með að fylla skarð Michael Schumacher hjá Ferrari. Schumacher, sem tvíbrotnaði á hægri fæti, verður frá næstu 5-7 vikur og eru jafnvel vangaveltur um að hann komi ekki aftur til leiks á þessu ári. Schumacher er þó sagt líða vel. Mika Salo hjlóp einnig í skarðið fyrir Ricardo Zonta þegar hann slasaðist fyrr á þessu ári og stóð sig ágætlega. Salo, sem missti sæti sitt hjá Arrows á síðasta ári, verður mikið í mun að sanna sig fyrir Formúla 1 heiminum og fær nú í ^ hendumar betri bíl en i hann hefur nokkurn tíma ekið áður. Finninn Mika Salo Þetta gæti gefið honum forskot á aðra ökumenn á "númer tvö" sæti hjá Ferrari ef Irvine hættir i lok tímabilsins. Eddie Irvine getur nú óhindrað ekið án þess að hafa áhyggjur af hinum fræga samningi hans við Ferrari, sem segir að hann eigi að víkja fyrir Schumacher. Hann er er orðinn fyrsti maður Ferrari. -ÓSG Tiger Woods sést hér slá högg á upphitunarhring fyrir opna breska meistaramótið sem hefst í Carnoustie í Skotlandi í dag. Hann hefur nú mátt bíða í níu stórmót eftir sínum öðrum stóra titli á ferlinum. Reuters Opna breska i golfi Bandarikjamenn hafa verið sigur- sælir á síðustu þrjátíu árum á opna breska meistaramótinu. Bandarískir kylfmgar hafa unnið 18 af þessum 30 skiptum, þar af nú högur ár í röð. Carnoustiegolfvöllurinn, þar sem opna breska golfmótið fer fram, á sér þekktan nágranna en það er St. Andrews-völlurinn sem er hinum megin við flóann. Ástœöa þess aö CarnoustievöUurinn datt út af hringferð breska meistara- mótsins eftir 1975 var bágur efnahag- ur sem leiddi vöUinn í niðumíðslu en fyrir nokkrum árum tóku menn sig tU og komu honum aftur í gang. Jack Nicklaus, sigursælasti golfari allra tima, sagði CarnoustievöUinn þann erfiðasta sem hann hefði spUað á i heiminum, og það eru stór orð frá miklum golfvaUasérfræðingi og sig- urvegara en hann vann 18 stórmót. Likurnar eru aöeins taldar hundrað á móti einum að Bretinn Nick Faldo, sem vann þetta mót þrisvar á árun- um 1987 tU 1992, vinni opna breska mótið en hann er einn tveggja Breta sem hafa unnið þetta mót á síðustu þrjátiu árum. Veöbankar segja mestar líkur á að Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods vinni mótið í ár en líkurnar fyrir þvi eru 5 á móti einum en næstir koma Bandaríkjamaöurinn David Duval og Skotinn Colin Montgomerie, báð- ir með líkurnar tiu á móti einum. í fyrra þurfti umspU miUi Marks O'Meara og Brians Watts tU að ákvarða 127. meistarann. Mark O'Meara vann þá með tveggja högga forustu eftir fjögurra holu umspU. Þetta var annar sigur O'Meara á stórmóti á þremur mánuðum en hann fagnaöi einnig sigri á opna bandaríska mótinu 1998 og var þar með fyrsti kylfingurinn siðan fyrr- nefndur Nick Faldo 1990 tU að vinna þess tvo titla sama árið. Þrátt fyrir aó ekki hafi verið keppt á þessum veUi í 24 ár hafa Banda- ríkjamennimir David Duval, Tiger Woods og Ernie Els kynnst veUinum en þeir kepptu þar á opna skoska mótinu 1995 og 1996. Þeir vita því hvað þeir eru að fara út í og það gæti komið sér vel í harðri baráttu. -ÓÓJ 128. opna breska meistaramótið í golfi: Bið á en Opna 128. opna breska meistaramótiö í golfi fer af stað í dag og aö þessu sinni er keppt á Carnoustievellinum í Skotlandi. Þetta er aðeins í sjötta sinn sem keppt er á þessum golfvelli í sögu keppninnar sem hefur fengið orð á sig frá mörgum kylfingum fyrir að vera sá erfiðasti í heimi. Ástæðan er að grasið er hátt, brautirnar þröngar og veðrið líkt og hér á íslandi, alla vega og óútreikn- anlegt. Lengd vallarins er líka ann- að áhyggjuefni fyrir kylfmgana sem setja væntanlega á svið fjögurra daga golfveislu um helgina. Völlur- inn er sá lengsti í 139 ára sögu keppninnar eða rúmir 7 kílómetrar. Vinna Bandaríkjamenn fimmta árið í röð? Payne Stewart tryggði sér sigur á opna bandaríska mótinu í síðasta mánuði og var sá eini sem spilaði undir pari en nú er spurning hvort Bandaríkjamenn fagna fimmta árið í röð á breskri grund eða hvort heimamenn klóra í bakkann á sínu meistaramóti í Skotlandi. Band- ríkjamennirnir Tiger Woods, David Duval, meistari síðasta árs Mark O'Meara, Stewart, eða jafnvel Phil Mickelson, sem var svo nálægt því að vinna opna bandaríska á dög- unm, geta allir haldið áfram hefð Bandaríkjamanna en Colin Montgomerie er einn af heima- mönnun sem gætu sett þar strik i reikn- inginn. Áhyggjur heima- manna Áhyggjur Breta af árangri sinna manna eru ekki síst þannig til komnar að fyrir utan þrjá sigra Nick Faldo hefur aðeins einn Breti unnið breska meistaramótið á síðustu 30 árum. Montgomerie er nú á heimaslóðum í Skotlandi og finnst ef- laust tími til kominn að sanna sig á breska meistaramótinu þar sem hann hefur ekki komist áfram í loka- hringina i 5 af síðustu sjö keppnum. Faldo tók reyndar líka sinn tíma þegar hann vann sitt fyrsta breska meistaramót 1987 en þá var hann að keppa á sinu 11. breska meistaramóti. Síðast var keppt á breska meist- aramótinu í golfi á þessum velli 1975 og þá vann Tom Watson fyrsta sigur sinn af fimm, sló þar við ekki minni köppum en Jack Nicklaus og Johnny Miller og vann síðan Jack Newton í 18 holu umspili um titil- Mark O'Meara vann fjórða sigur Bandaríkja- manna í röð í fyrra. inn með aðeins einu höggi. Einn sigur á stórmóti Fögur orð um Tiger Woods þegar hann hafði unnið opna bandaríska mótið í golfi 1997, um að hann ætti eflaust eftir að vinna ófá stórmót á næstu árum, hafa ekki ræst eins vel og menn bjuggust við þegar hinn 23 ára golfleikari (þá 21 árs) varð aðalmálið í öll- um fjölmiðlum. Woods hefur nú níu stórmótum seinna ekki enn náð að vinna og hef- ur ekki þolað þá miklu pressu sem hefur verið á honum. Upp á síðkastið hefur hann þó spilað vel og það er öllum ljóst að hann er einn af þeim sig- urstranglegustu á opna breska í ár. Sagan segir okkur að þeir golfkappar sem hafa unnið fimm stórmót eða fleiri hafa ekki þurft að bíða í meira en sjö stórmót eftir sínum öðrum titli. Sautján hafa náð að vinna fimm stórmót, flest Jack Nick- laus eða átján. Ef Tiger Woods ætlar þang- að sem allir bjuggust við að hann færi, upp á pall með bestu spilurum sögunnar, þarf annar stóri titilinn að fara skila sér og því ekki núna. ÓÓJ breska í golfi '99 Justin Rose, sem sló í gegn og varð í 4. sæti á síðasta opna breska meistaramóti en komst ekki inn í lokahópinn á 22 fyrstu mótum sínum sem atvinnumaður. Hann braust úr þeim álögum á dögunm og nú er að sjá hvort hann tekur upp þráðinn frá því i fyrra. Harry Vardon hefur unnið flest mót eða sex á árunum 1896 til 1914 en af þeim sem hafa spilað á síðustu tveimur áratugum vann Tom Watson flmm mót 1975, 1977, 1980, 1982 Og 1983. Nokkrir sterkir kylfingar verða ekki með í ár. Meðal þeirra eru Fred Couples, Ben Crenshaw, Tom Kite, Bill Glasson, John Daly, Steve Jones og Scott Hoch. -ÓÓJ Tiger Woods brosti út að eyrum enda bjartsýnn fyrir mótið. Hann hefur verið á góðu róli undanfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.