Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 21 Sport Enska knattspyrnulidiö Middles- brough staðfesti i gær að hafa gert til- boð í Paul Ince en Liverpool hefur ekki þörf fyrir krafta hans lengur. Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort Ince gengur i raðir Middlesbrough en miklar líkur taldar á Þýska liðiö Armenia Bielefeld, sem leikur í A-deildinni á næsta timabili, festi í gær kaup á austurríska lands- liðsmanninum Markus Weissen- berger frá LASK Linz. Kaupverðið nam um 80 milljónum króna. Óvist er hvort Sonny Anderson, sem franska liðið Lyon keypti frá Barce- lona í síðasta mánuði, getur hafið tímabilið, sem hefst í lok júlí, vegna meiðsla. Franska liðið keypti hann á 1,4 milljarða. Franska liðiö Mónakó festi i gær- kvöld kaup á Pablo Conteras, lands- liðsmanni Chile. Pablo, sem er 20 ára vamarmaður, vakti athygli i S-Amer- íkubikamum þar sem Chile varð í flórða sæti. Riólakeppninni á heimsmeistara- móti unglingalandsliða í körfuknatt- leik lauk í Lissabon i gærkvöld. Spánn, Króatía, Bandaríkin og Arg- entina komust í undanúrslit. Bandariska hlaupakonan Marion Jones er ósigrandi í 200 metra hlaupi en í gærkvöld vann hún sitt 17. hlaup í röð á stigamóti Alþjóða fijálsíþrótta- sambandsins í París. Hún hljóp á 21,99 sekúndum. Kjartan Einarsson, miðjumaðurinn sterki hjá Breiðabiiki, meiddist á kálfa á æfingu í fyrrakvöld og gat ekki spilað með gegn Val í gærkvöld. Arnór Guðjohnsen var á ný í leik- mannahópi Vals eftir meiðsli en sat á varamannabekknum allan tímann gegn Blikum. Lárus Sigurðsson markvörður er nú titlaður aðstoðarþjálfari Vals en hann spilar ekkert i sumar vegna meiösla. Hann fékk rækilegt tiltal frá Pjetri Sigurðssyni aöstoðardómara i leikn- um fyrir að hvetja sína menn einum of ákaft. -GH/JKS/VS Urvalsdeild karla KR 9 6 ÍBV 9 5 Fram 9 3 Leiftur 9 3 Valur 9 2 Breiöablik 9 2 Grindavík 9 2 ÍA 7 1 2 1 21-8 20 3 1 14-6 18 5 1 12-8 14 4 2 8-10 13 5 2 12-16 11 4 3 9-9 10 2 5 8-11 8 4 2 3-5 7 Keflavík 9 2 16 10-16 7 Víkingur R. 9 1 4 4 8-16 7 Þrir leikir fara fram í úrvalsdeild- inni í kvöld kl. 20. ÍA mætir KR á Akranesi, botnliðin Keflavík og Vík- jingur eigast við í Keflavik og Fram tekur á móti Grindavík á Laugardals- velli. Ingi Björn Albertsson: Rétti staður- inn fyrir Val „Við erum komnir í efri hlutann og það er náttúrlega rétti staðurinn fyrir Val. Liðið hefur lagt virkilega hart að sér og er nú að uppskera í samræmi við það. Það er geysilegur karakter í þessu liði, þessir strákar vilja leggja hart að sér og þeir vilja ná árangri. Þeir eiga heiðurinn skil- inn, það eru þeir sem eru inni á vellinum og leggja sig fram en ég á minnstan þátt í þessu. Við erum komnir af þessu leiðindasvæði í deildinni og nú er að fara ekki neð- ar en þetta og reyna helst að klífa eitthvað ofar,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, við DV í gærkvöld en Hlíðarendaliðið er ósigrað í fimm deildarleikjum undir hans stjórn. -VS Etxebarria fyrstur Spánverjinn David Etxe- barria vann sína aðra sérleið í Tour de France í gær. Þá lögðu hjólreiðakapparnir að baki 16. sérleiðina sem nam 192 km frá bænum Lannem- ezan til Pau. Lance Armstrong, Bandaríkjunum, er enn í fyrsta sæti. -JKS Síminn ekki stoppað Spænski landsliðsbakvörðurinn og einn besti leikmaður Barcelona, Sergi Barjuan, telur ekki útilokað að hann yfirgefi herbúðir liðsins. Hann segir að síminn hafi vart stoppað hjá sér í sumar. Lið á Englandi og ítahu fylgjast spennt með en þau vita að hann er ekki yflr sig ánægður í Barcelona. -JKS Kuerten úr leik Hinn brasilíski Gustavo Kuerten er úr leik á sterku tennismóti í Stuttgart. Kuerten, sem er í fimmta sæti á alþjóða styrkleikalistanum, varð að láta í minni pokann fyrir Svíanum Magnus Norman í fyrsta setti. Kuerten örmagnaðist og hætti keppni. -JKS Ofnæmiskast Rússneski ólympíumeistarinn í 200 metra flugsundi, Denis Pankratov, fékk slæmt ofnæmiskast á æfingu i gær og var fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Læknar voru hikandi við að gefa honum lyf þar sem þau gætu leitt til falls á lyfjaprófi. -JKS Marel í uppskurð Marel Jóhann Baldvinsson, sóknarmaðurinn efnilegi hjá Breiðabliki, fer í uppskurð á liðþófa í hné um helgina. Þar með er ljóst að hann spilar ekki með Kópavogsliðinu næstu vikur. -VS MTK geysisterkt Mótherjar ÍBV í forkeppni meistara- deildarinnar í knattspyrnu, MTK Búdapest, eru greinilega geysisterkir. Þeir unnu 27 leiki af 34 í ungversku A-deildinni síðasta vetur og fengu 19 stigum meira en næsta lið, Ferencvaros. Markatalan var 77-26. Það bíður því ÍBV afar erfitt verkefni. -VS Rikki skoraði Ríkharður Daðason, landsliðsmið- herji í knattspymu, skoraði fyrsta mark Viking úr vítaspyrnu í 3-1 sigri á enska liðinu Southampton f vináttu- leik í Stavanger í gærkvöld. Ríkharð- ur lék í 65 mínútur en Auðun Helga- son spilaði allan leikinn með Viking. Sport -JKS/VS Kristinn Lárusson, fyrirliði Valsmanna, hefur betur í baráttu við Blikann Hreiðar Bjarnason að Hlíðarenda í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór Hálfnað Með 20 stig í húsi að lokinni fyrri umferð em KR-ingar verðskuldað á toppi úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu. Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum er KR aldargamalt í ár og í vesturbænum er nú 1 undirbúningi einhver magnaðasta fagnaðarhátíð sem um getur í ís- lenskri íþróttasögu. KR-ingar hafa oft stefnt bjartsýnir á titla að vori en í 31 ár hafa þeir mátt bíða eftir þeim stóra. Nú síðustu ár hafa þeir fyrirhitt ofjarla sína í Skagamönnum og Eyjamönnum en eins óg þetta KR-lið spilar í dag er vandséð hvernig það á að komast hjá því að standa uppi sem ís- landsmeistari. Öflugur leikmannahópur, besta sóknarlið deildarinnar, áberandi stuðnings- menn og þeir fjölmennustu, og sú staðreynd að KRer búið með alla erfiðu útileikina. Strák- arnir hans Atla eiga bara leiki á höfuðborgar- svæðinu eftir. Það er alltaf undiralda í Vesturbænum. Líka núna, merkilegt nokk, þrátt fyrir þessa stöðu liðsins. KR-ingar skiptast nefnilega í tvo hópa, með og á ''' móti þjálfaranum. Ef eitthvað getur fellt KR-inga era það þeir sjáifir. Til þessa hafa j þjálfari og leikmenn nánast j lokað sig af og náð að skapa vinnufrið. Tapist óvænt stig | er hætt við að friðurinn sé úti og pressan á hópinn fari að Sf- segja til sín. Eyjamenn hafa tvo titla að verja og eru á hælum KR. Þar er líka á ferð geysisterkur leikmannahópur en ýmis teikn em á lofti um að seinni hluti móts- ins verði ÍBV erfíður. Meistaramir hafa ekki verið sannfærandi í sumar, ef frá er talinn fyrsti leikurinn, og hafa ekki sýnt þá knatt- spymu sem hefur fært þeim titlana tvö síðustu árin. Eyjamenn hafa marið þrjá eins marks sigra á heimavelli og misstu stig til Framara, og á útivelli hafa þeir unnið einn leik af fjór- um. Leikaðferð liðsins hefur verið gagnrýnd, Bjami þjálfari svarar fyrir sig og hefur sagt mönnum að éta það sem úti frýs. Þessi aðferð hafi skilað árangri undanfarin ár. Já, já, en nú em önnur lið búin að læra að spila á móti ÍBV. í Eyjum sætir Bjarni líka vaxandi gagnrýni fyrir að minnka hlut heimamanna í liðinu. Sú pressa ein og sér er erfið í samfélagi eins og Iþróttaljós Vestmannaeyjum. Taki Eyjamenn sér ekki tak er hætt við að þeir dragist fljótlega aftur úr KR- ingum og vonin um meistaraþrennuna verði úti löngu fyrir mótslok. Eitt þriggja bestu liða deildarinnar situr í þriðja neðsta sæti og hefur skorað 3 mörk í sumar. Skagamenn eiga reyndar tvo leiki til góða en hafa misst of mörg stig til að geta stefnt á annað úr þessu en að ná þriðja sæti deildarinnar. Til þess hafa þeir styrkinn, og spili Stefán Þ. Þórðarson með þeim út mótið eykur það líkurnar enn. En þá þurfa Skaga- menn líka að fara að skora mörkin. Fram og Leiftur sitja í þriðja og fjórða sæti deildarinnar eftir fyrri umferð. Þetta em þau félög sem tóku mestum breytingum frá síðasta ári. Bæði eru vel mönnuð og því líkleg til að bæta sig seinni part mótsins. Það er reyndar með ólíkindum að Framarar skuli vera komn- ir með 14 stig eins og þeir hafa spilað, ekkert lið hefur fengið jafnmörg óverðskulduð stig í sumar. En það er styrkleiki út af fyrir sig. Nái Ólafsfirðingar að smelia betur saman eru þeir til alls líklegir. Valsmenn eru skyndilega komnir af botninum og upp í 5. sæti, og sýni þeir áfram sama karakter og að undan- fomu er ekki von á frekari 7 falldraug að Hlíðarenda í ár. Breiðablik stefndi í toppbaráttu JSL-- en sígur nú hratt niður töfluna. Það ræðst í næstu umferðum hvort Kópavogsliðið býr yfir styrk til að rétta sig af, eða hvort það lendir í fallbaráttu einu sinni enn. Grindvíkingar lofuðu góðu en era dottnir ofan í gryfju sem erfitt gæti reynst að komast úr. Þeir hafa orðið fyrir mótlæti og látið það fara í taugarnar á sér. Ef þeir hætta að vola yfir þvi hve aðrir séu vondir við þá og taka upp baráttugleði undanfarinna ára, geta þeir snúið blaðinu við. Annars ekki. Keflavík hefur valdið einna mestum von- brigðum. Sterkur leikmannahópur, en hann virðist algerlega staðnaður. Keflvíkingar verða að brjóta upp leik sinn ef ekki á illa að fara. Víkingar hafa ekki unnið siðan í fyrstu um- ferð og hvað eftir annað tapað stigum sem þeir höfðu í hendi. Á þá er kominn fallstimpill sem erfitt verður að hrista af sér. Forkeppnin: HB steinlá í Finnlandi Úrslit í síðari leikjum í 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld urðu þessi og samanlögð úrslit eru aftast: Ararat-Zalgiris........0-3 (0-5) Kapaz Ganja-Sloga .....2-1 (2-2) Zimbru-St. Patrick’s...5-0 (10-0) Skonto Riga-Jeunesse...8-0 (10-0) SK Tirana-ÍBV .........1-2 (1-3) Flora-Partizan ........1-4 (1-10) Haka-HB Þórshöfn ......6-0 (7-1) Valletta-Barry Town....3-2 (3-2) Glentoran-Liteks.......0-2 (0-5) Leikir í 2. umferð forkeppninnar eru þessir: Rapid Vín - Valletta, Anorthosis - Slovan Bratislava, Partizan Belgrad - Rijeka, Litex - Widzew Lodz, Dinamo Tblisi - Zimbru Chisinau, Dnepr Trans- mash - AIK, Rapid Búkarest - Skonto Riga, Besiktas - Hapoel Haifa, Dynamo Kiev - Zalgiris Vilnius, ÍBV - MTK Búdapest, CSKA Moskva - Molde, Haka Val- keakoski - Glasgow Rangers, Sloga Jugomagnat - Bröndby, Maribor Teatanic - Genk. Fyrri leikimir verða 28. júlí og síðari 4. ágúst. -JKS KT 1. DEILD KARLA Fylkir ÍR 9 8 0 1 21-10 24 9 5 2 2 26-16 17 Víðir Stjarnan FH Þróttur R. KVA KA 10 9 9 9 9 10 4 20-24 14 4 20-17 13 3 18-14 12 4 14-13 11 4 15-24 11 4 9-14 10 Dalvík 9 2 3 4 13-19 9 SkaUagr. 9 2 16 16-21 7 Aðrir leikir í 10. umferð fara fram annað kvöld. Þaö eru Skallagrím- ur-Stjarnan, Dalvík-KVA, ÍR-Þróttur R., og FH-Fylkir. Rútur eftirsóttur Eyjamaðurinn Rútur Snorrason hefur í mörg hom að líta eftir að hann hætti að leika með ÍBV á dögunum. Flest lið úr- valsdeildar og nokkur í 1. deild hafa fal- ast eftir honum. Þau sem sótt hafa fastast- eru KR, Keflavík og Valur, og í gærkvöld bættust Framar- ar í hópinn, samkvæmt heimildum DV. Rútur ætlar að gefa sér góðan tíma til að taka ákvörðun en frestur til félaga- skipta rennur út 31. júlí. -VS KA af botninum - með sannfærandi sigri á Víði í Garði, 1-2 er takmark Valsmanna en Blikar búa sig undir fallbaráttu eftir 2-1 tap Það er ekki langt síðan talað var um Breiðablik sem spútniklið úrvalsdeildarinnar og Valsmenn sem vísa fallkandídata. Eftir 2-1 sigur Vals í opnunarleik síðari umferðarinn- ar að Hlíðarenda í gærkvöld hafa hlutirnir heldur betur snúist við. Valsmenn eru komn- ir í efri hlutann, taplausir í sex leikjum í röð, en Blikar stefna beint í fallbaráttuna, án sig- urs í fimm síðustu deildaleikjum sínum. Valsliðið sem lagði Blika í gærkvöld á ekk- ert sameiginlegt með því Valsliði sem tapaði í leik liðanna i fyrstu umferðinni í Kópavogi í vor - nema rauðu búningana. Slík eru um- skiptin. Ljóst er að Ingi Björn Albertsson hef- ur náð upp öðru og betra hugarfari meðal leikmanna, og Ólafur sonur hans lagði sitt af mörkum í gærkvöld með því að skora fyrra markið og krækja í vítaspyrnu sem gaf það síðara. Strákur sýndi sóknartilþrif sem minntu á „þann gamla“ þegar hann var upp á sitt besta. Þessi tvö mörk skildu liðin í hléi en Blik- ar áttu þó líka sín færi í opnum og líflegum fyrri hálfleik. Hreiðar Bjarna- son fékk tvö þau bestu, en hann komst ekki nær en að hitta í utanverða stöng. Valsmenn þéttu vömina eftir hlé, drógu sig aftar á völlinn og Blikar sóttu að mestu út leikinn. Þeir minnkuðu muninn úr víta- spyrnu og Valur missti um leið Sigurbjörn Hreiðarsson af velli með rautt spjald. Þennan liðsmun náðu Blikar ekki að 0~fD Ótafur Ingason (10.) skall- ” aöi yfir Atla markvörð frá vitateig eftir langa sendingu Harðar Más frá eigin vallarhelmingi. ©_ /J\ Sigurbjörn Hreiðarsson (38.) ^ úr vitaspyrnu eftir að Hjalti Kristjánsson braut á Ólafi Ingasyni sem fékk stungusendingu frá Herði. 0.0 Salih Heimir Porca (62.) úr v v vítaspymu eftir að Sigur- björn Hreiðarsson sló boltann við marklínu Valsmanna. nýta sér þrátt fyrir talsverða pressu. Vals- menn héldu út með mikilli baráttu og Krist- inn var rétt búinn að skora þriðja markið. Valsmenn sluppu þó með skrekkinn þegar mark var dæmt af Blikum vegna rangstöðu. Þrátt fyrir pressuna þurfti Hjörvar, maíkvörður Vals, aldrei að verja hreint skot Blika í leiknum, þau fóru flestöll yfir eða fram hjá. „Þetta var sætur sigur og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Eftir tvö töp gegn Blikum í sumar þurfti ekki að stemma menn sérstaklega fyrir þenn- an leik. Það var hálfkjánalegt hjá Sigurbimi að láta reka sig út af því boltinn var að snú- ast frá markinu. Við stjórnuðum leiknum fram að brottrekstrinum, líka eftir að við bökkuðum i seinni hálfleik, og sýndum karakter manni færri, rétt eins og gegn Fram. Við erum á uppleið og það er engin launung á því að við ætlum að vera í baráttu um Evrópusæti," sagði Kristinn Lámsson, fyrirliði Vals. „Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti, við nýttum ekki nokkur góð færi á meðan þeirra mörk vora frekar ódýr. Það er erfitt að rífa sig upp 2-0 undir og við sköpuð- um okkur ekki nóg af færum til að jafna. Nú erum við komnir í bullandi fallbaráttu með þremur öðmm liðum, það er hörkuprógramm fram undan og við þurfurn að taka á því,“ sagði Hákon Sverrisson, fyrirliði Blika. -VS Valur 2 (2) - Breiöablik 1(0) Hjörvar Hafliðason - Sindri Bjamason @, Helgi Már Jónsson, Izudin Daði Dervic Hörður Már Magn- ússon - Sigurbjöm Hreiðarsson, Ólafur Stígsson, Guðmundur Brynjólfsson, Kristinn Lárusson @ - Ólafur Ingason, Jón Þ. Stefánsson @ (Matthias Guðmundsson 62.) Gul spjöld: Ólafur I., Matthías G. Rautt spjald: Sigurbjöm H. Breiðablik: Atli Knútsson @ - Guðmundur Öm Guðmundsson @, Ásgeir Baldurs, Sigurður Grétarsson, Hjalti Kristjánsson - Guðmundur Karl Guðmundsson (Ottó Karl Ottósson 74.), Guðmundur Páll Gíslason (Marel J. Baldvinsson 46.), Hákon Sverr- isson, Salih Heimir Porca @ - Hreiðar Bjamason, ívar Sigurjónsson. Gult spjald: Marel. Valur - Breiðabhk Valur - Breiðablik Markskot: 11 13 Völlur: Góður í sólinni. Hom: 4 8 Dómari: Egill Már Markús- Áhorfendur: 689. son, þokkalegur. Maður leiksins: Hörður Már Magnússon, Val. Fimasterkur í vörninni og fljótur að snúa vörn í sókn. 0-1 Þorvaldur Makan (68.) 1-1 Grétar Einarsson (80.) 1-2 Jóhann Traustason (90.) Það var að duga eða drepast fyrir KA-menn gegn Víði í Garðinum i gærkvöld, aðeins með sjö stig á botninum eftir fyrstu níu leikina. Strax frá fyrstu mínútu tóku þeir leik- inn í sínar hendur og héldp nær óslitið út leikinn. Það var aðeins Ragnar Ragnarsson í marki Víðis sem kom 1 veg fyrir að sigurinn yrði stærri en hann bjargaði Víðismönnum oft með frábærri markvörslu. Ekki var þó sigur- inn þrautalaus fyrir KA-menn, því fyrra mark þeirra kom ekki fyrr en á 68. mín. en þá náði Þorvaldur Makan að brjóta ísinn, var fyrstur að boltanum þegar Ragnar varði meistaralega fast skot utan af velli. Við það vöknuðu Víðis- menn og tóku skyndilega að sækja af krafti. Þeir uppskáru víti þegar Eggert markvörður braut klaufalega á Gunnari Sveinssyni. Grétar Einarsson skoraði örugglega úr vítinu. KA-menn, sem höfðu slakað aðeins á klónni, gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og uppskám sigurmark þegar Jóhann Traustason, sem kom inn á sem varamaður skömmu áður, skor- aði með fóstu skoti af stuttu færi. Sigur KA-manna verður að teljast mjög sanngjarn og eins og þeir spiluðu mátti sjá að ým- islegt býr í þessu liði. Ef þeir halda áfram af sama krafti má búast við að þeir færist hægt og örugglega upp stigatöfluna í seinni umferðinni. Víðismenn komust aldrei í takt við leikinn og voru sem farþegar lungann úr leiknum. Heimavöllurinn sem hefur oft verið sterkasta vígi Garð- manna hefur nýst illa í sumar og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Maður leiksins: Ragnar Ragnarsson, Víði. -KS Annar Dani í Leiftur Leiftur fær enn einn erlendá knattspyrnu- manninn á morgun því þá kemur Brian Christensen frá Danmörku til liðs við félagið. Landi hans, Kenneth Tange, er nýkominn norður og lofar góðu. Christensen er 27 ára og lék síðast í dönsku A-deildinni með Vejle vorið 1998. -HJ/VS Elliott þarf nýra Sean Elliott, leikmaður NBA-meistaranna í San Antonio Spurs, þarf eins fljótt og kostur að gangast undir nýrnaígræðslu. Elliott hefur um nokkurra ára skeið átt við nýmasjúkdóm að striða og hefur heilsu hans hrakað að und- anfomu. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.