Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 4
36 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 Sport___________________________ dv PTTTfflI" oka Marek Lemsalu, eistneskur landsliðsmaður sem leikið hefur með liði Flora Tallinn í Eist- landi, liöi Teits Þóröarsonar, hefur verið lánaður til norska liðsins Stromsgodset sem situr við botn A-deildarinnar. Bandariskt piltalió i knatt- spymu, Alliance FC, dvelur hér á landi um helgina. Til stóð að það spilaði æfingaleiki við tvö 3. flokkslið, sem bæði hafa hætt við vegna fjarveru leik- manna. Af þeim sökum bráð- vantar leikmenn á aldrinum 13- 16 ára til að spila á móti Könun- um á sunnudag og mánudag kl. 18. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hringja í ÍT-ferðir, sími 588-9900, eða senda þangað tölvupóst á netfangið ittravel@ toto.is. Guómundur E. Stephensen og Markús Árnason verða á meðal keppenda á heimsmeistaramót- inu í borðtennis sem hefst í Hollandi á sunnudaginn og lýkur 9. ágúst. Golfmót meólima í Golfferða- klúbbi SL og SL-golfklúbbnum fer fram á Strandarvelli við Hellu á sunnudag og hefst kl. 8. Skráning fer fram í golfskál- anum þar, sími 4878208. Liverpool vann auðveldan sigur á Válerenga, 4-1, í æfingaleik í Osló í gærkvöld. Karl-Heinz Riedle, Dieter Hamann og Erik Mejer skoruðu fyrir Liverpool og heimamenn gerðu einnig sjálfsmark. RKV, sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis, styrkti enn stöðu sína i 1. deild kvenna í knattspymu með 9-1 útisigri á Selfyssingum. RKV og FH eru með 25 stig hvort en RKV á einn leik til góða. Grótta er með 16 stig, Selfoss 13, Fylkir 8 og Hauk- ar 5 stig. Fátt getur komið i veg fyrir að RKV og FH fari í úrslita- keppnina ásamt Þór/KA að norð- an og sigurliðinu að austan en þar er keppnin mjög jöfn. Marzouk Al Otaibi skoraði 4 mörk fyrir Sádi-Araba þegar þeir. sigruðu Egypta, 5-1, i álfukeppn- inni í knattspymu í Mexíkó i nótt. Þrir Egyptar voru reknir af velli í leiknum, tveir þeirra í fyrri hálfleik. Fransesco Palencia tryggði Mexíkó 1-0 sigur á Bólivíu í nótt. Þar með komust Mexíkó og Sádi- Arabla áfram úr A-riðli en Egyptaland og Bólivía eru úr leik. Stöðuna i Draumaliösleik DV er að finna á íþróttavefnum á Visi.is. Þar er einnig listi yflr leikmenn en frestur til að skipta um leikmenn í draumaliðunum rennur út á miðnætti á laugar- dagskvöldiö. -GH/VS Skagasigur í Laugardalnum: Dimmt - yfir herbúðum Víkinga Skagamenn innbyrtu sinn annan sigur í röð á íslandsmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöld þegar þeir lögðu Víkinga í Laugardalnum, 1-2. Þegar öllu er á botninn hvolft verður sá sigur að teljast sanngjarn en ekki var þessi viðureign samt mikið fyr- ir augað. Leikurinn var tilþrifalítill lengstum en nokkrar ágætar rispur sáust í síðari hálfleik. Ekki var að- stæðum um að kenna í gærkvöld að ekki væri hægt að leika góða knatt- spyrnu. Eftir þenn- an ósigur syrtir enn í álinn hjá Víking- um og ljóst að leik- irnir sem eftir eru hjá þeim eru upp á líf og dauða. Mark Skaga- manna stuðaði Vík- inga nokkuð en bar- áttan var alls ráð- andi og tækifærin voru fá. Síðari hálfleikurinn var aðeins skárri og boltinn gekk betur og var mun hraðari og Sumarliði Árnason var óheppinn að jafna ekki fyrir Víkinga. Skagamenn gerðust ágengari og uppskáru annað mark eftir glæsi- legt samspil þeirra Kenneth Matija- ne og Stefáns Þórðarsonar. Víking- ar reyndu síðan að klóra i bakkann undir lokin. Ekki er baráttuleysi um að kenna að Víkingar töpuðu leiknum. Þegar hins vegar kemur að sóknarleikn- um fer allt í baklás. Hann er hug- myndasnauður og var ekki erfitt fyrir Skagamenn að brjóta hann á bak 'aftur. Það er erfiður tími framundan hjá Víkingum og eitt- hvað meiriháttar þarf til að koma liðinu inn á rétta braut. Bjami Hall og Lárus Huldarson vora einna bestir Víkinga í leiknum. Sjálfstraust Skagamanna hlýt- ur að aukast með hverju sigri. Þrátt fyrir sigurinn var liðið þó ekki að leika vel en stigin þrjú telja. Jóhann- es Harðarson lék vel í þessum leik. Vörnin stóð sig með ágætum og þeir Matijane og Stefán voru hættulegir frammi og voru í strangri gæslu allan tímann. „Það er lítið um þennnan leik að segja en hann var einn sá slakasti af okkar háifu í sumar. Við gerðum færri mistök og það reið baggamun- inn þegar upp var staðið. Persónu- lega fannst mér við leika langt und- ir getu og við getum gert miklu bet- ur en þetta,“ sagði Alexander Högnason, fyrirliði fA. -JKS A.A Kári Steinn Reynisson (10.) w v fékk stungusendingu írá Heimi eftir misheppnaða markspyrnu og skoraði laglega úr teignum. Kenneth Matijane (77.) ” Eftir gott þríhymingsspil við Stefán Þórðarson skoraði Matijane með góðum jarðarbolta úr teignum. 0-0 Sumarliói Árnason (84.) v w afgreiddi vel langa stungu- sendingu frá Þrándi Sigurðssyni. Matijane skoraði í fjórða leiknum í röð fýrir Skagann Suður-afríski leikmaðurinn, Kenneth Matijane, hjá Skagamönnum, skoraði í sínum fjórða leik í röð í deild og bikar í 2-1 sigri Skagamanna á Víkingum á Laugardalsvelii í gær. Matijane sýnir tilþrif er hann sést hér stökkva upp úr skriðtæklingu Vfkingsins Þorra Ólafssonar á meðan Unnar Valgeirsson fylgist með álengdar. DV-mynd Hilmar Þór Víkingur 1(0) - ÍA 2(1) Gunnar Magnússon - Þorri Ólafsson, Sigurður Sig- __ hvatsson, Gordon Hunter - Hólmsteinn Jónasson, Bjami Hail @ (Þrándur Sigurðsson 79.), Sváfnir Gíslason (Daníel Hjaltason 73.), Lárus Huldarsson @, Amar Hallsson @ - Amar Hrafn Jóhannsson (Jón Grétar Ólafsson 64.), Sumarliði Ámason. Gul spjöld: Bjami, Þorri, Sumarliði Rautt spjald: Hunter 88. mín. Ólaíúr Þór Gunnarsson - Reynir Leósson @, Alex- ander Högnason @, Gunnlaugur Jónsson, Sturlaug- ur Haraldsson (Kristján Jóhannsson 16.) - Pálmi Haraldsson, Jóhannes Harðarson @, Heimir Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson (Unnar Val- geirsson 61.) - Kenneth Matijane @, Stefán Þórðarson @. Gul spjöld: Engin. Vfkingur - ÍA Víkingur - ÍA Markskot: 13 12 Völlur: Eins og best er á kosið. Horn: 3 6 Dómari: Bragi Bergmann, Áhorfendur: 800 ágætur. Maður leiksins: Jóhannes Harðarson, ÍA. Hafði gott auga fyrir spili og var í hvivetna mjög drífandi. Víkingur: ^ Evrópuriðill 20 ára liða í körfuknattleik: Island í erfiðum riðli íslenska landsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 20 ára yngri, tekur þátt í undanriðli Evrópukeppninnar sem haldin verður í Malmö dagana 4.-8. ágúst. Ljóst er að erfitt verkefni bíður liðsins en það leikur í riðli með Póllandi, Rúss- landi, Svíþjóð, Úkraínu og Frakklandi. Tvær efstu þjóðimar komast áfram í úr- slitakeppnina sem verður í Makedóníu að ári. Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari liðs- ins en honum til aðstoðar er Ingi Þór Steinþórsson. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum. Einar Öm Aðalsteinsson, Þór, Ingvaldur Magni Hafsteinsson, KR, Morten Þór Szmiedowicz, Virgina Lynch- burg, Davíð Þór Jónsson, Keflavlík, Ör- lygur Sturluson, Njarðvík, Jón Nordal Hafsteinsson, Keflavík, Lýður Vignisson, Alabama Huntsville, Sævar Sigmunds- son, Alabama Huntsville, Guðlaugur Eyj- ólfsson, Grindavík, Sæmundur Oddsson, Keflavík, Logi Gunnarsson, St. Marys High School og ísak Einarsson, Tinda- stóli. Liðið heldur utan á þriöjudaginn og kemur heim aftur 9. ágúst. -JKS Tveir flottir! l&ílrXóatílH 'ítyáfalc Bíldshöfða 12 Sími: 567-3131 fax 587-0889 Benz S 500, árg. 1995, ek. 83.000 km, hlaðinn aukabúnaði, 18“ AMG, svartsans. Verð 6.900 þús. Benz E 240, árg. 1998, ek. 22.000 km, toppl., rafdr. rúður, svartur, 17“ álf. o.m.fl. Verð 3.950 þús ENGLANP Leeds United hefur hafnað 1,1 millj- arða króna tilboði frá spænska félag- inu Atletico Madrid i hollenska fram- herjann Jimmy Floyd Hasselbaink. Forráðamenn Leeds vilja fyrir aila muni ekki láta Hasselbaink fara og hafa lagt hart að honum að fram- lengja samning sinn við félagið sem rennur út eftir tvö ár. Tim Flowers, markvörður Black- bum, er á leið til Arnars Gunn- laugssonar og félaga hans í Leicest- er en félagið hefur samþykkt að greiða Blackburn 130 miUjónir fyrir leikmanninn. Flowers fór fram á það við Blackburn að vera settur á sölu- lista eftir að hann missti stöðu sína til John Filans. Það cetti þvi að verða öflug sam- keppni um markvarðarstöðuna hjá Blackbum en fyrir hjá félaginu er Kasey Keller, markvörður banda- riska landsliðsins. Flowers mun leika sína fyrstu leiki með Leicester á móti sem liðið tekur þátt í i Grikklandi um helgina. Sunderland, nýliðamir i ensku A- deildinni, gengu i gær frá kaupum á sænska landsliðsmanninnum Stefan Schwarz. Sunderland greiddi spænska liðinu Valencia 470 milljón- ir fyrir leikmanninn sem er 30 ára gamall miðjumaður. Schwarz geröi Qögurra ára samning við Sunderland. Gríski varnarmaðurinn George Ge- orgiadis er á forum frá Newcastle. Hann hefur ákveðið að ganga í raðir PAOK Saloniki í Grikklandi sem greiðir 60 milljónir króna fyrir leik- manninn. Wes Brown, vamarmaðurinn stór- efnilegi hjá Manchester United, meiddist illa í hné á æftngu meistar- anna i vikunni og ljóst er að hann verður frá keppni og æfíngum í ein- hverjar vikur, jafnvel mánuði. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.