Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 27 DV Sport - sigraði og er með 8 stiga forskot á Mika Hákkinen Eddie Irvine hefur tekið forystuna í stigakeppni ökumanna af Mika Hákkinen eftir tvöfaldan sigur Ferrari, og annan sigur sinn í röð, á Hocken- heim á sunnudag. Eddie Irvine og Mika Salo komu fyrstir í mark eftir ótrúlegt lánleysi McLaren-liðsins sem átti hræðilegan dag. Heimamaðurinn Heinz H. Frentzen á Jordan, ók jafnan og öruggan akstur og kom rétt í kjölfar Ferrarifélaganna og skilaði sér í þriðja sætið aðeins 5,1 sek- úndu síðar. Landi hans, Ralf Schumacher, átti svo enn einu sinni frá- bæran akstur og kom afllitlum Willi- amsbíl sínum í ijórða sætið. Ólánskrák- an David Coulthard krækti svo í fimmta sætið eftir að hafa þurft að fara i þri- gang á viðgerðarsvæði en hann átti hraðasta hring keppninnar. Það var Finnin Mika Salo sem var maður þýska káppakstursins á sunnu- dag í sinni annarri keppni fyrir Ferr- ari. Salo tók forystu eftir viðgerðarhléin og afhenti síðan félaga sínum, Eddie Ir- vine, fyrsta sætið eftir skipun frá keppnisstjóra liðsins nokkrum hringj- um síðar og „sætti sig við“ annað sætið sem er jafnframt besti árangur hans á 5 ára löngum ferli í Formúlu. Salo ók mun hraðar en félagi hans Eddie Irvine. Salo átti geysigóða ræsingu af fjóröa rásstað í annað sætið og komst fram fyrir Frentzen og Coulthard sem ekki voru eins kvikir eftir að rauðu ljósin höfðu verið slökkt. Irvine var ekki eins snöggur og tapaöi sæti í ræsingunni og var lengi vel í sjötta sæti á eftir Barrichello á Stewart Ford sem var mjög hraðskreiður, en hætti vegna bil- unar í girkassa. „Ég tók vitlausa línu í ræsingunni og missti þvi af Barrichello, eftir það varð ég að passa olíuhitann, hægði á og beið eftir því hvernig keppnin þróaðist." sagði Irvine eftir keppnina. „í raun á Salo stóru dolluna því hann ók stór- kostlega," bætti Irvine við og var nú skyndilega kominn í stöðu Michael Schumachers sem þiggjandi og sagðist alls ekki hafa beðið um að Finninn viki. „Mér líður hálfilla að sitja á bikarnum. Salo var frábær." Irvine hefur nú tekið við forystuhlutverki Ferrari í stað Michaels Schumachers og hefur staðið fyllilega undir væntingum með tveim sigrum í röð og fær nú hjálp frá Mika Salo sem er að koma virkilega á óvart með framistööu sinni. Tvöfaldur sigur Ferrari var ekki síst ólukku McLaren-liðsins að þakka, en Hákkinen, sem hélt forystu fyrri helm- ing keppninnar, stefndi á sigur þegar bensíndæla bilaði og Finninn átti 12 sekúndna lengra viðgerðarhlé en áætlað hafði verið og féll niður í fjórða sæti. Þá byijaði hann ógurlegan akstur og var nýbúinn að taka þriðja sætið af Frentzen þegar vinstra afturdekkið hjá honum hvellsprakk á 340 km hraða. Hákkinen flaug af brautinni og stakkst af alefli inn í dekkjavegg. „Imyndið ykk- ur hvernig er að taka beygju á aðeins þremur hjólum. Við sáum á Silverstone hvað getur gerst,“ sagði Hákkinen sem missti af sigri vegna bilunar og ólukku viðgerðarmanna eða félaga í þriðju keppninni í röð. Coulthard, sem framan af barðist við Salo um annað sætið, ók aftan á hann í einni tilraun sinni til framúraksturs, braut framvæng og þurfti að taka auka viðgerðarstopp og kom aftur út í 11. sæti. Ruddalegur framúrakstur Skotans kostaði hann 10 sekúndur í refsingu, og eftir þriðju heimsókn á viðgerðarsvæðið náði hann að klára í þriðja sæti aðeins 16 sekúnd- um á eftir sigurvegarunum Irvine. Sig- ur Irvine hefur sett óvænta spennu í heimsmeistarakeppnina og er burst McLaren ekki í sjónmáli á meðan áreið- anleiki bílanna er ekki meiri og næsta keppni er á braut sem er sögð henta Ferrari vel. -ÓSG Iropar „Við/ komum hingað til að t»á kannski einhverjum stigum og ál um I von á stórsigri McLaren, en\ sigijuöum sjálfir. Næsta keppni verour í Ungverjalandi og brautin þar er skemmtilegri og passar okkun betun" sagði Eddie Irvine eftir aa sigurinn var í höfn. Hann er ntr í þeirri óskgstöðu að leiða stigatöfl- una fyrir Fél Ralf Schumacher sýndi álíka takta og bróðir hans hefur gert um tíðina og náði að koma Supertec bílnum missti aldrei Fri parið of langt nema 12 sek. km sem el lagi hans ,um Williams ia sæti og •n oþ Ferrari- sér og var ekki að aka þesstr307 voru á sunnudag. Ké 7 nær ekkí enn aí komast Á skrið og hætti þegar 24' hringh/voru eftir. Jacqúes Villeneuve, sem fjallaö var um í helgarblaði DV, lenti enn í vandræðum þegar hann og Pedro Dmiz/kullu saman rétt fyrir fyrstu beygjuVjíeppninnar. Þetta þýðir a$ VilleneuVm sem á að baki einn Ft múla 1 heimsjneistaratitil með-Wílli- ams, á enn eftir aðljúka-keppni eftir að hafa ræst í 10 skipti í BAR-bíln- um. Oliver Panis átu'gó&i helgi í Þýska- landi og fór mjög hratt á Hocken- heimbnfutinni og sýndi gamla takta,, 6n tveggja stoppa áætlun þýddi að þrátt fyrir góðan akstur náði hann ekki nema í sjötta sæt- iír og síðasta stigið. Panis átti næ/thraðasta hring á eftir Davi ilthard. mgur Mika Salo er athyglis- verður því eftir að hafa aðeins ekið nókkur hundruð kílómetra á Ferr-/ aribílnum gerði hann betur en félat hans Eddie Irvine í timtökunum'á laugVdag og er að allra matf að standa\>ið,stór orð sín þar sem hann hefur fullyft~að—hanHsé 1 besta flokki ökumanna. Frammistaða hans á Hungaro-Ring í Ungverjalandi kemur til með að jegja talsvert um það og ekki ólikjejgt að hann kræki sér í gott aksturssæfi á næsta ári. Eddie Irvine er sagður hafa gert samning' við Stewart Ford fyrir næsta ár og Rubens Barrichello komj'' í hans stað hjá\Ferrari. Barfichello, sem hefur ekið rtyög vel á jtéssu ári, kemur þá til með að taka við „nr. 2“ hlutverki Irvine senj að sfoðarmaður Schumachers. [cLarenfélagamir Mika Hákkinen David Coulthard koma til með verða áfram hjá liði sinu næsta át. Þetta var staðfest á sunnudag. Verður þá þetta fimmta árið sem pariþ veröur saman hjá McLaren, en Coulm^rd kom til liðs við Hakkinen 1996 sertKljefur verið hjá Róh Denn- is og félögúm-siöan-"19'93. „Ég get bara ekki hugsað mér að vera ann- ars staðar en hjá McLaren. Hér vann ég alla sigrana rmna og heimsmeist- aratitilinn," sagúi Hakkinen á sunnudag. Eftir aö Mcparen heíur staðfest ökumenn síná fyrir næsta ár fer að koma meiyt hreyfing í ökumanns niarkaðinn sem hefur verið að, bíða og sjá hvort Coulthard missi sæti sitt og Irvine kannski komi i hans stað/Þá eru laus sæti hjá Ferraii. Jorjan og Stewart. Stewart hefbr verfö á höttunum eftir Hakkinen og Schumacher, en eru sagðir ha „niglt“ Irvine um leið og McL staðfesti ákvörðun sína. Damon Hill var ekki i gír á si dag\ig hætti eftir að hafa faiýð í tvígang út af. Hann kenndi bremsu- vandrteðum um og hætti \l\hring. -ÓSG Þessir þýsku áhangendur mættu fótbrotnir til keppninnar, eins og Michael Schumacher, og veifuðu hækjunum óspart. Reuter Mika Hákkinen endasentist út af brautinni og hér er verið að fjarlægja bflhans frá öryggisgirðingunni. Reuter Úrslitin um helgina 1. Eddie Irvine ...........Ferrari 2. Mika Salo ..............Ferrari 3. Heinz-Harad Frentzen . . Jordan 4. Ralf Schumacher..Williams 5. David Coulthard...McLaren Staða ökumanna 1. Eddie Irvine ................52 2. Mika Hakkinen................44 3. Heinz-Harald Frentzen........33 4. Michael Schumacher...........32 5. David Coulthard .............30 Staða ökuliðanna 1. Ferrari .....................90 2. McLaren .....................74 3. Jordan.......................38 4. Williams ....................22 5. Benetton ....................16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.