Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1999, Blaðsíða 8
Bryndís Ernstsdóttir keppir í RM: Vegalengdin enn óákveðin MIDVIKUDAGUR 11. AGUST 1999 - segir Bryndís Ernstsdóttir Systurnar Martha og Bryndís Ernstsdætur hafa verið í nokkrum sérflokki í lengri vegalengdum kvenna. Martha Ernstsdóttir á hvorki meira né minna en 5 bestu tímana sem náðst hafa í hálfu maraþoni (21,1 km). Hún á einnig íslandsmetið í heilu maraþoni sem hún setti í Hamborg 1998 (2:35:16). Ósennilegt er þó að Martha verði með í Reykjavíkur maraþoni í ár þar sem hún hefur sett stefnuna á HM í maraþoni í Sevilla á Spáni sem haldið er á svipuðum tíma og Reykjavíkur maraþon. Systir Mörthu, Bryndís, hefur reynst sterk á síðustu árum. Hún á metið í Laugavegshlaupinu í kvennaflokki og tími hennar í því hlaupi er svo góður að litlu munar á honum og bestu tímum karl- anna. Bryndís ætlar að vera meðal keppenda í Reykjavíkur maraþoni, en hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún skráir sig til leiks í hálfu eða heilu maraþoni. „Ég er að gæla við heila mara- þonið, en tíminn verður að leiða það í ljós hvort ég treysti mér í það hlaup. Óneitanlega freistar heila maraþonið frekar en það er tiltölulega stutt síðan ég fór í Laugavegshlaupið," segir Bryndis. Bryndís hefur best hlaupið heilt maraþon á 3:05:16 klst. og besti tími hennar í hálfu maraþoni er 1:22:19 klst., frá Reykjavíkur mara- þoni í fyrra. „Ég á langt í land með að hlaupa á sama tíma og Martha systir mín. Ég hef reynt að æfa mig frekar á lengri vegalengdum, með það fyrir augum að fara í heila maraþonið," segir Bryndís. Bónus styrkir Barnaspítala Hringsins Bónus greiðir ákveðna upp- hæð til Barnaspítala Hrings- ins fyrir hvern þátttakanda, 12 ára og yngri, í Reykjavíkur maraþoni og einnig fá allir krakkar húfur frá fyrirtæk- inu við afhendingu gagna. Samstarfsaðilar Samstarfs- og styrktaraðil- ar eru; FRÍ, Reykjavíkurborg, Flugleiðir, DV, Islandsbanki, Byko, Bónus, Toblerone, Gatorade, Nike, Aquafresh, Contact línuskautar, Brim- borg, SS, Vörumiðstöðin, Ferðaskrifstofa íslands, 66°N, RÚV, Pizza 67; Harpa, Miðl- un, Visa, Félag íslenskra fóta- aðgerðafræðinga, Óháði söfn- uðurinn, Broadway - Hótel ís- land, Pasta Basta, Einar Ben, íslenski fjallahjólaklúbbur- inn, Heilbrigðisráð, ÍSÍ og Mál & menning. Verndari og ábyrgð- araðilar Verndari Reykjavíkur maraþons er borgarstjórinn í Reykjayík, frú Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Ábyrgðarað- ilar hlaupsins eru Frjáls- íþróttasamband íslands og Reykjavíkurborg. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Bryndísi tekst að halda uppi heiðri fjölskyldimnar. Bryndís Ernstsdóttir ætlar að verða meðal keppenda í Reykjavíkur maraþoni en hefur enn ekki tekió ákvörðun um hvort hún skráir sig til leiks i hálfu eða heilu -ÍS maraþoni. NÝTTOGFRÁtíMrBMGD sítronu/ananas TVIST Carbo Lode: Kolvetnadrykkurtil að „hlaða" fyrir lengri keppni/átök. Drukkið síðustu 1-3 daga fyrir keppni. Nýtt bragð, sígrónu SAMBA. „ Við hlupum WOkm hlaup á ítalíu, í sumar, sem heitir Del passatore. Við fundum greinilega hvernig Carbo Lode og Squeezy gelið hjálpaði okkur." Sigurður Gunnsteinsson og Ágúst Kvaran. ekkert koffein, enginn hvítursykur, engin aukaefni Training formula: Kolvetnaduft með vítamínum, bætiefnum og aminosýrum. „Leppin vörumar eru frábærar að öllu leyti fyrir skokkara og langhlaupara. Viö mælum með þeim:" Martha Ernstdóttir, Bryndís Ernstdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Ingólfur Gissurarson, Lárus Thorlacius, Daníel Smári Guðmundsson, Burkni Helgason, Sveinn Margeirsso,n, Björn Margeirsson, Sigurður Gunnsteinsson og Ágúst Kvaran. Þú færð Leppin regnslá og brúsa á sölustöðum Leppins. (gildir á meðan birgðir endast). Squeezy: Vökvahleðsludrykkur. Einnig til í gel formi. Viðheldur vel orku í átökum og kemur í veg fyrir að kolvetnabirgðir likamans tæmist Mikið notað af fremstu íþróttamönnum heims í úthaldsíþróttum. „ Við förum aldrei afstað íkeppni ílengrí vegalengd en 10 km, en að hafa Squeezy með okkur. Squeezy gel + vatn á 5 km fresti gerir gæfumuninn." Marha Ernstdóttir og Bryndís Ernstdóttir. Sölustaðir Leppin sport vara: Hraustur: Blanda flókinna kolvetna og mysupróteins (30%). Inniheldur einnig öll nauðsynleg vítamín og bætiefni. Frábær drykkur strax eftir átök. Hjálpaðu líkamanum að jafna sig eftir átökin.. „Ég trúi því varla að ég hafi ekki fengið harðsperrur" Sagðí Eiður Aðalgeírsson ultramaraþonhlaupari daginn efiir að hafa hlaupið 110 km til styrktar ABC hjálparstarfi. Eiður notaði Carbo Lode og Hraustan fyrir hlaupið, Squeezy gelið og drykkinn í hlapinu og Hraustan strax að loknu hlaupi og aftur um 2 klst síðar. Reykjavík og nágrenni: Aerobic,Sport, Ármannsheimili Sigtúni, Baðhúsið.Everest, GÁP, Heilsuhúsið Kópavogi, Hreyfing, Hreysti, Sérverslunhlauparans, Intersport, íþrótt, Jói útherji, Judo Gym Ármanns, Músik Ssport, Skátabúðin, Útilíf, Veggsport.World Class og Þokkabót. Landið: Ozone og Gym80 Akranesi, íþróttamiðstöðin Borgarnesi, Vestursport ogStudio Dan ísafirði, Heilsuræktinni Sauðárkróki, Videoval Siglufirði, Tískaog Sport Ólafsfirði, íþróttamiðstöðin Oalvík, Sportver, 66°N og World ClassAkureyri, Verslunin Tákn Húsavík, Austfirsku algamir og Táp og fjörEgilsstöðum, íþróttamiðstöðin Seyðisfirði, Nýjung Neskaupstað, OrkuveriðHöfn, Vöruval og Hressó Vestmannaeyjum, Flúðasport Flúðum, SportlífSelfossi, Mónakó Grindavík, iþróttamiðstöðin Garði, K-sport, Perlan ogLífsstíll Keflavík. Squeezy powder, krakkadrykkir og unglingadrykkír fást einnig í stórmörkuðum og verslunum um allt land. ííjC ðsnj CI9 iöá Pöntunarþjónusta á internetinu: www.mmedia.is/hlaup • ;i-jjiauuu iiij i * i 4 i i . i i . t...... LO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.