Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 39 Audi A2 - fyrsti fjöldaframleiddi álbíllinn í flokki smábíla. Renault með jeppling Renault sýnir 1 Frankfurt aldrifsútgáfu af Mégane Scénic- bílnum og miðar þar á sam- keppni við jepplinga eins og Land Rover Freelander, Honda CR- og HR-V, fyrir utan Toyota RAV 4. Scénic Rx4 er belgmeiri en venjulegur Scénic og með voldugri stuðara. Þá er hann með hurð að aftan en ekki hlera og varahjólið er á miðri afturhurð. Veghæð á Rx4 er 18 sm móti 12 sm á hefðbundna bílnum og fjöðrun- Renault er á leið Scénic - Scénic in verður slaglengri. Seigjukúp- ling sér um að átakið sé hverju sinni á þeim hjólum þar sem það nýtist best, en Rx4 er ekki með millikassa fremur en ofannefndir keppinaut- ar. Hægt verður að fá bílinn með gripstýr- ingu sem verkar að- eins á framhjólin. Gírkassi er sér- staklega framleiddur fyrir þennan bíl í sam- vinnu við Steyr-Puch í Austurríki sem hefur langa reynslu í fram- leiðslu aldrifsbíla. með aldrifsútgáfu af Mégane -SHH Kallaður leikhússbíllinn 07ar A2 frumsýndur í Frankfurt - með grind eins og Fiat Multipla og gólf eins og Benz-A Meðal nýrra bíla á alþjóðlegu bílasýningunni i Frankfurt, sem hefst 17. þ.m., verður A2-bíllinn frá Audi meðal sýningargripa. Þetta verður fyrsti smábíllinn í fjölda- söluflokki sem verksmiðjufram- leiddur er að mestu leyti úr áli. Þar með verður eigin þyngd ekki nema 895 kg þannig að hann ætti að geta orðið mjög sparneytinn. í honum er' svokölluð „spaceframe“-grind, líkt og í Fiat Multipla, og hann verður með „samlokugólf' eins og A- Benzinn þannig að við árekstur gengur vélbúnaðurinn niður og undir gólfið en ekki beint inn í far- þegarýmið. -SHH „New Edge Design" greinilegt á nefinu á nýju Fiestunni og allar línur mýkri en á bílnum sem hún tekur við af. Ný kynslóð af Fiesta Ný Fiesta verður mest áberandi á sýningarsvæði Ford í Frankfurt, ef að líkum lætur. Fiestan hefur verið lítið breytt í tíu ár sem í sjálfu sér sýnir hve vel lukkaður bíll hún var á sínum tima. Nú hefur henni verið breytt nokkuð verulega í útliti og er sögð komin með nýja innréttingu. Fjöðr- un og hemlar hafa líka fengið góða hressingu að sögn og það sætir nokkrum tíðindum að bíll í þessum flokki er nú kominn með tvo líknar- belgi á hlið, auk þeirra tveggja sem nú eru orðnir næsta hefðbundnir að framan. DaimlerChrysler sýna í Frankfurt hugmynda- bílinn Java, sem er eftir svokallaðri „farþega-for- gangs-teikningu“ (Passenger Priority Design). í því felst að aft- ursætin eru hærra i bíln- um en framsætin, líkt og í leikhúsi eða kvik- myndahúsi. Þess vegna hafa höfundarnir stund- um kallað bílinn „leik- hússbílinn" sin á milli. Ljósmynd er ekki enn tiltæk af þessum sérstaka hugmyndabíl DaimlerChrysler. Skoda sýnir nýian bíl: Fabia Skoda frumsýnir í Frankfurt nýj- an bíl, Fabia. Tekið er ffam áð hann sé ekki arftaki Felicia bílsins, sem nú þykir kominn til ára sinna, held- ur sé alveg nýr bíll og sjálfstæð lína. Heildarlengd er 3,96 metrar þannig að Fabia tekur að fullu þátt í smá- bílaslagnum sem harðnar að kalla með degi hverjum á meginlandi Evrópu. Val verður til að byrja með um tvær bensínvélar og eina dísil- vél og Skoda boðar enn meira véla- val með tímanum. Skoda Fabia er sagður standast alla tilskylda örygglsstaðla og vel það. Carisma í nýj- um fötum Mitsubishi sýnir á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt, sem hefst 17. þ.m., nýja kynslóð af Mitsu- bishi Carisma scm framleiddur er í Hollandi. Bíllinn er breyttur í útliti og hefur fengið nýja innréttingu en vélbúnaður mun vera svipaður og var. I\lý Almera sýnd í Frankfurt Ný kynslóð Nissan Almera er væntanleg á markaðinn innan skamms og verður sýnd á bílasýn- ingunni í Frankfurt sem hefst á fimmtudaginn. Bíllinn er allnokkuð breyttur í útliti og verður fram- leiddur í verksmiðjum Nissan í Sunderland á Englándi. Aftursætin standa hærra en framsætin í nýja fjögurra sæta Morganbflnum. 4 sæta Morganbilarnir eru nú ekki hversdagsleg sjón fyrir hinn al- menna íslending - þó ekki alls óþekktir. Hingað til hafa þeir veriö tveggja sæta eingöngu en nú mun verða hægt að sjá fjögurra sæta Morgan Morgan á bílasýningunni í Frank- furt. Svipað og í hugmyndabílnum Java frá DaimlerChrysler eru aftari sætin tvö á ögn hærra plani en framsætin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.