Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Sport Blcmd í noka Enska B-deildar liðió Sheffield United vill fá Georgiumanninn Ge- * orgi Kinkladze til liðs við sig. Kinkladze lék með Manchester City áður en hann gekk i raðir Ajax í Hollandi. Þar hefur honum ekki tek- ist að komast í liðið og forráðamenn Sheffield hafa sett sig i samband við kollega sína hjá Ajax með það fyrir augum að fá hann að láni út leiktíð- ina. ítalska A-deildar liðið Bari hefur mikinn áhuga á að fá Norðmanninn Tore André Dahlum til liðs við sig. Leikmaöurinn hefur mikinn áhuga á þvi að fara en forráðamenn Rosen- borgar hafa ekki tekið vel í það. Tottenham hyggst gera aöra tilraun til að krækja í Norðmanninn Ole Gunnar Sol- skjcer hjá Man; chester United. f fyrra hafnaði Solskjær sjálfur að fara til Tott- enham og bauð þá Lundúnafé- lagið 5,5 milljónir punda í leikmann- inn. Þaö er aldrei að vita hvemig Norömaðurinn myndi taka öðru til- boöi núna. Þœr gleóifréttir berast frá Anfield Road að Dietmar Hamann sé búinn að ná sér af meiðslum og leiki líklega gegn Everton á mánudaginn kemur. Hann meiddist í fyrsta leiknum í deildinni. Derby og Watford berjast um Brasil- íumanninn Marcelo hjá Sheffield United en hann átti í viðræðum við bæði félögin í gær sem vantar tilflnn- anlega sóknarmann. Þaðfer senn aö líða að þvi að David Seaman, markvörður Arsenal, verði klár í slaginn á nýjan leik. Seaman lék með varaliðinu gegn Crystal Palace í fyrrakvöld og komst vel frá sínu. Seaman meiddist gegn franska liðinu Monaco á undirbúningstíma- bilinu. Frakkinn Nicolas Anelka meiddist á hné í leik Real Madrid og Molde í fyrra- kvöld og verður hann frá i 2 vik- ur. Anelka hefur ekki gengiö sem skyldi á Spáni og á enn eftir að skora mark fyrir Madridarliðið. Afturelding og FH mætast i meist- arakeppni HSI að Varmá í kvöld klukkan 20. Afturelding varð íslands- og bikarmeistari á síðustu leiktíð eft- ir aö vinna FH-inga i úrslitaleik á báðum vígstöðvum. Þessi sömu félög eigast svo við í 1. umferð fslands- mótsins sem hefst á miðvikudaginn í náestu viku. Manchester United vill ásamt ítalska liðinu Parma krækja í ítalska táninginn Enzo Maresca sem leikur með WBA. Forráðamenn WBA hafa hingað til ekki ljáð máls á því að selja Maresca en í fyrra hafnaði félagið 280 milljóna króna tilboði ,frá Lazio. United bauð ieikmanninum að koma til Old Trafford siðastliðið sumar en hann valdi frekar að fara til WBA til að öðlast reynslu og fá að spila. Sigurbjörn Hreiöarsson og Krist- inn Lárusson deildu með sér titlin- um leikmaður ársins hjá úrvalsdeild- arliði Vals í knattspymu. Hjörvar Hafliðason markvörður var valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Everton féll óvænt út úr enska deildabikarnum í knattspyrnu í gær með 0-1 tapi gegn C-deildar liði Ox- ford á heimavelli. Coventry er einnig úr leik, vann reyndar Tranmere, 3-1, en réð ekki við 1-5 forskot B-deildar liðsins úr fyrri leiknum. Úrslit i deildabikarnum í gærkvöld, samanlögð úrslit í svigum: Blackburn - Portsmouth .. 3-1 (6-1) Bristol City - Nottingham F. 0-0 (1-2) Coventry - Tranmere.....3-1 (4-6) Derby - Swansea..........3-1 (3-1) Everton - Oxford.........0-1 (1-2) Leicester - Cr. Palace..4-2 (7-5) Reading - Bradford ......2-2 (3-3) (Bradford áfram á útimörkum) Sheffield Wed. - Stoke .... 3-1 (3-1) Enskum stuðningsmönnum Her- manns Hreióarssonar og Brentford sem ætla á leik Frakklands og íslands í París í næsta mánuði fjölgar enn. Samkvæmt fréttum frá forsprakka ferðarinnar hafa nú yftr 50 manns bókað sig í ferðina og þeir hafa feng- ið vilyrði fyrir því að hitta Hermann eftir leikinn. -JKS/GH/VS I>V Styttist í það að Eyjólfur Sverrisson verði klár í slaginn: férð uppi í stúkunni - árangur Herthu Berlín í meistaradeildinni mun betri en menn þorðu að vona Nú þegar tveimur umferðum er lokið i meistaradeild Evrópu í knattspymu hefur framganga Hert- hu Berlín vakið hvað mesta athygli. í fyrrakvöld lagði liðið Chelsea á ólympíuleikvanginum í Berlín og gefur það nokkuð góða mynd af styrk liðsins. Á sama tíma og allt leikur í lyndi í evrópsku deildinni hefur liðinu ekki gengið sem skyldi í deildinni heima fyrir en þar hefur því ekki tekist að sýna almennilega hvað í því býr. Maður hefur komið í manns stað Oft er sagt að maður komi í manns stað og það á vel við Herthu Berlín þessa dagana en mikil meiðsli hafa hrjáð leikmenn, alls 11 leikmenn eru á sjúkralista liðsins. Þrátt fyrir þennan langa lista er lið- ið að leika mjög góða knattspyrnu. Eyjólfur Sverrisson er einn þeirra sem gengið hefur í gegnum meiðsli en hann gekkst fyrir um þremur vikum undir aðgerð á liðþófa í hné. Eyjólfur leikur stórt hlutverk í vöminni hjá Herthu Berlín og sagði þjálfari liðsins að hans yrði sárt saknað þegar ljóst varð að aögerðin varð ekki umflúin. Eyjólfur sagði í spjalli við DV það mun erfiðara hlutverk að horfa á leikina úr stúkunni heldur en að vera inni á vellinum sjálfum. „Þetta kom berlega í ljós í leikn- um gegn Chelsea en þá var hjartað á fullri ferð allan tímann, spenning- urinn var slíkur. „Það verður að segjast eins og er að árangur liðsins í meistaradeild Evrópu er mun betri en menn þorðu að vona fyrirfram og eins þegar höfð era í huga meiðsli á leikmönn- um. Viðureignin gegn Chelsea var geysilega erfið og það var ekki auð- velt að ljúka þeim leik fyrir mann- skapinn. Það ríkir að vonum mikil gleði innan félagsins með árang- urinn til þessa. Menn eru í raun hissa þegar þeir sjá að liðið er í efsta sæti í riðlinum," sagði Eyjólf- ur. - Hvað með sjálfan þig. Hvenær getur þú byrjað að leika á nýjan leik? „Ég er allur að koma til en byrj- aði að hlaupa 1 upphafi vikunnar og nú er bara spurning hvernig hnéð bregst við. Það hefur ekki bólgnað og það er bara vonandi að þetta sé aílt saman á réttri leið. Læknirinn, sem skar mig upp, sagði brýnt að ég færi í þessa aðgerð. Hnéð var búið að valda mér vandræðum í nokkra mánuði og ég held að aðgerðin hafi tekist vel. Ég veit ekki hvenær ég byrja að leika á ný en það er aldrei að vita nema maður verði á bekkn- um þegar við mætum AC Milan á San Siro-leikvanginum á miðviku- daginn kemur. Tíminn einn á eftir að leiða það í ljós. Verður Eyjólfur klár fyrir Frakka-leikinn? íslenska landsliðið mætir heims- meisturum Frakka í lokaleik und- ankeppni Evrópumóts landsliða í París 9. október. Eyjólfur var fjarri góðu gamni í leikjunum gegn And- orra og Úkraínu en nú er bara að vona að landsliðið fái að njóta krafta hans í París. Það er autvitað háð því að hann verði búinn að ná sér af meiðslunum. Andrúmsloftið innan liðsins er frábært - Nú hefur liðið ekki verið að leika með sama hætti í þýsku deild- inni. Hvað veldur því, að þínu mati? „Jú, það er alveg rétt að liðið hef- ur ekki leikið nógu vel í deildinni en fyrir því eru eflaust nokkrar skýringar. Álagið er mikið á leik- mönnum, leikið er i deildinni heima á laugardögum og svo taka við ferðalög í útileikina í meistaradeild- inni eftir helgamar og leikið síðan á miðvikudögum. Þetta er krefjandi og álagið geysilegt þessar vikumar. í næstu viku horfir þetta allt til bóta en þá stækkar leikmannahópurinn þegar menn koma til baka úr meiðslum. Ég er viss um að við eig- um eftir að bita frá okkur i deild- inni heima þegar fram í sækir. And- rúmsloftið innan liðsins sem utan þess er frábært og einhugur er meöal leikmanna liösins," sagði Eyjólfur Sverrissön. -JKS ■ Eyjólfur Sverrisson í sögulegum leik gegn Frökkum í Reykjavík fyrir rúmu ári. Það er vonandi að hann verði búinn að ná sér af meiðslum fyrir síðari leikinn í París þann 9. október. Todd tók pokann sinn - Phil Brown tekur tímabundið við stjórn Bolton-liðsins Colin Todd, knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Bolton Wanderes, sagði upp störfum hjá fé- laginu í gær að því er talið er í kjöl- far sölunnar á Dananum Per Frand- sen til Blackburn Rovers. Um nokk- urt skeið hafa nokkur lið verið á höttunum eftir Frandsen en Todd hefur ætíð staðið gegn þeim áform- um og talið Frandsen mikilvægan félaginu. Þakkaði samstarfið Það var á morgunæfíngu í gær sem Todd kallaði leikmenn á sinn fund og tjáöi þeim að hann væri bú- inn að segja upp störfum hjá félag- inu. Þar þakkaði hann leikmönnum samstarfið og óskaði þeim góðs gengis í framtiðinni. Colin Todd var um fjögurra ára skeið knattspymustjóri Bolton. Liðið var hársbreidd frá því aö tryggja sér sæti í efstu deild á sl. vori en varð undir í bar- áttunni gegn Watford. Það sem af er þessari leiktíð hefm- gengi liðsins ekki verið sem skyldi og sem stendur er það í fmimta neðsta sæti. Todd hafði verið undir pressu og margir hverj- ir kröfðust þess að hann yrði rekinn. Féiagið skuldsett „Hann hefur sjálfsagt verið undir einhverri pressu. Hann var ekk- ert hafður með í ráðum í sölunni á Frandsen en gengið var frá henni í fyrrakvöld. Félagið er skuldsett og það hefur eflaust verið ein af ástæðum þess að Dan- inn var seldur. Gamla æfingasvæði félagsins hefur lengi verið til sölu og það var ekki fyrr en í fyrradag sem það seld- ist,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Bolton, í samtali við DV í gær. - Staða liðsins hlýtur að vera óá- sættanleg? „Við höfum verið að leika ágæt- lega en ekki náð að knýja fram úr- slit í samræmi við það. Við erum með eitt best spilandi lið deildarinn- ar en því miður ekki náð að smella nógu vel saman. Viö eigum heima- leik gegn Nottingham Forest um næstu helgi og það er alveg ljóst að sá leikur verður að vinnast ætlurp við okkur að verða með í baráttunni í vetur,“ sagði Eiður Smári. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.