Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Sport i>v Valery Lobanovsky, þjálfari Dynamo Kiev, hefur lengi átt viö vanheilsu að stríða en margoft hefur hann þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna hjart- veiki. Hann stjómaði ekki liðinu gegn Bayer Leverkusen í fyrrakvöld en hann hefur síðan fyrir helgi dvalið á sjúkrahúsi í Kiev. Það urðu miklar hreyfingar hjá bresku veðbönkunum eftir leikina í meistaradeildinni i fyrrakvöld í kjölfar ósigrana hjá Manchester United og Arsenal. Nú hailast veðbankinn Willi- ams Hiil að þvi að Barcelona verði Evrópumeistari. Ademar og Gáldar eru einu taplausu liðin í spænsku deildinni í handbolta þegar fjórum umferðum er lokið með 8 stig. í síðustu umferð sigraði Ademar lið Valencia, 23-28, og Gáldar sigraði Valladolid, 35-32. Barcelona, sem er í þriðja sæti með 7 stig, sigraði Zara- goza, 35-21. ÍSÍ úthlutaði í fyrradag þjálfara- styrkjum úr verkefnasjóði sambands- ins. Styrkþegar að þessu sinni eru tíu og hlýtur hver þeirra 50 þúsund krón- ur. Styrkþegarnir eru eftirtaldir: Reynir Stefánsson til að sækja nám- skeið í handknattleik á vegum FC Magdebdurg. Leifur Sigfinnur Garðarsson fékk styrk til að kynna sér uppbyggingu unglingastarfs hjá úrvalsdeildarliðum í knattspyrnu í Þýskalandi, Hollandi og Englandi. Védís Grönvold til að sækja þjálfaranámskeið í heilsurækt og almenningsíþróttum i Böson í Sví- þjóð. Olga Bjarnadóttir til að sækja námskeið í trompfimleikum í Gadstr- up í Danmörku. Karl Jónsson til að fylgjast meö með þjálfun og undirbún- ingi skólaliða kvenna í körfuknattleik í Bandaríkjunum. Kara Arngrimsdóttir til að sækja dansráðstefnu í Hollandi. Aðalsteinn Örnólfsson til að kynna sér unglinga- þjálfun á Spáni og í Portúgal. Freyr Sverrisson til að kynna sér þjálfun bama og unglinga í knattspymu á Bretlandseyjum. Hörður Davið Harð- arson til að sækja þjálfaranámskeiö bama- og unglingaþjálfara í hand- knattleik í Danmörku. Jón Karlsson tii að sækja golfkennaranámskeið í Svíþjóð. ítalinn Benito Carbone gekk í gær til liðs við enska A-deildarliðið Aston Villa frá Sheffteld Wednesday. Carbo- ne sem kom frá Inter Milan árið 1996 var settur út i kuldann hjá Danny Wilson, stjóra Wednesday, eftir að hann neitaði að sitja á bekknum í deildarleik gegn Southampton í ágúst. Aston Villa gerir þó aðeins samning við Carbone út þetta timabil til að byrja meö og nú er að sjá hvort ítalinn komi sér á strik og haldi út andlega en fáir eru leiknari með knöttinn en hann upp við vítateig andstæðinganna. Frakkinn Emanuel Petit hjá Arsenal er allur að koma til eftir að hafa verið frá í níu vikur vegna meiðsla á lið- böndum í hné. Petit lék með varaliði Arsenal gegn Chelsea í gærkvöld og lék í 60 mínútur i 2-2 jafnteflisleik liðanna. -JKS/GH/ÓÓJ Þýski handknáttleikurinn: Duranona skorar grimmt Róbert Duranona, landsliðsmaður í handknattleik, er i hópi marka- hæstu leikmanna í þýsku deildinni. Duranona, sem leikur með Eisenach, hefur skorað 43 mörk í átta leikjum. Annar íslendingur, Ólafur Stefáns- son hjá Magdeburg, kemst einnig á listann meðal markahæstu leik- manna með 37 mörk. Dmitri Fillipov, sem lék um tíma með Stjörnunni í Garðabæ, hefur einnig skorað 37 mörk fyrir Wuppertal. Markahæstur í deildinni er Daninn Lars Christiansen hjá Flensburg með 64 sem gerir átta mörk að meðaltali i leik. Stig Rasch, Wuppertal, er í öðru með 52 mörk og í þriðja kemur Bemd Roos hjá Grosswaldstadt með 50 mörk. -JKS Skoska A-deildin í knattspyrnu: Loks sigur hjá Aberdeen Það hafði gengið hörmulega hjá Aberdeen í skosku A-deildinni þegar þeir lögðu upp í ferð suður til Motherwell í sinn tíunda leik í gær. Aberdeen var enn án sigurs og hafði aðeins gert 3 mörk gegn 29, tapað 8 af níu leikjum og ekki enn skorað á útivelli. En flóðgáttirnar opnuðust loks í gær og liðið vann Motherwell, 5-6. Aberdeen komst í 2-5 í leiknum en heimamenn í Motherwell gerðu þrjú mörk síðustu 25 mínútur leiksins. Tveir leikmenn gerðu þrennu í þessum 11 marka leik, Robert Winters fyrir Aberdeen og John Spencer fyrir Motherwell. Aberdeen er þó enn í neðsta sæti, þremur stigum á eftir Motherwell. -ÓÓJ Urslitin í gærkvöld E-riðill Norðmaðurinn Tore Andre Flo fagnar hér öðru marka sinna fyrir Chelsea í 5-0 stórsigri á Galatasaray á útivelli í gær. 31 mark í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær: Markaveisla - Hertha Berlin vann AC Milan og Chelsea vann Galatasaray 5-0 Það var skorað 31 mark í meistaradeildinni í gærkvöld þegar fjórða umferð fór fram í riðlum E til H en spilað var i hinum 4 riðlunum í fyrrakvöld. H-riðillinn skartaði athyglisverðustu úrslitum kvöldsins. Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Hertha Berlin halda enn þá áfram að ná frábærum úrslitum og i gær unnu þeir stórlið AC Milan frá Ítalíu, 1-0, fyrir framan 75 þúsund áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Það var Dariusz Wosz sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir hlé en Eyjólfur Sverrisson stóð sem klettur i vöm Berlín- arliðsins allan tímann. AC Milan náði ekki sínu fyrsta alvöruskoti fyrr en eftir 88 mínútna leik og þjálfari þýska liðsins var ánægður. „Þetta var frá- bær leikur og í kvöld sýndi lið mitt hvað það getur gert.“ Kollegi hans hjá AC Milan, Alberto Zaccher- oni, sagði að lið hans hefði ekki sýnt karakter í leiknum og að betra liðið hefði unnið. Hinn leikur riðilsins var ekki síður athyglisverð- ur þar sem leikmenn Chelsea rústuðu tyrkneska liðið Galatasaray, 0-5, á þeirra eigin heimavelli, þeim sama og stoltir stuðnigsmenn tyrkneska liðs- ins hafa gortað sér af að þar stígi leikmenn and- stæðinganna inn i „helvíti á jörðu“. Norðmaðurinn Flo gerði tvö fyrstu mörkin fyrir og eftir hlé og síð- an bættu Gianfranco Zola, Dennis Wise og Gabriele Ambrosetti þremur mörkum við og völlurinn var líkari himnaríki en helviti. Þurfa annan eins leik næst Gianluca Vialli var ánægður með sína menn og sagði að hið ógnvænlega andrúmloft til liðsins hefði bara haft góð áhrif á sína menn. Vialli segir sína menn þurfa annan eins leik gegn AC Miian til að eiga möguleika á aö komast áfram. Bæði Chel- sea og Hertha geta þó tryggt sér áframhaldandi þátttöku með sigri í næsta leik er Hertha tekur á móti Galatasaray heima og Chelsea hemsækir AC Milan til Mílanónaborgar. Bordeaux tryggði sér sæti í næstu umferð með 2-1 sigri á rússneska liðinu Spartak á heimavelli þeirra í Moskvu en franska liðið er komið með tíu stig og getur ekki endað neðar en í öðru sæti G-rið- ilsins þrátt fyrir að tvær umferðir séu enn eftir. Porto er nánast komið áfram líka eftir 2-1 sigur á Real Madrid en getur þó tölfræðilega endað fyrir neðan annað sæti í E-riðli. Norska liðið Molde náði i sama riðli að vinna sinn fyrsta sigur í meistara- deildinni, 3-2, á Olympiakos, þrátt fyrir að lenda 0-2 undir í byrjun leiks. Frá botni upp á topp Glasgow Rangers sem var á botni F-riðils eftir tvær umferðir komst upp í toppsæti riðilsins með 4-1 sigri á hollenska liðinu PSV Eindhoven. Hol- lendingurinn Michael Mols gerði tvö mörk gegn löndum sínum en jafntefli Valencia og Bayem Múnchen þýðir að þau eru jöfn í öðru sætinu með sex stig hvort en hvorugt þeirra hefur tapað leik í riðlinum. -ÓÓJ Porto-Real Madrid . . . 2-1 Molde-Olympiakos ... 3-2 Porto 4 3 0 1 04 9 Real Madrid 4 2 1 1 11-7 7 Olympiakos 4 11 2 8-9 4 Molde 4 10 3 5-10 3 F-riðill Glasgow Rangers-PSV . 4-1 Valencia-Bayern Múnchen . 1-1 Rangers 4 2 1 1 04 7 Valencia 4 1 3 0 5-3 6 Bayem 4 1 3 0 5-4 6 PSV 4 0 1 3 2-8 1 G-riðill Spartak Moskva-Bordeaux.......1-2 Willem-Sparta Prag............3-4 Bordeaux 4 3 1 0 7-4 10 Sparta Prag 4 2 2 0 9-4 8 Sp. Moskva 4 112 6-6 4 Willem 4 0 0 4 6-14 0 H-riðill Hertha Berlin-AC Milan .... 1-0 1-0 Dariusz Wosz (41.) Galatasaray-Chelsea .........0-5 0-1 Tore Andre Flo (32.), 0-2 Tore Andre Flo (49.), 0-3 Gianfranco Zola (54.), 0-4 Dennis Wise (79.), 0-5 Gabriele Ambrosetti (88.) Hertha 4 2 2 0 04 8 Chelsea 4 2 117-2 7 AC Milan 4 12 13-3 5 Galatasaray 4 0 1 3 3-10 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.