Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Side 1
19 Soort dvsport@ff.is Fimmtudagur 9. desember 1999 , Vikingarnir Leo Orn Þorleifsson og Hjörlur Arnarson fagna Þresti Helga- syni, sem tryggöi þeim sæti í undan- úrslitum bikarkeppninnar í handbolta meö marki á síðustu sekúndu fram- lengingar. DV-mynd Hilmar Þór 20-2 Gústaf með 7 gegn Kiel Gústaf Bjamason skoraði 7 mörk fyrir Willstatt gegn meist- urum Kiel í þýsku A- deildinni í handknatt- leik í gær- kvöld. Þau dugðu þó skammt þvi Kiel vann yfirburða- sigur á heimavelli sínum, 35-21. Stefan Lövgren skoraði 9 mörk fyrir Kiel og Nicolai Jacobsen 8. Willstatt er sem fyrr næst- neðst í deildinni með aðeins 4 stig en Kiel fór úr 7. sæti í ann- að sætið með 21 stig. Flensburg er efst með 28 stig en Kiel á tvo leiki til góða. -VS Ljubljana vill fa Friðrik Stefánsson - Slóvenarnir hrifust af íslenska landsliðsmanninum Forsvarsmenn Slovan Ljubljana hrifust mjög af Friðriki Stefánssyni, landsliðsmanni í körfuknattleik, þegar landsliðið lék gegn Slóvenum ytra í forkeppni Evrópumóts lands- liða í síðustu viku. Strax eftir leikinn kom fram- kvæmdastjóri liðsins að máli við Sigurð Hjörleifsson aðstoðarþjáifara og lýsti yfir miklum áhuga að fá Friðrik i herbúðir félagsins fyrir næsta tímabil. „Þeir sögðu að Friðrik hefði skrokkinn til að ná langt í körfubolt- anum. Hann þyrfti að komast undir handleiðslu þjáifara li'ðsins sem myndi gera hann enn betri. Umrædd- ur þjálfari er mjög fær á sínu sviði og hefur náð langt sem slíkur. Slóven- arnir lýstu yfir miklum áhuga á að fá Friðrik í sínar raðir og ætla að ræða nán- ar við hann þegar tímabilinu lýkur i vor,“ sagði Sig- urður Hjörleifs- son við DV i gær. „Minn hugur stefnir í atvinnu- mennskuna. Ég ætla að bæta mig sem körfuboltamaður og til að svo geti orðið verður maður að fara utan. Deildin í Slóveníu er ein sú sterkasta í Evrópu en við sjáum hvað setur í þessum efnum eftir tímabilið í vor,“ sagði Friðrik Stef- ánsson í spjalli við DV í gærkvöld. Ljubljana er sem stendur í 4. sæti i deildinni og hefur um árabil verið í hópi sterkustu liða í Slóveníu. -JKS Vekja athygli vestan- hafs c Grikki til ísa- fjarðar Urvalsdeildarlið Körfu- knattleiksfélags Ísaíjarðar barst í vikunni góður liðsauki en þá kom til liðsins Grikkinn Vinco Patelis. Hér er um að ræða 25 ára gamlan leikmann sem er 2,03 metrar á hæð. Hann kom til KFÍ frá Spáni þar sem hann lék með liði í 2. deildinni. Patelis lék sinn fyrsta leik gegn Þór í fyrra- . kvöld og skoraði 21 stig. Bindum vonir viö Patelis „Við bindum vonir við Patelis og hann á eflaust eftir að styrkja okkur í baráttunni í vetur. Við höfum verið í sárum til þessa en það er engin uppgjafartónn í okkur hér fyrir vestan. Við eig- um eftir að eflast,“ sagði Guðjón Þorsteinsson, for- svarsmaður KFÍ, í sam- tali við DV. KFÍ er að gera sér von- ir um að fá Hrafn Krist- jánsson til baka í janúar en hann var skorinn ný- lega upp við meiðslum í nára. -JKS Sterkur leikmaður til Snæfells Úrvalsdeildarlið Snæfells frá Stykkishólmi fær liðsauka þegar deildin fer af stað eftir áramótin. Hér er mn að ræða bandarískan bakvörð að nafni Robert Patrick og er hann með írskt vegabréf. Hann er núna í desember að ljúka námi við State University í New York. Patrick er sterkur leikmaður en hann hefur skorað að meðal- tali 28 stig með háskóla sínum og tekið 12 fráköst. Snæfell er í 8. sæti í úrvalsdeildinni með 6 stig af 12 liðum. Liðið vann góðan sigur í síðustu umferð gegn Grindavík en með tilkomu þessa leikmanns ætti liðið að styrkjast til muna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.