Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 2®__________________________________________________________iólaundirbúningtirinn í desember.: 4» Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ: Fékk þrisvar jólapakka frá kvenfélagi - upplifir jólin með tæplega þriggja ára dóttur Hafdís Huld Óskarsdóttir söngkona: Edda fær mig til að brosa „Eftirlætisjólalögin mín eru flest á tveimur plötum sem ég hef átt lengi,“ segir Hafdís Huld Þrastardóttir söng- kona. „Önnur þeirra er sú fyrsta sem ég eignaðist en hún heitir Hurðaskell- ir og Stúfur staðnir að verki og er eft- ir Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson. Ég eignaðist hana þriggja ára en þá hafði ég nýfarið til tannlækn- is og kveið mikið fyrir. Foreldrar mín- ir keyptu hana handa mér í verðlaun því ég stóð mig svo vel,“ segir Hafdís Huld og hlær við. „Þau lög sem ég held mest upp á af henni eru Út með jóla- köttinn og Jólasveinafylkingin, Hin platan er jólaplata Jacksons, Five, en hana hefur mamma átt í áratugi. Hún spilar hana alltaf á aðventunni þannig að hún tengist jólaundirbúningnum óijúfanlegum böndum í mínum huga. Reyndar er það svo að þessi plata er núna orðin mjög lúin og þess vegna gáfum við systkinin henni eins geisladisk í staðinn fyrir gömlu plötuna fyr- ir skömmu." -HG DV, Suðurnesjum: „Jólin í ár eru að því leyti merkilegri en mörg önnur jól að nú er yngsta dóttir mín í fyrsta skipti að uppgötva jólin," segir Ell- ert Eiríksson, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, en hann og kona hans, Guðbjörg Sigurðardóttir, eiga tæp- lega þriggja ára dóttur, Guðbjörgu Ósk. „Hún dáist að öllu þessu fal- lega jólaskrauti, ljósum og jóla- sveinum, og þreytist aldrei á að benda mér á jólasveininn sem er að klifra upp á hom bókabúðar- innar og heldur að sjálfsögðu aö hann sé mennskur. Guðbjörg Ósk fór með mér þegar kveikt var á jólatré_ bæjarins og síðan bendir hún alltaf á tréð og segir að þetta sé tréð sem við pabbi kveiktum á.“ Rosalega fínt „Þegar hún vfll sýna mér jóla- skreytingar segir hún: „Pabbi komdu og sjáðu hvað þetta er rosa- lega flnt.“ Hún er greinilega nýbú- in að læra þetta orð yflr það sem er fallegt og notar það óspart. Ég nýt þess að hafa Guðbjörgu Ósk með mér við hin ýmsu tækifæri og hún virðist skynja það að við ákveðnar athafnir ber henni að ganga hljóð um sali og svo klappar hún þegar við á,“ seg- ir Ellert þegar hann er beðinn að ræða um jól fyrr og nú. „Mér hefur alltaf þótt gaman að undirbúa jólin með fjölskyldunni og ekki síst með bömunum mínum sem eru samtals sjö, þau elstu eru komin hátt á fertugsaldur svo ég verð ungur aftur með Guðbjörgu Ósk. Á sunnudagsmorgnum forum við alltaf saman í sunnudagaskól- ann sem hún hefur gaman af og syngur þá hástöfum“. @.mfýr:Unglingur í erlendri höfh á jólum Þegar Ellert minnist eftirminni- legra jóla verður honum hugsað 45 ár aftur í tímann þegar hann 15 ára var messagutti á Dísarfelli einu skipa Sambandsins. „Við vor- um í Rotterdam og lágum úti á ytri höfninni. Þama var ég, unglingur- inn, í samfélagi tuttugu harðsoð- inna sjóara og upplifði fyrstu jólin Sarri fjölskyldunni. Um borð var allt gert til að gera jólalegt, skreytt og mikill og góður matur um sex- leytið á aðfangadagskvöld og viö vorum allir búnir að baða okkur og fara í sparifotin og sungum jóla- lög. En það sem mér var þó minn- isstæðast var að öllum skipveijum var færður jólapakki frá Kvenfé- laginu Öldunni sem hafði safnað vamingi og gaf sjómönnum á jól- um. Þetta var í fyrsta skipti af þrennum jólum sem ég fékk jóla- pakka frá þessu ágæta kvenfélagi. Ógleymanlegt símtal Ellert starfaði árið 1965 hjá verk- takafyrirtæki i Bandaríkjunum og kom heim stuttu fyrir jólin. Að venju fór hann með fjölskylduna í jólaboð og meðal annars vom þau hjá móður hans annan í jólum. „Ég var að leika mér við Elvu dóttur mína, sem þá var tæplega eins árs, þegar mamma segir mér að það sé síminn til mín og það sé talsamband við útlönd. Þá er í símanum vinur minn sem ég hafði unnið með úti að óska mér gleðilegra jóla. Þetta er mér ógleymanlegt því á þeim tíma var mjög lítið um að fólk hringdi mifli landa og mér var það eiginlega ráðgáta hvemig hann gat haft upp á símanúmerinu og það heima hjá móður minni. Það kom síðar í ljós að Keflavík var svo lítil á þeim tíma að einhver á talsímanum þekkti konu í Keflavík og hringdi í hana og sú vissi að ég væri alltaf á Suðurgötu 35 annan í jólum svo þar kom skýringin. Þessi vinur minn og samstarfsmaður í Bandaríkjunum var svertingi og annar af minum bestu vinum þama úti. Þegar þeir kynntu mig fýrir svörtum samlönd- um sínum sögðu þeir afltaf: „Þetta er Ellert vinur okkar ffá íslandi." Svert- ingamir höfðu annað viðhorf til hvíts manns frá íslandi en hvitra Bandaríkjamanna. Ég hef aldrei ver- ið haldinn kynþáttafordómum og sannfærðist um það þama að þeir væm ekkert öðmvísi en við og vinir vina sinna." -A.G. Krakkar i kvöld kemur til byggða Gáttaþefur JAPISS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.