Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 7
r MÁNUDAGUR 3. JANÚAR mmm Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri: 68-kyn- sfóðin fær ekki ellilífeyr- inn „Hlutabréfamarkaðir munu hrynja og í kjölfar þess verða fjárfestingaglaðir lífeyrissjóðir innstæðulitlir. Sextíu og átta kynslóöin fær ekki ellilífeyrinn sinn nema að litlum hluta. Af- leiðingarnar verða til þess aö lífeyrissjóðakerfið verður skor- ið upp og lagt niður í núver- andi mynd - þess bíða sömu örlög og Sambandsins á þess- ari öld. í pólitíkinni mun þessi orðs- kviöur sanna sig æ betur: Sú ríkisstjórn sem vinnur minnst- an skaða á íslandi, er veik vinstristjórn meö svo sterkan Sjálfstæðisflokk í stjómarand- stöðu, að hann nái að koma í veg fyrir að vinstristjórnin geri þær vitleysur sem Sjálfstæðis- flokkurinn gerir sjálfur þegar hann er í ríkisstjórn," segir Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri. „Stofnaður verður einkarekinn Háskóli, þá mun fara fyrir Há- skóla (slands eins og Guten- berg-prentsmiðjunni. Nýr Há- skóli mun breyta efnahagslíf- inu og opna áður óþekkt störf. Æ fleiri Islendingar búa meiri hluta ársins erlendis og koma heim til átthaganna á tyllidög- um. íslensk átthagafélög munu starfa t flestum stórborgum beggja vegna hafsins. Dagblöð og sjónvarp ( núver- andi mynd munu breytast svo mikið að í raun verður um nýja miðla að ræða - RÚV mun veröa svifaseint í þeirri byltingu og verður gjörbreytt í framhaldi af því. Nýjar humyndir um opnara þjófélag; að draga úr stofnanavaldi og miðstýrðu eft- irlitl, koma upp og fæða hugs- anlega af sér nýtt pólitískt afl. Framfarir verða mestar í lækn- isfræði. Heimalningarnir sem hömuðust á móti gagnagrunn- inum gleymast á sama hátt og þeir er mótmæltu símanum á þessari öld.“ -MEÓ íslenskt eldsneyti á nýrri öld' Vetni og metanol í stað olíu - fyrstu vetnisknúnu strætisvagnarnir í Reykjavík koma 2004, segir Bragi Árnason prófessor Bragi Árnason prófessor segir raunhæft að tala um að allur skipafloti landsins verði farinn að nota íslenskt eldsneyti eft- ir 30-40 ár. í febrúar á síðasta ári var stofn- að fyrirtækið The Icelandic New Energy Ltd. í samstarfi íslenska fyrirtækisins Vistorku hf. (EcoEnergy Ltd.), Shell Intemational BV, Norsk Hydro ASA og DaimlerChrysler en Toyota mun einnig vera að koma til liðs við Þjóðverjana. Fyrirtæk- inu er ætlað að gera ísland að til- raunavettvangi í Evrópu fyrir notkun á vetni sem orkugjafa í stað eldneytis úr jarðolíu. Þannig er hugmyndin að gera ísland að leiðandi vetnissamfélagi í heimin- um. Helsta driiíjööur íslendinga er Bragi Arnason, prófessor við raun- vísindastofnun Háskóla íslands. Hann er mikill fróðleiksbrunnur um þessi mál. En hvenær er von á að íslendingar fái að sjá vetnisknúna strætisvagna á götun- um? „Það er talað um að þrir fyrstu vagnarnir komi árið 2002. Síðan fari að koma inn einkabílar um 2004. Þá er byrjað að vinna papp- írsvinnuna í sambandi við skip. Við byrjuðum að hugsa um þetta 1978. í framleiðsluáætlunum á vetni höfum við miðaö við að nýta tækni sem er til, líkt og í áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Varö- andi skipin, þá er ekki hægt að nota þær vélar sem nú eru notað- ar. Til að vera raunsær, þá verði að reikna með því að flotinn verði smám saman endumýjaður miðað við þessa nýju tækni. Þá er maður að tala um kannski 30 til 40 ára tímabil," segir Bragi Ámason. Eldsneyti framtíðarinn- ar Umræðan um að nota vetni eða metanol sem eldsneyti sem leyst gæti olíur af hólmi hefur staðið yfir á Islandi í meira en 20 ár. ís- lendingar hafa sem kunnugt er ekki yfir að ráða neinum olíulind- um í jörðu og þarf því að flytja inn alla orkugjafa til að knýja bifreiða- og skipaflota landsmanna. Áætlað er að hagkvæmt sé að virkja um 30 teravatt-stundir á ári með vatns- aflsvirkjunum hér á landi en af þvl hefur einungis verið virkjað um 15%. Jarðhiti er talinn geta skilað um 200 teravatt-stundum á ári en einungis er búið að virkja um 1% af þeirri varmaorku. 200 teravatt- stundir á ári má síðan nota til að framleiða 20 teravatt-stundir af raf- orku. í dag eru um 58% af allri orku- þörf íslendinga sinnt með inn- lendri vatnsaflsorku og jarðhita. Restinni, 42%, er sinnt með inn- fluttu eldsneyti. Þó að um 90% húsa í landinu séu kynt með jarðhita og raforka sé nýtt í álver og jámblendiverk- smiðjur, þá er talinn vera margvís- legur ávinningur af því ef tækist að breyta skipa- og bílaflota lands- manna til að nýta eldsneyti sem gert er úr vetni. Bíla- og fiskiskipa- flotinn notar um 28% af heildar- orkuþörf landins, eða um 70% af því fljótandi eldsneyti sem flutt er til landsins. Samstarf um vetnissam- félag Kveikjan af því samstarfl sem nú hefur komist á var þýsk-íslensk vetnissýning sem haldin var í Reykjavík í september 1992 á vegum Háskóla íslands og aðila í Hamborg, Gesellshaft zur Einfúhrung des Wasserstoffs in die Energie- Wirtschaft e.v. í kjölfar þessarar sýningar varð til samstarf sem leiddi til stofnunar fyrirtækis á þessum vettvangi. Efnarafall í stað bruna- hreyfils Svokallaður PEM-efnarafall, sem hannaður hefur verið af Daimler- Benz og Ballard (Daimler Chrysler eins og það heitir í dag) og knýr NEBUS (strætisvagna) og NECAR (einkabila) er talinn opna mögu- leika á aö keyra alla strætisvagna Reykjavíkur á rafgreindu vetni og aðra bíla á metanoli. PEM-efnara- fallinn breytir vetnisorkumii í raf- magn sem aftur er notað til að knýja rafmótora sem drífa bílana áfram. Með rafmótorum fæst líka mun betri orkunýting en þekkt er í venjulegum brunahreyflum. Mengun stóriðjunnar endurnýtt til að minnka mengun frá skipum og bílum Hugmyndin er að nýta fyrst í stað afgas frá nýja ofni Jámblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga til íblöndunar við vetni og framleiða þannig um 87.000 tonn af fljótandi metanoli á ári. Það eitt gæti dregið úr þörf á bensín- innflutningi á bíla um 64%. Með því að nýta einnig afgas frá eldri ofnum Járn- blendiverksmiðj- unnar og frá ál- verunum til met- anol-framleiðslu, mætti framleiða 450 þúsund tonn af metanoli á ári. Þessi 450 þúsund tonn af metanoli gætu komiö í stað alls bensíns og oliu sem bílar og fiskiskip íslend- inga nota nú. Til þessarar fram- leiðslu þyrfti 410 megavött af raf- magni (tvær Búrfellsvirkjanir). Með því að nýta þetta eldsneyti í stað olíu og bensíns væri hægt að draga úr loftmengun á íslandi um 55%. Með öðrum orðum, stóriðjan yrði gerð umhverfisvæn. Vel þekkt tækni Tæknin til að framleiða vetni er vel þekkt á ís- landi. Vetni hef- ur verið fram- leitt í stórum stíl í sambandi við áburðarfram- leiðslu í Gufu- nesi í nær hálfa öld. Þar hafa ver- ið framleidd um 2000 tonn af vetni á ári með rafgreiningu. Orkuinnihald bensíns er tvö- falt meira en í samsvarandi magni V> af metanoli, eða 48 GJ/T á móti 24 GJ/T. Hins vegar er nýtingin á orkunni úr met- anoli með efnarafala tvöfalt betri en næst með hefð- bundnum brunahreyfli sem knúinn er af bensíni. Þannig er orkunýtni PEM- efnarafalsins á metanoli 40% en bensinhreyfillinn nýtir aðeins um 20% af orku bensínsins. Þetta þýð- ir að PEM-efnarafalsknú- inn bíll kemst jafnlangt á hverju tonni af eldsneyti og í bensínknúinn bíll. Þá hlýt- ur það líka að vega þungt metanol-bílnum í hag, að hann mengar ríflega helm- ingi minna en bensínknúni bíllinn. -HKr. Einkabíll framtíðarinnar, NECAR, er knúinn PEM-efnarafal. Með því að nýta þetta eldsneyti í stað olíu og bensíns væri hægt að draga úr loftmengun á íslandi um 55%. Með öðrum orðum, stóriðjan yrði gerð umhverfisvæn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.