Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 13 Hlutverk og trúverð- ugleiki kirkjunnar Greinarhöfundur segir þaö orka tvímælis hvort tengsl kirkjunnar viö ríkisvaldiö í þeirri mynd sem þau eru nú standi henni fyrir þrifum - og vitnar (skrif Jakobs F. Ásgeirssonar í Mbl. 23. des. sl. - Frá nýafstöönu kirkjuþingi. Hjalti Hugason prófessor Á Þorláksmessu ritaði Jakob F. Ás- Fleiri en prestar koma við sögu Þótt þéttbýlisprestar stundi ekki lengur hefðbundnar húsvitjanir sem Jakob saknar er því ekki þar með sagt að þjóðkirkjan vanræki „gamalmenni, ekkjur, unglinga og ógæfumenn". Starf meðal þessara hópa og fjölmargra annarra sem standa höUum fæti er víða sinnt af öðrum kirkjustarfsmönnum en prestum. Jakob vanmetur líka sál- gæslustarf presta. Þótt gagnrýni hans sé þannig ógrunduð má taka undir að víða má gera betur því margur stendur höUum fætti mitt í „góðærinu". Hlutverk kirkjunnar skilgreinir Jakob svo að henni beri að standa vörð um siðferði í samfélaginu, vera umgjörð um einstaklings- bundið trúarlíf og sinna félagslegu hjálparstarfi. Þetta álítur hann þjóðkirkjunni hafa mistekist og skaði það trúverðugleika hennar. Lækninguna á því meini telur hann felast í því að tengsl ríkis og kirkju verði rofin. Hér skal því ekki mótmælt að Jakob hafi ýmis- geirsson grein í Mbl. „um breyting- ar í trúarlífi þjóð- anna og nauðsyn aðskUnaðar ríkis og kirkju.“ Að sönnu missir grein Jakobs marks þar sem hann virðist hafa takmarkaða innsýn bæði í eðli kristninnar og starf íslensku þjóð- kirkjunnar. Hann hefur t.a.m. ekki veitt því athygli að á undanfórnum árum hafa marg- háttaðar breytingar orðið á starfs- háttum þjóðkirkjunnar. M.a. hefur ný stétt - djáknar - komið tU starfa við hlið prestanna. legt til síns máls. Þó verður greining hans bæði á hlutverki kirkj- unnar og lausninni á vanda hennar að teljast grunnfærin. Vandmeöfarin aðgreining Trúverðugleiki kirkj- unnar byggist einkum á því að henni takist að vera það framhald af starfi Krists sem hún vUl vera þegar hún kennir sig við hann. Af boðskap Krists er ekki augljóst að hann hafi talið „breytni fólks“ vera það sem „mestu varðaði." A. m. k. benda átök hans við farísea ekki tU þess. AUt bendir tU að hann hafi kennt að hugarfarið eða hjartaþelið skipti frekar máli. Aðgreining mUli hugarfars og breytni eða trúar og verka er þó vandmeðfarin. Umfram allt verður að hafa hugfast að Kristur krafðist skUyrðislausrar undirgefni við kröfu kærleikans. í hverju sem sú krafa kann að vera fólgin leiðir breytni í anda hennar ekki tU „móralisma" eins og örla kann á í grein Jakobs. Fastofin félagsform Þá má telja það eitt af uppruna- legum einkennum ef ekki eðlis- þáttum kristninnar að hún mynd- ar mun fastofnari félagsleg form en gerist í flestum trúarbrögðum öðrum. Gildir þá einu hvort um er að ræða foman norrænan átrúnað eða nútímahindúisma svo tekin séu dæmi úr ólíkum áttum. í þessu felst að sameiginleg til- beiðsla samkvæmt fastmótuðum helgisiðum og skUgreind trúar- kenning sett fram í opinberum játningum hafa fylgt kirkjunni frá upphafi. Því er vafasamt að íslenska þjóðkirkjan - hversu opin og frjáls- lynd sem hún kann að vera - geti eðli sínu sam- kvæmt tekið að sér að vera sú regnhlíf yflr trúar- frjálshyggju sem Jakob F. Ásgeirs- son lýsir eftir. Einkum er sú brýning Jakobs að kirkjunni beri að vera meðvituð um þjóðfélagsmein samtímans og til- vistarvanda nú- timamannsins af því tagi að þjóð- kirkjunni ber að prófa sjálfa sig í Ijósi hennar. Hitt orkar tvímælis hvort tengsl kirkjunnar við ríkis- valdið í þeirri mynd sem þau eru nú standi henni fyrir þrifum i þessu efni. Hjalti Hugason „Trúverðugleiki kirkjunnar bygg■ ist einkum á því að henni takist að vera það framhald af starfi Krists sem hún vill vera þegar hún kennir sig við hann. Af boðskap Krists er ekki augljóst að hann hafí talið „breytni fólks“ vera það sem „mestu varðaði Raddir íslands Nú eru áramótin liðin og Uestir komnir á þá skoðun að þetta hafi ekki verið aldamót. Sérstaklega á þetta við um verslunareigendur sem ku vera farnir að undirbúa næstu aldamót. Það er raunar ein- stakt að hafa upplifað aldamót tvisvar á lífsleiðinni og ég tala nú ekki um ef maður er sjálfur aðeins þriggja ára. Fylgifiskur (eða fylgikvilli) ára- móta eru áramótaávörpin - raddir íslands. Um er að ræða þrjár radd- ir: forsetaröddina, forsætisráð- herraröddina og biskupsröddina. Allt eru þetta menn sem eru í hringiðu samfélagsins. Þægilegur oröaflaumur Tvær raddir eru gamalkunnar úr íslenskri pólitík og það hvor úr sinni áttinni. Þær hafa hnakkrifist um stjórnmálaleg álitaefni og kall- að hvor aðra öllum illum nöfnum og meira að segja talað um úrgang og eðli í sömu setningu. Það er af sem áður var. Ávörp forsætisráðherra og forseta voru snyrtilegur orðaflaumur. Orðin voru falleg og þægileg og léku við hlustir lands- manna svo eng- um svelgdist á - enginn stundi nema kannski Evrópusinninn sem í huganum sagði: oh, shit / ScheiCe / merde, í anda sam- einaðrar Evrópu. Fors-arnir töluðu um glæsta fortíð íslands og sjálf- stæðisbaráttuna og þá framtíð sem bíður íslendinga. í ræðum þeirra var því miður ekkert nýtt - ekkert sem gat vakið fólk til hugsunar. Forsetinn komst þó nálægt því að segja eitthvað með orðum sínum um trosnaða strengi í siðferðisvit- und þjóðarinnar. Einstaka menn virðast vilja að forsetinn sé þjóðinni lukkudýr líkt og Mókollur er Landsbankanum. Hann á að koma fram á hátíðar- stundum og tala um eitthvað sem styggir ekki nokkurn mann. Hann á að segja hæhæ og hóhó, borða kökur og fara svo heim og koma aftur ef kall- að er. Ég er á því að sá stóri hluti þjóðar- innar sem kaus Ólaf Ragnar Gríms- son forseta íslands hafi kosið hann vegna þess sem hann sagði en ekki bara vegna þess að hann hafði mál. Þeir sem kusu hann ekki verða þvi að sætta sig við það. Rödd hjartans Oft hefur mér þótt skorta á að prestar segðu mér eitthvað í ræð- um sínum. Stundum hefur mér virst að ræðurnar væru einungis þægilegt uppfyllingarefni til að lengd messunnar haldi sér, líkt og lagið sem kemur í Strandvörðum þegar tuttugu mínútur eru liðnar af þættinum. Nýársprédikun herra Karls Sig- urbjömssonar biskups var mögn- uð. Orðin og orðkynngi hans negldu mann niður í stólinn. Bisk- up talaði um ísland í dag. Biskup krufði sam- félagið en snyrti ekki fætur þess og dedúaði við augnhárin. Biskup íslands talaði frá hjarta sínu. Biskup þvoði ekki hendur sínar. Prédikun biskups lýsir ekki sama þjóðfélagi og hinar ræðurnar. Þjóðfé- lagið sem biskup lýsir er þjóðfélag ofbeldis- dýrkunar, ijölskyldu- upplausnar, neyslu- hyggju og lifsblekking- ar. Biskup ræðst að kynferðisglæpum og markaðssetningu kvenna og bama. „Við höfum allt of oft þagað yfir því og vonað að með þögninni hverfi vandinn," segir biskup. Það verður að viður- kenna vandann og ráðast að hon- um og þetta gildir um allt. Á árinu 2000, sem ég hélt að kæmi aldrei, átta íslenskir ráða- menn sig vonandi á því að ræður þeirra eiga ekki að vera á dulmáli. Þeir verða að hætta að ýja að hinu og þessu og vera með dulbúnar hótanir með frasann „taki sá til sín sem á“ að leiðarljósi. - Orðin þurfa merkingu og orð eru til alls fyrst. Sigtryggur Magnason „Einstaka menn virðast vilja að forsetinn sé þjóðinni lukkudýr líkt og Mókollur er Landsbankanum. Hann á að koma fram á hátíðar- stundum og tala um eitthvað sem styggir ekki nokkurn mann. Hann á að segja hæhæ og hóhó, borða kókur og fara svo heim og koma aftur ef kallað er.“ Kjallarinn Sigtryggur Magnason blaðamaöur Með og á móti Er sanngjarnt að Linda Pét- ursdóttir og Eskimo-models fái umboðið fyrir Miss World og haldi aðra fegurð- arsamkeppni sem kallast Ungfrú ísland.is? Linda Pétursdóttir er búin að stofna nýja feguröarsamkeppni sem kallast Ungfrú Island.is. Hún hefur fengiö um- boðið á Islandi til aö senda keppendur í Miss World. Hingaö til hefur Fegurö- arsamkeppni (slands staöiö fyrir for- keppninni meö Ólaf Laufdal í farar- broddi. Forsvarsmenn beggja fegurö- arsamkeppnanna telja umboðiö betur komiö hjá sér. Ólafur á ekki einkarétt á nafninu Ungfrú ísland „Ég er náttúrlega aðstandandi keppninnar Ungfrú ís- land.is, einn af fjórum, ásamt Lindu Péturs- dóttur, Hend- riku Waage og Þóreyju VU- hjálmsdóttur. Við erum Ásta Kristjánsdótt- anægðar með ir, framkvæmda- að hafa sam- stióri ungfrú ís- keppni og álít- land' um að hún sé holl í alla staði. Við höfum allar unnið sem fyrirsætur og umboðs- menn. Svo við búum yfír góðri reynslu, bæði í fyrirsætustörfum og fegurðarsamkeppnum. Linda hefur náttúrlega verið ungfrú ís- land. Hún hefur einnig unnið Miss World og setið fjórum sinn- um í dómnefnd fyrir þá keppni. Þannig að hún þekkir fullkomlega tiL Auk þess fengum við staðfest frá Firmaskrá að Ólafur Laufdal á ekki einkarétt á nafninu Ungfrú ísland. Það á enginn þann rétt og hver sem er getur hringt í Firma- skrá til að fá þessar upplýsingar staðfestar. Svo er líka gaman að sjá að um leið og við hefjum keppni fáum við umboðið fyrir Miss World. Við hefðum að sjálf- sögðu ekki fengið það ef við vær- um ekki hæfar til þess.“ Villt um fyrir almenningi „Ég er á móti því að þessi nýja keppni noti nafn sem Feg- urðarsam- keppni íslands á samkvæmt Firmaskrá. Það er greinilega gert til að villa um fyrir al- menningi. Mér finnst að það sé verið að gera lítið úr fegurð- ardrottningum Islands i gegnum tíðina með því að velja „greinda" fegm'ðardrottningu. Eins og það sé verið að gefa í skyn aö þær séu heimskar. En nota bene! Linda var sjálf Ungfrú ísland. Ég skil heldur ekki tilganginn með há- skólastyrkjum í verðlaun. Ef stelpurnar eru á annað borð í menntaskóla eru þær ekki búnar að ná háskólaaldri og Linda vann jú í flski þegar hún vann titilinn." Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Feguröarsanv keppni íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.