Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2000, Síða 4
22 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 DV Sport unglinga Hér til vinstri er 5. flokkur HK sem tryggöi sér sigur á Jólamóti Kópavogs en hér aö ofan tekur fyrirliði 3. flokks Breiöabliks, íris Hrund Þorsteinsdóttir, við bikarnum í mótslok. Lið ÍA og Stjörnunnar, sem áttust við í úrslitaleik 2. flokks kvenna sem lauk með 1-0 sigri Stjörnunnar í jöfnum og spennandi leik. Liö HK og Breiðabliks sem háðu harða rimmu í úrslitaleik 4. flokks kvenna. Breiðablik vann á gullmarki eftir 8 og hálfrar mínútu framlengingu. Breiðablik vann 2-1. Þórhildur Stefánsdóttir, til hægri, var áberandi með tveimur flokkum HK á Jólamóti Kópavogs. Þórhildur skoraði öll níu mörk 6. flokks á mótinu sem endaöi í 3. tii 4. sæti og skoraði stðan tvö mörk í úrslitaleik 5. flokks er HK tryggði sér sinn fyrsta sigur í kvenna- flokki á þessu móti, með 4-1 sigri á nágrönnum sínum í Breiöabliki. Að ofan er Ólöf Rut Stefáns- dóttir, fyrirliði 4. flokks Breiðabliks, með bikarinn í mótslok en hér tii hægri eru Jólamótsmeistarar Breiða- bliks f 3. flokki kvenna. Blikastelpurnar léku mjög vel í úrslitaleiknum og unnu Stjörnuna, 3-1. Guðrún Halla Finnsdóttir, fyrirliði 2. flokks Stjörnunnar, var hetja síns liðs í úrslitaleik 2. flokks kvenna, er hún gerði Unglingasíðan fjallaði um strák- ana á Jólamóti Kópavogs í síðustu viku en það var ekki minna um að vera hjá stelpunum enda keppt í fimm flokkum. Það hefur oft verið sagt að vagga íslensku kvennaknatt- spyrnunnar sé í Kópavogi. Blika- stelpur hafa skapað þessa ímynd bæjarins með góðum sigrum en nú hafa þær fengið góðan liðstyrk. HK-stelpur unnu nefnilega sinn fyrsta sigur á Jólamóti Kópavogs nú um áramótin er 5. flokkur félags- ins vann Breiða- blik 4-1 í úrslit- um. Það því orðið gott úrval af efnilegum knattspyrnu- stelpum í Kópa- vogi um þessar mundir. Blika- stelpur eru held- ur ekki að gefa neitt eftir því Breiða- bliksstelpur unnu þrjú gulf og eitt siif- ur á mótinu. í 2. flokki vann Stjarnan sigur á ÍA í úrslitaleik 1-0. Það var Guðrún Halla Finnsdóttir sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Guðrún hefur æft í sjö ár eða frá því hún varð níu ára en hafði þó nokkrar áhyggjur af því að stelpur í Stjörunni væru að hætta að æfa. Hún vonaðist þó eftir því að þegar þær sæju myndir af þeim með bikarinn f DV kæmu þær aftur, enda að missa af mörgum sigrum Stjörnunnar sem er með hörkulið í 2. flokki kvenna. í 3. flokki kvenna unnu Blikastúlk- ur Stjörnustúlkur, 3-1, f úrslitaleik með mörkum þeirra Rögnu Bjargar Einarsdóttur, Heiðrúnar Hafþórsdótt- ur og Hlínar Ólafsdóttur. Stjarnan komst yfir úr vítaspyrnu en Breiða- blik gerði þrjú mörk á síðustu fjórum mínútum leiksins. Magnaöur úrslitaleikur í 4. flokki kvenna vann Breiðablik einnig, nú eftir magnaðan framlengd- an úrslitaleik gegn HK. Melkorka Helgadóttir kom Blikum yfir, HK náði að jafna en sigurmarkið, sannkallað gullmark, gerði Margrét Eva Einars- dóttir þegar 8 mínútur og 25 sekúndur voru liðnar síðan framlengingin hófst. HK kom fram hefndum daginn eftir í 5. flokki kvenna þegar HK vann Breiðablik 4-1 í úrslitaleik með tveim- ur mörkum frá þeim Rut Arnfjörð Jónsdóttur og ÞórhOdi Stefánsdóttur en Rut er enn á yngra ári í flokknum og ÞórhOdur enn í 6. flokki þar sem hún gerði öO níu mörkin fyrir HK á þesu móti. 1 úrslitum 6. flokks vann Breiðablik, Hauka, 4-1, f úrslitaleik en Blikastúlk- ur unnu HK, 2-1, í hörkuleik í riðla- keppninni. Fimm gull hjá Blikum Jólamót Kópavogs tókst vel í aUa staði í ár og ljóst að með svona mikilli þátttöku eins og var nú, er þetta orðið eitt af stærstu knatt- spymumótum landsins hjá yngsta knattspyrnufólk- inu. Breiðablik varð stærsti sigurvegari mótsins í ár, en Blikar unnu gidl í fimm af 11 flokkum en auk Breiðabliks unnu flmm önnur félög guU, þar af gestgjafar HK, sem unnu tvöfalt í 5. flokki. Blikar munu síðan halda mótið að -ÓÓJ Stelpurnar voru í stuði á Jólamóti Kópavogs í innanhússknattspymu um áramótin: Hér komum við - nóg af ungum og efnilegum knattspyrnukonum í sviðsljósinu í Digranesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.