Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 Reykjavíkurmótið í innanhússknattspyrnu: - fjögur félög urðu meistarar eftir Qóra skemmtilega úrslitaleiki Það var kátt í (Laugardals)höllinni á dögunum þegar úrslitaleikir Reykjavík- urmóts yngri flokka í innanhússknatt- spyrnu fóru þar fram. Unglingasíðan leit á stelpumar í síðustu viku en nú er að sjá hvemig málin þróuðust hjá strákunum. Fjögur félög, Víkingur, KR, Fylkir og Fjölnir, fögnuðu sigri í mótinu að þessu sinni. Víkingar náðu einstökum árangri með því að vinna 6. flokkinn þriðja árið í röð er liðið lagði Fjölni, 3-1, i úrslita- leik. Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk og Einar Daði Lárusson gerði eitt. Þess má geta að Kolbeinn er eini leik- maður Vikinga sem varð meistari öll þessi þrjú ár. KR-ingar unnu öruggan sigur, 4-0, á Að neðan er 6. fiokkur Víkings sem varð Reykja- víkurmeistari þriðja áriö í röö en til hægri eru Fylk- ismenn sem sýndu mikla þrautseigju í úrslitaleik 4. flokks gegn Fram og unnu aö lokum í víta- j keppni, eftir rosalegan spennuleik. ÍR í úrslitaleik, Skúli Jónsson, Brynjar Bjarnason, Aron R. Steinþórsson og Ás- geir Ólafsson skoruðu mörkin en fyrir- liðinn, Skúli Jón Friðgeirsson, lagði upp tvö þau fyrstu og lék mjög vel. í 4. flokki vann Fylkir Fram í víta- spyrnukeppni. Fram komst tvisvar yfir en Fylkir jafnaði í bæði skiptin, í seinna skiptið 45 sekúndum fyrir lok framleng- ingar. Agnar Bragi Magnússon lagði upp bæði mörk Fylkis fyrir þá Kjartan Ágústsson og Einar Pétursson og tryggði síðan sigurinn úr síðasta vítinu. í 3. flokki kom endurnýjað Fjölnislið inn á í seinni hálfleik gegn ÍR og fjögur mörk þeirra Kjartans Ólafssonar, Hall- dórs Fannars Halldórssonar (2) og Gauta Ólafssonar tryggðu sigurinn, 4-1. -ÓÓJ A myndinni til vinstri lyftir Skúli Jón Friðgeirsson, fyrirliði KR, bikarnum eftir sigur KR á ÍR í 5. flokki en að ofan er Skúli ásamt félögum sínum í liðinu. v- •' A f Kolbemrt Sigþórs- son lyfti bikarnum annaö áriö í röö í 6. flokki en hann varö feykjavíkurmeist- ri þriöja áriö i röö. L á £ ífeS Ms *r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.